Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 37

Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 37 MINNINGAR er að liggi í þagnargildi, en það var uppörvun yngri kynslóðar og eggjun til dáða. Þeir eru ófáir sem geta borið að fyrstur til að bera lof á vel unnið verk, hvort sem um var að tefla fal- lega hönnun, heppnaða endurgerð, fyrirlestur eða fræðileg skrif, var einmitt Hörður Ágústsson, og þótti þá mörgum sem yfir þeim væri vak- að. Trúr uppruna sínum og menntun nálgaðist hann byggingarlistina sem sjónlistarmaður. Þættir eins og form og hlutföll, litir og efnisáferð voru honum allajafna hugleiknari en þarf- ir og hagnýtt notagildi, þótt hann vissi mætavel að not og fegurð tengdust dularfullum böndum og væru óaðskiljanleg, svo að notuð séu hans eigin orð. Hann var gæddur skyggnigáfu, sá gegnum holt og hæðir og las hús augum hins fjölhæfa endurreisnarmanns. Þegar hann fletti uppdráttum átti hann það til að komast allur á loft, kæmist hann að raun um að grunnmyndir væru dregnar gullinsniði eða þversniðin reist í ferskeytu. Þá var gaman að lifa. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sig- ríði Magnúsdóttur frönskukennara, og börnum þeirra hjóna, þeim Gunn- ari Ágústi, Steinunni og Guðrúnu, sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorsteinn Gunnarsson, formaður Húsafriðunarnefndar ríkisins. Ákafi og elja eru það fyrsta sem kemur í hug að Herði Ágústssyni föllnum. Virðing fyrir forverunum, snarpur skilningur, glöggt auga og þjálfað handbragð. Ákafanum kynntist ég þegar við mættumst fyrst á Þjóðskjalasafni fyrir tæpum 20 árum, ég sem starfs- maður, hann sem notandi. Honum lá á. Vantaði þetta eða hitt skjalið, helst núna. Og fékk það líka oftast á end- anum. Þetta skipti líka alltaf máli. Stafgólfafjöldinn í baðstofunni á Kálfafelli, stofugluggarnir á Hrafna- gili, básafjöldinn í fjósinu í Stafholti, skemmurnar á Valþjófsstað, stærðin á kálgarðinum í Vatnsfirði og ráðs- mannsreikningarnir frá Skálholti. Og svo var lagst yfir gulnaða illlæsi- lega pappíra og upp úr þeim töfraður efniviður í ómetanlegar bækur um fornan byggingararf. Hann var líka þakklátur notandi og gladdist yfir góðum feng. Ég man vel þegar við fundum teikningarnar af bænum sem Halldór Ámundason byggði á Hjaltabakka um 1810 í þá nýjum stíl eftir tillögum Guðlaugs Sveinssonar í Vatnsfirði um bæjar- byggingar. Þær voru mikilvægt sönnunargagn um áhrif Guðlaugs. Minnisstætt er líka þegar eftir langa mæðu hafðist upp á teikningum Rögnvalds Ólafssonar í Safnahúsinu við Hverfisgötu af litskrúðugum inn- réttingum kirkjunnar á Stóra-Núpi í Hreppum. Þá hló Hörður innilega og talaði af upphafningu um „dýrmæt- ið“. Eljunni kynntist ég á sama vett- vangi og líka síðar í samvinnu við höf- undinn. Hörður var ótrúlega naskur að kreista út úr heimildum upplýs- ingar um húsakost á fyrri tíð. Allar byggingar frá miðöldum eru nú falln- ar og sama gildir um nærfellt öll hús frá 18. öld og æði margt farið líka frá þeirri 19., enda lóðirnar í þéttbýlinu verðmætar steinsteypuliðinu. Því varð Hörður að styðjast við úttektir fyrri aldar manna, raunar mjög skemmtilegar heimildir en ekki bein- línis aðgengilegar í fyrstu atrennu. Oft undraðist ég næmi hans. Hann lifði sig inn í verkið, var nánast á staðnum og fylgdi úttektarmönnun- um eftir hús úr húsi og kofa úr kofa með eldri úttektir í hendi, sá hvar þeir höfðu hlaupið yfir og farið til baka, reiknaði