Morgunblaðið - 05.10.2005, Side 24

Morgunblaðið - 05.10.2005, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á fundi Alþingis í gærkvöldi. Ræðan fer í heild hér á eftir. „Frú forseti, góðir Íslendingar. I. Ef brýnir þú plóg og strengir stög og stendur í vinnuher þá verði þar jafnan lífs þíns lög, sem land þitt og tunga er. Þá finnur þú Íslands æðaslög hið innra með sjálfum þér. Þ annig kvað alþýðuskáldið Guð- mundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli og lýsti þar íslenskri þjóðarsál betur en flestir hafa gert; þjóðarsál sem frá örófi alda hefur staðið saman – oft í snörp- um stormum sinnar tíðar; þjóðar- sál sem neitar að láta fámennið stöðva sig en leggur þess í stað áherslu á stöðu okkar meðal þjóða og einblínir á styrkleika okkar fremur en veikleika. Við Íslendingar erum gæfusöm þjóð. Sam- kvæmt nýrri lífskjarakönnun Sameinuðu þjóð- anna er Ísland næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir réttum áratug var staðan önnur og Ísland mun neðar á þessum sama lista. Þetta er ekki aðeins skoðun ríkisstjórnarinnar heldur virtra alþjóðaefnahagsstofnana og fyrirtækja. Hagvöxtur hefur verið meiri en í nálægum lönd- um. Atvinnuleysi er hvergi minna. Kaupmáttur heimilanna hefur einnig aukist meira hér en í nokkru nálægu landi. Það endurspegla þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir, auk launahækkana. Þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hófu ríkisstjórnarsamstarf sitt að lokn- um alþingiskosningum árið 1995 var staðan allt önnur. Fyrirtæki börðust í bökkum og gjaldþrot voru nær daglegt brauð. Atvinnuleysi var viðvar- andi og kaupmáttur heimilanna rýrnaði ár frá ári. Ríkissjóður var rekinn með halla og inn- lendar og erlendar skuldir hans fóru vaxandi. Með gjörbreyttri efnahagsstefnu og markviss- um aðgerðum hefur tekist að snúa blaðinu við. Ríkissjóður hefur árum saman verið rekinn með umtalsverðum afgangi og skuldir ríkisins nánast greiddar upp þegar tillit er tekið til þeirrar eign- ar sem felst í gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ís- lensk fyrirtæki hafa margeflst að burðum og eru nú mörg hver umsvifamikil á erlendum vett- vangi. Með hliðsjón af þessari hagstæðu, og ég vil leyfa mér að segja einstæðu, þróun er oft furðu- legt að fylgjast með umræðum um efnahagsmál hér á landi. Stundum mætti halda að hér væri allt í kaldakoli og að varla stæði steinn yfir steini. Það þarf ekki nema að líta rétt út fyrir landstein- ana til að sjá hvað við stöndum vel að vígi. Flest lönd Evrópu hafa um langt árabil háð oft og tíð- um vonlausa baráttu við gífurlegt atvinnuleysi sem hefur jafnvel farið yfir 10%, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar slíks langtímaatvinnuleysis, bæði efnahagslegar og ekki síður félagslegar. Kaup- mátturinn hefur ýmist staðið í stað eða minnkað. Hvað myndu menn segja ef við værum í þessum sporum! Af hálfu ríkisstjórnarinnar er lögð megin- áhersla á að viðhalda stöðugleika efnahagslífsins með áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum árið 2006, þriðja árið í röð. Það hefur skilað sparnaði í almennum rekstri. Jafnframt hefur verið dregið úr framkvæmdum og mun sú stefna ríkja á næsta ári þegar stóriðjuframkvæmdir verða enn miklar. Fyrir dyrum stendur tugmilljarða uppgreiðsla erlendra skulda ríkissjóðs vegna sölu Símans. Afgangurinn verður að mestu ávaxtaður í Seðla- banka Íslands þar til honum verður