Morgunblaðið - 20.09.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 27
Hvað má álykta af því hvernigfréttir bárust af væntanlegufrumvarpi ríkisstjórnarinnar umráðstöfun á greiðslunni fyrir
Símann? Í fyrsta lagi tekst sviðsetningin svo
vel að flestir fá sennilega á tilfinninguna að
stjórnin sé að gefa þjóðinni kærkomnar gjaf-
ir, kastljósið beinist að góðum og skjótráð-
um valdamönnum sem eiga lof eitt skilið. Í
öðru lagi lendir stjórnarandstaðan í hefð-
bundnu baksviðshlutverki og augljóst verð-
ur að hún skal engu ráða um notkun hins
fundna fjár. Þetta ætti hvort tveggja að
hvetja okkur til að athuga nánar hvaða kröf-
ur verður að gera til lýðræðislegra stjórn-
arhátta.
Lýðræðisþróun er á varasamri leið ef hið
þrískipta vald til framkvæmda, lagasetn-
ingar og dómsfellingar fær-
ist um of til framkvæmda-
valdsins, þeirra sem skipa
ríkisstjórn og stýra ráðu-
neytum. Bæði fræðimenn
og reynsluríkir þingmenn
hafa oft bent á hve sterk-
lega framkvæmdavaldið
stjórnar löggjafarstarfinu
hér á landi. Stjórn-
arþingmenn gegna því meg-
inhlutverki að samþykkja
stjórnarfrumvörp og þing-
menn stjórnarandstöðu fá
að jafnaði ekkert samþykkt
sem máli skiptir. Maður er
stundum hissa á því hvað
þeir nenna að þenja sig á
þingi – og í borgarstjórn – í
slíkri stöðu. Það tíðkast nefnilega ekki held-
ur að taka tillit til minnihluta í sveit-
arstjórnum. Lítilsvirðing fyrir fulltrúum
minnihluta í stjórnkerfi okkar er átakanlegt
dæmi um þröngsýni og valdahroka. Vill
kannski einhver halda því fram að þar sé að
jafnaði að finna minna vit og lítilsverðari
reynslu en hjá þeim sem fara með völd? Er
ekki visst tillit til minnihluta einkenni lýð-
ræðislegra stjórnarhátta?
Lýðræðisþróun í landinu er líka á leið í
öngstræti ef það fer að tíðkast að sitjandi
ríkisstjórn fái að ákveða notkun á fjár-
munum ríkisins langt fram í tímann, jafnvel
lengur en allt næsta kjörtímabil. Þannig
virðist ætlunin að höndla með Símasjóðinn.
Væntanlegt frumvarp teygir anga sína allt
fram til ársins 2012. Og það er ekkert eins-
dæmi að þannig sé í pottinn búið. Átaka- og
umræðulaust hefur Alþingi heimilað að um
fjórir milljarðar króna renni árlega úr rík-
issjóði allt fram til ársins 2012 til þeirra sem
framleiða mjólk og nokkru minna á að fara
til þeirra sem eiga kindur fram til 2007. Mig
minnir að það hafi birst mynd í blöðunum af
fjármála- og landbúnaðarráðherra að skála í
mjólk þegar þeir undirrituðu langtímasamn-
inginn við mjólkurframleiðendur. Það var
voða gaman hjá þeim. En þetta mál stað-
festir ef að er gáð ákveðna sjálfheldu sem
leiðir af hinni ófrávíkjanlegu tvískiptingu í
alvaldan stjórnarmeirihluta og valdalausa
stjórnarandstöðu.
Lagabætur í sjálfheldu
krefjast samstöðu
Sum verkefni löggjafans er ekki unnt að
leysa nema með samstöðu flokkanna sem
eiga fulltrúa á Alþingi. Þar er um ræða af-
nám laga um sérréttindi ákveðinna hópa
sem enginn þorir að styggja af ótta við at-
kvæðamissi. Langvarandi forréttindastaða
slíkra hópa fer að verða undrunarefni vegna
þess hve mikið hún kostar og hve veik og úr-
elt rök eru notuð til réttlætingar. Ég leyfi
mér að fullyrða að vænlegasta leið íslenskra
stjórnmálamanna til að endurvekja traust á
Alþingi felist í því að taka sameiginlega á því
verkefni að afnema lög sem fela í sér æpandi
sérhagsmunagæslu sem og þau lög sem
flesta snerta.
