Morgunblaðið - 20.09.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 43
MENNING
syngja íslensk gullaldarljóð sem og
sínar útfærðustu óperuaríur og jafn-
vel eitt þýskt ljóð.
Þess má geta að Jón Svavar fékk
nýverið inngöngu í óperudeildina í
Tónlistarháskóla Vínarborgar og
hefur þar senn nám.
JÓN Svavar Jósefsson bassbaríton
mun halda styrktartónleika á mið-
vikudaginn kemur klukkan 20 í Nor-
ræna húsinu. Með honum leikur
Agnes Löve á píanó. Miðaverð er
1.500 krónur, greitt við innganginn.
Á tónleikunum mun Jón Svavar
Ljósmynd/Gabriel Patay
Jón Svavar syngur
í Norræna húsinu
ÞAÐ var í febrúarbyrjun á síðasta
ári að Skáldaspírukvöldin hófu
göngu sína. Þessi upplestarkvöld
nutu töluverðra vinsælda og eru
nú að hefja göngu sína að nýju eft-
ir sumarfrí en 37. skálda-
spírukvöldið verður í kvöld í bóka-
versluninni Iðu við Lækjargötu.
Benedikt S. Lafleur er skipu-
leggjandi skáldaspírudagskrár-
innar: „Þetta varð til á sínum tíma
vegna þess að það þótti mikil þörf
fyrir upplestarkvöld af þessu tagi.
Þá voru eiginlega engir upplestrar
haldnir reglulega nema þá helst
fyrir jólin. Okkur þótti að tími
væri til kominn að sinna bók-
menntunum með þessum hætti allt
árið um kring og gefa þá allskonar
skáldum – ekki bara þeim sem eru
að gefa út efni heldur og þeim sem
eru að stíga sín fyrstu skref – færi
á að lesa upp úr verkum sínum.“
Þannig segir Benedikt að
Skáldaspíran gefi grasrót-
arskáldum vettvang til að koma
sér á framfæri en hann segir
kvöldin fyrir alla þá sem spíra
skáldskap – ekki bara þá sem eru
að spíra í fyrsta sinn.
Strax fyrsta kvöldið segir
Benedikt að þörfin fyrir kvöld af
þessu tagi hafi verið augljós. „Þá
mættu 50 manns sem var langt
framar vonum okkar sem að við-
burðinum stóðum og gífurleg
hvatning til að halda
áfram.“
Skáldaspírukvöldin
hafa verið með ýmsu
sniði og jafnvel
stundum að tónlist-
armenn hafa verið
fengnir til að leika
tónlist með. „Við
reynum að tefla fram
þeim skáldum sem
eru í deiglunni og eru
annaðhvort að semja
verk eða að gefa út.
Kvöldin eiga að vera
lifandi og taka púls-
inn á því sem er að
gerast í núinu,“ segir
Benedikt.
Örlítið breytt snið
Skáldaspírukvöldin verða nú
með örlítið breyttu sniði frá því
sem áður var. Fyrst voru kvöldin
haldin á skemmtistaðnum Jóni
Sigurðssyni og síðar á Kaffi
Reykjavík en verða í Iðu fram-
vegis. Kvöldin verða tíðari, haldin
hvern þriðjudag en ekki annan
hvern eins og áður og þá um leið
færri skáld sem lesa: eitt eða tvö í
senn í stað fjögurra eða fimm áð-
ur. „Hugmyndin er sú að skapa
kósí stemmningu og gefa, með
rýmri tíma, skáldunum færi á að
kynna betur verk sín og gefa gest-
um um leið kost á að spyrja skáld-
in úr verkum sínum og skapa
þannig bókmennta-
legar umræður. Fyr-
irmyndin er fengin er-
lendis frá en þar
tíðkast víða kvöld af
þessu tagi í bókabúð-
um.“
Benedikt segir
Skáldaspírukvöldin
hafa fest sig í sessi:
„Þetta er orðið þekkt-
ur og virtur viðburður
í bókmenntaheiminum
og hlaut styrk frá
Reykjavíkurborg, sem
er ákveðin viðurkenn-
ing. Flest virtustu
skáld landsins hafa
lesið á Skáldaspírukvöldunum og
svo öll efnilegu óþekktu skáldin
sem eru að grúska í bókmenntum
en í heildina hafa langt á annað
hundrað skálda lesið á þessum
kvöldum.“
Lesið verður á fyrstu hæð húss
Iðu þar sem komið hefur verið upp
upplestraraðstöðu en gestir geta
sótt sér hressingu á kaffihúsið á
efri hæðinni. Nöfn þeirra sem lesa
verða birt í gluggum verslunar-
innar hverju sinni en í kvöld eru
það Sveinbjörn I Baldvinsson og
Eyvindur Karlsson sem lesa en að
auki grípur Eyvindur í gítar.
