Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hrefna Ingi-marsdóttir
fæddist í Hnífsdal
30. ágúst 1931. Hún
andaðist að heimili
sínu, Skólagerði 3 í
Kópavogi 26. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Halldór Ingi-
mar Ingimarsson, f.
4. janúar 1897, d. 26.
október 1991, og
Sigríður Elísabet
Guðmundsdóttir, f.
13. júní 1898, d. 20.
maí 1985. Systkini Hrefnu eru: 1)
Halldóra Inga Ingimarsdóttir, f.
12. júní 1924, d. 26. október 1981.
2) Guðmundur Ingimarsson, f. 11.
desember 1926, d. 1928. 3) Guð-
son. f. 11. september 1953, Stefán
á þrjú börn með fyrrverandi eig-
inkonu sinni Elvu Sigurðardóttur
sem eru: Sigríður Elísabet Stef-
ánsdóttir, f. 24. maí 1986, Ingi Þór
Stefánsson, f. 13. ágúst 1987, og
Atli Ágúst Stefánsson, f. 13. janúar
1993. Stefán er í sambúð með
Kristine Stendere. 2) Sigmar Þór
Ingason, f. 13. maí 1958, Sigmar á
einn dreng með fyrrverandi sam-
býliskonu sinni Guðrúnu Einars-
dóttur, Einar Inga Sigmarsson, f.
4. október 1983.
Hrefna lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Ísafjarðar og síðan frá
Íþróttakennaraskólanum á Laug-
arvatni 1952. Hún starfaði alla tíð
sem íþrótta- og sundkennari,
lengst af sem sundkennari við
Breiðagerðisskóla en áður en hún
hóf störf þar, ferðaðist hún víða
um landið á sumrin og kenndi á
sundnámskeiðum,
Útför Hrefnu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
mundur Sturla Ingi-
marsson, f. 24. júlí, d.
19. apríl 1988. 4)
Björn Elías Ingi-
marsson. f. 12. ágúst
1936. 5) Margrét
Ingimarsdóttir, f. 29.
apríl 1941. Hálfsyst-
ir, Hulda Valdimars-
dóttir, f. 22. desem-
ber 1917, d. 27. mars
1999.
Hinn 4. janúar
1957 giftist Hrefna
Inga Þór Stefánssyni,
f. 16. september
1931, d. 22 apríl 1966. Foreldrar
hans voru Stefán Hannesson og
Steinunn Kristín Þórarinsdóttir.
Hrefna og Ingi Þór eignuðust tvo
syni. Þeir eru: 1) Stefán Þór Inga-
Elsku amma, vitur kona sagði eitt
sinn við okkur að maður vissi oft ekki
hvað manni þætti vænt um fólk fyrr
en það færi. Og þú hafðir (næstum)
rétt fyrir þér, amma, nú söknum við
þess svo mikið að hafa ekki sagt þér
oftar hversu vænt okkur þykir um
þig.
Amma, þú varst frábær, við hlóg-
um oft að því þegar þú varst að gefa
okkur í bíó síðasta vetur, við sögðum
þér að það kostaði bara 800 kr., en þú
þóttist alltaf vera búin að gleyma því
og gafst okkur mun meira. Í dag vit-
um við að þetta var þín leið til að
hjálpa okkur meðan við vorum í skól-
anum, og þannig hefur þú alltaf verið,
alltaf gert allt til að aðstoða okkur og
hjálpa. Við gátum alltaf leitað til þín,
fengið ráð eða talað saman um alla
hluti og Inga fannst alltaf svo „cool“
að þú skyldir fylgjast með boltanum.
Elsku amma, við kveðjum þig með
miklum söknuði, við getum ekki áttað
okkur á og trúað að þú sért farin, þú
ætlaðir ekki að fara strax. Þú varst
alltaf svo stolt af okkur og þegar Ingi
var kosinn besti leikmaðurinn um
daginn mátti næstum heyra þig rifna,
svo stolt varstu og við vitum að þú ert
stolt af okkur og að þú munt fylgjast
vel með okkur og láta okkur vita ef
þér mislíkar.
