Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF T ilfinningalegt át felur það í sér að fólk borðar til að bæla niður eða forðast að takast á við neikvæð- ar til finningar á borð við streitu, depurð, leiða, þunglyndi, reiði, sorg, særindi, hjálparleysi, óvissu og einmanaleika. Í lang- flestum tilfellum sækir fólk, sem er að burðast með neikvæðar tilfinn- ingar borðar af löngun einni saman en ekki þörf, í hitaeiningaríkan mat eða sætindi. Strax í kjölfar slíks áts sendir heilinn frá sér vellíðunar- skilaboð, sem duga skammt og van- líðan á borð við samviskubit og skömmustutilfinningu ásamt öðrum óþægilegum afleiðing um geta fylgt í kjölfarið, segir dr. Gyða Eyjólfs- dóttir sálfræðingur sem nýlega hef- ur opnað stofu í Reykjavík eftir að hafa lokið doktorsnámi í ráðgjaf- arsálfræði við háskólann í Austin í Texas. Neikvæðir fylgikvillar Gyða heldur nú fyrirlestra á veg- um Streituskólans um tilfinn- ingalegt át til að hjálpa fólki að fást við tilfinningar sínar á jákvæðan hátt í stað þess að falla í ísskáps- gildruna. Auk þess hefur hún hug á að leiða stuðningshópa fyrir þá sem vilja taka á vandamálinu. Hugtakið tilfinningalegt át eða „emotional eat- ing" upp á ensku er mikið í tísku vestur í Bandaríkjunum auk þess sem það er farið að skjóta upp koll- inum í sjónvarpsþáttum og bíó- myndum. „Þetta er eitthvað, sem all- ir kannast við. Á meðan við erum að borða af löngun á sér stað óafvitandi ákveðinn flótti undan tilfinningum eða aðstæðum sem við veigrum okk- ur við að takast á við.“ Gyða tekur það skýrt fram að til finningalegt át sé langt frá því að falla undir geðsjúkdóma. Hinsvegar megi líta á það sem vandamál sé fólk farið að finna fyrir skömmustu- tilfinningu og er farið að fela átið fyrir öðrum. Einnig má skilgreina tilfinningatengda átið sem vandamál ef fólki sjálfu finnst þetta vera orðið að vanda hjá sér. Slíkt át kallar yf- irleitt aðeins á tímabundna vellíðan. Síðan geti neikvæðir fylgikvillar á borð við þyngdaraukningu, heilsu- tengd vandamál, vanlíðan, sam- viskubit yfir að spilla líkamlegu hungri, skömmustutilfinningu, pirr- ing yfir að hafa mistekist og hjálp- arleysi fylgt í kjölfarið. „Ef við lítum á líkamann sem heilsubanka erum við með þessu hátterni að setja þangað inn ranga inneign, sem ávaxtar sig ekki á gjöf- ulan hátt. Ef við notum jákvæðari bjargráð en tilfinningatengda átið er getum við litið á þau sem betri inn- eign í heilsubankanum. Með því að vera meðvitaðri um til- finningar okkar getum við strax far- ið að sporna við tilfinningatengda át- inu. Til dæmis er reiði yfirleitt sterk tilfinning, sem ver okkur gegn sárari tilfinningum á borð við vanmátt og vanvirðingu. Við finnum fyrir henni þegar okkur finnst okkur vera stjórnað af öðrum, lítilsvirt, van- treyst eða farið illa með okkur,“ seg- ir Gyða. „Reiðin er vopn, sem getur gefið okkur kraft og við getum gripið í til að ná að breyta aðstæðum okkur í hag. Við þurfum hins vegar að passa að nýta reiðina rétt. Í stað þess að borða hana í burtu þarf að nýta hana til einhvers gagns. Ef við erum með- vituð um það að okkur hættir til til- finningatengds áts þegar við erum reið getum við strax farið að nýta okkur jákvæðari bjargráð um leið og við finnum fyrir reiði, í stað þess að falla í ísskápsgryfjuna. Í ofanálag er mjög algengt að karlmenn og konur borði sig frá aðstæðum eins og dep- urð, einmanaleika, særindum og streitu í stað þess að takast á við að- stæðurnar sem aftur getur kallað á hringiðu niður á við.