Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 17 MINNSTAÐUR skýrð og breytingum á aðalskipu- lagi mótmælt. Er þess krafist að svæði spítalans verði undanþegið skipulagsbreytingum og starfsem- in fái að vera óbreytt. Ingólfur segir að fundað hafi verið með bæjaryfirvöldum í fram- haldi af bréfaskriftunum, og svo virðist sem bæjaryfirvöld hafi nú fengið betri skilning á þörfum LSH. Á svæðinu er m.a. líknar- deild, hvíldarheimili fyrir langveik börn, göngudeild húðdeildar, krabbameinsmiðstöð, endurhæf- Kópavogur | Forsvarsmenn Land- spítala – háskólasjúkrahúss taka afar illa í fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi og nýju deiliskipu- lagi fyrir Kópavogstún, en um þriðjungur þess lands sem á að skipuleggja undir íbúðarbyggð og opin svæði, er í eigu ríkisins og nýtt af LSH. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, og Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri tækni og eigna LSH, sendu Kópavogsbæ bréf ný- verið þar sem afstaða LSH var ing, heimili fyrir fatlaða og fjöl- smiðja fyrir unglinga, og á starf- semi spítalans á svæðinu sér áratuga sögu. Ekkert samráð við LSH Ekkert samráð hafi verið haft við spítalann áður en tillaga að nýju skipulagi svæðisins var kynnt. Engin áform eru um að rík- ið selji land sitt eða dragi úr starf- seminni, en Ingólfur segir þó hugsanlegt að göngudeild húð- deildar og krabbameinsmiðstöð fái inni í nýju hátæknisjúkrahúsi sem fyrirhugað sé að reisa við Hring- braut. Annað sé reiknað með að verði áfram í Kópavogi. Í bréfi LSH til Kópavogsbæjar er m.a. bent á að almenningur og einkaaðilar hafi komið að fjár- mögnun ákveðinna þátta starfsem- innar á þessu svæði, og því ekki síður mikilvægt þess vegna að starfsemin verði óbreytt. Spítalinn hafi hagsmuni af því að hafa óbreytta starfsemi, sem og skjól- stæðingar sem njóti þar þjónustu. LSH mótmælir skipulagi Kópavogstúns HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vinna við stígagerð við Hringbraut stendur yfir Áætluð verklok í lok október HJÓLREIÐAFÓLK og gangandi vegfarendur hafa kvartað sáran yfir því að erfiðlega gangi að komast vestan úr bæ, frá Háskóla Íslands og í austurátt en þörfin á göngu- og hjólastígum þar er mikil, sér í lagi eftir að skólahald hófst að nýju. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkur- borgar horfir til betri vegar á svæð- inu en vinna við stígagerð stendur yfir og áætluð verklok á svæðinu eru í lok október. Þá var umferð hleypt að nýju á Snorrabraut frá gömlu Hringbraut um síðastliðna helgi eftir umfangs- miklar breytingar og hefur það kom- ið ökumönnum á óvart að engin um- ferðarljós eru við gatnamótin. Höskuldur segir þó engin slys hafa orðið að sér vitandi en umferðarljós- in ættu að komast í gagnið í vikulok. Fjölbreytni í skólastarfi Reykjavík | Grunnskólarnir í Graf- arvogi og á Kjalarnesi standa að ráðstefnu um fjölbreytni í skóla- starfi í Rimaskóla kl. 13 á fimmtu- dag og er reiknað með að allir starfsmenn skólana, um 500 manns, taki þátt í ráðstefnunni. Þar mun Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri hafa framsögu um þróun grunnskólans frá bekkjar- miðaðri kennslu til einstaklings- miðaðs náms en að erindinu loknu verða 17 málstofur þar sem kenn- arar og starfsmenn ýmissa þjón- ustustofnana munu leggja sínar hugmyndir til málanna. Opinn fund- ur um um- hverfismál Reykjavík | Hvernig geta umhverf- ishamfarir haft áhrif á gæði og öryggi matvæla á Íslandi? Þessi spurning er meðal þess sem leitað verður svara við á opnum fundi umhverfisráðs Reykjavíkur, sem verður í Tjarnarsal Ráðhússins á morgun kl. 16, þar sem allir borgarbúar eru boðnir velkomn- ir. Á fundinum verða flutt stutt erindi um heilsu og umhverfi, t.d. um há- vaða á skemmtistöðum, kvikmynda- húsum og stórtónleikum, um það hvort umhverfishamfarir í fjarlægum heimsálfum geti haft áhrif á gæði og öryggi matvæla á Íslandi, og um starfsemi tengda farartækjum, sem er eitt viðamesta verkefni Meng- unarvarna. Tillögur um sjálfbæra þróun og umferðaröryggi Tvær tillögur verða lagðar fram á fundinum, að því er fram kemur í til- kynningu frá umhverfissviði. Önnur er um að Reykjavíkurborg skrifi und- ir sáttmála evrópskra bæja og borga um sjálfbæra þróun. Hin er Evr- ópusáttmáli um umferðaröryggi, en markmið hans er að fækka dauða- slysum í umferðinni um helming á fyrsta áratug 21. aldar í Evrópu. Þá mun borgarstjóri veita umhverfisvið- urkenningu Reykjavíkurborgar. Eftir fundinn verður sýning í tilefni af 100 ára afmæli Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur opnuð, en henni er ætlað að varpa ljósi á sögu nefndarinnar og þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í umhverfis- og heilbrigð- ismálum í Reykjavík. Til að mynda verða sýnd tæki fyrir loftmælingar, hávaðamælingar, matvælaeftirlit o.fl. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.