Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 27 UMRÆÐAN LÍTIL og yfirlætislaus frétta- tilkynning frá forsætisnefnd Alþing- is hefur vakið athygli mína. Þar seg- ir að nefndin hafi falið Þorsteini Pálssyni, sem lætur af störfum í utanríkisþjón- ustunni þann 1. nóvember n.k., að hafa með hönd- um ritun sögu þingræðis á Ís- landi. Þetta er í sjálfu sér lofsvert framtak og allrar athygli vert og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Sér í lagi þegar ákvörðun verður tekin um launakjör sendiherrans fyrrverandi, sem mun njóta liðveislu tveggja manna rit- nefndar. Rétt er að hafa í huga að þeir höfundar sem eru svo lánsamir að fá úthlutað starfslaunum úr launasjóði rithöfunda eða launasjóði fræðirithöfunda (engin ritnefnd innifalin) fá ríflega 200.000 kr í mánaðarlaun, ýmist í 6 mánuði eða 12 mánuði. Sennilega mun Þor- steinn Pálsson ekki sætta sig við slík lúsarlaun og vona ég svo inni- lega að hann beri miklu meira úr býtum og skapi þar með ný viðmið sem rithöfundastéttin – á tímum jafnræðis – getur haft til hliðsjónar í framtíðinni. Einnig verður fróðlegt að fylgjast með því hvort fjár- framlög til þessa sérverkefnis verði hærri en nemur árlegum fjár- framlögum til launasjóðs fræðirit- höfunda (u.þ.b. 10 milljónum króna var úthlutað í ár). En allt eru þetta vangaveltur sem auðvitað eru að engu hafandi þegar þessar línur eru ritaðar, sannleikurinn kemur í ljós þegar Þorsteinn leggur fram ná- kvæma og sundurliðaða kostnaðar- áætlun fyrir forsætisnefnd Alþingis. Vafalaust mun Þorsteinn sinna þessu verkefni með ágætum enda hinn fjölhæfasti maður. Ég óska honum góðs gengis. Eitt vekur þó furðu mína: Hvers vegna var þetta verkefni, sem ugg- laust höfðar til margra framúrskar- andi fræðimanna sem teljast sér- fróðir um þingræðið á Íslandi, ekki auglýst? Er það ekki í samræmi við góða og vandaða stjórnsýslu að aug- lýsa eftir umsóknum vegna verk- efnis af þessu tagi og þess beinlínis krafist í lögum? Og er það ekki far- sælasta leiðin til að velja þann hæf- asta til að sinna þessu áhugaverða verkefni? JÓN ÞORVARÐARSON, stærðfræðikennari. Opið bréf til forsætis- nefndar Alþingis Frá Jóni Þorvarðarsyni: Jón Þorvarðarson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðsins sunnudaginn 2. októ- ber s.l. er fjallað um „hugarástand þjóð- arinnar“ í Geirfinns- málinu svonefnda, Hafskipsmálinu og nú í Baugsmálinu. Höf- undur bréfsins kemst vel að orði þegar hann lýsir þessu hugar- ástandi þjóðarinnar í Geirfinns- og Haf- skipsmálinu „að það var svo komið um skeið að fólk trúði nán- ast öllu sem sagt var“. Eftir að dómur féll í Hafskipsmálinu, hinn 5. júlí árið 1990, var einnig fjallað um þessi mál í Reykjavíkurbréfi. Þar segir orðrétt: „Á síðasta einum og hálfum áratug hafa komið upp tvö meiriháttar mál, þar sem skapast hefur nánast ótrúleg múgsefjun í þessu fámenna þjóðfélagi. Þar er átt við Geirfinnsmálið og Hafskips- málið. Í þeim tveimur málum sem hér voru sérstaklega nefnd, hófst þessi múgsefjun með umtali meðal fólks í kjölfar ákveðinna atburða. Umfjöllun fjölmiðla sem oftar en ekki byggði á órökstuddum getgát- um verkaði sem olía á eld. Umtal magnaðist. Þá komu stjórn- málamenn til sögunnar og fluttu þessi mál inn á Alþingi. Umræður á Alþingi mögnuðu enn umfjöllun í fjölmiðlum og umræður í fjölmiðlum mögnuðu enn umtal meðal fólks. Þannig varð þessi múgsefjun til og í báð- um tilfellum heltók hún samfélagið um skeið.