“ Streita eða hungur Ekki liggja enn fyrir margar rannsóknir á þessu sviði, en þó hafa stöku rannsóknir í Bandaríkjunum komið inn á tilfinningalegt át. Þess- ar rannsóknir byrjuðu í tengslum við athuganir á orsökum offitu. Vís- indamennirnir héldu að fólk yfir kjörþyngd væri uppteknara af streitutengdu áti en niðurstöðurnar voru misvísandi. Þeir komu fram með þá tilgátu að fólk yfir kjörþyngd fyndi ekki muninn á kvíða og streitu annars vegar og hungri hins vegar. Með öðrum orðum skildi fólk yfir kjörþyngd ekki þau skilaboð sem líkaminn væri að senda frá sér. Aft- ur voru niðurstöðurnar misvísandi, sumar studdu tilgátuna meðan aðrar gerðu það ekki. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að konum er hættara við tilfinningatengdu áti en körlum og þær sækja meira í orku- ríkan mat og sætindi þegar þær borða tilfinningarnar. Auk þess er fólk í megrun eða aðhaldi meira í streitutengdu áti en aðrir, að sögn Gyðu. Gefur út hegðunarseðla Þegar spjallið hjá okkur Gyðu beinist loks að bjargráðum, segist hún vera gjöful á svokallaða „hegð- unarseðla“, en sálfræðingar hafa ekki leyfi til að gefa út lyfseðla. Á seðlana skrifi fólk hjá sér hvað er til ráða, lendi það í viðkvæmum að- stæðum og geti svo gripið í seðlana sína og minnt sig á hvernig skuli bregðast við. „Í fyrsta lagi þarf fólk að gera sér fulla grein fyrir því hvort um líkamlegt eða tilfinningalegt hungur er að ræða. Ef við erum að borða vegna líkamlegra þarfa, þá kemur svengdartilfinningin á reglu- legum tímum, að minnsta kosti fjór- um tímum á eftir síðustu máltíð og allur hollur matur hljómar vel. Ef við erum á hinn bóginn að borða vegna langana, kemur svengd- artilfinningin á óreglulegum tímum og fljótlega aftur eftir að búið er að borða. Einungis ákveðinn matur eða sætindi hljóma vel og svengdin get- ur verið vegna tilfinninga eða þreytu. Sé svo er ráðlegt að menn spái í hvaða tilfinningum þeir finni fyrir og hvort þeir séu að reyna að forðast einhverjar aðstæður eða til- finningar. Ef svo er þá nýta menn sér eitthvað af þeim bjargráðum sem þeir hafa komið sér upp sjálfir eða lært hjá mér. Í raun er tilfinn- ingatengt át bjargráð en virkar ekki nógu vel fyrir marga þegar til langs tíma er litið. Ef menn vilja hætta að nota það þurfa önnur ráð að koma í staðinn og þau geta verið af ýmsum toga,“ segir dr. Gyða Eyjólfsdóttir að lokum.  SÁLFRÆÐI | Margir nota hitaeiningaríkan mat eða sætindi til að bæla niður tilfinningatengd vandamál Morgunblaðið/Ásdís Dr. Gyða Eyjólfsdóttir hjálpar fólki að fást við tilfinningar sínar á jákvæð- an hátt í stað þess að falla í ísskápsgildruna. Sérstök ásókn verður í sætindi og orkuríkan mat þegar fólk borðar tilfinningar sínar. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði dr. Gyðu Eyjólfs- dóttur sálfræðing út í bjargráð gegn tilfinn- ingalegu áti. ÞENNAN gátlista má nota til þess að komast að því hvort fólki hættir til þess að nota mat til þess að fást við neikvæðar tilfinningar, sem upp kunna að koma í daglegu lífi. Eftir því sem fleiri svör eru jákvæð, þeim mun líklegra er að fólk eigi við vandamálið að etja.  Stundum set ég eitthvað upp í mig án þess að gera mér grein fyrir því.  Ég borða oft eftir rifrildi/ ósætti eða þegar mér leiðist.  Ég er oft stressuð/stress- aður, reið/reiður og finn fyrir samviskubiti eftir að hafa borð- að.  Ég er ekki með neinar sér- stakar aðferðir til að taka á nei- kvæðum tilfinningum.  Mér hættir til að fitna þegar það er minna um að dagurinn hjá mér sé í föstum skorðum, til dæmis þegar ég er í fríi.  Ef ég borða eitthvað fitandi snemma dags, þá er mataræðið í molum það sem eftir er dags.  