Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Nudd
Glæsilegur ferðanuddbekkur til
sölu. Með höfuðpúða og tösku,
195 cm langur, 70 cm breiður.
Reyki endaplötu. Á nokkra bekki
sem hægt er að breikka upp í 80
cm. Frá 45.000 kr. Nálastungur
Íslands ehf., sími 520 0120 eða
863 0180.
Snyrting
Snyrtisetrið
Áhrifarík andlitsmeðferð. Betri en
Botox!? Byggir upp og þéttir húð
og bandvef. Árangur strax.
SNYRTISETRIÐ,
Domus Medica, s. 533 3100.
Taktu auglýsinguna með.
Húsgögn
HÅG skrifstofustólarnir eru við-
urkenndir af sjúkraþjálfurum og
eru með 10 ára ábyrgð.
EG skrifstofuhúsgögn,
Ármúla 22, s. 533 5900
www.skrifstofa.is
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Fjallaland við Leirubakka
Glæsilegar sumarhúsalóðir við
Ytri-Rangá. Kjarrivaxið hraun.
Falleg fjallasýn. Miklir útivistar-
möguleikar. Veðursæld.
Góðar samgöngur.
Nánari upplýsingar í s. 893 5046
og á www.fjallaland.is
Föndur
Tifsagir og Olson tifsagarblöð.
Komdu og prófaðu. Þér er hér
með boðið í heimsókn!
Hjá Gylfa,
Hólshrauni 7, 220 Hfj.,
sími 555 1212.
Til sölu
Tékkneskar og slóvanskar krist-
alsljósakrónur handslípaðar.
Mikið úrval. Gott verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Tékknesk postulíns matar-,
kaffi-, te- og mokkasett.
Frábær gæði og mjög gott verð.
Slóvak Kristall, Dalvegi 16b,
201 Kópavogi, s. 544 4331.
Rakarastóll til sölu. Tegund Bel-
mondo. Lítur vel út og er í góðu
lagi. Upplýsingar í síma 552 2099.
NERO skrifstofustóll kr. 58.600
Skrifstofustólar í úrvali.
EG Skrifstofuhúsgögn,
Ármúla 22, s: 533 5900
www.skrifstofa.is
Miðstöðvarofnar til sölu. 5 ofn-
ar, 1. H. 30, l. 210 (þrefaldur). 2.
H. 50, l. 97. 3. H. 61, l. 96. 4. H. 61,
l. 192. 5. H. 61, l. 177 (tvöfaldur).
Allir saman á 25 Þús. Uppl. í síma
896 0913, 849 3622, Helgi.
Galloper jeppi 4x4. Tilboð ósk-
ast. Árg. '99, ekinn 100.200 km,
lítur vel út, litur blágrár. Ný kúpl-
ing og nýr rafgeymir, dráttarkúla,
útvarp og geislasp. Uppl. í síma
437 1885 og 861 4775.
Óska eftir
Þjónusta
Þakþéttingar og viðgerðir. Er
komið að viðhaldi á þakinu hjá
þér. Tökum að okkur lagfæringar
á þökum. Viðkennd efni. Vönduð
vinnubrögð. Upplýsingar í síma
690 1770 eða 691 9839.
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti,
endurnýjun á raflögnum.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025 • lögg. rafverktaki
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Ýmislegt
Mjög góðir herraskór úr leðri
með innleggi og höggdeyfi í hæl.
Litir: Cognac, brúnt og svart.
Stærðir: 40-47. Verð: kr. 6.975.
Misty skór, Laugavegi 178,
s. 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Bæði fallegur og sérstaklega
þægilegur í BCD skálum á kr.
1.995,- buxur í stíl á kr. 995,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Bátar
Bílar
VW Polo 1.4 árg. '98, ek. 72 þús.
km. Verð 490 þús. Skr. 11/98.
Tveir eigendur. Smurbók. Skoða
skipti upp í eldri Jeep eða Leg-
acy/Outback. Upplýsingar
gisli.sigurdsson@gmail.com eða
í síma 896 7852.
Toyota árg. '97, ek. 120 þús. km.
Toyota Land Cruiser 97-árg., 36"
breyttur. Er á 35", en ný 36" negld
á felgum fylgja. Ekinn 120 þ. Verð
2.190 þ. Sími 844 4423.
Til sölu VW Passat station,
árg. '99, ekinn 123 þús., álfelgur,
nýjar bremsur, sk. '06. Góður bíl.
Verð 850 þús. Áhv. 720 þús.
Upplýsingar í síma 669 1195.
Saab 900 árg. '96, ek. 102 þús.
km. Til sölu góður Saab 900 árg.
'96, ek. 102.000, skoðaður '06,
aukafelgur fylgja. Verð 400 þús.
Uppl. í síma 892 5219.
Audi A4 '96 til sölu v. flutnings.
Audi A4 1800 turbo árg. 1996. Ek.
125 þús., sjálfsk. Mjög gott eintak
og fæst á mjög góðu verði fram
á föstudag. Frekari upplýsingar
í síma 660 1553.
Sendibílar
M. Benz 410 m. kassa og lyftu
(vsk bíll). M. Benz 410 m. kassa
og öflugri lyftu (1800 kg) til sölu,
árg. '97, ek. 197 þús. Verð 1.200
þús. m. vsk. Upplýsingar í síma
892 5219.
Bílaþjónusta
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif - djúp-
hreinsun. Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmu-
vegi 22, sími 564 6415.
Tjaldvagnar
Fellihýsi, tjaldvagnar og fleira.
Geymum fellihýsi og tjaldvagna
í upphituðu rými í Borgarfirði. Að-
eisn 95 km frá Reykjavík. Sann-
gjarnt verð.
Upplýsingar s. 577 4077.
Kerrur
Brenderup Bravo 260 P. Iðnað-
arkerra. Mál: 260x145x30 cm,
heildarþyngd 750 kg. Verð kr.
207.000 m/vsk.
Sími 421 4037
lyfta@lyfta.is,
www.lyfta.is
Hreingerningar
Fyrirtæki, stofnanir og heimili
Við hreinsum allar tegundir af
gardínum. Gerum tilboð.
Upplýsingar í síma 897 3634.
hætt að mála þegar hann sá að ýmsir
aðrir voru farnir að gera það eins vel
og hann sjálfur. Þá hefði hinsvegar
legið á annarstaðar: Byggingararfur-
inn elsti var að hverfa í borg og sveit,
og enginn virtist ætla að sinna þessu
nema hann. Það var ekkert val.
– Eftir merka starfsævi í myndlist
sem frumkvöðull og hugmyndafræð-
ingur á splunkunýjum tímum mód-
ernismans tekur smám saman við
önnur starfsævi helguð byggingar-
sögu og húsagerðalist á Íslandi. Og
þar er Hörður líka frumkvöðull, upp-
götvari, kennari. Hann sýnir okkur
hvernig víkingaskálinn verður smátt
og smátt að burstabæ 19. aldar.
Hann málar dómsdaginn í Hóla-
kirkju upp á nýtt eftir fáeinum strik-
um á gömlum fjölum. Hann reisir
þjóðveldisbæ fyrir nútímamenn í
Þjórsárdal. Hann leitar uppi forsmiði
fyrri alda og skapar úr þeim íslenska
listamenn handa þjóð sem vissi ekki
betur en að þessir bæir og kirkjur
hefðu vaxið af sjálfu sér. Hann les
gömlu kirkjudagshómilíuna og teikn-
ar svo fyrir okkur kirkjuna þar sem
hún var flutt. Þetta er auðvitað gald-
ur. Sprettur upp af tengingu lista-
mannsins og fræðimannsins, sam-
komu staðreynda og sköpunar. Hinn
síkviki leitandi krefst fullkominna
vinnubragða og stöðugrar iðju. Aldr-
ei gefast upp. Ekki fyrr lokið einu
verki en það næsta kallar. Skálholt.
Byggingararfleifðin eitt og tvö. Lauf-
ásbærinn. Yfirlitssýning á Kjarvals-
stöðum. Og svo kirkjurnar í Laufási.
Á þetta tilbúið í möppunum. Byrja á
áhöldum og skrúða. Skoðaðu út-
tektakaflana. Af hverju er hún Maja
ekki búin að tölvusetja þetta allt
saman? Hvar eru teikningarnar sem
ég var að leiðrétta í fyrradag?
Nú er orðin töf sem varla verður
unnið á. Kannski við Jón Torfason
ráðumst samt í það sjálfir með Gunn-
ari og Guðrúnu að ganga frá kirkj-
unum? Auðvitað er þetta allt tilbúið
einhverstaðar í möppunum, með
réttum sítötum og tilvísunum, út-
hugsað fyrir löngu, uppteiknað og
kompónerað, ómissandi partur af
seríunni og ennþá meira til þar á eft-
ir…
Málarinn og fræðimaðurinn Hörð-
ur Ágústsson var vakinn og sofinn í
æviverki sínu. Jafnvel þótt slíkur
maður nái níræðisaldri er honum lífið
alltof stutt. Bótin er sú að listin lifir
lengi.
– Já, og það er allt gott að frétta af
æskuheimilinu númer 9 við Frakka-
stíg. Þeir í Garðyrkjufélaginu eiga
húsið núna og halda öllu vel við. Það
er málað í réttum litum, gulu og
brúnu, gluggar óhreyfðir einsog í
upphafi aldar og svolítið hvítmálað
grindverk fyrir blómskrýddum
garði.
Sigríði Magnúsdóttur og börn
þeirra Harðar bið ég vita um samúð
okkar Lindu þessa erfiðu daga.
Mörður Árnason.
Kveðja frá Hinu íslenzka
bókmenntafélagi
Hörður Ágústsson átti öðrum
fremur þátt í að birta Íslendingum
byggingararfleifð sína. Það var ekki
auðvelt verk því að byggingarefni
það sem notað var stóðst illa tímans
tönn. Hér standa engar byggingar
eldri en frá 18. öld þótt í sumum
þeirra megi finna hluta sem lengra
megi rekja. Þetta hefur valdið þeim
lífseiga fordómi að Íslendingar hafi
lengst af sögu sinnar búið í hálfgerð-
um moldarkofum og gegni því nokk-
urri furðu að bókmenntaarfur þeirra
hafi orðið til við slíkar aðstæður.
Enginn hefur átt meiri þátt í að
kveða niður þessa moldarkofa-sagn-
fræði en Hörður Ágústsson. Torfbæ-
irnir, sem svo eru kallaðir, voru timb-
urhús með ytri hlíf af torfi og grjóti,
þótt að sjálfsögðu hafi misjanflega
mikið verið lagt í þau eftir efnum og
ástæðum manna. Þeir voru reistir
með notagildi að leiðarljósi og þeirri
tækni sem tiltæk var auk þess sem
má sjá listræna þætti sem meðal
annars birtast í fallegum hlutföllum.
Um þessa tegund húsagerðar birti
hann fjölmargar greinar og ritgerðir.
Þar sýndi hann fram á að íslenzki
torfbærinn er einn þáttur í sögu húsa
á jörðinni sem gefa ber fyllsta gaum.
Þá gerði Hörður einnig húsagerð
síðari tíma ítarleg skil í ritinu Íslenzk
byggingararfleifð, sem kom út í
tveimur bindum á vegum Húsafrið-
unarnefndar ríkisins á árunum 1998
og 2000. Þá er að nefna hinar um-
fangsmiklu rannsóknir hans á Skál-
holts- og Hóladómkirkjum sem kom-
ið hafa út í ritröð sem nefnist Staðir
og kirkjur. Hann ritstýrði bókinni
Skálholt – Fornleifarannsóknir
1954–1958 sem bókaforlag Sverris
Kristinssonar, Lögberg, gaf út. Síð-
an tók Hið íslenzka bókmenntafélag
við útgáfu þessarar ritraðar og þar
hafa birzt ritin Dómsdagur og helgir
menn á Hólum (1988), Skálholt –
Kirkjur (1989) og Skálholt – Skrúði
og áhöld (1992). Þessi rit voru gefin
út í samvinnu við Þjóðminjasafn Ís-
lands. Loks skal nefnt ritið Laufás
við Eyjafjörð – Staðurinn sem kom
út 2004, en þegar Hörður lézt hafði
hann hann þegar tekið saman efni
annars bindis þessa verks sem mun
fjalla um kirkjur í Laufási, skrúða
þeirra og áhöld. Fylgdi hann síðan
verkinu eftir af lifandi áhuga, þrátt
fyrir heilsubrest. Vonir standa til
þess að það birtist áður en langur
tími líður. Ritið um Laufás er ekki
einungis byggingarsaga bæjar og
kirkju, heldur allsherjar úttekt á
staðnum og því lífi sem þar var lifað.
Í stuttu máli má segja að í fram-
angreindum ritum um Skálholt og
Hóla birtast biskupsstólarnir í nýju
ljósi, þar sem voru stæðileg staðar-
hús og glæstar dómkirkjur – ein-
hverjar stærstu timburkirkjur í Evr-
ópu – ekki einungis hús til helgrar
þjónustu, heldur þjóðleg og alþjóðleg
listasöfn. Væru kirkjurnar einstök
byggingarverk ef enn stæðu.
Hér hefur einungis verið drepið á
einn þátt í ævistarfi Harðar og í
stuttri minningargrein er enginn
vegur að gera honum einum viðhlít-
andi skil; raunar þyrfti til þess hóp
sérfræðinga ef vel ætti að vera.
Í lögum Hins íslenzka bókmennta-
félags er svo mælt að það skuli „í ljós
leiða rit þau, er samin hafa verið á ís-
lenzku og landinu sé sómi að“. Félag-
inu er það mikill heiður að hafa í sam-
ræmi við þetta ákvæði átt nokkurn
hlut að því að koma ritum Harðar á
framfæri. Að leiðarlokum er efst í
huga að þakka það traust sem Hörð-
ur sýndi félaginu með því að fela því
útgáfu rita sinna. Það var upphaf að
löngu samstarfi sem aldrei bar
minnsta skugga á. Fjölskyldu Harð-
ar flyt ég fyrir hönd Bókmennta-
félagsins innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Líndal.
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON
Fleiri minningargreinar
um Hörð Ágústsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Sturla Frið-
riksson, Margrét Hallgrímsdóttir,
Aðalsteinn Ingólfsson, Auður Ólafs-
dóttir, Pétur H. Ármannsson, Mar-
grét Auðuns og Halldór Björn,
Hjálmar H. Ragnarsson, Hannes
Lárusson, Guðmundur Oddur
Magnússon og Pjetur Stefánsson
formaður Íslenskrar grafíkur og
fyrrverandi formaður Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna.