Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 40

Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞEGAR KÖTTUR HNERRAR, ÞÁ RIGNIR ATSJÚ! SVALT! ÉG HEF HANN EÐA ÉG HELD ÞAÐ HVERJUM ER SVO SEM EKKI SAMA. ÞEGAR ÁSTIN ER GLÖTUÐ, ÞÁ ER ALLT GLATAÐ HVER HEFUR HANN? ÉG HEF HANN. ÞÚ HEFUR HANN. VIÐ HÖFUM HANN ÖLL. EN SAMT HEFUR HANN ENGINN ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! ÉG ÞOLI ÞETTA EKKI! ÉG ÆTLA AÐ LÆRA AÐ HJÓLA ÞÓ ÞAÐ VERÐI MITT SÍÐASTA VERK SVONA, LÁTTU VAÐA ERTU DAUÐUR? EKKI ENN- ÞÁ. BARA MJÖG ILLA MEIDDUR SAMT ER SVO MÖRGU ÓSVARAÐ TIL DÆMIS, HVAÐ ER ÞETTA GRÆNA DRASL SEM ER FAST Í TÖNNUNUM Á HONUM? VIÐ HÖFUM HLUSTAÐ Á MÁLFLUTNING BEGGJA AÐILA OG HÖFUM VERIÐ FRÆDD UM VIÐEIGANDI LÖG JÁ, EN BJARGAÐI ÉG ÞÉR EKKI ÚR ÁNAUÐ Í FYRRA LÍKA, BARA ÚR ÖÐRUM KASTALA? JÚ, EN ÞETTA ER ANNAÐ HJÓNABAND MITT GETURÐU FUNDIÐ ÞAÐ Í HJARTA ÞÍNU AÐ BJARGA MÉR ÚR ÁNAUÐ? ALDIN- GARÐURINN EDEN HLEYPA YKKUR AFTUR INN? ÉG HELD NÚ SÍÐUR. EKKI NEMA ÞIÐ FRAMVÍSIÐ AFRIFUNNI AF AÐGÖNGU- MIÐANUM YKKAR Í MIÐJUM SKOTBARDAGA Á MANHATTAN... BEYGÐU ÞIG! NEI, VIÐ VERÐUM AÐ... AAAAAA! ÞÚ ERT SÆRÐUR ÞETTA ER BARA SMÁ SKEINA SJÁÐU, KÓNGULÓARMAÐURINN! HANN ÆTTI AÐ GETA GÓMAÐ ÞESSA ÞRJÓTA Dagbók Í dag er þriðjudagur 20. september, 263. dagur ársins 2005 Víkverji veltir þvífyrir sér hvernig einstaklingur á að lifa af venjulegum launum í þessu landi. Hann þarf varla að vera ein- stætt foreldri, það er nóg að vera bara ein- staklingur. Víkverji fór á dög- unum í greiðslumat vegna húsnæðislána og komst að því að á blaðamannalaunum, með einn bíl gat hann keypt sér íbúð upp á 3,9 milljónir króna. 48 fermetra risíbúð í Hlíðunum kostar þessa dagana þrettán og hálfa milljón svo Víkverji reyndi að gera sér í hugarlund hvers konar hænsnakofa hægt væri að fá fyrir 3,9. Með herkjum tókst þó Víkverja að sveigja til kostnaðartölur sínar og fleira og blaðamannalaunin nægja til að kaupa 48 fermetra risíbúð í Hlíð- unum. En Víkverji þarf að öllum lík- indum að losa sig við bílinn, gsm- símann og internettenginguna auk þess sem innkaup verða ekki gerð utan lágvöruverðsverslana. Og ef einhver reynir að segja Víkverja að kaupmáttur hans hafi aukist síðustu árin getur viðkomandi fengið að kíkja á launaseðlana og síðan heimilis- útgjöldin undanfarið og séð fyrir sjálfan sig þessa stórkostlegu kaupmáttaraukningu. Kannski hefur með- alkaupmátturinn auk- ist svona svakalega. Allavegana kvarta þeir ríku ekkert sér- staklega mikið þessa dagana, enda virðast þeir yfirleitt vera í að- stöðu til að hækka eig- in laun að vild, ólíkt t.d. leikskólakenn- urum og umönn- unarstarfsfólki, sem alltaf fær sömu svörin, að ekki séu til nógir peningar fyrir þeirra vinnu. Víkverji veit allavegana að akk- úrat núna hugsar hann mun hlýlegar til grunnskóla- og leikskólakenn- aranna sem annast og önnuðust dóttur hans, heldur en verðbréfasal- anna, fasteignasalanna og banka- mannanna sem eru að rúlla með peningana hans daginn út og inn. Kennararnir hafa vissulega skilað góðu búi, en banka-, verðbréfa- og fasteignafólkið hefur litlu skilað öðru en hækkandi kollvikum Vík- verja, sem fattar gersamlega ekki hvað er svona frábært við peninga. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Íslenska óperan | Aðalverkefni Íslensku óperunnar á haustmisseri er óperan Tökin hert, eða „The Turn of the Screw“, eftir breska tónskáldið Benjamin Britten og er þetta í fyrsta skipti sem verkið er sett upp hér á landi. Fyrsta æfing fór fram í húsakynnum Óperunnar í gær. Frumsýning er 21. október og verða sýningar aðeins sex. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky en það er Halldór E. Laxness sem leikstýrir. Einsöngvarar í sýningunni eru: Hulda Björk Garðarsdóttir (kennslukonan), Ólöf Kolbrún Harðardóttir (Frú Grose), Gunnar Guðbjörns- son (Peter Quint), Hanna Dóra Sturludóttir (Frk. Jessel), Þórunn Arna Kristjánsdóttir (Flora) og Ísak Ríkharðsson (Miles). Morgunblaðið/Kristinn Tökin hert í Óperunni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.