Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við rým um fyrir jólabók unum LAGERSAL A EDDU Fellsmú la 28 (gamla W orld Cla ss húsin u) ALLT Á AÐ S ELJAST! Komdu og gerð u frábæ r kaup – Einstak t verð o g glæsi leg sér tilboð! Opið alla daga kl. 11-19 Bókama rkaður ársins DEILT UM KOSNINGALÖG Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna og stjórnvöld í Bandaríkjunum gagnrýndu í gær nýlega breytingu á kosningalögum í Írak fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu sem fram fer þarnæsta laugardag um drög að stjórnarskrá landsins. Súnní-arabar hafa hótað að sniðganga atkvæða- greiðsluna vegna breytingarinnar. Nóbel fyrir ljósrannsóknir Tveir Bandaríkjamenn, Roy J. Glauber og John L. Hall, og Þjóð- verjinn Theodor W. Hänsch fengu í gær Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir árið 2005. Voru þau veitt fyrir rannsóknir þeirra á eðli ljóssins. Íslensk lög hljóma í London Sigurður Bragason baritón og Hjálmar Sighvatsson píanóleikari koma í kvöld fram á tónleikum í St. John’s á Smith Square, sem er eitt virtasta tónleikahús Lundúna- borgar. Munu þeir flytja íslenska tónlist, en þeir fluttu sömu efnisskrá í Corcoranlistamiðstöðinni fyrir ári við góðar undirtektir. Fengu þeir lofsamlega dóma í Washington Post og varð það kveikjan að tónleikum þeirra í Lundúnum. Nútímalegri stjórnsýsla Hafin er vinna við að einfalda stjórnsýsluna og gera hana bæði markvissari og nútímalegri. Þetta kom fram í stefnuræðu Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                         Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 26 Viðskipti 13 Umræðan 26/27 Erlent 14/15 Minningar 28/33 Minn staður 16 Myndasögur 36 Akureyri 17 Dagbók 36/38 Höfuðborgin 18 Staður og stund 37 Suðurnes 18 Leikhús 40 Landið 19 Bíó 42/45 Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 46 Menning 21 Veður 47 Forystugrein 24 Staksteinar 47 * * * VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að sambandið hafi ekki mótað neina stefnu þess efnis að laga- boði verði beitt varðandi sameiningu sveitarfélaga í framtíðinni. Það sé Al- þingis að ákveða hvort aðrar leiðir en frjálsar kosningar um sameiningu verði farnar. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði í fyrrakvöld á fundi á Dal- vík að ef ekki tækist að sameina sveit- arfélög með frjálsum kosningum væri eðlilegt framhald að huga að laga- setningu til að sameina sveitarfélög. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segist geta tekið undir það, að atkvæða- greiðsla um sameiningu sveitarfélaga eins og farið var í 1993 og aftur verði efnt til um næstu helgi, verði hugs- anlega ekki framkvæmd á ný með sama hætti. Það útiloki hins vegar alls ekki að sveitarfélög geti haldið áfram að sameinast með lýðræðis- legri kosningu þar sem einfaldur meirihluti íbúa í hverju sveitarfélagi ákveði hvort íbúarnir vilji að þeirra sveitarfélag sameinist öðru eða öðr- um. Hann segir að hvernig svo sem komandi kosningar fari muni slíkar sameiningar halda áfram, alveg eins og þær héldu áfram í framhaldi af kosningunum 1993. „Þær kosningar skiluðu ekki miklum árangri en í kjöl- farið urðu til miklar sameiningar,“ segir hann og vísar til þess að frá 1990 hafi sveitarfélögum fækkað úr 204 í 92. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar er það nánast einsdæmi ef ekki einsdæmi í nágrannalöndunum að sameining sveitarfélaga sé ákveðin í lýðræðislegum kosningum eins og hér á landi. „Í Danmörku og Svíþjóð er þetta til dæmis gert með lagaboði,“ segir hann. „Það er löggjafarvaldsins að ákveða það hvort aðrar leiðir verði farnar, til dæmis að hækka lágmarks- íbúatölu sveitarfélaganna úr 50 í 1.000, eins og tillögur hafa komið fram um á Alþingi.“ Alþingis að ákveða sameiningarleiðir Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kynningarblað – Morgunblaðinu í dag fylgir Iðnneminn. BILUN í ljósleiðara olli því að truflanir urðu á fastlínukerfum sím- ans í hluta Hafnarfjarðar og á GSM-kerfinu í Kópavogi og Hafn- arfirði og hluta Reykjavíkur í rúm- an klukkutíma í gærmorgun. Bil- unarinnar varð vart um kl. 10.15 í gærmorgun en kl. 11.30 hafði tekist að tengja framhjá henni og komst þá bæði fastlínu- og farsímasam- band á. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunn- ar, komu sem betur fer ekki upp nein tilfelli þar sem ekki náðist í Neyðarlínuna í gær, en alvarlegt væri ef bilanir yllu því að ekki næð- ist í Neyðarlínuna. „Það eru skrúf- aðar fastar hliðrænar línur í Kópa- vogi og þær virka í öllum tilvikum. Það er varakerfi sem virkar alltaf fyrir fastlínusambandið. GSM sím- töl bárust ekki öll inn, en það gerist oft, það getur verið álag og fleira,“ segir Þórhallur. „En þrátt fyrir að þau hafi ekki öll borist bárust öll landlínusímtöl og ekkert krísu- ástand skapaðist. Við prófuðum líka SMS-vaktina á viðbragðsaðila og það virkaði vel.“ Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir fyrst hafa verið tengt fram hjá biluninni, sem var í ljósleiðarastreng í tengiboxi við símstöðina í Garðabæ, til að koma sambandi á að nýju. Hins vegar hafi bilunin verið greind síðar um daginn og gert við hana. Eva sagði varakerfi eiga að fara í gang þegar bilunar verður vart á svo stóru íbúasvæði. Ekki sé hægt að segja til um ástæðu þess að það gerðist ekki í gærmorgun, en ákveðin uppfærsla á grunnkerfi Símans standi nú yfir. Eva segir að þótt bilunarinnar hafi gætt á stóru svæði hafi verið hægt að nota ann- að hvort kerfið víðast hvar. Bilun í símakerfi skaðaði ekki Neyðarlínuna „ÞETTA er dæmigert slys sem getur gerst í heimahúsi við heimilisstörf, þó það sé eftir á að hyggja með hreinum ólíkindum og hreinlega lygilegt að svona geti gerst,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, en betur fór en á horfðist þegar hún slasaði sig á fæti um helgina. „Við vorum að ganga frá eftir matinn saman fjölskyldan og ég var að setja stórt kjötsax inn í uppþvottavél þegar ég missti það. Saxið fór í hælinn á mér og skaðaði hásin á hægri fæti. Það þurfti að sauma þrjú spor í hásinina og svo var hællinn saumaður saman með fimm sporum.“ Aðspurð segist Steinunn ætíð fylla út í reitinn „slysa- trygging við heimilisstörf,“ í skattframtalinu sínu, enda geri slysin ekki boð á undan sér á heimilinu. „Fjölskyldan var þarna öll saman og öllum var mjög brugðið við þetta,“ segir Steinunn. „Þetta var bara eitt af þeim atvikum sem eru svo lygileg að það er varla hægt að segja frá því.“ Steinunn kveðst afar heppin að ekki fór verr. „Ég er með mjög mjóar og grannar hásinar og því var ekki tekinn sénsinn á því að ég myndi slíta hásinina og skadda hana frekar,“ segir Steinunn. „Það hefði þýtt þrjá til fjóra mán- uði í gifsi ef hásinin hefði rofnað. Það var í því ljósi sem þetta ágæta fólk á bráðamóttöku LSH ákvað að skella mér í gifs. Ég er því búin að liggja frá því á laugardaginn með lappirnar upp í loft.