Morgunblaðið - 20.09.2005, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
GÓÐAR bækur hafa gjarnan þann
sið að láta sig eignarréttinn engu
skipta, þær bara hverfa og leggjast á
flakk. Einn daginn stendur svona bók
ekki lengur á sínum stað í hillu eitt
sinn eiganda og vonlaust fyrir hann
að ætla sér að muna hver hinna ótal
mörgu er fýsti að lesa hana hafi feng-
ið hana síðast lánaða. Einn daginn er
hana heldur ekki lengur að finna á
lager bókaforlagsins, ekki á neinu
bókasafni og hún lætur heldur ekki
sjá sig á fornbókasölunum. Þannig
hagaði sér bókin Veröld sem var eftir
austurríska rithöfundinn Stefan
Zweig þegar hún kom út á Íslandi.
Þetta eru endurminningar frá þeim
glaða áhyggjulausa lífsnautnaheimi
er efnaðir borgarar nutu í Vínarborg
á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld-
ina. Menn nutu tónlistar og leiklistar,
hrifust af stórkostlegum framförum á
sviði andans og tækninnar og töldu
sig fullkomlega örugga á leið inn í
stöðugt batnandi heim. Svo skall fyrri
heimsstyrjöldin á þetta grunlausa
fólk, öfgar tuttugustu aldarinnar
gripu um sig og fasisminn hóf þá her-
ferð gegn vitsmunum og „lífsand-
anum frjóa“ sem síðan hefur staðið
yfir í einni eða annarri mynd og undir
ýmsum merkjum um allan heim.
Árið 1933 brenndu nasistar á báli
bækur Stefán Zweigs, sem þá naut
alþjóðlegrar frægðar, ásamt verkum
annarra óþægilegra höfunda og hann,
eins og þúsundir þýskra og aust-
urrískra menntamanna og lista-
manna, neyddist til að flýja land,
fyrst til Englands og þaðan til Bras-
ilíu. Þessi lífsreynsla endurspeglast í
sögu hans Manntafli. Þar teflir hann
vitsmununum, menntamanninum,
gegn miskunnarlausu valdi. Heims-
meistarinn í skák, frumstæður, gróf-
ur persónuleiki, sem minnir á Hitler,
er á leið yfir úthöfin í farþegaskipi.
Öllum að óvörum er hann mátaður
eitt kvöldið af ókunnum manni. Dr. B.
reynist vera flóttamaður frá Þýska-
landi, sem í einangrunarvist hjá
Gestapó hafði komist yfir eina bók,
bók um skák, og með því að sökkva
sér niður í þá list hafði honum tekist
að verjast yfirheyrslum ógnvaldanna
og sleppa að lokum. Heimsmeistarinn
skorar hann aftur á hólm og Dr. B.
lætur eftir langa mæðu tilleiðast.
Manntafl, sem var líka andsnúin
eignarréttinum, kom út árið 1952 í ís-
lenskri þýðingu Þórarins Guðnasonar
læknis. Þór Tulinus notar þá þýðingu
í leikgerð sinni og þótt alla jafna sé
það ávinningur að fá reglulega í leik-
húsi nýjar þýðingar á eldri textum þá
er einhvern veginn við hæfi að nota
hana hér, hún gefur fjarlægð, flytur
okkur aftur í tímann. Rebekka Rán
Samper vísar örfínt í taflið með því að
nota svart gegn hvítu í leikmyndinni
og ferköntuð form glugga og kassa.
Og forðar áhorfandanum undan
raunsæi leikmunanna með því m.a. að
láta rúm svífa kankvíslega næstum í
lausu lofti og glugga vera af ýmsu
tagi. Leikmynd hennar, tónlist Dav-
íðs Þórs Jónssonar og lýsing Kára
Gíslasonar halda líka ákaflega vel og
fallega utan um leikarann eina, þótt
mér þætti stundum ljósaskipti of tíð.
Hlýja, virðing og fínleiki halda utan
um leikarann og eru líka orðin sem
koma fram í hugann um leikstjórn
Hilmis Snæs Guðnasonar. Á köflum
tekst honum þannig að laða fram hóf-
stillta, ágæta túlkun Þórs Tuliníusar
á persónum, sem allar nema dr. B eru
dregnar upp í fáum dráttum, og kom-
ast fram hjá ákveðnum takmörk-
unum leikarans. Lausnir samt ekki
hugmyndaríkar, of oft einn sónn eða
of kunnugleg eftirherma.
