Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 11

Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR SAMFYLKINGIN segir að í fjár- lagafrumvarpinu sé brugðið upp sýndarveruleika um að stöðugleiki ríki í efnahagsmálunum þegar veru- leikinn sé allt annar. Formaður Vinstri-grænna segir að hvergi í frumvarpinu sjái þess stað að rík- isstjórnin vilji sporna við þenslunni og telur hann rétt að fresta skatta- lækkunum og lýsa yfir stóriðjubind- indi til að slá á einkaneyslu. Formað- ur Frjálslynda flokksins kveðst ekki sammála því að draga úr vegafram- kvæmdum og spyr hvort tveir millj- arðar, sem þannig sparist, hefðu mælanleg áhrif á þenslustigið. „Blikurnar hrannast upp. Við- skiptahalli stefnir í 14% sem er sögu- legt hámark. Stýrivextir Seðlabank- ans stefna vel yfir 10%. Útflutningsgreinar eru í vanda. Greiningardeildir banka spá allt að 8% verðbólgu og gengissigi upp á 10–15%. Öll met hafa verið slegin í skuldasöfnun sem leggst þyngst á fyrirtæki, heimili og ungt fólk. For- sendur kjarasamninga eru að bresta. Þessar staðreyndir gefa hvorki mynd af aðhaldssamri né ábyrgri fjármálastjórn. Í raunveru- leikanum er stöðugleikinn í upp- námi.“ Þannig hefst fréttatilkynning sem þingflokkur Samfylkingarinnar sendi frá sér í gær og er óhætt að segja að þar kveði við allt annan tón en hjá Árna M. Mathiesen fjármála- ráðherra. Tölur um afgang standast sjaldnast Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ríkið þyrfti að gera meira til að sporna við þenslunni og ekki dygði að vísa vandanum yfir á Seðlabankann eins og nú væri gert. Miðað við auknar tekjur ríkissjóðs væri afgangur upp á 14,2 milljarða ekki mikið. Reyndar yrði að taka slíkum tölum með mikl- um fyrirvara því fyrirheit um afgang á fjárlagafrumvörpum hefðu sjaldn- ast staðist. Spurð um hvar mætti spara í rekstri ríkissjóðs sagði hún að þingmenn flokksins myndu á næstunni fara nánar ofan í einstaka þætti frumvarpsins og það kæmi m.a. fram við 2. umræðu um frum- varpið á Alþingi. „En það er mörg matarholan í þessu fjárlagafrum- varpi,“ sagði hún. Það sem helst hefði komið sér á óvart í frumvarpinu væri að á þess- um þenslutímum, þegar tekjur streymdu í ríkissjóð, væri lagt til að skera niður bensínstyrk til hreyfi- hamlaðra um 300 milljónir. „Okkur finnst sérkennilegt að höggva í þann knérunn,“ sagði hún. Fráleitar skattalækkanir „Það er auðvelt slá um sig með tekjuafgangi við þessar aðstæður þegar ríkissjóður er að fá inn gríð- arlegar tekjur vegna viðskiptahall- ans og þenslunnar í þjóðfélaginu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Vegna þessa ástands hefðu tekjur ríkissjóðs ekki dregist saman þrátt fyrir skatta- lækkanir. Lækkanirnar hefðu á hinn bóginn veikt tekjugrunn ríkissjóðs verulega til langs tíma og því gætu menn fundið óþyrmilega fyrir þegar niðursveifla kæmi í hagkerfið. Þá væri það „efnahagslega fráleitt“ að lækka skatta við þessar aðstæður. Eitt helsta áhyggjuefni hagfræðinga um þessar mundir væri gríðarlegur vöxtur einkaneyslu og þá væri ekki beinlínis heppilegt að ýta enn undir þá þróun með verulegum flötum skattalækkunum. Þessar lækkanir gögnuðust auk þess best þeim sem hæstu tekjurnar hafa. „Og það er fyrst og fremst sá endi á kaupmátt- arskalanum sem er fyrst og fremst valdur að eyðslunni og viðskiptahall- anum en það er ekki eftirlaunafólk á strípuðum tryggingabótunum sem er valdur að því. Það er ekki það fólk sem er að fylla hafnirnar hér