Ég nefndi veikburða réttlætingu. Land-
búnaðarráðherrann, sem á auðvitað að gæta
almannahagsmuna, heldur því fram að hinir
ótrúlegu ríkisstyrkir til hefðbundinnar land-
búnaðarframleiðslu haldi uppi dreifðri
byggð í landinu, tryggi örugga mat-
vælaöflun og samkeppnishæfni íslensks
landbúnaðar á erlendum mörkuðum. Sýnir
reynslan að svona rennsli úr ríkissjóði haldi
uppi byggð? Er yfirvofandi hætta á að flutn-
ingar til landsins leggist niður? Hafa ís-
lenskar landbúnaðaafurðir reynst arðvæn-
leg útflutningsvara? Ef einhver annar en
landbúnaðarráðherrann vill svara þessum
spurningum játandi er hann beðinn að gefa
sig fram. Í þessu sambandi er vert að hafa í
huga að ein hagsmunasamtök í landinu fá
kostnaðinn við starfsemi sína greiddan úr
ríkissjóði, Bændasamtök Íslands. Fyrr á ár-
um voru ráðunautar þeirra m.a. að leiðbeina
um framræslu mýra – nú eru þeir að athuga
hvernig unnt er að endurheimta votlendi!
Vill einhver reyna að réttlæta að
ein hagsmunasamtök framleið-
enda geti í skjóli laga frá Alþingi
látið ríkið standa undir starfsemi
sinni – og fái til þess um 500 millj-
ónir á ári verðtryggðar? Á hvers
konar sóun er von í slíku skjóli?
Ef ég held áfram með dæmi
um það sem fram að þessu hefur
reynst óhagganleg, lögvernduð
sérhagsmunagæsla kemur því
miður næst að sjómönnum. Hver
vill í alvöru reyna að réttlæta það
að fólk í eftirsóttu og skemmti-
legu starfi hafi sérstakan skatta-
afslátt? Réttindi og skyldur
þegnanna eiga að vera sem jöfn-
ust, annað er siðlaust. Ég vil
helst, eins og aðrir landsmenn,
bera virðingu fyrir störfum sjómanna og
bænda. Það hlýtur að reynast mörgum erfitt
meðan úrelt, lögbundin sérhagsmunagæsla
fyrir þá er við lýði. Ef að er gáð ættu þessar
starfsstéttir sóma síns vegna að krefjast
þess að starfa á sama réttargrunni og aðrir.
Að öðrum kosti verða stjórnmálaflokkar í
stjórn og stjórnarandstöðu að sameinast um
þær lagabreytingar sem til þarf. Þeir verða
að sýna í verki vilja til að tryggja jafnrétti,
almannahag og lög sem standast frá sið-
ferðilegu sjónarmiði. Eiga ekki allir að
borga skatt eftir sömu reglum? Og eiga ekki
neytendur, en ekki ríkissjóður, að borga
verðið sem framleiðendur, þ. á m. kúa- og
sauðfjárbændur, þurfa að fá fyrir vörur sín-
ar?
Þjóðfélagsbreytingar gera ýmiss konar
löggjöf úrelta og óréttláta í tímans rás. Sem
dæmi má taka heimild sveitarstjórna til að
leggja sams konar fasteignaskatt á sum-
arhús og íbúðarhús. Sveitarstjórnir, þar sem
mikið er um sumarhús, geta því látið ut-
ansveitarfólk standa undir stórum hluta af
rekstri sínum. Rakalaust óréttlæti af þessu
tagi verður vitaskuld ekki afnumið nema
með samstöðu allra flokka. Enginn einn þor-
ir að styggja hlutaðeigandi sveitarstjórnir.