Lesið verður hvert þriðjudags-
kvöld eins og fyrr sagði og hefst
lesturinn alltaf kl. 20 og er að-
gangur ókeypis.
Bækur | Skáldaspírukvöld hefja göngu sína á nýjan leik
Grasrótarskáldin
kveðja sér hljóðs
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Benedikt S. Lafleur
Í GALLERÍ Boxi á Akureyri hef-
ur Darri Lorenzen gert innsetn-
ingu sem samanstendur af hljóði
og formrænum rannsóknum á
rýminu sjálfu. Darri hefur áður
unnið með hljóð og er skemmst að
minnast framlag hans í verk Elín-
ar Hansdóttur á Listahátíð. Hér
eins og þar tekur Darri upp hljóð-
ið eða þögnina í rýminu að næt-
urlagi og hækkar upp og end-
urspilar fyrir gesti sýningarinnar.
Þá hefur hann teiknað á vegg upp-
drátt af spegilmynd rýmisins og
tekið myndir af örsmáum misfell-
um í rýminu sem hann sýnir utan
rýmisins. Þessar litlu myndir virð-
ast við fyrstu sýn vera landslags-
myndir en þegar betur er að gáð
þá má þekkja sprungur í máln-
ingu, naglagöt og dauðar flugur.
Þessi sýn á hið smáa minnir á verk
Helgu Óskarsdóttur í Klink og
Bank þar sem hún kom fyrir
stækkunargleri með ljósi yfir hin-
um ýmsu misfellum í sýning-
arrýminu svo þær urðu að áhuga-
verðum þrívíddarheimi annars
konar landslags.
Myndir Darra eru þó frekar
dauflegar í þessum samanburði,
prentaðar út í tölvuprentara og
staðsettar sem cover á geisla-
diskum sem aftur innihalda hljóð-
verkið úr sýningunni. Sýningin
nær ekki flugi, en meginhugmynd
hennar er áhugaverð hvað varðar
nýtnina og fagurfræðilega upp-
hafningu þess sem við venjulega
köllum ekkert, tómt rými og þögn.
Rými og hljóð
MYNDLIST
Gallerí Box
Sýningunni lýkur á sunnudag.
Stað sett
Darri Lorenzen
Þóra Þórisdóttir
MORGUNBLAÐINU
hefur borist eftirfar-
andi athugasemd frá
Valgerði Guðmunds-
dóttur menningarfull-
trúa hjá Reykjanesbæ
vegna umsagnar
Rögnu Sigurðardóttur
í blaðinu 18. sept-
ember síðastliðinn
undir fyrirsögninni
Atvinnumenn og
áhugafólk.
„Listasafn Reykja-
nesbæjar hefur frá
árinu 2002 staðið fyrir
19 sýningum í Lista-
salnum í Duushúsum
og hafa þetta verið
einu sýningarnar sem haldnar eru í
nafni safnsins. Í tilefni þessara sýn-
inga hefur safnið gefið út 36 síðna
litabækling um viðkomandi lista-
menn og verk þeirra, haldin eru
opnunarhóf með lifandi tónlist og
léttum veitingum og send eru út ca.