af am- erískum pallbílum,“ sagði hann. Steingrímur sagði að við þessar að- stæður ætti tvímælalaust að fresta skattalækkunum og lýsa yfir stór- iðjubindindi. Ríkisstjórnin hefði hins vegar ekkert slíkt í hyggju og hvergi í frumvarpinu mætti sjá þess stað að hún hygðist sporna gegn þenslunni. Eina ljósið í myrkrinu væri að skuld- ir hefðu verið greiddar niður. „En ég segi nú bara: Skárra væri það nú,“ sagði hann. Þenslan ekki á öllu landinu Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að fjár- lagafrumvarpið bæri þenslunni skýrt merki, hér væri mikill inn- flutningur og laun hjá hluta Íslend- inga væri í „frjálsri uppkeyrslu“ á meðan verkafólk sæti hastarlega eft- ir. „En ég er ekkert endilega sam- mála því að það sé nauðsynlegt að skera niður verklegar framkvæmdir eins og vegagerð,“ sagði hann. Það mætti ekki gleyma því að þenslan væri ekki úti um allt land heldur að- allega á Austurlandi og suðvestur- horninu. Í rótgrónum sjávarútvegs- byggðum, t.d. á Vestfjörðum og Norðausturlandi, væri engin þensla, þvert á móti, þar ættu útflutnings- greinar undir högg að sækja, ekki síst vegna ofursterks gengis krón- unnar. Ekkert tillit væri tekið til þess í fjárlagafrumvarpinu. „Ég spyr: Tveir milljarðar í niðurskurði á arðbærum vegaframkvæmdum. Er það eitthvað sem hefur mælanleg áhrif á þenslustigið í landinu,“ sagði hann. Enn meiri þensla væri síðan fyrirhuguð á höfuðborgarsvæðinu m.a. með byggingu tónlistarhúss og háskóla. „Og menn eru að hugsa um að henda einu stykki flugvelli út af einhverjum ofurdýrum lóðum.“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2006 Sýndarveruleiki að stöðug- leiki ríki í efnahagsmálum  Samfylkingin: Blikurnar hrannast upp í efnahagsmálum þjóðarinnar  Vinstri-grænir: Eftirlaunafólk fyll- ir ekki hafnarsvæði af pallbílum  Frjálslyndir: Ekki tillit tekið til þess að þenslan er ekki á landinu öllu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steingrímur J. Sigfússon Guðjón A. Kristjánsson ÁÆTLAÐUR tekjuafgangur rík- issjóðs vegna ársins 2006 sem hlut- fall af landsframleiðslunni er um helmingi minni en hann var á ár- unum 1999 og 2000 þegar hag- stjórnin fór síðast úr böndunum. Í stað þess að nota ríkisfjármálin til að draga úr þenslu og ójafnvægi í efna- hagslífinu hefur stjórn ríkisfjármála orðið til að auka hana enn frekar. Þetta segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Ís- lands. „Frumvarpið er mikil vonbrigði. Það er ekki það aðhald í frumvarp- inu sem kallað hefur verið eftir. ASÍ, Seðlabankinn og fleiri hafa bent á að það skortir á aðhald í ríkisfjármálum og að afgangur ríkissjóðs sé að mestu leyti vegna hagsveiflunnar en ekki vegna þess að aðhalds sé gætt. Það er verulegt áhyggjuefni að að- haldið í ríkisfjármálunum skuli ekki vera meira í því þensluástandi sem við erum í núna,“ sagði Ólafur Darri í samtali við Morgunblaðið í gær. Við núverandi aðstæður ætti ríkið að beita ríkisfjármálum til að draga úr þenslu í stað þess að auka hana með óskynsamlegri fjármálastjórn. Varðandi boðaðar skattalækkanir sagði Ólafur Darri að þar sem rík- isstjórnin treysti sér ekki til að skera niður útgjöld á móti skatta- lækkunum, ykju þær á verðbólguna sem aftur myndi éta upp áætlaðan ávinning launafólks af lækkuninni. „Við höfum dregið það í efa að skattalækkun á þessum tíma sé skynsamleg,“ sagði hann. Það vekti athygli í þessu samhengi að fjár- málaráðuneytið spáir því að verð- bólgan næstu tvö