“ Í tilvitnuðu Reykjavíkurbréfi segir ennfremur: „Nið- urstaða hins svonefnda Geirfinnsmáls og mála því tengd og nið- urstaða Hafskipsmáls- ins nú… (Skýring: Átt er við dóm Sakadóms Reykjavíkur, 5. júlí, en þar voru allir stjórn- endur Útvegsbankans sýknaðir og nær allir stjórnendur Hafskips)… hljóta að sækja mjög stíft á starfsmenn þeirra fjölmiðla, sem aðallega komu við sögu.“ Og þar segir einnig: „Hið sama má segja um stjórnmálamenn sem harðast gengu fram í Hafskipsmál- inu á sínum tíma … nú geta menn lesið umræður á Alþingi í ljósi þess sem síðar hefur gerst.“ Hvernig verður slíkt múg- sefjunarástand þjóðar til? Á það verður að leggja þunga áherslu að þessi og önnur slík „múgsefjunarmál“, sem rugla gjör- samlega hugarástand heillar þjóðar, sér í lagi fámennrar þjóðar, er af- skaplega hættulegt þjóðfélagsmein. Því má ef til vill líkja við krabba- mein. Ég hef áður vakið athygli á því að það er nánast óskiljanlegt í mínum huga að enginn t.d. þeirra þúsunda manna sem hafa stundað nám í lögfræði-, fjölmiðla- eða stjórnmálafræði, svo ekki sé minnst á lögfræðilegt viðskiptanám síðustu ár hafa séð ástæðu til að beina sjón- um sínum að því að kryfja þessi tvö mál til mergjar. Mjög mikilvægar sögulegar staðreyndir í málum þessum liggja fyrir. Hvers vegna hefur enginn séð ástæðu til að spyrja: Hvernig verður slíkt múg- sefjunarástand til hjá okkur Íslend- ingum? Í Reykjavíkurbréfinu s.l. sunnudag segir orðrétt. „Umræður í þjóðfélagi okkar um Geirfinns- og Hafskipsmál á áttunda áratugnum og Hafskipsmálið á níunda áratugn- um hafa aldrei verið gerðar upp. Ef ungt fólk í íslenskum háskólum tæki sér fyrir hendur að rannsaka þessar sögur báðar mundi margt koma í ljós. Þá mundi t.d. koma í ljós að ótrúlega stór hluti þess, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum og á Alþingi voru ósannindi. Þessa sögu þarf að skrifa. Vegna þess ekki síst að þjóðin þarf að læra af henni.“ Útvegsbankaþáttur Hafskipsmálsins Fyrir nokkru tók ég mér fyrir hendur að tína saman nokkrar veigamiklar staðreyndir um Út- vegsbankaþátt Hafskipsmálsins, ekki síst vegna þess að enginn hafði gert slíkt áður. Viðtal birtist við mig í Morgunblaðinu og blaðið birti skýrslu mína á netinu um málið. Í þessari skýrslu er að finna tilvitn- anir í staðreyndir um það hvernig fjölmiðlar og alþingismenn í raun dæmdu okkur þáverandi stjórn- endur Útvegsbankans glæpamenn, oft með vísun til sögusagna, áður en okkur var gefinn kostur á að skýra málið af okkar hálfu eða dómstólar hefðu fjallað um þau. Við og fjöl- skyldur okkar vorum í eins konar gíslingu í þjóðfélaginu í nokkur ár. Dóttir mín sem þá var 16 ára las það í fyrirsögn Helgarpóstsins þeg- ar hún fór út í búð að faðir hennar sætti ákæru, væri grunaður um refsiverða vanrækslu í starfi sem bankastjóri. Í blaðinu voru meg- inatriði ákæra á okkur birt áður en við sakborningar sáum þær. Hvað- an hafði