Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 29
Belgíu og Englands að horfa á fót- bolta, sem var honum þó ekkert sér- takt áhugamál. Ófáar voru ferðirnar út á Álftanes að skoða fugla og venj- ur þeirra. Nú síðastliðið sumar fór- um við hringinn í kring um landið til að skoða fugla og að sjá framkvæmd- ir við Kárahnjúka sem hann hafði mikinn áhuga á. Aldrei kvartaði hann um veikindi sín þótt hann væri fársjúkur en hafði miklar áhyggjur af tannpínu sem ég fékk. Ekki verður frá þessum hugrenn- ingum vikið án þess að nefna þátt starfsfólks á krabbameinsdeild Landspítalans og líknardeildinni í Kópavogi í umönnun Braga síðustu stundirnar. Hann talaði sífellt um hvað þarna væri frábært og gott fólk og að allt væri gert fyrir sig sem hægt væri og get ég vitnað um það. Þökk fyrir það. Elsku Guðrún, Björk, Kristín og Ragna, þótt nú séu dimmir dagar og ykkur finnist erfitt þá er það jafn víst og að dagur kemur eftir nótt að það birtir upp og sárin gróa. Við Haddý þökkum allar samverustund- irnar og munum ylja okkur á minn- ingunum. Þorsteinn Einarsson. Það eru ótal minningar sem sækja á hugann þegar ég hugsa um vin minn Braga sem jarðsunginn er í dag. Kynni okkar tókust árið 1962 eða einu ári áður en fyrstu börnin okkar fæddust, elsta dóttir þeirra hjóna og elsti sonur okkar. Bragi var þá til sjós og varð síðar sýrimaður á skip- um Eimskipafélagsins en þar var einnig faðir hans vélstjóri. Bragi var hress og kátur og líktist föður sínum mjög svo í tilsvörum en honum kynntist ég einng náið ásamt Rögnu móður hans, yndislegt fólk sem gott var að kynnast. Eftir nokkur ár á sjónum fór Bragi í land og keyptu þau hjónin þá verzlun í Hafnarfirði og ráku í nokk- ur ár. Okkur varð vel til vina, stund- uðum fuglaveiðar og laxveiðar í mörg ár saman ásamt fjölskyldum okkar og fórum vítt og breitt um landið, skemmtilegri veiðifélaga var varla hægt að hugsa sér. Þegar verzlunarrekstrinum lauk og fjöl- skyldan hafði byggt í Garðabæ fór Bragi að vinna hjá ÍSAL árið 1970 og vann þar fram í ágúst á þessu ári eða þar til veikindi hans fóru að ágerast. Það var siður hjá fjölskyldum okk- ar að hittast ætíð á gamlárskvöld hvor heima hjá annarri og hélst þetta í allmörg ár eða þar til börnin uxu úr grasi og var þá oft glatt á hjalla. Leiðir okkar skildi í nokkur ár sökum anna hjá báðum en þó var alltaf samband á milli okkar. Nokkru eftir að Bragi kynntist seinni konu sinni tókust með okkur kynni á ný og eftir að hann veiktist töluðum við saman og hittumst reglulega. Bragi tók veikindum sínum með mikilli karlmennsku, hafði gaman af að fá heimsóknir, fór í heimsóknir og nú fyrir nokkrum dögum tjáði hann mér í síma að hann ætlaði í réttir, hafði fengið leyfi til þess hjá lækni sínum. Þegar ég hringdi í hann eftir ferðina sagði hann mér frá því að það hefði verið erfitt en mjög gaman að hitta vini sína og ættingja. Ellefu dögum síðar var hann allur. Víst mun ég eiga bágt með að trúa því að sjá ekki eða heyra í vini mín- um Braga með gleðibros á vör, skemmtilegan húmor og hlátur sem lengi verður í minnum hafður og veit ég að þar mæli ég fyrir munn margra vina og kunningja. Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda mín minnast þín um ókomna tíð, en kveðjum þig að sinni með virktum, vináttu og virðingu og biðjum algóð- an guð að styrkja fjölskyldu þína í harmi og söknuði. Blessuð sé minning hans. Magnús Tryggvason. Í dag kveð ég góðan vin minn, Jó- hann Braga Hermannsson. Barátt- unni er lokið. Þótt ég hafi gert mér grein fyrir í hvað stefndi var áfallið samt sem áður mikið við fréttirnar af fráfalli Braga. Minningarnar hrann- ast upp, margar bundnar æskuárun- um þegar ég vissi hver Bragi var, enda góður vinur föður míns. Í bernsku minni man ég að Bragi og faðir minn reyndu margt saman enda duglegir og óhræddir menn. Þeir létu verkin tala, stofnuðu saman útgerð og ætluðu sér að verða ríkir, sumt gekk upp en annað ekki. En alltaf mátti reyna og ekki til í þeirra orðaforða að gefast upp. Fyrir tæpum áratug lágu leiðir okkar Braga saman þegar ég hóf störf hjá Alcan en þar hafði Bragi starfað í tæpa þrjá áratugi. Það var mikill styrkur fyrir mig, sem var að byrja á nýjum vettvangi og þekkti vart annað en vosbúð og fisk, að hitta þennan góða vin föður míns á nýjum vinnustað. Þegar tími gafst til þá töl- uðum við um allt milli himins og jarð- ar, fréttir dagsins, stjórnmál, fjöl- skylduna og allt sem hægt var að ræða enda Bragi hafsjór af fróðleik. Með tímanum og sérstaklega eftir fráfall föður míns styrktust okkar vinabönd mikið. Oft áttum við löng símtöl þar sem við ræddum um lífið og tilveruna. Sjálfur hafði ég lúmskt gaman af því þegar Bragi nefndi mig með nafninu Þórður en það var vegna þess hvað honum fannst ég líkur föður mínum og hagaði mér eins í sumum töktum eins og hann sagði mér seinna frá. Það var alltaf mikill húmor þar sem Bragi var og áttum við auðvelt með að ræða hlutina opinskátt. Í mínum huga var Bragi heljarmenni sem aldrei gafst upp og heyrði ég hann aldrei kvarta. Bragi minn, ég mun sakna þín og minningarnar um þig munu alltaf fylgja mínu hjarta. Ég þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir mér og minni fjölskyldu gegnum árin. Eiginkonu Braga, börnum og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið ég guð að veita þeim styrk í sorg sinni. Tár er hlekkur í keðju sem kallast ást. Hún umvefur ótal hjörtu, sem unnast og þjást. Tár er töfralyf drottins í hjartans hyldjúpu sár, sem græðir, líknar og læknar gjörvöll ævinnar ár. Tár er bænin, sem boðar helgastu hjartans mál, opnar unaðar heima örþreyttri mannsins sál. (Þýð. Árelíus Níelsson.) Árelíus Þórðarson og fjölskylda. Þegar samferðamenn kveðja þessa tilvist hrópa minningarnar á athygli. Þær ryðjast fram úr innstu hugskotum og gleðja eins og gamlir vinir. Þannig renna ljúf og falleg minningabrot hjá líkt og kvikmynd á tjaldi – minningar um hlýjan og hæglátan mann, notalegar orðræður um daginn og veginn, glettni, skop- skyn og næmi á allt sem mannlegt er. Sem unglingar á heimili vin- kvenna okkar urðu ferðirnar nokkr- ar með Braga í Bláfjöllin, einnig leið- angrarnir í sumarhúsið við Þingvallavatn og ófáar voru þessar mikilvægu stundir hversdagsins við eldhúsborðin í gegnum tíðina. „Jæja, krakkar, hvað segiði þá?“ Þannig byrjuðu einatt samtöl sem leiddu okkur svo út og suður um þjóðmálin, yfir höfin og aftur til baka og hvergi var komið að tómum kofunum. Það er sárt að kveðja þegar manni finnst tíminn naumt skammtaður, en orð og verk lifa og umfaðma þá sem eftir standa. Nestið er rausnarlegt sem Bragi útbjó ástvinum sínum. Í erf- iðum veikindum lagði hann einnig í þann mal kjark, þrek og æðruleysi. Þess njóta þeir um ókomna tíð. Kæru ástvinir, megi guð og engl- arnir vaka yfir ykkur og allt um kring og minning um góðan mann lifa. Lilja og Páll, Kristín Helga og Helgi. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 29 MINNINGAR Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSKELL EINARSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, sem lést sunnudaginn 25. september sl., verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. október nk. kl. 14.00. Guðrún Áskelsdóttir, Örn Gíslason, Steinunn Áskelsdóttir, Birgir Steingrímsson, Ása B. Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Ólafía Áskelsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Einar Áskelsson, María Sif Sævarsdóttir, Valdimar Steinar Guðjónson, Eygerður Bj. Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN SIGURJÓNSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 29. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeildina í Kópavogi eða deild 11 E á Landspítala Hringbraut. Sigurjón B. Kristinsson, Olga Ásrún Stefánsdóttir, Kristján V. Kristinsson, Ingibjörg Elín Ingimundardóttir, Guðrún Rósh. Kristinsdóttir, Páll Þórir Viktorsson, Ásdís Björg Kristinsdóttir, Hálfdán Gunnarsson og barnabörn. Systir mín og mágkona, JÓHANNA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR ljósmóðir, áður til heimilis á Baldursgötu 12, Reykjavík, lést á heimili sínu, Dalbraut 27, þriðjudaginn 4. október. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Arnfríður Þorsteinsdóttir, Jónas Jónsson. Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ESTER JÓSAVINSDÓTTIR fyrrum bóndi og húsfreyja á Másstöðum í Skíðadal, Ægisgötu 25, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri aðfaranótt þriðjudagsins 4. október. Útförin auglýst síðar. Zophonías Jósepsson, Rósa Helgadóttir, Kristján Stefánsson, Jósavin Helgason, Guðbjörg Róbertsdóttir, Eiríkur Helgason, Guðrún Lárusdóttir, Steinunn Helgadóttir, Magnús Einarsson, Ingibjörg Helgadóttir, Jósavin Gunnarsson og ömmubörnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞÓRIR ÞÓRARINSSON tónlistarmaður, Hafnarstræti 45, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 7. október kl. 13:30. Hólmfríður Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir, Hilmar Sæmundsson, Sif Sigurðardóttir, Rúnar Jóhannesson, Sigurður Luther Gestsson, Valgerður Guðbjörnsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG BÖÐVARSSON, Vesturgötu 32, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 7. október kl. 14.00. Matthea Kristín Sturlaugsdóttir, Benedikt Jónmundsson, Haraldur Sturlaugsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Sveinn Sturlaugsson, Halldóra Friðriksdóttir, Rannveig Sturlaugsdóttir, Gunnar Ólafsson, Sturlaugur Sturlaugsson, Jóhanna Hallsdóttir, Helga Ingunn Sturlaugsdóttir, Haraldur Jónsson, Ingunn Helga Sturlaugsdóttir, Haukur Þorgilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNBJÖRN JÓNSSON, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, andaðist á sjúkradeild Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 2. október. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir, Ingimar Kristjánsson, Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson, Anna Björk Brandsdóttir, Jón Valdimar Gunnbjörnsson, Ragna Jóna Helgadóttir, Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Rósinkar Snævar Ólafsson, Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir, Heimir Lárus Hjartarson, Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson, Elínborg Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.