árin verði um 4%, sem er langt yfir verðbólgumark- miði Seðlabankans. Handahófskenndur niðurskurður Ólafur Darri sagði að í frumvarp- inu væri lítið gert til að takast á við sjálfvirka aukningu útgjalda rík- issjóðs. Niðurskurður virtist handa- hófskenndur, m.a. væri gert ráð fyr- ir flötum niðurskurði hjá ráðuneytum um einn milljarð og 300 milljóna sparnaði í lyfjamálum sem óljóst væri hvernig ætti að ná fram. Þá væri það sérkennileg ráðstöfun að skerða vaxtabætur um 250 millj- ónir og undarlegt að tala um út- gjaldasparnað í því samhengi því með þessu væri í raun verið að taka til baka hluta af skattalækkununum. „Þeir sem njóta vaxtabóta við núver- andi aðstæður eru fyrst og fremst ungt og mjög skuldsett fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Rík- isstjórnin virðist líta svo á að þessi hópur þurfi minni skattalækkanir en aðrir hópar,“ sagði hann. Spurður um áhrif fjárlagafrum- varpsins á kjarasamninga sagði Ólafur Darri að frá því að skrifað var undir kjarasamninga í mars 2004 hefði verðbólgan að jafnaði verið um 3,5%. Í samningunum var hins vegar gengið út frá þeirri forsendu að hún yrði sem næst 2,5% og því stefnir nú allt í að þessi forsenda samninganna sé að bresta. Fjárlagafrumvarpið hefur þó ekki bein áhrif á það hvort forsenduákvæðin bresti. Ólafur Darri sagði þó ljóst að fjárlaga- frumvarpið auðveldaði samningsað- ilum ekki þá vinnu sem framundan væri varðandi það hvernig brugðist yrði við forsendubrestinum. Miðstjórn ASÍ hittist í dag og mun m.a. ræða um fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar. HANNES G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir jákvætt að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006 sé heldur dregið úr útgjöldum ríkisins sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Á hinn bóginn virtist ljóst að miðað við hvernig stjórntækjum hins opinbera sé beitt muni þau ekki megna að halda aftur af heild- areftirspurn og verðbólguþrýst- ingi. „Þannig að það blasir við að verðbólga verður óviðunandi há næstu árin,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Hannes sagði að það væri alvar- legt hversu mikill munur væri á efnahagsspám Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins. Í þeim birt- ist mjög mismunandi sýn á það hvort hér væri ofþensla eða ekki. Seðlabankinn teldi að hér væri meiri spenna en nokkru sinni fyrr en að mati fjármálaráðuneytisins væri efnahagslífið því sem næst í jafnvægi. „Þessar tvær helstu efnahagsstofnanir þjóðarinnar líta gjörólíkum augum á ástand efna- hagsmála og þar af leiðandi á þörf- ina fyrir aðhald af hálfu opinberra aðila. Seðlabankinn telur að það þurfi miklu meira aðhald en í upp- sveiflunni árið 2000 en ráðuneytið telur að þörfin sé minni,“ sagði hann. Ef ráðuneytið hefði rétt fyrir sér væri ljóst að Seðlabankinn væri á villigötum með sína vaxta- stefnu sem hefði leitt til hágengis sem plagaði fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Hannes sagði sérkennilegt að fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir að verðbólga yrði 4% eða hærri á sama tíma og í gildi væri samn- ingur milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans um að bankinn héldi verðbólgunni í kringum 2,5%. Rík- isstjórnin virtist hins vegar ekki ætla að aðstoða bankann við að ná fram markmiðum sínum. Hannes G. Sigurðsson hjá Samtökum atvinnulífsins Opinber stjórntæki halda ekki aftur af verðbólgu FORSTÖÐUMENN