Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 25 landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni lands- ins með tillögu til þingsályktunar um stefnumót- andi byggðaáætlun fyrir árin 2006–2009. Þrjú meginmarkmið hafa verið skilgreind. Þau eru í fyrsta lagi að landshlutakjarnar verði efldir jafn- framt því að treysta þær byggðir sem búa við fólksfækkun, í öðru lagi að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum í atvinnuháttum og í þriðja lagi að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafn- ræði verði styrkt á landsbyggðinni. Hagsæld hverrar þjóðar liggur í því hvernig tekst að nýta og virkja þá hæfileika sem í henni búa. Samgöngur og upplýsingatækni skipa þar stóran þátt. Verið er að hrinda í framkvæmd þeirri fjarskiptaáætlun sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Þar var mörkuð stefna stjórn- valda í háhraða- og farsímavæðingu landsins auk fjölmargra annarra þátta sem skipta okkur máli og horfa til framtíðar. Með því að stofna fjar- skiptasjóð og láta renna til hans hálfan þriðja milljarð króna af söluandvirði Símans er stað- festur sá vilji ríkisstjórnarinnar að skapa hér hin bestu skilyrði til að nýta þá auðlind, sem í upp- lýsingatækninni felst, í þágu einstaklinga og at- vinnulífsins. Á árunum 2007–2010 verður 15 milljörðum króna varið til framkvæmda í vegamálum, m.a. til byggingar Sundabrautar, og til framkvæmda við helstu þjóðvegi. Með þessu er framkvæmdafé til vegagerðar meira en tvöfaldað á tímabilinu og ljóst að mikil breyting verður til batnaðar á sam- göngum landshorna á milli og möguleikar Ís- lands sem ferðamannalands stóraukast. Lengi hefur staðið til að endurnýja tækjakost Landhelgisgæslunnar. Þótt hann hafi þjónað ör- yggi landsmanna vel og starfsmenn unnið fræki- leg björgunarafrek er kominn tími til að fá nýtt skip og flugvél. Það hefur nú verið ákveðið og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla landsmenn. Hinn 8. október nk. ganga íbúar 61 sveitarfé- lags að kjörborðinu og greiða atkvæði um sam- einingartillögur. Ríkisstjórnin mun ekki láta sitt eftir liggja til að liðka fyrir sameiningu. Í því skyni verður allt að 2,4 milljörðum króna veitt úr ríkissjóði, meðal annars til að gera nýsamein- uðum sveitarfélögum kleift að byggja upp nýja þjónustu, svo sem leikskóla og grunnskóla. Höfuðborgin er miðstöð menningar, vísinda og þjónustu. Í lok síðasta mánaðar var kynnt nið- urstaða í samkeppni um hönnun á nýju og glæsi- legu tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem reist verður við Reykjavíkurhöfn. Með byggingu þessa húss verður bylting í tónlistarmálum auk þess sem tónlistarhúsið verður eitt af fegurstu kennileit- um höfuðborgarinnar og Íslands. IV. Velferð hvers þjóðfélags er ekki hvað síst reist á getu til nýsköpunar og endurnýjunar í atvinnu- lífinu. Á grundvelli stefnumörkunar Vísinda- og tækniráðs hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir að ríflega tvöfalda úthlutunarfé opinberra sam- keppnissjóða á kjörtímabilinu. En betur má ef duga skal. Ég tel framtíð ís- lensku þjóðarinnar felast í stóreflingu mennt- unar og vísindarannsókna og að í slíku átaki fel- ist tækifæri til framfara á flestum sviðum. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að skynsamlegt væri að stofna sérstaka sameignarsjóði Nýsköpunar- sjóðs, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóðanna í landinu sem gætu fjárfest í sprotafyrirtækjum og eflt nýsköpun og vísindarannsóknir. Ríkis- stjórnin hefur nú ákveðið að verja 2½ milljarði króna af söluandvirði Símans til þess að auka eigið fé Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Stjórn Nýsköpunarsjóðs verður heimilt að verja allt að 1½ milljarði til að stofna sjóð til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með lífeyrissjóðum og fjár- málafyrirtækjum sem lýst hafa miklum áhuga á málinu. Stefnt er að því að slíkur sjóður hafi til ráðstöfunar 3–4 milljarða króna. Fyrirtækjum í sjávarútvegi verður gert kleift að auka enn frekar verðmæti þess sjávarfangs sem að landi berst í gegnum verkefnið um aukið virði sjávarfangs. Íslenskt sjávarfang verður að standast allar hugsanlegar kröfur og staðla sem nú eru í gildi og kunna að verða settir um gæði þess og innihald. Frekari rannsóknir, sem ætlað er að tryggja öryggi útflutningstekna, verða unnar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Fyrir þremur árum samþykkti ríkisstjórnin stefnu um sjálfbæra þróun undir heitinu Velferð til framtíðar. Í haust verður boðað til umhverf- isþings þar sem árangur þessarar stefnumörk- unar verður til umfjöllunar og áherslur næstu ára kynntar. Fyrir okkur Íslendinga skiptir miklu máli að við nýtum náttúruauðlindir okkar á skynsamlegan og sjálfbæran hátt hvort sem það eru hinar lifandi auðlindir sjávar, endurnýj- anlegar orkulindir eða sérstæð náttúrufyrirbæri sem laða að ferðamenn. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að efla hag jafnt bænda sem og neytenda. Má þar nefna samning um starfsskilyrði garð- yrkjubænda sem skilaði sér í lægra vöruverði. Mjólkurafurðastöðvar og sláturhús hafa samein- ast og orðið stærri og sérhæfðari. Það hefur aft- ur leitt til þess að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hefur haldist óbreytt í þrjú ár. Mikil nýsköpun hefur einnig átt sér stað í sveitum landsins. Mest áberandi er hvers konar ferða- þjónusta og skógræktarverkefni sem um 800 bændur taka þátt í. V. Einn mikilvægasti leiðtogafundur í sögu Sam- einuðu þjóðanna fór fram nýverið. Þar sam- þykktu þjóðir heims víðtækar umbætur á starf- semi og skipulagi samtakanna þótt vonir hefðu staðið til að enn lengra mætti ganga í framfara- átt, eins og í mannréttindamálum og skipan ör- yggisráðsins. Í ávarpi mínu minnti ég á framboð Íslands til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna sem ákveðið var árið 1998 og naut almenns stuðnings á Alþingi. Full samstaða er í ríkis- stjórn um að ekki verði vikið frá þeirri stefnu að sækjast eftir sæti í ráðinu árin 2009 og 2010. Leiðtogafundurinn áréttaði einnig þann vilja þjóða heims að draga verulega úr fátækt í heim- inum með því að stórauka framlög til þróun- armála. Ríkisstjórn Íslands ákvað að minni til- lögu árið 2004 að opinber þróunaraðstoð sem hlutfall af þjóðartekjum skyldi hækka úr 0,19% árið 2004 í 0,35% árið 2009. Þegar því markmiði verður náð hafa framlög Íslands til þróunarsam- vinnu fjórfaldast á réttum áratug og er sá gríð- arlegi vöxtur í fullu samræmi við aukinn áhuga Íslendinga á þróunarmálum og vilja til að láta gott af sér leiða. VI. Eitt veigamesta verkefni Alþingis og þjóðar- innar allrar er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefnd, sem ég skipaði í upphafi árs til að stýra endurskoðunarstarfinu, hefur þegar getið sér gott orð fyrir vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð. Rík samstaða þarf að vera um stjórnarskrár- breytingar, meiri samstaða en um lagabreyting- ar yfirleitt. Það er rík krafa meðal almennings að handhafar ríkisvalds sinni starfi sínu af ábyrgð með almannaheill að leiðarljósi og vandað