En hvað vill Hilmir Snær segja
okkur með þessari sýningu og Þór
Tulinius með leikgerð sinni? Hvers
vegna velur Þór einleiksformið, forð-
ast átökin í sögunni og einblínir á Dr.
B? Hvers vegna loka þeir frásögnina
inni, eru svona tvístígandi og dáðlaus-
ir í afstöðunni til sögumannsins og
áhorfenda? Hvers vegna halda þeir
að sálarlíf sjálfsleikarans sé svona
áhugavert en ekki sál persónanna, sál
verksins? Hvers vegna rugga þeir sér
einir á báti og loka sig af í öryggi
hinnar pínlegu en um leið huggulegu,
fáguðu íslensku „hefðar“ – að því er
virðist grunlausir um heiminn, heim-
ana fyrir utan?
Einn
á báti
LEIKLIST
Þíbylja í Borgarleikhúsi
Eftir Stefan Zweig í þýðingu Þórarins
Guðnasonar. Leikgerð: Þór Tulinius. Leik-
stjóri Hilmir Snær Guðnason. Búningar
og leikmynd: Rebekka Rán Samper. Höf-
undur tónlistar: Davíð Þór Jónsson. Lýs-
ing: Kári Gíslason. Leikari: Þór Tulinius.
Borgarleikhús, nýja sviðið, sunnudagur
kl. 20.
Manntafl
María Kristjánsdóttir
„Hvers vegna halda þeir að sálarlíf sjálfsleikarans sé svona áhugavert en
ekki sál persónanna, sál verksins?“ spyr María Kristjánsdóttir m.a.
„VIÐ vorum ekkert búnar að sjá, fyrr en í
kvöld – ekkert. En þetta lofar sannarlega
góðu.“ Á fyrstu forsýningu á Woyzeck eftir
Georg Büchner í Borgarleikhúsinu á sunnu-
dagskvöld voru forsvarsmenn Barbican
Centre í London meðal gesta. Louise
Jeffereys er leikhússtjóri og Angie Smith
listrænn ráðunautur hennar, og þær voru
himinlifandi eftir sýninguna. Sem kunnugt
er verður verkið, sem sett er upp hér í sam-
vinnu Vesturports og Borgarleikhússins í
leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, frum-
sýnt í Barbican í október, áður en almennar
sýningar hefjast hér á landi. Sýningarnar
úti eru samstarfsverkefni Young Vic leik-
hússins, sem sýndi Rómeó og Júlíu við af-
burðaundirtektir í hitteðfyrra, og Barbican
listamiðstöðvarinnar. Fimm sýningar verða
á Woyzeck úti, dagana 12.–17. október, en
frumsýning í Borgarleikhúsinu verður 28.
október. Louise Jeffereys segir að sam-
starfsmenn þeirra í Barbican hafi þó haft
tækifæri til að koma á æfingu fyrir um hálf-
um mánuði til að fylgjast með, – og að þær
hefðu því haft fregnir af því að sýningin
yrði stórbrotin.
„Í Barbican erum við með sérstakt leik-
hús sem við köllum Young Genius [Ungir
snillingar]. Þar erum við meðal annars í
samstarfi við Young Vic um sýningar á
verkum ungra leikskálda. Georg Büchner
var bara 23 ára þegar hann samdi Woyzeck,
og lauk í raun aldrei almennilega við verkið.
Við vildum taka Woyzeck inn í þetta pró-
gramm. Þeir í Young Vic höfðu mikinn
áhuga á að vinna áfram með Gísla Erni og
Vesturporti, eftir velgengnina með Rómeó
og Júlíu. Okkur leist vel á hugmyndina um
að fá Vesturport í Woyzeck, enda stefnan í
Young Genius að velja líka unga efnilega
leikstjóra,“ segir Louise Jeffreys.
