Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 30

Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 30
✝ Bessi Bjarnasonleikari fæddist í Reykjavík 5. sept- ember 1930. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bjarni Sigmundsson frá Rauðasandi í Barðastrandarsýslu, f. 27. feb. 1898, d. 28. júní 1978, og Guð- rún Snorradóttir frá Garðakoti í Skaga- firði, f. 13. ágúst 1896, d. 31. des. 1989. Systkini Bessa eru Inga, f. 5. júní 1923, Snorri, f. 24. sept. 1925, og Björgvin, f. 5. maí 1928, d. 10. sept. 1995. Bessi kvæntist Erlu Sigþórsdótt- ur bókasafnsfræðingi, f. 19. júlí 1931. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Sigþór J. Jóhannsson, f. 12. júlí 1890, d. 10. apríl 1933, og Jóna Finnbogadóttir, f. 20. júní 1901, d. 27. feb. 1981. Bessi og Erla eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sigþór, f. 9. maí 1952, d. 11. nóv. 1970. 2) Kolbrún, f. 21. júní 1954, gift Pétri Jóhannessyni, f. 7. apríl 1951. Börn þeirra eru: a) Erla Andrea, f. 28. feb. 1977, gift Atla Steini Árnasyni, f. 6. apríl 1967. Börn þeirra eru Pétur Steinn, f. 6. nóv. 2002, og Sigrún Tinna, f. 17. apríl 2005. b) Bessi ólst upp í Reykjavík. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunar- skóla Íslands (VÍ) vorið 1949. Sam- hliða námi á síðasta ári í VÍ lagði Bessi stund á leiklist við Leiklist- arskóla Lárusar Pálssonar. Leiðin lá síðan í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og útskrifaðist hann þaðan árið 1952. Bessi fór á samning við Þjóðleikhúsið árið 1953 og var fastráðinn leikari við Þjóðleikhús- ið frá 1957 til 1989. Eftir það hélt hann áfram að leika m.a. í Þjóð- leikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum. Hann lék í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarpsþátta og nokkrum kvikmyndum og óperum. Bessi söng og las barnaefni inn á plötur og hljóðsnældur. Loks tók hann þátt í skemmtun- um og sýningum um land allt til margra ára, m.a. með Sumargleð- inni. Samhliða starfi sínu sem leik- ari vann Bessi fyrstu árin sem bók- ari hjá Landsmiðjunni og síðar fékkst hann við sölumennsku af ýmsu tagi. Bessi var gjaldkeri Félags ís- lenskra leikara (FÍL) frá 1958 til 1985 og gegndi ýmsum ábyrgðar- störfum fyrir félagið. Hann hlaut Kardimommuverðlaun Egner- sjóðsins árið 1975. Hann var heið- ursfélagi í FÍL og var sæmdur gull- merki félagsins árið 1981. Hann hlaut viðurkenningu úr Menning- arsjóði VISA árið 1999, viðurkenn- ingu úr Egner-sjóðnum árið 2000 og heiðursverðlaun Menningar- verðlauna DV 2004. Útför Bessa verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elísabet, f. 15. júlí 1980. 3) Bjarni, f. 24. júlí 1957, kvæntur Guðrúnu E. Baldvins- dóttur, f. 25. mars 1958. Börn þeirra eru: a) Sigþór Bessi, f. 9. sept. 1985, b) Magnús Snorri, f. 29. júní 1990, og c) Sól- veig, f. 8. maí 1995. Eftirlifandi eigin- kona Bessa er Mar- grét Guðmundsdóttir leikkona, f. 22. nóv. 1933. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarna- son, f. 28. des. 1886, d. 18. feb. 1978, og Stefanía Arnórsdóttir f. 29. maí 1893, d. 14. feb. 1976. Börn Margrétar eru: 1) Ivon S. Cilia, f. 14. nóv. 1955, kvæntur Kristínu B. Jóhannsdóttur, f. 20. ágúst 1959. Börn þeirra eru: a) Stefán Már, f. 19. nóv. 1980, og b) Olga Margrét, f. 28. feb. 1986. 2) Victor G. Cilia, f. 15. okt. 1960, kvæntur Solveigu Óladóttur, f. 26. apríl 1962. Börn þeirra eru: a) Þorgrímur Óli, f. 28. sept. 1987, b) Halla Þórey, f. 24. nóv. 1989, og c) Kjartan Emanúel, f. 11. júlí 1996. 3) María Dís Cilia, f. 29. ágúst 1968, giftist Arnari Sig- urbjartssyni, f. 16. ágúst 1965. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Viktor, f. 21. feb. 1993, og b) Alexander, f. 12. nóv. 1995. Mig langar að minnast tengdaföð- ur míns með nokkrum orðum. Bessi var einstaklega hjarthlýr og geðgóð- ur maður. Hann skipti aldrei skapi, var alltaf léttur í lund, jákvæður og bjartsýnn. Bessi hafði gaman af börnum og gantaðist mikið við þau eða brá á leik með ýmsum uppátækj- um. Honum var umhugað um að öll- um liði vel í kringum hann. Hann hafði samband við okkur nánast á hverjum degi og fyrstu spurningarn- ar voru alltaf: „Eru allir heima? Eru allir frískir?“ Hann vildi fá að vita hvað allir hefðu fyrir stafni og fylgd- ist vel með sínu fólki. Bessi stundaði hestamennsku til margra ára, bæði með vinum sínum og fjölskyldu. Um hverja helgi yfir vetrarmánuðina fóru Bjarni og krakkarnir upp í hesthús til að gefa og hreyfa hestana með afa Bessa. Hann naut þess að sinna hestunum, tala við þá og ríða út í náttúrunni með sínum nánustu. Á sumrin leið honum best í sum- arbústaðnum við Þingvallavatn. Þar var hann í nábýli við sína bestu vini og hestarnir voru á næstu grösum. Þangað heimsóttum við Möggu og Bessa oft, síðast í lok ágúst, aðeins rúmum tveim vikum fyrir andlát hans. Þá höfðu þau nýlokið við að bera á sólpallana og voru farin að huga að því að ganga frá bústaðnum fyrir veturinn. Það var heldur farið að draga af Bessa síðustu árin og hann naut ekki sömu lífsgæða og áður. Hins vegar datt engum í hug að endalokin væru svo nálægt. Þar kom hann okkur á óvart eins og oft áður. Það var hans stíll. Hann kvaddi með reisn. Ég þakka Bessa fyrir samfylgdina og kveð hann með söknuði. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur. Guðrún E. Baldvinsdóttir. Elsku afi minn, þau eru ófá tárin sem hafa streymt niður frá því að okkur var ljóst í hvað stefndi. Þrátt fyrir að minningarnar kalli fram tár fylla þær mig einnig stolti. Það var hreykin lítil stelpa sem mætti hvern mánudaginn á fætur öðrum í skólann og tilkynnti bekkjarfélögunum að hún hefði farið að sjá afa Bessa í Línu Langsokk um helgina. Og ekki varð spenningurinn minni með árunum. Ég veit ekki hve oft ég fór með þér á Bibbu á Brávallagötunni og mætti síðan í stuttermabol sem þú gafst mér merktum sýningunni í leikfimi. Það var fátt sem toppaði þetta þann veturinn. Þrátt fyrir að þú hefðir alltaf nóg að snúast sem leikari var eins og þú hefðir alltaf tíma fyrir okkur syst- urnar, hvort sem það var sundferð, útreiðartúr eða bíltúr fram hjá Bessastöðum. Einnig er eftirminni- legur veturinn sem við áttum saman þegar leikritið um Emil í Kattholti var sýnt í Þjóðleikhúsinu, þú á svið- inu og ég frammi að selja minjagripi úr sýningunni. Eftir sýningu keyrð- irðu mig heim og við fórum yfir sölu dagsins enda var sölumaðurinn í þér aldrei langt undan. Það er ómetanlegt að hafa fengið að fylgjast með þér bak við tjöldin þennan vetur og upplifa hina hliðina á leikhúsinu – þína hlið. Það gleður mig líka að hafa getað gefið þér tvö langafabörn og sjá gleðina sem skein úr andliti þínu þegar þú hittir þau. Það var erfitt að þurfa að segja litla langafastráknum þínum að afi Bessi væri farinn til himna. Í hvert sinn sem hann heyrir röddina þína í út- varpinu heyrist hreykin rödd segja: „Mamma! Þetta er afi Bessi.“ Frá því að hann sá Dýrin í Hálsaskógi fyrr á þessu ári hefur honum þótt fátt skemmtilegra en að hlusta á leikritið. Minningin um ykkur syngjandi sam- an Rebbavísur er mér dýrmæt. Elsku afi, þú varst einstakur og það er sárt að kveðja þig en það efni, í leikritum, sögum og söng, sem þú skilur eftir þig mun lifa og veita okk- ur gleði um ókomna tíð. Sjáumst seinna, afi minn. Þín Erla Andrea. Elsku hjartans afi minn. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn svona snöggt frá okkur. Þótt það sé auðvelt að láta sorgina og söknuðinn taka yfir þá hef ég rifjað upp í gegnum tárin hvað þú hefur oft sagt við mig þegar ég var eitthvað leið hvað það sé mikils virði að reyna að halda áfram að lifa lífinu lifandi, horfa á björtu hliðarnar, hafa húmor og bros á vör. Það var ávallt gaman að vera með þér hvort sem það var uppi í sumarbústað, í hesthúsinu því þar naustu þín vel, leikhúsinu hvort sem það var að sjá þig á sviði eða þeg- ar þú hringdir í mig og bauðst mér með þér á frumsýningar eða heima að spjalla. Þú hafðir þann eiginleika að láta mér alltaf líða vel með þér. Það voru ófáar helgarnar sem ég fór með ykkur Möggu upp í sumarbú- stað sem barn og unglingur. Þegar ég rifja upp þær stundir sem við átt- um þar þá er mér sérlega minnis- stætt þegar þú söngst einn morgun- inn þegar að ég var að reyna að koma mér á fætur: „Oh what a beautiful morning, oh what a beautiful day“. Ég fór að hlæja og dreif mig á fætur. Það er mér dýrmætt að eiga svona margar góðar minningar í hjarta mínu sem fá mig til að brosa og hlæja. Ég er afar þakklát og stolt yfir að hafa átt svona einstakan og ynd- islegan afa. Ég mun ávallt sakna þín, elsku afi minn. Þín „stelpa“, Elísabet. Elsku afi, það er svo skrítið að þú sért horfinn. Ég veit að ég mun alltaf sakna þín því mér þótti svo vænt um þig og þú varst svo góður við mig. Mér fannst alltaf gaman í sumarbú- staðnum hjá þér. Þar hjálpaðir þú mér að smíða og stundum fórum við út á bátinn. Þú sagðir mér ýmislegt um leikrit og hestana og fleira og allt- af tókst þér að fá mig til að hlæja. Mér finnst alltaf gaman að fara í leikhús og ég man þegar þú fórst með mig á Dýrin í Hálsaskógi. Þá hló ég mig oft máttlausa, t.d. þegar Mikki elti Lilla upp í tré. En nú ertu horfinn og mér finnst rosalega skrítið að ég eigi ekki eftir að hlusta á þig segja mér frá Þjóð- leikhúsinu eða frá leikurunum, mér finnst þetta bara svo skrítið. Ég mun sakna þín. Sólveig. Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænda míns, sem nú hef- ur kvatt okkur. Minningarnar eru margar og skemmtilegar. Ég man hvað okkur systkinunum þótti gam- an þegar þú komst í heimsókn til okkar norður í sveitina. Þú lékst allt- af eitthvað fyrir okkur, sagðir sögur, stundum brá Mikki refur á leik, og mikið var sprellað og hlegið. Þegar við komum til Reykjavíkur bauðst þú okkur í leikhús og var það hápunktur ferðarinnar að sjá Bessa frænda í leikhúsinu. Þegar ég kom síðan suður til náms, tókst þú hjartanlega á móti frænda þínum og vini hans, hestinum Gladda, sem fékk að dvelja í hesthús- inu hjá þér í nokkur ár. Áttum við þar margar góðar stundir og fórum í út- reiðartúra með félögum þínum. Síð- an eignaðist þú sumarbústað og fjölgaði þá áhugamálunum, þegar við hestamennskuna bættist báturinn sem þú hélst mikið upp á og fórst oft í siglingu á. Þið Magga höfðuð gaman af því að fá frændfólk í heimsókn í bú- staðinn og voruð ætíð mjög gestrisin. Mér er einnig minnisstætt þegar við fórum tveir og sigldum á spegilsléttu Þingvallavatninu í fyrrasumar og þú tókst veiðistöngina með. Svo kastaðir þú út í og öngullinn var varla lentur í vatninu þegar þú sagðir: „Ég nenni þessu ekki frændi, gefðu í!