Umdeildasta deiluefni stjórnmálanna
undanfarna áratugi má líka skoða í þessu
ljósi. Nýjar afleiðingar þess að Alþingi heim-
ilar að útgerðarmönnum séu afhent ókeypis
réttindi sem þeir geta leigt, selt og veðsett
blasa nú við. Mikillætið, sem þessi forrétt-
indi vekja upp, birtist nú landsmönnum í því
að málsvarar útgerðarinnar hóta málssókn
gegn ríkinu fyrir að úthluta örlitlum kvóta til
þeirra byggða sem mest hafa misst – þeirra
sem hefur verið fórnað í hagræðingarferl-
inu. Byggðakvótann skal nú skilgreina sem
eignaupptöku hjá þeim sem þáðu gjafirnar
og vilja nú skaðabætur frá ríkinu. Sumir
hafa að vísu keypt heimildirnar en það gera
þeir varla nema kaupin teljist góð. Þegar
svona er komið fær spurningin um skyldur
Alþingis til að gæta almannahags nýtt vægi.
Er ekki orðið tímabært að taka í alvöru sam-
eiginlega á því að finna sanngjarna leið við
úthlutun aflaheimilda? Og sé litið til menn-
ingargeirans blasir verkefni eins og Rík-
isútvarpið við. Þrengingar lýðræðisins og
veik gæsla almannahags á Alþingi eiga ræt-
ur að rekja til þess að enn þykir hæfa að
skipta þingliðinu í tvo andstæða hópa sem
verða að vera ósammála um allt. Þar er
stunduð þrætubókarlist. Þar tíðkast ekki að
gera þverpólitískt samkomulag um vand-
meðfarin úrlausnarefni sem varða almanna-
hag. Það tekur sinn tíma að breyta því
ástandi og því er eins gott að fara að taka á
því verkefni innan þings og utan. Annars
heldur gjáin alræmda milli þings og þjóðar
áfram að dýpka.
Minna sjónarspil –
meira lýðræði
Eftir Hörð
Bergmann
Hörður Bergmann
Höfundur er kennari
og rithöfundur.
’Þrengingar lýðræðisinsog veik gæsla almanna-
hags á Alþingi eiga rætur
að rekja til þess að enn
þykir hæfa að skipta þing-
liðinu í tvo andstæða hópa
sem verða að vera ósam-
mála um allt.‘
att best að segja, að
a, sem stjórnvöld hygð-
kkar eldri borgara
finnst mér fréttir af
ýlum á Selfossi ekki
góðar þegar við-
nnt er orðið að vist-
n skuli búa við þau
dvallarmannréttindi
era ekki með ókunnuga
ergisfélaga inni hjá sér
r t.d. þarf að skipta um
r, baða og mata. Það
eldur ekki í lagi að vera
st bara með ófaglært
vinnu. Ég vil vissu-
lyfta öldrunarþjónust-
á hærra plan, en það
ar auðvitað meira fé.
ð á Sóltúni höfum ekki
ð halla á aðra, heldur
m við upphefja þjón-
na og stuðla að umbót-
segir Anna Birna, en
arsmenn Öldungs hf.
ð ríkið að gerður verði
ningur vegna nýbygg-
uguð er á næstu lóð
að er að rými 109 vist-
vistmenn á Sóltúni nú
að bjóðast til að taka
u við aldraða geðfatl-
eimer-sjúklinga og
fta. Þessir hópar kom-
sem enginn vill sinna
byrjað að grafa fyrir
x á morgun því deili-
gengið og samþykkt
ur fyrir. Við teljum
stjórnvöldum góðan
brýn og neyðin mik-
r
ði,
ari
mili
rir
ar,
ra-
ð á
n-
ól-
ns
ús-
til
úr
14
yf-
ús-
ið-
að
úa,
segir í fjárlagafrumvarpinu. Reiknilíkanið, svokallað
RAI-matskerfi, tekur mið af umönnunarþyngd, en
forsvarsmönnum eldri hjúkrunarheimila finnst
óeðlilegt að ekki skuli vera notuð sama aðferðafræði
við útreikning hjúkrunarþyngdar á Sóltúni annars
vegar og annarra hjúkrunarheimila hins vegar. Sam-
kvæmt RAI-mælingum er hjúkrunarþyngd Grundar
0,99 og Vífilstaða 1,01. Svigrúm Sóltúnssamningsins
liggur, skv. RAI-staðli, á bilinu 1,05–1,20.
