Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 19 MINNSTAÐUR Seyðisfjörður | Nýir snjóflóðavarn- argarðar í Bjólfinum ofan Seyð- isfjarðar voru vígðir sl. föstudag. Ekki aðeins munu þessi gríðarlegu mannvirki veita snjóflóðahættu frá byggð í bænum, heldur er svæðið einkar vel heppnað sem útivist- arsvæði. Gerðir hafa verið göngu- stígar og útsýnispallar við varn- argarðana og má þaðan sjá úr rúmlega 600 metra hæð niður á Seyðisfjarðarkaupstað og út fjörð- inn allt til hafs. Um 5 km langur af- leggjari rétt neðan skíðasvæðisins Stafdals liggur inn að varnargörð- unum í Bjólfinum. Myndin var tekin við vígsluna og voru þeir Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Jóhann Hansson, forseti bæjar- stjórnar og hafnarstjóri á Seyð- isfirði, og Gestur Guðjónsson frá umhverfissviði Olíudreifingar þarna að velta vöngum yfir mannvirkj- unum, sem sjá má aftan við hópinn. AUSTURLAND Egilsstaðir | Hreindýraveiði- tímabilinu er nú nýlokið, en það stendur frá 1. ágúst til 15. sept- ember ár hvert. Jóhann G. Gunn- arsson hjá veiðistjórnunarsviði Um- hverfisstofnunar segir að tekist hafi að veiða upp í kvótann á flestum veiðisvæðum. Heildartala felldra dýra er 754 dýr, sem skiptast í 364 kýr og 390 tarfar. Alls var kvóti fyr- ir veiði á 800 dýrum og því 46 dýr óveidd þegar tímabilinu lauk. Jóhann segir tíðarfar á seinni hluta veiðitímans hafa verið frekar erfitt, miklir umhleypingar og erfitt að stóla á veðurspár og því sé veiði- árangur viðunandi. „Annars gekk veiðin vel og heldur fleiri dýr veidd- ust nú en í fyrra,“ segir Jóhann. Í fyrra veiddust 735 dýr, 374 kýr og 361 tarfur og hafa því tarfaveiðar gengið betur þetta árið. Jóhann seg- ir sérstakt nú hversu mikið af törf- um sást fyrir norðan Jökulsá, á svæði 1. „Menn sáu meira af dýrum þar en undanfarin ár. Þau virðast koma meira norðan úr Kringilsár- rananum og kannski hefur raskið vegna virkjunarinnar austan við Jökulsá þar áhrif. Þetta eru þó allt saman getgátur.“ Heildartekjur af veiðileyfasölu í fyrra voru 43.667.000 kr. Arður fór til um 750 landeiganda á Austur- landi og nam 37.667.000 kr., eða 85% af heildartekjum. Hlutur Um- hverfisstofnunar vegna umsýslu var kr. 4.591.500,- og Náttúrustofu Austurlands vegna vöktunar kr. 1.837.500. Ekki er búið að ljúka uppgjöri fyrir hreindýraveiði- tímabilið í ár. Jóhann segir líklegt að heild- arkvótinn haldi sér, en um 1600 um- sóknir bárust í þau 800 dýr sem mátti skjóta í ár. 100% aukning á umsóknum hefur orðið sl. 5 ár og bárust á þessu ári hátt í 50 umsókn- ir erlendis frá. Leiðsögumenn með hreindýraveiðum eru nú tæplega 90 talsins. Jóhann segir að hugsanlega muni ásóknin í hreindýraveiðar eitt- hvað minnka nú þegar leyft er að veiða rjúpu að nýju. Hjörtur H. Friðriksson, bóndi og leið- sögumaður með hreindýraveiðum í Skóghlíð í Hróarstungu, hefur kom- ið á fót hreindýraverkunarstöð. Hún hefur öll tilskilin leyfi skv. reglu- gerð um verkunarstöðvar fyrir hreindýrakjöt og opnaði möguleika fyrir þá sem vilja selja kjöt af sínum hreindýrum á að fá það stimplað af dýralækni. Hjörtur hefur tekið við hreindýr- unum óflegnum og boðið upp góðan kæli, þægilega aðstöðu fyrir veiði- menn til fláningar ef þeir vilja klára hana sjálfir og býður úrbeiningu ef þess er óskað. „Það komu nokkrir tugir dýra núna og á sjálfsagt eftir að aukast næsta ár,“ segir Hjörtur. 19 þúsund krónur kostar að fá tarf fullverkaðan hjá honum. „Menn koma yfirleitt með dýrin óflegin og flestir skilja þetta eftir. Við úrbein- um, fituhreinsum og göngum frá kjötinu í lofttæmdar umbúðir.“ Hjörtur segir áberandi að húðir séu skemmdar og skepnurnar illa skotnar. „Yfirleitt er þetta illa skot- ið og mörgum sinnum, mikið blóð- hlaup og oft kviðskotið. Verkunin er líka mjög oft slæm á veiðistað, illa tekið innan úr dýrunum og þau full af gori. Það skiptir miklu máli að dýrin séu verkuð almennilega að innan því gorinn hefur áhrif á kjöt- ið. Það hefur komið til mín töluvert af dýrum með gori og ég hef grun um að þetta sé vonda kjötið sem menn eru að borða á veitingastöð- unum. Leiðsögumenn eiga að kunna þetta og ég held þetta eigi frekar að skrifast á þá en veiðimennina sem kunna kannski ekkert á þetta.“ Á vef Hreindýraráðs, www.hrein- dyr.is, eru veiðimenn sem eiga húðir og ætla sér ekkert með þær, hvattir til að selja þær tilgreindum aðilum á Héraði, sem vinni úr skinnunum. Þurfa veiðimenn að gera þetta sem fyrst þar sem Íslenskur skinnaiðn- aður á Akureyri mun líklega hætta að súta skinn í haust og hver að verða síðastur að fá verkun á húð- um. Hreindýraverkandi segir dýrin oft illa skotin og að menn hirði ekki nóg um að taka vel innan úr þeim 754 hreindýr skotin á sex vikum Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Girðingarstökk Nú er veiðum lokið og þá tekur lífsbarátta vetrarins við hjá hreindýrum á Austurlandi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Útivistarperla í Bjólfi Borgarfjörður eystri | Nú er lokið þriðja sýningarsumri á verkum Jó- hannesar S. Kjarval í Vinaminni á Borgarfirði eystri. Vinaminni er hús eldri borgara á Borgarfirði og leigt undir sýning- arhaldið í fáeinar vikur að sumri. Verkin eru send suður til Listasafns Íslands í sýningarlok og ný verk koma næsta sumar. Eldri borgarar eru þó ekki Kjarvals-lausir í vetrar- starfinu, því félagið lumar á nokkr- um myndum eftir meistarann sem hanga á skrifstofu félagsins til hliðar við sýningarsalinn. Félagar standa vaktina sem safnverðir meðan á Kjarvalssýningum stendur og fylgir það með í leigunni á húsinu. Félagsstarfið er að fara af stað núna og konurnar verða með handa- vinnu eitt kvöld í viku og annan hvern sunnudag á að spila bridds. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Meistaraverk Arngrímur Magnússon hefur staðið vörð um verkin í sumar. Ekki Kjarvalslausir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.