ráðstafað frá og með árinu 2007. Þetta skilar ríkissjóði umtals- verðum vaxtatekjum og kemur í veg fyrir þensluáhrif á sama tíma og stóriðjuframkvæmd- irnar eru í hámarki. Í þessu ljósi sætir nokkurri furðu gagnrýni um að aðhald ríkisfjármála hafi ekki verið nægilega mikið. Það liggur fyrir að frá árinu 2003 hefur aðhaldsstig ríkisfjármála aukist meira hér en í nokkru öðru OECD-ríki. Jafnframt liggur fyrir að stjórnvöld hafa tekið réttan pól í hæðina með því að fylgja skýrri langtímastefnu í ríkisfjár- málum og efnahagsmálum almennt. Þótt verðbólga hafi aukist meira að undan- förnu en spár gerðu ráð fyrir má alfarið rekja það til hækkunar fasteigna- og olíuverðs. Ég tel þó að menn eigi að fara varlega í að fjármagna neysluútgjöld sín með lántökum eins og borið hefur á upp á síðkastið. Það er alltaf hollt að kunna sér hóf. II. Menntun og þekking skiptir sköpum í framtíð- inni í hinni hörðu samkeppni þjóða á alþjóðavett- vangi. Í nýrri skýrslu frá OECD kemur fram að árið 2002 voru Íslendingar sú þjóð sem varði stærstum hluta þjóðarframleiðslu sinnar, eða 7,4%, til menntamála. Við eigum að líta á útgjöld til menntamála sem fjárfestingu í framtíðinni og rétt eins og aðrir fjárfestar viljum við tryggja að fjárfestingin skili sem mestum árangri. Á þessu þingi hyggst ríkisstjórnin leggja fram frumvörp er taka til grunnskóla-, framhalds- skóla- og háskólastigsins. Áratugur er liðinn frá því að rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga. Í ljósi reynslu síðustu tíu ára hafa sveitarfélögin og samtök þeirra gert margvísleg- ar athugasemdir við það sem betur má fara og er markmiðið að sníða slíka annmarka af. Íslenskir háskólanemar hafa aldrei verið fleiri, framlög til háskólamála hafa aldrei verið hærri og námsframboðið aldrei fjölbreyttara. Áformuð eru ný rammalög um háskóla. Markmið þeirra er að tryggja að gæði háskólamenntunar hér séu á heimsmælikvarða og prófgráður njóti fullrar við- urkenningar. Jafnframt er ætlunin að jafna stöðu ríkisrekinna háskóla og þeirra sem reknir eru af öðrum. Í heilbrigðismálum stendur þjóðin á tímamót- um. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að leggja fjórðung þess sem fékkst fyrir Símann í nýtt há- tæknisjúkrahús. Þannig er enn á ný skilað til þjóðarinnar verðmætum sem þjóðin skóp. Í tengslum við byggingu nýs spítala er brýnt að endurskilgreina alla sjúkrahúsþjónustu. Það verkefni er ekki síður mikilvægt en ákvörðun um húsbyggingar og staðsetningu. Undanfarið hef- ur markvisst verið unnið að sameiningu heil- brigðisstofnana undir eina stjórn víðs vegar á landinu. Enn fremur sér fyrir endann á upp- byggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Hugað hefur verið að réttindum foreldra lang- veikra barna og er ætlunin að tryggja foreldrum fjárhagsaðstoð þurfi þeir að leggja niður launuð störf eða gera hlé á námi þegar börn þeirra greinast langveik eða alvarlega fötluð. Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að einum milljarði króna af söluandvirði Símans verði var- ið til þess að leysa úr húsnæðisþörf og bæta þjónustu við geðfatlaða. Markmiðið er að eyða biðlistum og tryggja að geðfatlaðir búi við við- unandi aðstæður. Ég lýsti því yfir um síðustu áramót að kanna bæri stöðu íslensku fjölskyldunnar. Að því verki er nú unnið í fjölskyldunefndinni sem ég skipaði. Margvíslegar hugmyndir eru nú þar til skoðunar sem margar taka til samvinnu ríkis og sveitarfé- laga