“ Þér fannst meira gaman að sigla heldur en að veiða, og sjá hvernig báturinn skildi eftir rákir í vatninu. Þú naust þess að vera í kyrrðinni í bústaðnum, og ég hafði ánægju af því að fara með þér þangað til að líta eftir bústaðnum og bátnum. Eva Björg, dóttir okkar Lindu, hélt líka mikið upp á frænda sinn, en gekk erfiðlega að segja nafnið þitt þegar hún var lítil. Það kom alltaf út sem „Besti“ en þegar við komum í heimsókn, sagðir þú oft „komdu nú til afa“ við hana, þótt hún væri frænka þín. Þá breyttist nafnið í „Besti afi“ og þú brostir og sagðir: „Vertu ekkert að leiðrétta hana. Leyfðu henni að segja þetta sem lengst.“ Okkur Lindu þótti mjög vænt um þegar þið Magga komuð með okkur í bíltúr norður á Blönduós í sumar, en þá lagðir þú á þig erfitt ferðalag til að geta hitt bróður þinn. Þú lést aldrei veikindin stoppa þig, og fórst meira að segja til Kína viku seinna. Elsku Bessi, ég kveð þig með mikl- um söknuði. Ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an, minningin um þær mun lifa um ókomna tíð. Við Linda og Eva Björg vottum Möggu og fjölskyldu ykkar innilega samúð. Bjarni Snorrason. Hann var góður kall. Þetta var það fyrsta sem kom upp í huga mér þegar ég frétti að Bessi væri dáinn. Bessi var föðurbróðir minn og eðlilega leit maður mikið upp til hans í æsku. Hann var ekki bara skemmtilegur, hann var líka traustur, hann var sá sem pabbi leitaði til ef hann vildi ræða hlutina. Æskuminningar mínar um Bessa eru þær að hann kom til okkar í sveitina og lýsti upp daginn. Það var óendanlega gaman. Hann tók okkur krakkana líka með í leik- húsið þegar við vorum í Reykjavík. Þegar ég og Bjarni bróðir minn fluttum til Reykjavíkur voru það bræðurnir Bessi og Bjöggi sem við alltaf gátum leitað til. Það er gott að eiga góða að þegar maður er ungur á framandi slóðum. Bessi var alltaf boðinn og búinn að hjálpa manni og ráðleggja þegar maður leitaði til hans. Hann reyndist mér góður frændi, yfirvegaður og traustur og skaut á mann í gríni ef honum fannst maður vera að gera tómar vitleysur. Ég elskaði þig og dáði þegar ég var barn, mér fannst þú eiga skynsamleg svör við mínum spurningum þegar ég var ungur og núna ber ég mikla virðingu fyrir þér. Minningarnar um þig munu verða hvatning til góðra verka. Þær munu hjálpa okkur að takast á við lífið af jákvæðni. Þær munu verða uppspretta gleði og hlát- urs þegar frá líður. Ég kveð þig, elsku frændi. Megi góður Guð taka á móti þér og styrkja þá sem næst þér standa. Aðalsteinn Snorrason. Nú er vinur minn Bessi Bjarnason farinn frá okkur. Snöggt skipast veð- ur í lofti. Undanfarin ár hefur Bessi átt við erfiðan sjúkdóm að stríða og þurft að draga saman seglin. Hann hefur þó ekki látið okkur vini sína líða fyrir það, heldur haldið glaðværð sinni og húmor. Hann hefur verið afar dug- legur við að stunda gönguferðir og sótt sundlaugarnar á nær hverjum degi. Baráttan var samt erfið, sér í lagi hina síðari mánuði. Það hefur alltaf verið mikill um- gangur milli okkar hjónanna og Möggu og Bessa og kannski einkum á sumrin í sumarbústöðunum, en þar hafa Erna og Jörgen ásamt okkur verið nánasta vinafólk þeirra. Það var á laugardagskvöldi viku fyrir 75 ára afmæli Bessa að við vorum í góðu yfirlæti hjá Ernu og Jörgen, margt skemmtilegt bar á góma, en einkum þó 75 ára veislan sem Bessi var að bjóða til. Þetta var einkar skemmti- legt og ánægjulegt kvöld og engin merki um veikindi Bessa að sjá. Mánudeginum eftir vorum við síðan í glæsilegu matarboði hjá Sigríði Þor- valdsdóttur og eftir það ræddum við nokkrum sinnum saman í síma um veisluna sem halda átti mánudaginn 5. september á afmælisdegi hans. Hann hafði að vísu verið dálítið las- inn undanfarið en ætlaði ekki að láta það á sig fá og vildi halda veglega upp á 75 ára afmæli sitt eins