sé til verka í stjórnsýslu, við lagasetningu og hjá dóm- stólunum. Enn fremur eru uppi óskir um að full- trúalýðræðið verði endurnýjað þannig að al- menningur fái færi á að taka virkan þátt í ákvörðunartöku um sameiginleg málefni, ekki einungis í þingkosningum á fjögurra ára fresti heldur einnig þess á milli, t.d. í þjóðaratkvæða- greiðslum. Í þessu sambandi verðum við að skoða vel reynslu annarra þjóða. Of tíðar þjóð- aratkvæðagreiðslur geta haft þveröfug áhrif og dregið úr almennum áhuga á stjórnmálum. Von mín er sú að þegar upp verði staðið getum við sagt með stolti að með gagnsæjum og vönduðum vinnuaðferðum við endurskoðun stjórnarskrár- innar hafi verið rennt nýjum stoðum undir lýð- ræði á Íslandi. Á dögunum var frá því greint að íslensk stjórnsýsla væri sú þriðja skilvirkasta í heimi. Samt sem áður má margt betur fara og hef ég látið hefja vinnu sem miðar að því að einfalda stjórnsýsluna og gera hana markvissari og meira í takt við tímann. Það þýðir meðal annars endur- skoðun á lögum og reglum um Stjórnarráð Ís- lands. Ég tel einnig mikilsvert að þing og ráðu- neyti hugi að leiðum til að bæta löggjafarstarfið þannig að löggjöf sé eins skýr og einföld og kost- ur er. Við verðum að hugsa um almenning og fyrirtækin í landinu sem þurfa að haga störfum sínum og háttsemi í samræmi við lögin sem hið háa Alþingi samþykkir. Ríkisstjórnin hefur af þessu tilefni ákveðið að hrinda af stað sérstöku átaki um Einfaldara Ísland. Gert er ráð fyrir að hvert ráðuneyti fari yfir lög og reglur, sem undir það heyra, með það fyrir augum að einfalda regluverkið, minnka skriffinnsku og auka skil- virkni enn frekar. VII. Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefur alla tíð miðað að því að skapa hér skilyrði til efnahags- legs stöðugleika og aukins hagvaxtar en hvort tveggja er forsenda öflugs atvinnulífs og bættra lífskjara almennings. Undanfarin ár hefur mikil uppbygging stóriðju öðru fremur leitt efnahags- uppsveifluna og horfur eru á að sama verði uppi á teningnum á næsta ári. Að öðru óbreyttu er hins vegar útlit fyrir að eftir það hægi verulega á umsvifum í efnahagslífinu. Til þess að bregðast við þessum horfum hefur ríkisstjórnin m.a. lagt fram ítarlegar tillögur um það hvernig ráðstöfun söluandvirðis Símans verði best hagað. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á að treysta undirstöður at- vinnulífsins með stórauknum fjárframlögum til rannsóknar- og frumkvöðlastarfsemi. Samhliða er mikilvægt að huga að frekari nýtingu okkar miklu orkulinda þar sem jafnframt verði tekið fullt tillit til umhverfisþátta. Ég er sannfærður um að allir þessir þættir auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og renna traustari stoðum undir þjóðfélagið. Það skapar skilyrði til frekari skattalækkana, jafnt hjá fyr- irtækjum sem einstaklingum, og gefur um leið möguleika á áframhaldandi uppbyggingu vel- ferðar- og menntakerfisins. Virðulegi forseti. Þau eru sterk æðaslög þjóðarinnar. Það er hlutverk okkar stjórnmálamanna að hlusta á og túlka æðaslög þjóðarinnar, greiða götu hennar og virkja þennan kraft í þágu okkar allra. Þetta tel ég vera mitt meginverkefni og að því mun ég vinna. Góðar stundir. “ rra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi m á styrkleika mur en veikleika Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðustól en Sólveig Pétursdóttir þingforseti í baksýn. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðustól en Sólveig Pétursdóttir þingforseti í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.