í þjónustu við fólkið í landinu. Meðal þess er hvernig koma megi til móts við foreldra barna á aldrinum níu til átján mánaða, eða frá því að fæð- ingarorlofi lýkur og börn komast almennt inn í leikskólann sem skilgreindur hefur verið sem fyrsta skólastigið. Margir foreldrar verða að brúa þetta bil í dag með ýmsum ráðum. Hefur fjölskyldunefndin rætt ýmsar tillögur í því sam- bandi enda er hér um brýnt réttindamál að ræða. Vænti ég mikils af störfum nefndarinnar. Á Íslandi á ekki að viðgangast mismunun, hvorki á grundvelli litarháttar, trúarskoðana né kynhneigðar. Þess vegna verður á næstunni lagt fram frumvarp um aukin réttindi samkyn- hneigðra. Ég er þess fullviss að þingheimur sam- einist um að greiða fyrir því máli og hrinda þess- ari mikilvægu réttarbót í framkvæmd sem fyrst. III. Stefnt er að því að treysta búsetuskilyrði á l i a m f f f l b a r t b s þ s v f o s m f Halldór Ásgrímsson forsætisráðher Einblínum okkar frem H UMRÆÐUR UM STEFNURÆÐU Forystumenn ríkisstjórnarinnarlögðu skiljanlega áherzlu á ár-angur hennar í efnahagsmál- um í umræðunum um stefnuræðu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráð- herra á Alþingi í gærkvöldi. For- sætisráðherra benti í ræðu sinni á sterka samkeppnisstöðu landsins, öfl- ugt atvinnulíf og sterka stöðu ríkis- sjóðs. Geir H. Haarde utanríkisráð- herra benti á kraftinn og frumkvæðið í þjóðlífinu og gífurlega kaupmáttar- aukningu almennings undanfarinn áratug. Hann benti á að íslenzkar fjöl- skyldur hafa nú úr 50% meira fé að spila að raungildi en fyrir tíu árum. Þetta eru staðreyndir, sem ekki er hægt að horfa framhjá. Og þess vegna er það auðvitað ekki trúverðugt þegar forystumenn stjórnarandstöðunnar, þau Steingrímur J. Sigfússon og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, lýsa stöðu efnahagsmála eins og hér sé allt í kaldakoli og lífskjörin versnandi. Engu að síður er meiri þungi í gagnrýni stjórnarandstöðunnar á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar en oft undanfarin ár, enda eru óneitan- lega blikur á lofti í efnahagsmálunum. Það skiptir miklu máli fyrir stjórnar- flokkana að geta sýnt fram á það á næstu vikum og mánuðum að hægt verði að tryggja mjúka lendingu eftir það þensluskeið, sem nú stendur. Sá kafli stefnuræðu forsætisráð- herra, sem fjallaði um stjórnskipan og stjórnsýslu, var athyglisverður. Líkt og í stefnuræðu sinni í fyrra fjallaði Halldór Ásgrímsson um nauð- syn þess að tryggja rétt almennings til að taka þátt í ákvarðanatöku um stór mál, ekki eingöngu í þingkosn- ingum heldur einnig í þjóðaratkvæða- greiðslum þess á milli. Þessi áherzla forsætisráðherra er jákvæð og stuðl- ar vonandi að því að í stjórnarskrár- nefnd fái þetta mál rækilega umfjöll- un. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni: „Í þessu sambandi verðum við að skoða vel reynslu annarra þjóða. Of tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur geta haft þveröfug áhrif og dregið úr al- mennum áhuga á stjórnmálum.