greining- ardeilda viðskiptabankanna eru á einu máli um að aðhaldið í ríkisfjár- málum, eins og það birtist í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2006, sé ekki nógu mikið. Tekjuafgangur rík- issjóðs hefði þurft að vera mun meiri eða á bilinu 2,8–5% af þjóð- arframleiðslu eða allt að 50 millj- arðar í stað þeirra 14,2 milljarða sem stefnt er að í frumvarpinu. Þá væri á margan hátt heppilegra að lækka skatta í niðursveiflu og því mætti bíða með skattalækkanir ef ríkið treysti sér ekki til að spara jafnmikið á móti. Greiningardeildirnar sendu allar frá sér stutta samantekt um fjár- lagafrumvarpið í gær og er tengla á þær að finna á Fréttavef Morg- unblaðsins. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, sagði að samkvæmt frumvarpinu yrði aðhald ríkisfjármála áfram lítið og hag- stjórnin því að mestu leyti áfram á herðum Seðlabankans. Af þessum sökum mætti búast við hækkandi vöxtum og miðað við yfirlýsingar Seðlabankans færu þeir væntanlega yfir 11,4%. Hann sagði að þjóð- hagsspá efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisins væri um margt afar hæpin. „Það er alltof mikil póli- tík í henni sem gerir hana ótrúverð- uga,“ sagði hann. Þá væri umhugs- unarefni að fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir að Seðlabankinn næði ekki verðbólgumarkmiðum sínum fyrr en árið 2009 en það benti til þess að ráðuneytið hefði ekki mikla trú á bankanum. Óviðeigandi munur Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbankans, sagði það óviðeig- andi hversu mikill munur væri á mati Seðlabankans og fjármálaráðu- neytisins á framleiðsluspennu, sem væri einn helsti mælikvarðinn á þensluna í hagkerfinu. „Og það er þetta mat sem liggur til grundvallar þegar menn ákveða hversu miklu aðhaldi verður að beita. Miðað við hversu mikið er undir í þessum hagstjórnarmálum þá er þessi mun- ur mjög óæskilegur. Það væri eðli- legra að menn kæmu sér saman um eitthvert mat eða aðferð til að nota,“ sagði hún. Edda Rós sagði að til þess að skattalækkanir ykju ekki á þenslu yrði að draga úr ríkisút- gjöldum á móti. Það lægi hins vegar fyrir að það yrði ekki gert. Hún sagði að þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins staðfesti væntingar um að verðbólga yrði áfram há. Einungis væntingarnar sem slíkar gætu síðan stuðlað að hærri verðbólgu, m.a. vegna þess að mið væri tekið af þeim þegar launakröfur og verðlag í verslunum væri ákveðið. Í hálffimmfréttum KB banka er m.a. vikið að misvísandi skilaboðum frá ríkissjóði. Annars vegar væri til- kynnt um að vegaframkvæmdum fyrir tvo milljarða yrði frestað á árinu 2006 og tilkynnt um þriggja milljarða niðurskurð að öðru leyti. Hins vegar væri tilkynnt um að andvirðinu af sölu Símans yrði varið til að verulegra verklegra fram- kvæmda og fyrir stuttu hefði verið tilkynnt um þátttöku í bygginu tón- listarhúss. Ásgeir Jónsson, hjá greiningardeild bankans, sagði að sparnaðaraðgerðir ríkisins mættu sín lítils til samanburðar við stór- aukin umsvif Íbúðalánasjóðs en í hálffimmfréttum kemur fram að út- lán hans námu 130 milljörðum á fyrstu átta mánuðum ársins. Forstöðumenn greining- ardeilda segja aðhald í ríkisfjármálum of lítið Tekjuafgang- urinn þyrfti að vera 28–50 milljarðar  Meira á mbl.is/ítarefni Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðu- sambands Íslands Tekjuafgangur helmingi minni en á síðasta óstjórnarskeiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.