„Á meðan notaður er 34 punkta þyngdarstuðull
við RAI-mælingar á Sóltúni nota önnur hjúkrunar-
heimili 44 punkta stuðul sem að mínu mati dregur
niður hjúkrunarþyngdina hjá þeim heimilum, sem
hann nota,“ segir Júlíus Rafnsson, framkvæmda-
stjóri á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
„Við teljum að allur mismunur á aðferðum við út-
reikninga á hjúkrunarþyngd sé óréttlátur og valdi
verulegri tortryggni á milli eldri heimila og ráðu-
neytisins enda er með öllu óskiljanlegt að ráðuneytið
skuli nota tvenns konar aðferðir í sama tilgangi. Að
sjálfsögðu eiga sams konar forsendur að gilda fyrir
öll hjúkrunarheimili,“ segir Júlíus. Hann bætir við að
í gegnum tíðina hafi margoft verið rætt við ráðuneyt-
ismenn um þessi mál, en lítið hafi verið um svör. „Það
þarf að eyða öllum ósanngjörnum mismun á milli
heimila, sem veita sams konar þjónustu.“
Eðlilegar arðkröfur
Í sérstakri úttekt, sem Ríkisendurskoðun gerði að
frumkvæði Ögmundar Jónassonar, alþingismanns,
árið 2001 á „meintri“ fjárhagslegri mismunun rík-
isvaldsins til öldrunarstofnana, er staðfest að um
umtalsverðan mun sé að ræða. Umsamin daggjöld
hjúkrunarheimilisins við Sóltún voru borin saman
við kostnað hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls,
Skógarbæjar, Droplaugarstaða og Sólvangs, sem öll
fá framlög úr ríkissjóði. Þrátt fyrir að Ríkisendur-
skoðun hafi komist að því að daggjöld ásamt hús-
næðiskostnaði hafi verið um 14% hærri í Sóltúni en á
öðrum stofnunum og 17% hærri að húsnæðiskostn-
aðinum undanskildum, hafa engar breytingar orðið
til leiðréttingar og samræmis hingað til.
Ríkisendurskoðun telur eðlilegt að ríkið sé gjöfulla
á skattfé almennings til hins einkarekna Sóltúns en
til annarra dvalarheimila, sem rekin eru sem sjálfs-
eignarstofnanir, þar sem þau „eiga að jafnaði ekki að
sýna hagnað af starfsemi sinni. Að sjálfsögðu á slíkt
ekki við um hlutafélög og aðra sambærilega einka-
aðila á borð við Öldung hf. Forsvarsmenn félagsins
hljóta að gera eðlilegar kröfur um hagnað af starf-
semi fyrirtækisins. Þá er skattaleg staða þessara að-
ila nokkuð ólík. Mismunandi rekstrarform þarf hins
vegar engu að ráða um eðli, umfang eða gæði þeirrar
þjónustu, sem veitt er,“ segir í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar.
Óumdeilt er að daggjald Sóltúns er hærra en ann-
arra áþekkra stofnana. Skýringanna er helst að leita
í hærri rekstrarkostnaði hjá Sóltúni og kröfu hlut-
hafa um jákvæða afkomu. Starfsemi hjúkrunarheim-
ilisins við Sóltún skilur sig frá starfsemi þeirra
hjúkrunarheimila, sem nú starfa hérlendis. Þau eru
undanþegin skattskyldu af starfsemi sinni og þeim
er almennt séð ekki ætlað að skila arði af starfsem-
inni heldur að veita þjónustuna að jafnaði á kostn-
aðarverði, segir m.a. í niðurstöðum Ríkisendurskoð-
unar.
u
ð
ð.
einkareksturinn
join@mbl.is
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-ráðherra, segist vissulega kannastvið þá staðreynd að Sóltún sé að fá
hærri daggjöld frá ríkinu en önnur og
eldri hjúkrunarheimili.