“ Er ekki til einföld lausn á þessum vanda, sem er einfaldlega sú að almenningur ráði því sjálfur hvenær haldnar eru þjóðaratkvæðagreiðslur? Liggur ekki beinast við að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn fjöldi eða hlutfall kjósenda geti knúið fram almenna atkvæðagreiðslu um mál, en slíkt sé ekki einvörðungu á valdi stjórnvalda, hvað þá eins manns á Bessastöðum? Forsætisráðherra greindi enn- fremur frá því að ríkisstjórnin hygð- ist beita sér fyrir átaki undir yfir- skriftinni Einfaldara Ísland, sem gengi út á að einfalda lög og reglur, minnka skriffinnsku og auka skil- virkni. Meðal annars þyrftu Alþingi og ráðuneytin að huga að því að bæta löggjafarstarf og gera löggjöf eins skýra og einfalda og kostur væri. Í þessu samhengi er auðvitað lykilat- riði að bæta starfshætti beggja, þann- ig að ráðuneytin sendi þinginu stjórn- arfrumvörp fyrr til meðferðar og þingið hafi betri tíma til að fara ræki- lega yfir frumvörpin og gera á þeim umbætur. Eins og Halldór Ásgríms- son sagði, snýst þetta mál um hag al- mennings og fyrirtækja í landinu, sem þurfa að starfa eftir lögunum. Í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, formanns Samfylkingarinnar, í umræðunum í gærkvöldi var skrýt- inn kafli sem fjallaði um það hvað það væri vont þegar alið væri á óvild og tortryggni í samfélaginu. Í því sam- bandi nefndi þingmaðurinn Íraks- stríðið, eftirlaunamálið, skipan hæstaréttardómara, fréttastjóramál- ið, málskotsrétt forseta, fjölmiðla- málið, olíusamráðið og Baugsmálin. Hafa Ingibjörg Sólrún og flokkur hennar látið sitt eftir liggja að ala á óvild og tortryggni í flestum þessum málum? AÐHALD Í GÓÐÆRI Fyrsta fjárlagafrumvarp Árna M.Mathiesen, nýs fjármálaráð- herra, ber því glöggt vitni að góðæri ríkir í þjóðlífinu. Þrátt fyrir áform um umtalsverðar skattalækkanir og aukin útgjöld til ýmissa málaflokka, einkum menntamála og dóms- og öryggismála, verður tekjuafgangur ríkissjóðs sam- kvæmt frumvarpinu 14,2 milljarðar króna. Skuldir ríkissjóðs verða áfram greiddar niður. Að þessu leyti er óhætt að segja að frumvarpið einkenn- ist af aðhaldssamri stefnu. Hins vegar munu ríkisútgjöld halda áfram að aukast, samkvæmt frum- varpinu. Og þótt fjórir milljarðar hafi verið skornir niður í fjárlagavinnunni er útgjaldaukningin mun meiri en sem því nemur. Að því leyti er réttmætt að segja að í frumvarpinu skorti það að- hald, sem margir hafa talið nauðsyn- legt til að vega á móti þenslu í hagkerf- inu og aðstoða Seðlabankann við að halda verðbólgunni í skefjum. Ein algengasta gagnrýnin á fjár- lagafrumvarpið er að skattar séu lækkaðir í þensluástandi, sem auki enn á þensluna. Forsendan fyrir þess- ari skoðun er að skattpeningarnir séu betur komnir í höndum ríkisins en ein- staklinganna og að ríkið sé líklegra til að fara vel með peningana; nota þá til að greiða niður skuldir eða leggja þá inn í banka en einstaklingarnir. En sýnir reynslan að þetta sé raunin? Eru stjórnmálamenn vanir að standast þær freistingar, sem því fylgja að hafa fullar hendur fjár? Má ekki segja sem svo að þenslutímar séu einmitt rétti tíminn til að lækka skatta, því að ann- ars fylltist ríkiskassinn af peningum, sem stjórnmálamenn myndu setja í ný útgjöld, sem erfitt yrði að vinda ofan af í verra áferði – og þá yrðu skatta- lækkanir ómögulegar? Stjórnarandstaðan verður að koma fram af ábyrgð í þessu máli. Það dugir ekki að gagnrýna ríkisstjórnina fyrir aðhaldsleysi en koma ekki með neinar tillögur að því í hvaða sársaukafulla niðurskurð útgjalda eigi að ráðast. Hvar á að byrja? T.d. í menntamál- unum? Auðvitað á Alþingi síðasta orðið í þessu máli eins og öðrum. Ef þar koma fram tillögur um víðtækan niðurskurð ríkisútgjalda, sem samstaða getur tekizt um, er sjálfsagt að þingið geri breytingar í þá veru á fjárlagafrum- varpinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.