Amma, við viljum líka þakka þér
fyrir skilninginn og hvernig þú sýnd-
ir okkur að hægt sé að fyrirgefa
heimskupör. Við erum svo ólýsanlega
ánægð með að hafa alltaf átt svo gott
samband við þig og átt svo stórt pláss
í þínu hjarta.
Elsku amma, nú vonum við bara
svo heitt og innilega að þú hafir það
gott þar sem þú ert og hafir tengst
afa okkar á ný.
Þín barnabörn
Sigríður Elísabet og Ingi Þór.
Elsku amma Hrefna, mér varð
mikið um þegar mamma sagði mér að
þú værir dáin, það var svo stutt síðan
ég var að tala við þig í síma og við
vorum að tala um ferðina sem farin
var í lok júlí til að heimsækja pabba
til Riga þar sem við áttum mikinn
tíma saman, bæði að skoða okkur um
og spjalla mikið saman. Líka þegar
þú fórst fram til að fá þér sígarettu,
þá fór ég alltaf með þér niður á stiga-
pallinn og við sátum í gluggakistunni
og horfðum út, og ég var að segja þér
frá því hvað ég væri að gera heima,
segja þér fréttir af fólkinu sem þú
þekktir hér fyrir norðan. Þar sem þú
bjóst í Kópavogi en ég flutti til Ak-
ureyrar fyrir fjórum árum var því
miður ekki eins mikið um heimsóknir
og þegar ég var lítill og átti líka
heima í Kópavoginum, þá var ég mik-
ið hjá þér og við fórum saman í fjöru-
ferðir og svo í Perluna og fengum
okkur ís. Það verður tómlegt að
koma í Skólagerði þegar þú ert farin,
ég kom alltaf til þín þegar ég kom til
Reykjavíkur og leið alltaf vel.
Elsku amma, ég veit að afi Ingi
Þór hefur tekið vel á móti þér.
Þinn elskandi
Atli Ágúst Stefánsson.
Það er ekki fyrr en fólkið fer að
maður áttar sig á því hversu vænt
manni þykir um það, en allavega voru
okkar síðustu minningar mjög góðar
og ég veit að þú ert stolt af mér þarna
uppi og ætli afi sé það ekki líka. Því
ég var nýbúinn að koma og vinna úr-
slitaleik þarna, þar sem þú varst
meðal áhorfenda, og svo vann ég
verðlaunin í boltanum og náði sem
betur fer að segja þér frá því, en ég
náði ekki að segja þér allt því ég
hringdi á mánudeginum (sama dag
og þú fórst) að ég væri að fara keppa í
„fegurðarsamkeppni“, ætli þetta sé
ekki að miklu leyti þér að þakka, þar
sem þú kenndir mér allt frá því að
grípa og sparka í boltann í Skóla-
gerðinu þegar ég var bara smástubb-
ur, og svo hefur mér verið sagt að þú
hafir alltaf verið gullfalleg kona alla
þína ævi og alltaf glæsilega tilhöfð,
alltaf rosalegur klassi yfir þér og
komst alltaf vel fram við mig, ég held
bara að ég hafi aldrei séð þig reiðast
eða í vondu skapi, stundum döpur,
eða meira kannski einmana þar sem
afi fór snemma en núna eruð þið
komin aftur saman og ég veit að hann
hefur tekið á móti þér með galopnum
örmum.
Þinn
Ingi Þór yngri.
Hjartkær frænka mín, Hrefna,
varð bráðkvödd á heimili sínu 26.
september sl. og munum við fjöl-
skylda mín sakna hennar mikið, svo
tengd var hún okkur vegna einstak-
lega góðrar nærveru, hlý, hæglát en
um leið með yfirbragð hefðarkonu,
glæsileg svo eftir var tekið.
Frá því ég man eftir mér var
Hrefna ekki langt undan. Þegar hún
var enn ung og ólofuð, var hún oft
heima á Víðimelnum, þar sem systir
hennar Hulda bjó, kom þá á Hercul-
es-hjólinu sínu, sem hún hjólaði á
milli gæsluvalla Reykjavíkur, sem
hún var þá umsjónarmaður yfir.