út hvar þeir höfðu gleymt rúmstæði, stigarim eða skör og leiðrétti þá ef honum þurfa þótti og örugglega oftast með réttu. Gott dæmi um vinnubrögð hans og inn- lifun er greinin „Meistari Brynjólfur byggir ónstofu“ sem birtist í Sögu ár- ið 1974. Þar ræðir hann fræðilega og af grundaðri þekkingu um þróun húsa á miðöldum en setur sig jafn- framt í spor miðaldamanna sem urðu að bregðast við orkukreppu síns tíma. Lítið dæmi um sjónarhorn hans og auga fyrir sviðsetningu í öðru sam- hengi raunar. Hann var að tala við mig um Brynjólf biskup Sveinsson, sem var svipmikill kirkjuhöfðingi og reið um sveitir með 20-30 manna fylgdarlið eins og miðaldafursti sem sópaði að, en bætti svo við að hann hefði eitt sinn verið staddur á flug- vellinum á Egilsstöðum og þá kom Sigurbjörn biskup fljúgandi í vísitas- íuferð. Og þarna stóð einn maður með litla tösku í hendinni á flugvell- inum, og það var biskupinn. Hörður var ótrúlega glöggur og minnugur. Meginhluti starfs hans við byggingararfleið Íslendinga var unn- inn á löngum tíma og stopulum stundum og því ekki von að allt væri nákvæmlega skráð. Í minn hlut féll að kanna ýmislegar heimildir Harðar við útgáfu síðustu verka hans, sumt þá skrifað fyrir 30 árum. Stundum heimsótti ég hann í veikindunum á síðari árum til að spyrja um óljósa hluti. Svarið var yfirleitt: „Það er þarna, ég man það. Þá hafði Hörður illu heilli ekki þrek til að koma og fletta í bókum eða benda á myrka staði í molnuðum skruddum. Svo maður leitaði betur og nánast alltaf hafði hann rétt fyrir sér, hafði lesið þetta á sínum tíma og mundi rétt. Hörður fór um landið allt á árun- um milli 1960 og 1970, teiknaði upp gamla torfbæi, mældi, tók myndir og gerði nótur. Mikið af þeim mann- virkjum, sem hann kannaði og skráði, er nú horfið, en þau eru ekki þjóðinni með öllu glötuð, þökk sé honum. Afraksturinn birtist að hluta jafnóðum í Birtingi en var einnig grundvöllur að stórvirkjum hans um byggingarsögu Íslendinga. Í bókum Harðar um íslenska húsa- gerðarlist, í tveimur stórum bindum, kynnist maður fræðimanninum, ná- kvæmninni og öguninni. Greinar- besta yfirlit sem til er um húsagerð- arsögu þessarar þjóðar í fjögur hundruð ár, nokkurn veginn eins langt aftur og seilst verður. Verndun og viðhald hins fátæklega bygging- ararfs Íslendinga var hugsjón. Hann komst eitt sinn svo að orði: „Í raun ætti hver húseigandi að vera stoltur af því að hafa í höndum menningar- sögulegt verk“, viðhorf sem verðugt er að taka sér til eftirbreytni. Eftir þakkláta aðkomu að þessu verki og yfirlestur verður maður ekki með öllu samur. Hann opnar augu manns fyrir byggingararfi þjóðarinnar. Margt það elsta er horf- ið, en eldri og yngri byggingar víðs vegar um landið eru hluti af ákveð- inni samfellu, þótt umgengnin um þennan arf sé misjöfn, og það var Herði áhyggjuefni. „Víðimýrarkirkja er jafnmikið listaverk og Péturskirkjan í Róm,“ sagði Hörður eitt sinn í blaðaviðtali. Maður staldrar við. Lúin torfkirkja norður í Skagafirði móts við heims- sögulega listasmíð? En hér réðu hlutföllin. Stærðin, skrautið og aug- lýsingamennskan skipta ekki neinu máli. Vel unnið og vandað handverk, lengd, hæð og breidd í innbyrðis samræmi, virðing fyrir viðfangsefn- inu og góður vilji skipta máli. Jón Samsonarson, höfundur Víðimýrar- kirkju, var gjaldgengur forsmiður sem gat mælt sig við Michaelangelo og félaga hans suður á Ítalíu. Þannig var metnaður Harðar fyrir hönd