Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 10

Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞINGFLOKKUR Frjálslyndra gerði grein fyrir sínum þingmálum á blaðamannafundi í gær og munu þeir m.a. leggja áherslu á sjávarútvegs- og samgöngumál auk áherslu á mál- efni eldri borgara í upphafi þings. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslyndra, gerði grein fyrir 16 þingmálum og sagði að fyrsta málið sem verður lagt fram á nýhöfnu þingi verði þingsályktunar- tillaga um tryggan lágmarkslífeyri. Lagt er til að bótareglum verði breytt þannig að staða lífeyrisþega verði bætt. Þ.e. að þeir sem fá greiddan minni lífeyri úr lífeyrissjóði en 50 þúsund kr. á mánuði verði ekki fyrir neinni skerðingu á þessari grunnupphæð. Þá hyggst Frjálslyndi flokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu er varðar láglendisvegi. „Hún fjallar um að það verði gert átak í því að koma öllum okkar þjóðvegum niður á láglendið. Við erum þá sérstaklega að horfa til jarðganga í því sjónar- miði,“ segir Magnús og bætir því við að ekki þurfi að grafa mörg jarðgöng til þess að þjóðvegurinn verði allur á láglendinu. Hafa þingflokksmenn Frjálslyndra lagt fram ákveðnar áætlanir hvað það varðar þannig að framkvæmdir verði kláraðar á næstu 20 árum. Allir geti stundað fiskveiðar Þá leggja Frjálslyndir fram frum- varp um sjávarútvegsmál sem leyfir öllum Íslendingum að stunda fisk- veiðar á grunnslóð í kringum landið með handfærum. Segjast Frjáls- lyndir eiga von á því að núverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, komi til með að styðja málið. Frjálslyndir hyggjast einnig leggja fram frumvarp um að inn- heimtu löggæslukostnaðar á útihá- tíðum verði hætt. Magnús bendir á að málið sé umdeilt og árlega verði hatrammar deilur um þetta. Þingflokkur Frjálslyndra kynnir þingmál í upphafi þings Leggja áherslu á sam- göngur og sjávarútveg Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Þór Hafsteinsson (t.v.), kynnti þingmálin í gær ásamt þeim Mar- gréti Sverrisdóttur, Guðjóni A. Kristjánssyni og Sigurjóni Þórðarsyni. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ atvinnulífs- ins hefur fengið styrk frá Leonardo Da Vinci starfsmenntaáætlun Evr- ópusambandsins að upphæð 30 millj- ónir í tilraunverkefni sem ber titilinn „The Value of Work“. Verkefnið miðar að því að þróa aðferðir til að meta raunverulega færni einstak- linga í atvinnulífinu. Fræðslumið- stöðin mun stýra verkefninu. Sam- starfslönd eru Danmörk, England, Kýpur, Slóvenía og Svíþjóð. Fram kemur í frétt frá Fræðslu- miðstöðinni að áherslan á þróun mats á raunverulegri færni fólks á vinnumarkaði hafi verið að aukast í nágrannalöndum. Í því skyni að auka gagnsæi sé nú verið að kanna mögu- leikann á að þróa sameiginlegan grunn Evrópulanda til að meta raun- verulega færni þeirra sem eru í vinnu og sé verkefnið liður í því. Þá segir m.a. í fréttinni: „Mat á raun- færni er til þess að draga fram færni sem starfsmaður býr yfir, skrá hana og meta út frá settum viðmiðum. Lit- ið er á vinnustaðinn sem námsum- hverfi þar sem þróuð er hagnýt færni; almenn, fagleg og persónuleg færni. Mikilvægt er að meta kunn- áttu og þekkingu sem fullorðnir ein- staklingar hafa byggt upp í gegnum starfsreynslu sína,“ segir í fréttinni. Þá segir að á Íslandi verði til- raunaverkefnið unnið með starfs- mönnum banka. „Þróuð verða viðmið fyrir mat á færni fyrir störf al- mennra starfsmanna í bönkum. Útbúin verður handbók með lýsingu á færniþáttum og þróaðar aðferðir og tæki til að meta færni starfs- manna. Lögð verður áhersla á yfir- færslugildi verkefnisins á aðrar greinar. Samstarfsaðilar FA í verkefninu hér á landi eru Íslandsbanki, Lands- bankinn, KB banki, Menntaskólinn í Kópavogi, Samband íslenskra bankamanna, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Starfsgreinaráð fjár- mála- og verslunargreina og menntamálaráðuneytið. Fulltrúar þessara aðila mynda faghóp í verk- efninu sem mun reglulega fara yfir framvindu mála. Samskonar faghóp- ar hagsmunaaðila verða myndaðir í hverju landi.