Hjólið erfði ég svo seinna, þegar hún
var komin á eigin bíl, það málað í
strætólitunum af föður mínum, en
það er önnur saga. Átti það til full-
orðins ára.
Daginn sem Hrefna opinberaði
trúlofun sína með Inga Þór, man ég
enn, þó hafi aðeins verið fimm eða
sex ára. Þau settu upp hringana í for-
stofunni heima, og frænka hringdi í
foreldra sína fyrir vestan, hálffeimin
að tilkynna gleðitíðindin. Hvílík
geislandi gleði og hamingja lýsti upp
bernskuheimilið þessa kvöldstund.
Ég minnist dagsins þegar afi minn
var sextugur, og ég var skírð (stað-
festa nafnið sem ég hafði haft frá
fæðingu), það var sérstakur dagur,
og klukkan hálftólf um kvöldið
hringdi síminn, og þau tíðindi tjáð að
frumburður Hrefnu og Inga Þórs
væri fæddur! Glæsileg brúðkaups-
veisla seinna, vestur í Hnífsdal, yngri
sonurinn einnig fæddur. Þarna tók
Ingimar upp harmónikuna, og skálað
fyrir áa grund, og það var mikið
sungið.
Sorgin var sár þegar Ingi greindist
með illvígan sjúkdóm, langt fyrir ald-
ur fram, sem lagði hann að velli.
Hrefna varð ekkja 37 ára gömul, með
tvo unga drengi, sá eldri rétt um
fermingu. Hún giftist aldrei aftur.
Frænka mín vann alltaf með fólki.
Að byggja fólk upp. Fyrst sá hún um
að allt væri í lagi hjá litlu börnunum á
gæsluvöllunum, kenndi sund í grunn-
skólum borgarinnar í tugi ára,
stjórnaði leikfimi fyrir eldri borgara,
hélt sundnámskeið mörg sumur fyrir
vestan, og dvaldi þá hjá öldruðum
foreldrum sínum í Spýtuhúsinu svo-
kallaða, en þar í dalnum átti hún góða
að, þar höfðu synir hennar gott að-
hald, sem var þeim, án efa, gott vega-
nesti.
Það sem syni mínum fannst mjög
merkilegt við þessa frænku sína,
hana Hrefnu, var það að hún hafði
einhvern tímann þjálfað körfubolta-
lið! Það þótti meiriháttar merkilegt,
áhugamanni um þá íþrótt.
Trygglynd, heil í gegn. Frænka
hafði þörf fyrir einveru, en naut sín
vel í góðum vinahópi. Söknuður sona
hennar er mikill.
Ég held að fáar frænkur hafi átt
eins gott samband við systkinabörn
sín og hún. Stína, sem ólst upp í húsi
móðurafa og -ömmu, var henni kær,
og góð vinátta þeirra á milli.
Það er eftirsjá að ágætum móður-
systkinum mínum, sammæðra, sem
þegar eru farin yfir móðuna miklu:
Mummi, Inga og nú Hrefna, öll látin
fyrir aldur fram. Þótt stundum hafi á
móti blásið, lét Hrefna það ekki buga
sig, reyndi fremur að láta gott af sér
leiða, margir munu minnast hennar
með hlýju og þökk fyrir. Hrefna hafði
átt við nokkra vanheilsu að stríða
undanfarið ár, en það kom ekki í veg
fyrir að hún nyti þess að hitta kær
barnabörnin, þegar þau komu í
Kópavoginn, hitta saumaklúbbinn,
naut góðra samvista með Möggu
systur sinni hér, sem býr með fjöl-
skyldu sinni í Lúxemborg, og hafði
einnig skroppið, ásamt yngsta son-
arsyni sínum til Lettlands, þar sem
eldri sonurinn býr og starfar um
þessar mundir.
Sigmari Þór, Stefáni Þór og
ömmubörnunum fjórum, þeim Einari
Inga, Inga Þór, Sigríði og Atla, og
fjölskyldum þeirra; Möggu, Ella og
fjölskyldum, systkinabörnum og öðr-
um aðstandendum vottum við, fjöl-
skyldan djúpa samúð.