1000 boðskort hverju sinni. Safnið
kostar flutning á verkunum til og
frá sýningarstað og sér um allar
kynningar. Listamönnunum er
heimilt að selja verk sín án íhlut-
unar safnsins, þ.e. safnið tekur eng-
ar prósentur af sölunni. Safnið ber
þennan kostnað alfarið (með stuðn-
ingi fyrirtækja í Reykjanesbæ) en í
staðinn skilja listamennirnir eftir
verk sem bætist þá við safneignina.
Árið 2004 komu tæplega 30 þúsund
gestir á safnið. Á meðfylgjandi lista
má sjá hvaða listamenn hafa sýnt í
Listasafni Reykjanesbæjar og
dæmi nú hver fyrir sig, hver er at-
vinnumaður og hver ekki?
2002: Einar Garibaldi, Gullpensl-
arnir.
2003: Sigurbjörn Jónsson, Lista-
safn Íslands (Maður og haf, verk
eftir ýmsa), Sossa, Stefán Geir,
Kristin Pálmason.
2004: Carlos Barao, Kristján
Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Lista-
safn Reykjavíkur (Erró), Ása Ólafs-
dóttir, Valgarður Gunnarsson, Úr
safneigninni (Íslensk náttúra, ýmsir
listamenn 1950–1980).
2005: Kristín Gunnlaugsdóttir,
Erlingur Jónsson og samtímamenn,
Martin Smida, Hönnunarsafn Ís-
lands (Sænsk glerlist), Eiríkur
Smith og konurnar í Baðstofunni,
Húbert Nói, Úr safneigninni (Ýmsir
listamenn 1980–2005).
Listasafnið styður
einnig við sýningarhald
annars staðar í bænum
þó svo að sýningarnar
séu ekki í nafni þess.
Nýlistagalleríið Suð-
suðvestur er t.d. í hús-
næði Listasafnsins að
Hafnargötu 22 og er
rekið á kostnað safns-
ins. Sýningarstjórnin
þar er hins vegar í
höndum Suðsuðvesturs
hópsins. Þetta er leið
Listasafns Rnb. til að
þjóna ungum gagn-
rýnum listamönnum
(eins og það er svo vel
orðað í sýningarstefnu Suðsuð-
vestur) og þá um leið tilraun til að
kynna þá tegund listarinnar fyrir
almenningi. Þess má geta að fyrir
tilkomu Listasafns Reykjanesbæjar
var ekki um að ræða fast sýning-
arhald á myndlist hér á Suð-
urnesjum og því hefur orðið mikil
breyting með opnun þess en um leið
er ábyrgðin mikil. Á þessum tveim-
ur sýningarstöðum hafa atvinnu-
menn í listinni gengið fyrir, eins og
sjá má á upptalningunni hér að ofan
og á vef Suðsuðvestur, og mikill
metnaður til að gera vel.
Hins vegar hefur safnið einnig
aðstoðað við sýningarhald annarra,
bæði atvinnumanna og áhugafólks
víðs vegar um bæinn og þá sér-
staklega í kringum Ljósanótt,
menningar- og fjölskylduhátíð
Reykjanesbæjar, þó svo að þær
sýningar séu ekki nafni safnsins. Á
síðustu Ljósanótt voru t.d. sýnd
verk eftir tæplega 100 manns víðs
vegar um bæinn en myndlist-
aráhugi hér á svæðinu er ein-
staklega mikill. Ekki færri en þrjú
félög áhugamanna um myndlist eru
nú starfandi og því sjálfsagt að
reyna að þjóna þeim hópi á ein-
hvern hátt þó svo að það sé ekki
gert með sýningarhaldi í húsnæði
Listasafns Reykjanesbæjar og alls
ekki á kostnað atvinnumennsk-
unnar. Listasafn Reykjanesbæjar
er ungt og alls kyns byrjunarörð-
ugleikar hafa gert vart við sig en
þar hefur alltaf verið gerður skýr
greinarmunur á atvinnumennsku og
áhugamennsku. Annar hópurinn á
ekki að þurfa líða á kostnað hins.“
Sýningarstefna
Listasafns
Reykjanesbæjar
Valgerður
Guðmundsdóttir