“ Verkefnið mun standa yfir í tvö ár og munu upplýsingar um framvind- una ásamt afurðum birtast á vefsíðu verkefnisins sem opnuð verður í jan- úar 2006. Upplýsingar verður einnig að finna á vefsíðu Fræðslumiðstöðv- ar: www.frae.is. Fær styrk til að meta færni einstak- linga í atvinnulífi INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, al- þingismaður og formaður Samfylk- ingarinnar, var fyrst í ræðustól að lokinni stefnuræðu forsætisráðhera. Hún hóf mál sitt á að segja að nið- urstaða samkeppni um nýtt tónlist- ar- og ráðstefnuhús í Reykjavík markaði tímamót. Samvinna okkar besta fólks úr heimi hönnunar, lista og viðskipta og góður stuðningur stjórnmálamanna úr öllum flokkum, hefði þar verið til fyrirmyndar. Hún minnti á að nú væru rúm 15 ár liðin ár frá því að verkalýðshreyf- ing, atvinnurekendur og stjórnvöld náðu tökum á verðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Þá fyrst hefði hugtakið „stöðugleiki“ farið að heyrast í íslenskum stjórnmálum. „Ég hygg, góðir landsmenn, að núna eigið þið mörg hver erfitt með að átta ykkur á klisjukenndu tali landsfeðranna sem segjast verja stöðugleikann. Hvaða stöðugleika? Forsætisráðherra var á þessum nót- um í ræðu sinni og dró upp mynd af sýndarveruleika. Raunveruleikinn er allt öðruvísi,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. „Blikurnar hrannast upp. Við- skiptahallinn hefur aldrei verið meiri síðan mælingar hófust. Útflutnings- greinar eru í bráðum vanda. Grein- ingardeildir banka spá allt að 8% verðbólgu. Öll met hafa verið slegin í skuldasöfnun, sem leggst þyngst á heimilin og ungt fólk. Forsendur kjarasamninga eru að bresta.“ Betri umgjörð um landsmenn Geir H. Haarde, utanríkisráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, gerði m.a. að umtalsefni það sem honum þótti standa upp úr eftir sjö og hálft ár í embætti fjár- málaráðherra, en hann lét af því fyr- ir rúmlega viku. Fyrst nefndi hann mjög góða afkomu ríkissjóðs yfir tímabilið í heild, umtalsverðar skattalækkanir, nýtt fæðingarorlofs- kerfi, einkavæðingu ríkisfyrirtækja og niðurgreiðslu skulda og lífeyris- skuldbindinga framtíðarinnar. „Allt stefnir þetta að því sama, þegar öllu er á botninn hvolft. Því að tryggja betri og öruggari umgjörð um fólkið í landinu, utan um einstak- lingana og fjölskyldurnar,“ sagði Geir. Hann sagði að aðhaldsstigið í fjár- lagafrumvarpinu fyrir 2006, sem nýr fjármálaráðherra lagði fram í fyrra- dag, væri hátt enda umsvif mikil í hagkerfinu. „Efnahagsstjórn við þessar aðstæður er úrlausnarefni sem gengið verður til af ábyrgð og festu. Þá skiptir miklu hve búið er að létta miklum byrðum af ríkissjóði á undanförnum árum og þar með skattgreiðendum framtíðarinnar.“ Marglas stefnuræðuna Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist m.a. hafa þurft að marglesa stefnuræðu forsætisráð- herra til að leita af sér allan grun um að forsætisráðherra véki ekki einu orði að jafnvægisleysi í efnahagsmál- um þjóðarinnar eða heldur að verk- efnum sem framundan væru í hag- stjórn á næstu dögum. „Forsætisráðherra víkur ekki einu orði að uppsögnum í sjávarút- vegi, að erfiðleikum ferðaþjónust- unnar, að gjaldþroti Slippstöðv- arinnar á Akureyri og erfiðleikum skipaiðnaðarins eða almennt skilyrð- um útflutnings- og samkeppnis- greina. Staðreyndin er sú, góðir landsmenn, að við erum núna að upplifa af fullum þunga ruðnings- áhrif stóriðjustefnunnar sem eru að ýta öðru atvinnulífi úr vegi.