Auglýsingar um mat fá mig til að langa í mat.  Ég hef litla stjórn á áti mínu. Er ég að borða tilfinningarnar? „ÞAÐ virðist vera ríkjandi viðhorf að erf- itt sé að rækta rósir á Íslandi en það er alls ekki rétt,“ segir Sam- son Bjarnar Harð- arson, formaður Rósa- klúbbsins, en hann hefur verið haldinn brennandi áhuga á rósarækt undanfarin ár. „Ef rósin er lit- skrúðug og falleg hefur verið dregin sú ályktun að erfitt sé að rækta hana en það fer ekki endilega saman að rós- in sé viðkvæm ef hún er falleg.“ Lítt þekkt yrki Markmið Rósaklúbbsins er að efla rósarækt og fjölbreytni með því að flytja inn rósayrki og verður Rósalisti Rósaklúbbsins kynntur félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á rósarækt í kvöld. „Við erum búin að útbúa lista yfir valdar rósa- tegundir, sem við bjóðum félögum að panta,“ segir Samson. „Þetta eru oftar en ekki yrki sem hafa lítið eða ekkert verið reynd hér á landi til þessa en af og til bjóðum við upp á rósir sem erfitt er að ná til.“ Mest er um ýmis ræktuð yrki frá Evrópu, flest gömul og nokkur frá Kanada en tegundirnar koma víða að. „Það hefur komið skemmtilega á óvart hvað vel hefur gengið að rækta rósirnar sem við flytjum inn,“ segir hann. „Þetta eru mest svokallaðar klassískar rósir eða gamaldags rósir. Þær eru mun harðgerari en garð- arósirnar sem mest hafa verið í ræktun til þessa.“ Samson viðurkennir að rósir séu misjafnar. „Sumar þurfa besta staðinn í garðinum á meðan aðrar eru það harðgerar að þær geta verið á hvaða sólríka stað sem er í garð- inum eða í sumarbústaðalandinu,“ segir hann. „Aðrar eru algerar dek- urrósir sem hafa verður fyrir.“ Rósir í sumarbústaðalönd Síðastliðið sumar stóð Rósaklúbb- urinn að stofnun fyrsta rósargarðs- ins í Húshöfða við Hvaleyrarvatn í samvinnu við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Þar gróðursettu fé- lagsmenn um 100 plöntur af 34 yrkj- um, sem allar döfnuðu vel í sumar. „Þarna var plantaður einhvers kon- ar villigarður, þar sem við erum ein- mitt að reyna rósir, sem henta vel í sumarbústaðarlönd og önnur villt svæði,“ segir hann en vonir standa til að rósagarði verði einnig komið upp í Reykjavík og á Akureyri. Bjarmarós í uppáhaldi „Við erum alltaf að leita eftir nýj- um rósum til ræktunar og þær sem hafa komið á óvart og ég hef alla vega haft gaman af eru svokallaðar bjarmarósir,“ segir hann. „Þær hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér að undanförnu aðallega vegna þess að þar uppgötvaði ég nýja harðgera rós. Þær geta sumar orðið tveggja til fjögurra metra háar, þar sem þær eru ræktaðar erlendis. Svo erum við að reyna fjölmargar tegundir af mjög harðgerum þyrnirósum í mörgum litum, sem henta vel í sum- arbústaðasvæði.“ Um eitt hundrað félagsmenn eru í Rósaklúbbnum. Árlega eru haldnir fjórir fræðslufundir um ræktun og meðferð rósa og einu sinni á ári er farin skoðunarferð, oftast í einka- garða til að skoða rósir.  RÆKTUN | Dekurrósir og harðgerar rósir í garðinn og einnig til að hafa við sumarbústaðinn Litskrúðugar og fallegar án þess að vera erfiðar Rósapöntunarfundur Rósaklúbbs- ins, er haldinn í kvöld, 5. október, kl. 20 í gamla rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdalnum.Morgunblaðið/Jóhann Pálsson Bjarmarós, eða Hurdalsros, að hausti. Samson Bjarni Harðarson join@mbl.is Matur verður óafvitandi að flóttaleið Eflaust muna margir eftir því hvernig Bridget Jones úr kvik- myndinni Bridget Jones Diary átti til að hugga sig með mat.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.