Blessuð sé minning Hrefnu Ingi-
marsdóttur. Hvíl í friði.
Norma.
Elsku Hrefna mín. Ég ætla ekki að
skrifa þér bréf, heldur á þetta að vera
samtal. Þú hlustar og ég veit hverju
þú munt svara. Ég er ekki alveg búin
að meðtaka það að þú sért horfin á
braut. Þetta er svo óraunverulegt.
Við sem vorum að tala saman í síma á
föstudegi og þú nýbúin að koma í
heimsókn og gefa mér reyktan fisk.
Ekki vissir þú að ég var að hugsa um
hvað mig langaði í reyktan fisk, en
svona voru sterkir straumar á milli
okkar. Það kom nú oft fyrir að þú
hringdir eða ég í þig, og þá vorum við
báðar að fara að taka upp símtólið.
Það var líka ósjaldan sem þú komst
til mín og sagðir: „Þarftu ekki að fara
í búð? Við skulum drífa okkur út.“
Því þú varst engri lík, elsku besta
vinkonan mín.
Við hittumst fyrst í Breiðagerðis-
skóla. Þar varst þú íþróttakennari,
en ég meðhjálparinn þinn. Það var
þar sem myndaðist kær vinskapur á
milli okkar. Sá vinskapur dofnaði
aldrei heldur efldist með árunum. Þú
varst búin að verða fyrir svo miklum
missi þegar við byrjuðum að vinna
saman. Þú varst búin að missa mann-
inn þinn og stóðst eftir með synina
ykkar tvo. Þá varstu 36 ára hetja sem
eftir var tekið. Vinskapurinn okkar á
milli náði einnig til foreldra minna
sem tóku þér sem góðri dóttur. Þú
varst svo hlý og góð við þau. Ég man
hvað mamma hafði mikla ánægju af
að baka pönnukökur fyrir okkur og
stundum komstu heim með mér í há-
deginu í steiktan fisk. Ég man líka að
pabbi og Kári bróðir minn hlógu mik-
ið þegar þú lést kanilsykur út á soð-
inn fisk með mörfloti. Það höfðum við
aldrei prófað og mig minnir að við
höfum ekki lagt í að prófa það. Þú
varst vestfirsk eins og við og það
hafði mikið að segja og svo vorum við
smá frænkur líka.
Elsku Hrefna mín, það hefur
áreiðanlega einhver æðri máttur leitt
okkur saman því þú hefur ávallt stað-
ið mér við hlið á örlagastundum í lífi
mínu.
U.þ.b. ári eftir að fundum okkar
bar saman varð ég fyrir mesta áfalli
HREFNA
INGIMARSDÓTTIR
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Ársölum 3,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðviku-
daginn 5. október kl. 13:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð MND félagsins.
Ragnar Jón Jónsson,
Ragnar Helgi Ragnarsson, Maren Kjartansdóttir,
Heiðrún Ragnarsdóttir, Ragnar F. Magnússon,
Ragnheiður Anna Ragnarsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SOFFÍA I.S. SIGURÐARDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hrafnistu,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
7. október kl. 13.00.
Halla Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson,
Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir,
Sigurður Sófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát
og útför
HULDU GUÐBJARTSDÓTTUR,
Elliðavöllum 10,
Keflavík.
Pétur H. Skaptason,
börn og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÓLAFS HELGASONAR
framkvæmdastjóra,
Njörvasundi 36.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, Benedikt Aðalsteinsson,
Sigríður Herdís Ásgeirsdóttir, Sigurður Ingi Ljótsson,
Ólafur Pétur Ásgeirsson, Edda Jónsdóttir,
Eiríkur Sturla Ólafsson,
Ísabella, Natalía og Máni Freyr.
Ástkær eiginmaður minn,
ERLENDUR LÁRUSSON
fyrrverandi forstöðumaður
Vátryggingaeftirlitsins,
Krosshömrum 11,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 3. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Sigurðardóttir.