“ Steingrímur spurði m.a. hvers vegna forsætisráðherra hefði ekki minnst á harkalega vaxtahækkun Seðlabankans. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, ræddi m.a. sjávarútvegsmál og óskaði nýjum sjávarútvegsráðherra velfarnaðar. Guðjón sagðist vilja bera þá von í brjósti að Einar Kr. Guðfinnsson myndi, þrátt fyrir yfirlýsingar um að fylgja „einbeittum kvótavilja forvera síns“, hafa skynsemi og frumkvæði til að opna fyrir innkomu nýliða í út- gerð og fækka kvótabundnum fisk- tegundum. „Sjávarbyggðirnar mega alls ekki við því að dugnaðarsjómenn eigi ekki leið til þess að komast að í grunn- atvinnuvegi þeirra. Hvernig væri komið fyrir Bolungarvík ef þeir, sem þar gera út, hefðu ekki átt opna leið inn í útgerð smærri báta á sínum tíma?“ Umræður á Alþingi í gærkvöld í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ræðustóli Alþingis við umræðurnar um stefnuræðuna í gær, Sólveig Pétursdóttir sit- ur í stóli forseta og til hægra sést Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Hörð gagnrýni stjórnarand- stöðu á efnahagsstjórnina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ræðustóli Alþingis við umræðurnar um stefnuræðuna í gær, Sólveig Pétursdóttir sit- ur í stóli forseta og til hægra sést Árni Mathiesen fjármálaráðherra. GUÐJÓN A. Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, hóf mál sitt á að ræða Baugsmálið og sagði það hafa vakið athygli á því að hér virtust vera „sérstakar innvígðar klíkur, sem með sérstökum send- ingum og samráði er ætlað að leggja línur um málsmeðferð. Og á það lagt mat hvort til dæmis fjár- málaráðherra vilji gefa samþykki sitt fyrir því að til þess bærar stofn- anir fái mál til meðferðar. Sagt er að það sé svo gott að eiga alla þessa samráðsbræður í málum sem ganga til rannsóknar og dómstóla. Menn verða innmúraðir í trúnaði sínum við sinn flokk eftir að hafa und- irbúið „rétta leið“ í málsmeðferð- inni og fengið vitneskju um að að- förin væri með fullum vilja forystumanna.“ Guðjón sagði að þjóðin fengi vart trúað því að neðanjarðarspilling af þessu tagi ríkti hér. „Við eigum sem betur fer ekki neina aðkomu í klíkuskapinn, í tölvupóstunum eða í matarboðin sem virðast vera að- dragandinn að því hvort fólk telji mögulegt að leita réttar síns. Við í Frjálslynda flokknum ætlum að hafa þá trú að treysta megi því að þeir víki úr máli, sem því tengjast, svo almenningur missi ekki trú sína á íslenskt réttarfar.“ Eiga enga aðkomu í klíkuskapinn ÁSTA Möller alþingismaður ræddi meðal annars um fjölmiðlana í ræðu sinni og sagði að nú ríkti ann- ar veruleiki en á dögum flokksblað- anna. Útgáfa þeirra hefði tryggt ákveðna fjölbreytni og ritstjórn- arstefnan verið öllum ljós. Nú væri eignarhald á stórum hluta fjöl- miðlamarkaðarins á einni hendi og önnur sjónarmið ríktu, eins og fólk hefði orðið vitni að upp á síðkastið. Taldi Ásta að flestum væri nú ljóst að fjölmiðlalögin, sem numin voru úr gildi á síðasta ári, hefðu átt rétt á sér. „Nú er kallað á slíka lagasetningu, vegna almannahags- muna. Markmiðið er breitt eign- arhald á fjölmiðlum til að tryggja frelsi fjölmiðla og lýðræðislega um- ræðu og skapa okkar annars ágæta fjölmiðlafólki starfsumhverfi sem það á skilið,“ sagði Ásta. Nú er kallað eftir fjölmiðlalögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.