ís- lenskra byggingarlistamanna. Hér skal staðar numið þótt í raun sé fátt sagt og ekki minnst á verk Harðar á öðrum vettvangi. Nú ber að þakka fyrir kynni af eldhuga, þakka fyrir vináttu og dýrmæta samfylgd og senda samúðarkveðjur til Sigríð- ar, Gunnars, Steinunnar og Guðrún- ar og annarra aðstandenda. Jón Torfason. Þegar ég hugsa um Hörð Ágústs- son sé ég hann alltaf fyrir mér á ferð. Hörður tíu ára á hestakerru í Vatns- mýrinni að flytja mjólk í Reykjavík- urþorp. Hörður ungur listamaður á reiðhjóli um París á blómaskeiði ab- strakts og existensíalisma. Hörður á gangi í endurreisninni í Flórens og Feneyjum. Hörður að koma af Birt- ingsfundi með Thor og Einari Braga. Hörður milli nemenda í Mynd og hand á frjóum óróatímum (örugglega að kenna SÚM-urunum að teikning- in er móðir myndlistanna). Hörður á vondum vegum um allar sveitir með Skarphéðni ljósmyndara að skrá og teikna og mynda torflist á fallanda fæti. Hörður að spássera um Stykk- ishólm og Eskifjörð að kanna norsk glæsihús. Hörður arkandi í bænum milli vopnabræðra og valdsmanna til að verja byggingararfinn í Reykjavík fyrir jarðýtum og heimsku. Hörður uppáklæddur með Sigríði sinni á leiðinni á Bessastaði að taka við verð- launum fyrir Húsagerðarsöguna. Samt kynntist ég Herði Ágústs- syni ekki fyrr en hann var hér um bil hættur ferðum og sífellt bundnari við sinn stað. Pípan og göngustafurinn voru að vísu enn helstu þarfaþing á fyrsta ádíens í aðsetri fræðimannsins nr. 135 við Laugaveg, nokkurn veg- inn á sama stað í kjallaranum og her- bergin í næsta húsi þar sem ég kom til ömmu í gamla daga, en það sagði meistarinn prófarkalesaranum eins og í fréttum á fyrsta fundi. Og þá var enn ekið um gamla bæinn á virðu- legum og nokkuð fyrirferðarmiklum dökkum Volvó – ég hlustaði bara á ökumann og horfði einbeittur upp í himininn yfir Þingholtunum meðan vegfarendur áttu fótum fjör að launa. En síðan lagðist af kompan góða með himinháum bókastöflum, skjalaskáp víðfeðmum, tegerð og tóbaksreyk, og líka dvalir höfundar í lestrarsölum Seðlabanka og Þjóðskjalasafns. Jafnframt jukust annir hjálpar- sveina. Grænuhlíðarhúsið varð næsti samkomustaður okkar, sjálf stofan frú Sigríðar lögð undir en aðstoðar- maðurinn öðruhvoru sendur „út“ gegnum garðinn framhjá girnilegum jarðarberjum í vinnustofu listmálar- ans þar sem fórur fræðimannsins höfðu fengu inni. Pípan hvarf að læknisráði, og bráðum var komið nýtt göngutæki í stafsins stað fyrir þennan stóra grannvaxna öldung með þyngdarpunktinn í námunda við höfuðið. Þetta nýja tól þótti ekki sér- lega göfugt en nauðsyn kennir völt- um manni smám saman á göngu- grind. Ja, ég bara datt, segir hann skálkslegur og plástraður á næsta fundi og telur önnur tíðindi merkari. Og þó fórum við saman í ferðalag í byrjun árs! Undirritaður var hafður í tvöföldu hlutverki ökumanns. Fyrst afar varlega eftir Miklubraut og Hringbraut með þau Sigríði. Spurt um framkvæmdir á Hringbraut. At- hugasemdir við nýtt útsýni bakvið Alvar Aalto. Og hver leyfir eiginlega þetta klastur aftan á húsið hans Sig- urðar Guðmundssonar? Inn í Þjóð- minjasafnið öfugum megin, og nú er að ná í hjólastól og aka Herði um nýju sýninguna. Við völdum dag þar sem von var fárra gesta annarra og gáfum okkur góðan tíma. Það þurfti að líta rækilega á sýningargripina og Hörður heilsar þeim öllum einsog gömlum kunningjum. Gefnar skipan- ir um navigasjón. Stýrimaður hlýðir og hlustar svo með Siggu. Fyrirlest- ur um sess myndarinnar í listasögu Íslendinga. Bókmenntirnar alls ekki einar. Vefnaðurinn og mikilvægi kvenna í handverkssögunni. Strokið líkanið af Gíslakirkju. Erlendar nýj- ungar í útsaumi en norræna hefðin lengi einráð í útskurðinum. Séra Hjalti. Gullinsniðið sem leiðarhnoða í íslensku kirkjunum. Klassísk minni í torfbæjum íslenskra höfðingja. Þró- un gangabæjarins nyrðra og syðra. Laufás. Mosfell. Moldarkofatal á 20. öld og minnimáttarkennd þjóðar sem skilur ekki fortíð sína. Biskuparnir – andlegir, veraldlegir og listrænir leiðtogar. Svo er drukkið kaffi á fyrstu hæð og aftur rætt um arki- tektúr Sigurðar Guðmundssonar og viðbæturnar við hann. Örlítið mildari tónn. Sjálfur hefur listamaðurinn ný- lega leyft sýningu Mannssonarverk- anna í fordyri sjálfrar Hallgríms- kirkju. Kennarinn réðst forðum daga á Guðjón og þá kalla alla í Birtingi – en nú er fræðimaðurinn löngu byrj- aður að verja verk þeirra hinna sömu fyrir eftirkomendunum. Svona geng- ur þetta víst til. – Og hvernig er þetta nú þarna kringum þig á Laugaveg- inum, Mörður minn, er nokkuð búið að eyðileggja húsið á Frakkastíg 9? Stafgólf og stoðir og syllur og dvergar, sperrur og standþil og pall- ar og tröppur… Einhvern tíma yfir kaffi í Grænuhlíð þegar vinnustundin var liðin – eða var það strax í komp- unni? – sagði Maître að hann hefði SJÁ SÍÐU 38 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGÞÓRS HERMANNSSONAR, Grænutungu 1, Kópavogi. Ásta S. Karlsdóttir, Bóel Sigurgeirsdóttir, Hermann Kristinsson, Sigurlín Hermannsdóttir, Ingólfur Sigurjónsson, Kristbjörg Hermannsdóttir, Rúnar Hermannsson, Sigríður Stefánsdóttir, Karl Guðmundsson, Guðrún Karlsdóttir, Jens Hilmarsson, Stefán Karlsson og systkinabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN KARL JÓNSSON húsasmíðameistari, Gnoðarvogi 30, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 7. sept- ember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir til lækna og starfsfólks deildar 4L á Landakotsspítala fyrir góða umönnun. Helga K. Sveinsdóttir, Jón Karlsson, Sigrún Gunnarsdóttir, Alexandra Jónsdóttir, Mikael Karl Jónsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GÍSLI ÞÓRÐARSON, Dalbraut 18, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. september, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 23. september kl. 11.00. Sigurður Snævar Gunnarsson, Erla Pálmadóttir, Ingimar Þór Gunnarsson, Þorgerður Steinsdóttir, Sveinn Óttar Gunnarsson, Guðný Svavarsdóttir, Gísli Arnar Gunnarsson, Halla Guðrún Jónsdóttir, Gunnur Rannveig Gunnarsdóttir, Helgi Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt laugardagsins 17. september. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Lárusson, Guðrún Greipsdóttir, Hafsteinn Númason, Berglind María Kristjándóttir, Guðrún Hafdís Eiríksdóttir, Gunnar Magnús Gunnarson, Guðlaugur Eiríksson, Dagmar Hallgrímsdóttir, Ásta Ellen Eiríksdóttir, Ólafur Einar Júlíusson, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Gilsstreymi, Lundarreykjadal, lést laugardaginn 17. september. Jarðarförin fer fram frá Lundarkirkju laugardaginn 24. september kl. 13:30. Sesselja Hannesdóttir, Helgi Hilmarsson, Helgi Hannesson, Margrét Kristjánsdóttir, Torfi Hannesson, Einar Hannesson, Sigríður Rafnsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Helga Hannesdóttir, Einar Ole Pedersen og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.