og honum var lagið og þeir muna sem sóttu hann heim á sextugsafmæli hans. En rétt fyrir helgina kom í ljós að eitthvað annað var á seyði en þau veikindi sem hann hafði verið að berjast við árin á undan og öllu alvar- legra og var hann strax innritaður á Landspítalann og skyldi gangast þar undir aðgerð. Aðgerðinni var hins vegar frestað fram yfir afmælisdag hans og héldum við þrjú, Bessi, Mar- grét og ég, upp á afmæli hans í glampandi sólskini á svölum 3. hæðar Landspítalans; súkkulaði, rjóma- terta og fínerí. Þetta var í síðasta skipti sem ég talaði við Bessa, hann var nokkuð hress og spaugsamur að vanda, þótt hann hafi vitað hversu al- varlega horfði fyrir honum. Ég sá hann að vísu nokkrum sinnum eftir þetta en viku síðar var hann allur. Um marga listamenn gildir það að þeir eru aðrir við vinnu að listgrein sinni en í samskiptum við fólk utan vinnustaðar. Þetta gilti ekki um Bessa Bjarnason. Bessi var alltaf Bessi hvar og hvenær sem maður hitti á hann. Hann var alltaf í full- komnu jafnvægi, elskulegur í viðmóti og aldrei var húmorinn langt undan. Það er ábyggilega ekki á neinn hallað þótt ég fullyrði að Bessi sé einn alvinsælasti leikari sem þjóðin hefur átt og enginn annar leikari hef- ur dregið jafnmarga áhorfendur að leikhúsinu og hann, enda var hann mjög eftirsóttur og margur er sá leikstjórinn sem taldi verki sínu borgið fengi hann Bessa til liðs við sig. Framlag Bessa til íslenskrar leiklistar er gífurlegt að vöxtum. Hann hefur leikið nær tvö hundruð hlutverk af ýmsu tagi. Það lék allt í höndunum á honum. Hann var jafn- vígur á gamanhlutverk og alvarleg þótt fleiri minnist hans kannski sem gamanleikara vegna hinnar óviðjafn- anlegu kímnigáfu hans. Stór hluti þjóðarinnar hefur eignað sér Bessa sem sitt uppáhald úr þeim fjölmörgu barnaleikritum sem hann hefur leik- ið í. Bessi lék, söng og dansaði, hann lék í útvarpi, sjónvarpi, bæði í leikn- um myndum, gamanþáttum og ára- mótaskaupum, einnig lék hann í mörgum kvikmyndum. Hann var æv- inlega með mörg verkefni í takinu í einu. Hann var stjarnan í ótal söng- leikjum, hann söng í óperu og dans- aði aðalhlutverkið í stórri ballettsýn- ingu. Bessi var ómissandi. Hann var skemmtikraftur í efsta gæðaflokki og ferðaðist áratugum saman um allt landið til að skemmta landsmönnum, fyrst með Gunnari Eyjólfssyni, en síðar með Ragnari Bjarnasyni og Ómari Ragnarssyni. Allir leikstjórar kepptust við að fá hann í verkefni sín, hann var aldrei verkefnalaus. Hann lék fjölda hlutverka eftir að hann hætti í Þjóðleikhúsinu og fór á eft- irlaun og tilboðin héldu áfram að streyma til hans löngu eftir að hann tók þá ákvörðun að hætta að leika. En framlag Bessa felst ekki ein- göngu í öllum þeim hlutverkum sem hann hefur leikið, ekki í allri þeirri gleði sem hann hefur veitt lands- mönnum, eða þeirri innsýn sem menn hafa fengið í alvarlegri hlut- verkin hans. Leiklistin er list augna- bliksins eins og allir vita og lifir síðan aðeins í minningu þeirra sem hana hafa séð og heyrt. Nei, Bessi hefur gefið miklu meira af sér en það. Hann er fyrirmynd fjölda yngri leikara, BESSI BJARNASON 30 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við lítum yfir sviðið. Allir þessir menn. Og öll þessi dýr. Í einum og sama manninum. Hvílík sköpun. Og hvílíkur kraftur. Já, hvílíkur sköpunarkraftur! Með uppsprettu í kvikunni. Þar sem stutt er í hlátur. Og enn styttra í grát. Allt gert í auðmýkt. Við lútum höfði og þökkum þessa guðsgjöf. Svo heldur lífið áfram auðugt af þér. Hvíl í friði. Sigurður Skúlason. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.