blaðið þær heimildir? Ef slíkt hefði gerst nú, hvað hefði þá verið sagt? Án þess að ég ætli að ræða frekar um Baugsmálið er ljóst að þveröfug mynd blasir við að þessu leyti. Mér skilst að stjórn- endur Baugs hafi fengið opinberar ákærur í hendur, en gátu haldið þeim leyndum í nokkrar vikur og tóku síðan ákvörðun um það sjálfir hvenær og hvar þær yrðu birtar op- inberlega. Þá birtu þeir einnig at- hugasemdir við ákærurnar og hófu þannig málsvörn í fjölmiðlum. Mál er komið til að menn læri Fjölmiðlar og alþingismenn höfðu að mörgu leyti forgöngu um að gera Geirfinns- og Hafskipsmálið að ill- vígri múgsefjun í þjóðfélaginu og Hafskipsmálið síðar að einu erf- iðasta dómsmáli sem um getur. Það endaði eftir afskipti margra sak- sóknara og borgarfógeta með sýknu allra starfsmanna Útvegsbankans og flestra stjórnenda Hafskips. Lengi vel hélt ég að bæði fjölmiðlar og forráðamenn í stjórnmálum hefðu dregið lærdóma af þessu máli. Slík mál á einfaldlega að reka í dómssölum. Þar eiga þau heima skv. stjórnskipun okkar og þar á að leiða þau til lykta. Það sannaðist áþreifanlega í Hafskipsmálinu. At- burðir síðustu vikna benda ekki til þess að menn hafi mikið lært í þeim efnum, en er ekki mál að slíkum vinnubrögðum linni? Um „hugarástand þjóðarinnar“ í Hafskipsmáli, Geirfinns- og Baugsmáli Lárus Jónsson ber umræðu um Geirfinns- og Hafskipsmálið saman við Baugsmálið ’Atburðir síðustu viknabenda ekki til þess að menn hafi mikið lært í þeim efnum, en er ekki mál að slíkum vinnu- brögðum linni? ‘ Lárus Jónsson Höfundur er fyrrverandi bankastjóri Útvegsbanka Íslands og fyrrverandi alþingismaður. AÐDRAGANDI kæru gegn Baugi veldur sífellt meiri áhyggjum af starfsháttum forystu Sjálfstæð- isflokksins og þar með stjórnarfari í landinu. Fyrst vöknuðu þær þegar fram kom að eftir fund forsætisráð- herra og stjórnarformanns Baugs í Lundúnum hafði Hreinn Loftsson gefið út viðvörun til stjórnenda Baugs um mögulegar aðgerðir opinberra að- ila gegn fyrirtækinu. Þá jukust áhyggjur um allan helming þegar Davíð Oddsson lýsti því yfir í RÚV að hann hefði „óformlega“ kom- ið ábendingum til lög- reglu varðandi Baug. Sem kunnugt er er það ekki hlutverk forsætis- ráðherra í réttarríki að koma óformlegum ábendingum til lög- reglu. Þegar nú kemur í ljós að hægri og vinstri hönd for- manns Sjálfstæðisflokksins og for- ystu hans, þeir Jón Steinar Gunn- laugsson og Kjartan Gunnarsson, sátu í framhaldinu samráðsfund um málatilbúnað gegn fyrirtækinu, en sá fyrrnefndi tók svo að sér að annast um ákæruna, þá hlýtur flestum að falla ketill í eld. Hefur Kjartan Gunnarsson svo vonda samvisku af samráði þessu að hann hefur gefið út hlálega yfirlýsingu sem engin leið er að trúa. Þessi aðdragandi kastar ekki rýrð á störf lögreglunnar, né sýknar hann Baug. Hann afhjúpar hins vegar að nánustu samverkamenn þáverandi forsætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins, framkvæmdastjóri hans og lögmaður, komu saman að undirbúningi kæru á kaupsýslumenn sem í valdatafli flokksins í atvinnulíf- inu höfðu reynst óþægur ljár í þúfu. Slík dæmi má finna í ófullburða og vanþróuðum lýðræðisríkjum og ein- ræðisríkjum, en það er