Kjörið verk fyrir Gísla Örn
Angie Smith segir að þeim hafi líka þótt
Woyzeck myndi henta Gísla Erni og Vest-
urporti afar vel. „Frá Büchners hendi er
verkið eiginlega bara safn af senum, sem
hver leikstjóri þarf að finna leið til að
tengja saman, og við sáum strax að það
væri kjörið verk fyrir Gísla Örn að glíma
við og setja sitt mark á með leikhópinn.“
Ensku leikhúskonurnar segja að mikil
eftirvænting sé fyrir sýningarnar á
Woyzeck í Barbican, og að áhorfendur hafi
augljóslega miklar væntingar til Vest-
urports. Miðasala hafi gengið einstaklega
vel, og fáir miðar séu eftir. En hvað fannst
þeim sjálfum?
„Þetta er vissulega óvenjuleg uppfærsla
á verkinu. Tónlist Nicks Cave hefur mikið
að segja og skapar verkinu aðra vídd. Hér
er hryllingurinn í verkinu dreginn fram og
kvöl Woyzecks, en um leið er sýningin
töfrandi í fegurð sinni. Tengingar milli at-
riðanna eiga eftir að renna betur saman en
þær gerðu í kvöld, en oft var spennan þó
alveg mögnuð.“
Angie Smith tekur undir þetta, og kveðst
hafa hrifist af fegurð sýningarinnar og frá-
bærum tæknilegum útfærslum. „Lýsingin
og sviðsmyndin heilla mann algjörlega. Við
vorum að hlusta á þetta á íslensku, en það
gerði ekkert til. Við vorum búnar að lesa
handritið á ensku. Það er ýmislegt sem
þarf að lagfæra, en það er jú enn verið að
æfa verkið, og nokkrar vikur í frumsýn-
ingu.“
Leiklist | Leikhússtjórar frá Barbican-listamiðstöðinni sáu forsýningu á Woyzeck
Hryllingur og kvöl, en töfrandi fegurð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Woyzeck og María: Ingvar Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
TALIÐ er að um 700 manns hafi
sótt Bókmenntahátíð í Reykjavík
heim á hverjum degi, en hátíðin
stóð yfir dagana 11.–17. sept-
ember.
Frá sunnudagi til föstudags
voru haldnir upplestrar á kvöldin í
Iðnó, þar sem um 230 manns gátu
setið og var smekkfullt þar hvert
kvöld, þar sem gestir stóðu með-
fram veggjum og jafnvel í and-
dyri. Þá var haldið rithöf-
undaspjall í hádeginu og um
eftirmiðdaginn flesta daga, og var
það einnig afar vel sótt að jafnaði.
Spjallið fór fram í sal Norræna
hússins, og þurfti oftar en ekki að
opna inn á bókasafnið eftir að
hann fylltist, þar sem fleiri áheyr-
endur tylltu sér. Varlega áætlað
gætu 2–300 manns hafa mætt þar
á báðum tímum, í flest skiptin.
„Við teljum því að milli 700 og 800
gestir hafi mætt á einhvern við-
burð á vegum Bókmenntahátíðar á
hverjum degi,“ segir Halldór Guð-
mundsson, sem situr í stjórn há-
tíðarinnar.
Hann segir hina góðu aðsókn
hafa komið erlendum gestum há-
tíðarinnar nokkuð á óvart. „Það
má kannski segja að þetta hús-
næði sé allt sprungið utan af okk-
ur, en Iðnó hefur hins vegar
margvíslega kosti og sjarma sem
upplestrarstaður.“
Fjölmargir þekktir erlendir rit-
höfundar sóttu hátíðina heim að
þessu sinni, þar á meðal Margaret
Atwood, Paul Auster og Nick
Hornby. Halldór segir að sú stað-
reynd hafi eflaust skilað mörgum
áheyrendum á hátíðina, en árið
2003, þegar hátíðin var síðast
haldin, hafi einnig mörg stór nöfn
prýtt dagskrá hennar. „Það hefur
alltaf verið góð aðsókn á hátíðina,
og svo var einnig í fyrra. Hátíðin
hefur einfaldlega fest sig í sessi,“
segir hann. „Enda er stór grein í
Politiken um hvers vegna Danir
geti ekki haldið svona flotta há-
tíð.“
Bækur | Um 700 manns sóttu Bók-
menntahátíð á hverjum degi
Hefur fest
sig í sessi
Morgunblaðið/Golli
Thor Vilhjálmsson við setningu Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2005.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is