Það væri eðlilegt í ljósi
þess samnings, sem for-
veri hans í starfi, Ingi-
björg Pálmadóttir, hefði
gert við Öldung hf. um
byggingu og rekstur
heimilisins til langs
tíma. Samningnum hafi
fylgt ströng skilyrði um
mönnun fagfólks, hjúkr-
unarþyngd og aðbúnað
auk þess sem bygg-
ingakostnaður skyldi
innifalinn í daggjöldum.
Ráðherra segist líka
kannast við óánægju for-
svarsmanna annarra
áþekkra stofnana sem
hann segir að horfi mjög
til Sóltúns-samningsins í öllum sam-
anburði. „Ég hef margoft rætt við þessa
menn, en við höfum því miður ekki haft
afl til þess að taka Sóltúns-samninginn
upp alls staðar. Ef við ætlum okkur að
lyfta öðrum heimilum upp í þann „stand-
ard“, sem er á Sóltúni, þá þurfum við ein-
faldlega meira fjármagn inn í þennan
rekstur,“ segir Jón og vísar m.a. til þess
að á Sóltúni sé eingöngu boðið upp á stór
eins manns herbergi. Önnur hjúkr-
unarheimili séu börn síns tíma þó mörg
hjúkrunarheimili séu að gera gangskör
að því að bæta aðbúnað og breyta tveggja
til fjögurra manna herbergjum í eins
manns rými í takt við kröfur nútímans.
„Ég vil nálgast þetta viðfangsefni með
viðræðum um daggjöldin, en það eru
engar stökkbreytingar á borðinu í bráð,
allavega ekki á næstu fjárlögum,“ segir
Jón. Aftur á móti hafi eitt skref verið
tekið í átt til leiðréttingar fyrir tveimur
árum þegar ákveðið var að greiða eldri
heimilum svokallað húsnæð-
isgjald, sem miðast við fer-
metratölu og sé hugsað til
viðhalds.
„Við viljum stefna að því að
hægt verði að hjúkra fólki
sem lengst heima í sínu um-
hverfi sem leiðir af sér að
hjúkrunarþyngd hjúkr-
unarheimila kemur til með að
vaxa þar sem fólk verður verr
á sig komið þegar það fer loks
á hjúkrunarheimili,“ segir
Jón.
Tvö ný hjúkrunarheimili
eru á teikniborðinu
Um þrjú hundruð manns eru
nú á biðlistum eftir hjúkr-
unarrými á höfuðborg-
arsvæðinu, þar af eru 243 í brýnni þörf
og um 80 þeirra á sjúkrastofnunum.
Spurður um forgangsmál í þessum
málaflokki nú, svarar ráðherrann því til
að á teikniborðinu séu tvö hjúkr-
unarheimili til að mæta biðlistum. Vonir
séu bundnar við að hægt verði að hefja
framkvæmdir við hjúkrunarheimili í
Sogamýri í samvinnu við Reykjavík-
urborg á árinu og síðar áformi Reykja-
víkurborg og Seltjarnarnesbær að
byggja nýtt hjúkrunarheimili á Lýs-
islóðinni við hliðina á JL-húsinu. Að
sögn heilbrigðisráðherra verður Sól-
túns-módelið ekki viðhaft við þessar
framkvæmdir, heldur gerir hann ráð
fyrir að byggingaframkvæmdirnar verði
einfaldlega boðnar út og síðan rekst-
urinn sér í samræmi við ný lög.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
„Engar stökkbreyt-
ingar á borðinu“
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra.