Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 41

Morgunblaðið - 20.09.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 41 DAGBÓK Þróunarsamvinnustofnun Íslands er sjálf-stæð stofnun er heyrir undir utanrík-isráðuneytið. Stofnunin vinnur að tvíhliðasamstarfi Íslands við þróunarlönd og leggur í þeim efnum sérstaka áherslu á þau lönd þar sem aðstæður eru lakastar og sérþekking Ís- lendinga getur komið að mestu gagni. Í stjórn stofnunarinnar sitja 7 menn og eru 6 kosnir af Al- þingi en formaður er skipaður af utanríkisráðherra. Sigurður Helgason er nýskipaður stjórn- arformaður Þróunarsamvinnustofnunar: „Ég hafði í sjálfu sér ekki mikla þekkingu fyrir á verkefnum stofnunarinnar. Það kom mér á óvart að sjá hvað starfið er umfangsmikið og vel unnið. Stofnunin hefur einkum verið að vinna að verkefnum í Afríku og þá aðallega í fjórum ríkjum undanfarin ár en það eru: Úganda, Mósambík, Namibía og Malaví. Á síð- asta ári var síðan tekin ákvörðun um að bæta við aðstoð á Sri Lanka og tekin hefur verið ákvörðun um að bæta við Nikaragúa á þessu ári,“ segir Sig- urður. „Menn hafa hingað til einkum beint sjónum að verkefnum á sviði sjávarútvegs en í vaxandi mæli hefur verið farið í önnur verkefni, bæði kennslumál og mál tengd orkugeiranum. Það hefur komið í ljós að menn héldu að við gætum miðlað töluverðri reynslu og þekkingu í sjávarútvegi en menn eru að reka sig á að á Íslandi er stundaður hátæknisjáv- arútvegur á meðan sjávarútvegurinn í þessum löndum er iðulega á algjöru frumstigi. Það er meðal annars ástæða þess að við höfum hafið starf á Sri Lanka en þar er atvinnustigið töluvert þróaðra og því um leið betri möguleikar á að aðstoð Íslendinga verði að gagni. Íslendingar standa einnig fremstir þjóða í virkj- un jarðhita og er það ástæða fyrir þátttöku okkar í verkefni í Nikaragúa en þar eru jarðhitasvæði sem möguleikar eru á að nýta betur.“ Sigurður kveðst ekki munu leggja fram neinar stórtækar breytingar á starfsemi Þróunarsam- vinnustofnunar: „Komin er töluverð reynsla á þessi mál og við farin að sjá hvar við getum orðið meira að liði og hvar minna. Sé ég ekki fram á neinar meiriháttar breytingar nema að starfsemi stofn- unarinnar er að aukast töluvert, úr því að vera í fjórum löndum í 6, og að fjárframlög ríkisins munu aukast umtalsvert.“ Í því sambandi nefnir Sigurður að framlög til þróunaraðstoðar hafi árið 2003 verið 0,17% af vergri landsframleiðslu og jukust í 0,19% næsta ár en verða á þessu ári 0,21%. Ríkisstjórnin hafi sett það markmið að framlög verði aukin smám saman þannig að árið 2009 nemi þau 0,35% af vergri landsframleiðslu. Menn | Sigurður Helgason, nýskipaður formaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands Starfsemin eykst töluvert  Sigurður Helgason fæddist í Reykjavík 1. maí 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1967, Cand. Oecon frá HÍ 1971 og MBA frá Univ. of North Caroline, Chapel Hill 1973. Sig- urður starfaði hjá Hag- vangi 1973–74 og hjá Flugleiðum 1974– 2005, sem forstjóri frá 1985. Hann var formaður landafundanefndar 1998–2000, formaður stjórnar Vildarbarna og í stjórn IATA frá 2004. Sigurður hlaut Riddarakross íslensku fálkaorðunnar 1990. Eiginkona Sigurðar er Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 20. sept-ember, verður níræður Guð- mundur Kristján Hákonarson, húsa- smíðameistari, Kleifahrauni 2a í Vestmannaeyjum. Guðmundur er kvæntur Halldóru Kristínu Björns- dóttur. Hann dvelur á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | 3. sept. sl. voru gefin sam- an í hjónaband í óbyggðum Alaska Jennifer Arsenau, umhverfisfræð- ingur, og Tumi Traustason, dokt- orsnemi í skógarvistfræði. Heimili þeirra er að 3971 Ridgeview Drive, Fairbanks, 99709 Alaska. Netfang: fstt@uaf.edu Veikur tromplitur. Norður ♠1065 ♥D7 ♦KD74 ♣ÁG32 Suður ♠Á8743 ♥K8 ♦ÁG6 ♣KD9 Suður verður sagnhafi í fjórum spöðum án afskipta AV af sögnum. Vestur