“ Steinunn kveðst ekki nenna að liggja lengur og mætir keik til vinnu í dag, eftir viðkomu á endurkomudeild LSH. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lenti í slysi Missti kjöt- sax og skarst á hásin Morgunblaðið/ÞÖK Steinunn Valdís ber sig vel þrátt fyrir meiðslin. EINN reyndasti fjallaklifrari lands- ins Ívar F. Finnbogason hyggst klífa Himalayatindinn Pumori í Nepal á næstu vikum og heldur ut- an í leiðangurinn á sunnudag. Pu- mori er 7.161 metra hár. Pumori skipar ákveðinn sess í ís- lenskri fjallgöngusögu því þrír Ís- lendingar í tveimur leiðöngrum hafa farist á fjallinu. Þetta voru þeir Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson sem fórust árið 1988 og Ari Gunnarsson sem fórst árið 1991. Þá fór Anna Svav- arsdóttir, sem fyrst íslenskra kvenna kleif fjall yfir 8.000 metr- um, Cho Yoiu, á Pumori en varð frá að hverfa án þess að ná tindinum. Ívar mun fara í grunnbúðir á fjallinu í 5.300 metra hæð og aðlaga sig þunnu loftinu áður en atlagan að sjálfum tindinum hefst úr 2. búð- um. Aðdragandinn að leiðangrinum var mjög stuttur, eða aðeins tvær vikur, að sögn hans. „Þessi leið á fjallið er tiltölulega einföld tækni- lega séð en þarna eru miklar snjó- brekkur þannig að ef það fer að snjóa mikið get- ur það sett strik í reikninginn,“ segir Ívar. Hann fer með hópi frá bresku ferða- skrifstofunni Adventure Peaks og með í för eru sjö Bret- ar og einn Íri að ógleymdum Sherpum sem aðstoða leiðang- ursmenn. Ívar stefnir á að komast í grunn- búðir 19. október og þarf að vera kominn niður af fjallinu fyrir 2. nóvember. Á þeim tíma þarf hann að ná fullri aðlögun og ljúka klifr- inu. Ívar hefur um árabil verið í hópi bestu klifrara landsins og starfað sem fjallaleiðsögumaður. Hann hefur m.a. klifið Huscaran Sur, 6.768 m, og Artisonraju, 6.025 m, í Perú auk fjölda lægri tinda. Stefnir á tind Pumori í Himalayafjöllum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Ívar F. Finnbogason HREYFIHAMLAÐIR verða niður- skurði ríkisstjórnarinnar að bráð á allsnægtatímum, en kjör þeirra eru skert um rúmar 8.000 kr. á mánuði. Þetta er mat Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttur, þingmanns Samfylk- ingarinnar, eftir lestur á fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Um er að ræða bensínstyrk frá Trygginga- stofnun ríkisins, en hann verður nú tekinn af hreyfihömluðum. Þó mun ríkisstjórnin hækka svo- nefndan tekjutryggingarauka, en það kemur að sögn Ástu hreyfihöml- uðum til lítillar bjargar, því þeir eru ekki endilega með þann bótaflokk, auk þess sem þar er einungis um að ræða hækkun um rúmar 4.000 kr. Ásta Ragnheiður segir að með þessari aðgerð ríkisstjórnarinnar sé í orðsins fyllstu merkingu verið að kippa fótunum undan hreyfihömluð- um. „Með þessari aðgerð ríkisstjórn- arinnar er verið að gera þeim mun erfiðara en ella og jafnvel ómögulegt að taka þátt í samfélaginu. Það er dýrt að kaupa og reka bifreið – ekki síst fyrir fólk sem býr við hreyfi- hömlun,“ segir Ásta Ragnheiður m.a. í pistli á vefsíðu sinni. Kjör hreyfi- hamlaðra skert í fjárlögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.