mikilvægt fyrir lýðræðisskipan okkar að það verði ekki liðið hér. Þegar allt þetta var svo að komast í hámæli fyrir síðustu alþingiskosn- ingar eyddi forsætisráðherra um- ræðunni með því að sprengja stærstu sprengju í stjórnmálum síð- ustu áratuga. Aðþrengdur í um- ræðunni lýsti hann því yfir að Hreinn Loftsson hefði sagt honum frá mútu- hugmyndum til sín. Allir fengu nóg af ósómanum á báða bóga og engin leið var að átta sig á öllum þeim ásökunum sem uppi voru. Fjölmiðl- arnir létu plata sig til að elta áburð- inn á víxl í stað þess að kryfja kjarn- ann, enda erum við söguþjóð en ekki prinsippfólk, og þannig var umræðan eyðilögð. Það fór ekki einu sinni fram rannsókn á hinu meinta mútuboði, frem- ur en um hvert annað raus væri að ræða. Þó var augljóst að hafi slíkt boð verið gert brást forsætisráðherra skyldum sínum með því að tilkynna ekki form- lega um það. Jafnljóst er að þegar fyrirtæki er til rannsóknar vegna annarra mála er ámæl- isvert af forsætisráðherra að setja svo síðbúnar ásakanir fram gegn mönnum er sæta opinberri rann- sókn. Nú er uppi sami bægslagangurinn með ásökunum, sögusögnum og út- úrdúrum ýmsum, enda mikið að fela. Nærtækt er að láta hugfallast þegar sletturnar ganga í allar áttir, en í hina röndina eigum við auðvitað að vera fegin því hávaðinn er til marks um að þetta er hrunadans, fjörbrot flokksræðisins. Síðustu örvænting- arfullu tilraunirnar sem valdakjarni liðinnar aldar gerir árangurslaust til að krafsa til sín þau völd er hann eitt sinn hafði. Samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið færði okkur frjálsræði í viðskiptum sem gerir það sem betur fer ekki lengur að skilyrði fyrir farsæld í atvinnu og viðskipta- lífi að vera innvígður í Sjálfstæð- isflokkinn eða innmúraður í Sam- bandsfyrirtækin. Sá hópur er syrgir þá tíð er á hraðri útleið í sendiherra- stöður, sérverkefni, seðlabanka og aðrar glatkistur kerfisins fyrir fyrr- verandi áhrifamenn. Á næstunni reynir á hvort ný forysta ætlar ekki að lofta út og losa okkur við þetta andrúmsloft liðinnar tíðar eða hvort hún töltir bara þær fjárgötur sem formaðurinn tróð. Kórónan á sköp- unarverki formannsins var lokaþátt- urinn í vikunni þar sem „ónefndur maður“ leikinn af Davíð Oddssyni steig fram í Kastljós kveðjusenunnar og sagði allt þetta helgast af sínum djúpu áhyggjum af því að allt sé að færast á svo fáar hendur. Svo gekk hann úr stjórnarráðinu út í Seðla- banka Íslands framhjá Hæstarétti þar sem hann var dæmdur fyrir of- fors í varðstöðu sinni fyrir mestu eignatilfærslu Íslandssögunnar, kvótakerfinu og sægreifana, og á hinn bóginn fyrir að ganga svo nærri kjörum öryrkja að ótvírætt mann- réttindabrot væri. Og þar sem horft er eftir honum upp Arnarhólinn, álútum af áhyggjum af misskiptingu auðæfanna, sést hvar stendur upp úr hægri rassvasanum tilkynning um 27% launahækkun nýja seðla- bankastjórans, en þeim vinstri ofur- eftirlaunafrumvarpið. Góða ferð. Góða ferð Helgi Hjörvar skrifar um þjóðfélagsmál ’Á næstunni reynir áhvort ný forysta ætlar ekki að lofta út og losa okkur við þetta and- rúmsloft liðinnar tíðar.‘ Helgi Hjörvar Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.