spilar út smáu hjarta, sem austur tekur með ás og spilar aftur hjarta. Hvernig á að spila trompinu? Trompíferðin skiptir engu máli ef liturinn brotnar 3-2 og þess vegna mætti hlamma niður ásnum í byrjun. En það er 4-1 legan sem veldur áhyggjum. Tæknilega er að- eins hægt að ráða við eina slíka uppsetningu – KDG2 í austur og níuna staka í vestur. Þá er hvort heldur hægt að spila litlu að blind- um eða tíunni úr borði. Norður ♠1065 ♥D7 ♦KD74 ♣ÁG32 Vestur Austur ♠K ♠DG92 ♥G9632 ♥Á1054 ♦9832 ♦105 ♣764 ♣1085 Suður ♠Á8743 ♥K8 ♦ÁG6 ♣KD9 En það er öflugra að spila tíunni strax, því það er aldrei að vita nema austur leggi á með tvö mannspil og níuna. E.s. Það er ómaksins vert að íhuga hvernig spila eigi litnum ef aðeins má gefa einn slag. Með bestu vörn er það auðvitað ekki hægt, en segjum að vestur sé með G9x og austur Dx. Ef sagnhafi spil- ar smáum spaða að tíunni gæti vestur freistast til að rjúka upp með gosann. Heimskulegt? Vissu- lega, en brids er mistakanna íþrótt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 18.september sl. varð sjötugur Brynjar H. Jónsson, fyrrverandi starfsmaður VIS á Akureyri, en ekki VISA eins og misritaðist í blaðinu og er beðist velvirðingar á því. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 20. sept-ember, er sjötugur Jóhann Gunnarsson, deildarstjóri upplýsinga- mála hjá Fjármálaráðuneytinu. Hann og kona hans, Edda Þorkelsdóttir, eru stödd á skipinu Costa Mágica, á sigl- ingu um Miðjarðarhafið. Tölvupóstur hans er: johg@centrum.is Seljen er týnd SELJEN er týndur, hann er ekki með hálsól en er örmerktur. Hann týndist frá Bárugötu 9. september sl. Þeir sem hafa orðið hans varir eru beðnir að hafa samband við Jo Ann í síma 552 5213, 846 0723 eða Tony í síma 848 9984. Skotta er týnd SKOTTA hvarf 9. sept. frá Hvera- fold í Grafarvogi. Hún er svart/grá bröndótt, mjög dökk á baki og brún- leit á kvið, hún er með fjólubláa ól og er eyrnamerkt: G94. Hennar er sárt saknað og ef ein- hver hefur séð hana vinsamlegast hafið samband við Guðnýju í síma 567 5666. Læða fannst við Hafravatn ÞESSI gullfallega þrílita læða fannst laugardaginn 17. september við Hafravatn. Hún er greinilega heimilisköttur og afskaplega ljúf og barngóð. Það voru 6 skátastúlkur í útilegu sem fundu hana og tóku að sér. Kisa dvelur nú í góðu yfirlæti heima hjá tveimur þeirra. Vonandi kemst hún samt til eigenda sinna því þetta er með eindæmum ljúf kisa sem allir hér hafa tekið miklu ást- fóstri við. Upplýsingar hjá Vigdísi í síma 553 5746 og 894 9483. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kl. 9 jóga, bað- stofa og vinnustofa. Kl. 13 postu- línsmálning hjá Sheenu. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Menningarferð í Norræna húsið kl. 13.15. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, vefnaður, leikfimi, línudans, boccia, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, sund. Dalbraut 18 – 20 | Félagsstarfið er öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning stendur yfir á postulíns- og framsagnar- námskeið. Kynntu þér haust- dagskrána. Við getum líka sent þér netbréf. Síminn okkar er 588 9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Bókmenntaklúbb- ur í dag kl. 14.30, allir velkomnir. Félagsvist kl. 20. Skrifstofa og fé- lagsstarf FEB í Stangarhyl 4, sími 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Skráning í kvenfélagsferðina á Bessastaði 22. sept. er í síma 525 8590 og 820 8565. Vatns- leikfimi kl. 9.45, Inni–golf kl. 10.30 og karlaleikfimi kl. 13.30 í Mýri. Málun kl. 13 og trésmíði kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið hús á vegum kirkj- unnar kl. 13 og Garðakórsæfing kl. 17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. gler- skurður, umsjón Helga Vilmund- ardóttir og perlusaumur án leið- sagnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur op- inn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Félagstarfið Langahlíð 3 | Nám- skeið í postulínsmálun kl. 13–17. Al- menn handmennt kl. 13–17. Furugerði 1 | og Norðurbrún 1. Far- in verður haustlitaferð fimmtud. 22. sept. Ekið verður um Nesjavelli og Þingvöll. Kaffi á veitingastaðn- um Hafinu bláa við Óseyrarbrú. Lagt af stað frá Norðurbrún kl. 13. Uppl. í Norðurbrún í síma 568 6960 og í Furugerði í síma 553 6040. Hraunbær 105 | Kl. 9 glerskurður, kaffi, spjall, dagblöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bón- us. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl 9. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30. Brids kl. 13. Glerskurður kl. 13. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–13, bútasaumur. Boccia kl. 9.30–10.30. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Námskeið í myndlist kl. 13.30– 16.30. Minnum á rabbfund FAAS kl. 14.30 yfir kaffibolla. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum kl. 9–16. Fastir liðir eins og venjulega. Skráning á tölvu-, listþæfingar- og framsagnar- námskeið stendur yfir. Ef þú vilt hitta skemmtilegt fólk þá kíktu inn, fáðu þér kaffisopa, líttu í dagblöðin og skoðaðu haustdagskána. Við getum líka sent þér netbréf. Síminn er 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Gaman saman á morgun í Miðgarði kl. 14. Norðurbrún 1, | Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12 myndlist, kl. 9 smíði, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulínsmálning, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postulínsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vesturgata 7 | Haustbingó verður haldið í dag kl. 13. Rjómapönnukök- ur með kaffinu. Allir eru velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Árbæjarkirkja. | 7–9 ára starf í Ár- bæjarkirkju kl. 15. 10–12 ára starf í Árbæjarkirkju kl. 15. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag, kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádeg- isverð. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjón- usta kl. 18.30. Digraneskirkja | Kl. 11.10 Leikfimi I.A.K. Kl. 12 Léttur málsverður, helgistund, samvera og kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 1718.15 á neðri hæð. Kynning á Alfa nám- skeiði kl. 20 í safnaðarsal. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við „púttum“, spilum lomber, vist og bridge. Röbbum saman og njótum þess að eiga samfélag við aðra. Kaffi kl. 14.30. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10–12 ára kl. 17.30–18.30 á þriðju- dögum í Engjaskóla. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.–10. bekk á þriðju- dögum kl. 20 í Grafarvogskirkju. Grafarvogskirkja | Haustferð eldri borgara verður farin 20. sept. kl. 10 frá Grafarvogskirkju. Farið verður í Stykkishólm, norska húsið og kirkj- an skoðuð. Komið verður við í Bjarnarnesi á leiðinni heim. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs- þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Opið hús fyrir aldraða alla þriðjudaga og föstu- daga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð- arstund er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 18. Prédikunarklúbbur presta er hvern þriðjudag í Hjallakirkju kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðsprests. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kl. 19 er Alfa 1 námskeið, ef þú hefur ekki enn skráð þig láttu þá sjá þig, það eru enn laus pláss – Eða hringdu í síma 535 4700 og skráðu þig. www.gospel.is. Laugarneskirkja | Kl. 17 KMS (14– 20 ára) Æfingar fara fram í Fé- lagshúsi KFUM & K við Holtaveg. Mannræktarkvöld eru á þriðjudög- um: Kl. 20 Kvöldsöngur í kirkjunni. Kl. 20.30 gerist þrennt: Trú- fræðslutími í kirkjuskipi, kynning á 12 spora starfinu auk þess sem 12 spora hópar ganga til sinna verka. Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið I. kl. 19–22. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.