Morgunblaðið - 05.10.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 05.10.2005, Síða 39
Verkefnið heitir: Kornflutningar frá Kanada um Ísland. Fyrirlesturinn verður fluttur 6. okt. kl. 16, í húsakynnum Útflutningsráðs Íslands í Borgartúni 35 á 6. hæð. Kennaraháskóli Íslands | Guðmundur B. Kristmundsson, dósent í íslensku við KHÍ, og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur halda fyrirlestur kl. 16.15 í Bratta, Kenn- araháskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber tit- ilinn Lesið í menn og konur. Nokkrar nið- urstöður rannsóknar á læsi fullorðinna. Málstofur Viðskipta- og hagfræðideild HÍ | Ársæll Valfells lektor flytur erindið „Er Skype virkilega svona mikils virði? Vangaveltur um verðmæti fyrirtækja í ljósi nýlegra kenninga“ í málstofu Hagfræðistofnunar og Viðskiptafræðistofnunar kl. 12.20. Mál- stofan er haldin í Odda stofu 101 og er opin öllum. Námskeið Áttun | Námskeið í streitustjórnun verður 8. október kl. 10–16 á Suðurlandsbr. 10, 2. hæð. Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur fjallar um aðferðir við höndlun streitu og að ná jafnvægi undir álagi. Skráning á: info@life–navigation.com eða gsm 663- 8927. Nánari upplýsingar: www.lifenaviga- tion.com. Ráðstefnur Háskólinn á Akureyri | Kennaradeild Há- skólans á Akureyri boðar til ráðstefnu um siðfræði Immanuels Kants dagana 8. og 9. október. Heiti ráðstefnunnar er Rætur sið- ferðisins: um verklega heimspeki Imm- anuels Kants. Meðal fyrirlesara eru nokkrir af fremstu sérfræðingum í verkum Kants. Nánari upplýsingar á www.unak.is. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 39 MENNING Hecht-bikarinn. Norður ♠Á1053 ♥Á85 ♦D7 ♣9752 Suður ♠K4 ♥KG1092 ♦1063 ♣KG10 Hvernig á að spila þrjú hjörtu í suð- ur með trompi út? (AV hafa ekkert blandað sér í sagnir.) Peter Hecht-Johansen, kostari sam- nefnds móts í Blaksets Bridgecenter í Kaupmannahöfn, var einn af mörgum sagnhöfum í hjartabút. Hann tók fyrsta slaginn heima á hjartaníu og spilaði strax tígli. Og fékk á sig tromp um hæl: Norður ♠Á1053 ♥Á85 ♦D7 ♣9752 Vestur Austur ♠G982 ♠D76 ♥74 ♥D63 ♦K854 ♦ÁG92 ♣ÁD4 ♣863 Suður ♠K4 ♥KG1092 ♦1063 ♣KG10 Enn spilaði sagnhafi tígli, en austur komst inn og spilaði trompi í þriðja sinn. Þar með kom vörnin í veg fyrir að sagnhafi næði að stinga tígul í borði og þar eð ÁD í laufi lágu á eftir KG10 fór spilið einn niður. Vissulega nokkur óheppni, en kannski var hægt að spila betur. Svíinn Peter Fredin var í sama samningi. Fredin fékk líka út tromp, en hann valdi að taka fyrsta slaginn í borði með hjartaás (!) til að spila laufi á gosann. Fredin gerði sér grein fyrir að hann yrði undir í kapphlaupinu við að stinga tígul og ákvað þess í stað að fríspila laufníuna sem niðurkast – hjarta- drottningin hlaut að vera í austur og það mátti bíða með að svína fyrir hana. Vestur svaraði með öðru trompi og Fredin rak út laufásinn. Hann átti nú tromp eftir í borði til að valda þriðja tígulinn, svo vörnin gat ekkert gert. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Áhrifa Svövu Jakobsdóttur,rithöfundarins og alþing-ismannsins sem hafði svo róttæk áhrif á bæði bókmenntir og jafnréttisbaráttu á síðustu öld, gætir enn víða. Í gær hefði hún orðið 75 ára gömul, og var af því tilefni haldið málþing tileinkað henni og verkum hennar í Skriðu í Kennaraháskóla Íslands. Var sjón- um beint sérstaklega að sögum Svövu og kennslufræðilegu sam- hengi þeirra – hvernig þær gætu vakið löngun til náms hjá nem- endum í grunn- og framhalds- skólanámi og hvernig mætti nýta þær á fjölbreyttan hátt í kennslu. Fram komu bæði fræðimenn og -konur úr ýmsum geirum, kenn- arar við Kennaraháskóla Íslands, sem og framákonur úr íslenskri stjórnsýslu; Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri, sem setti þingið formlega, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem opnaði Svövuþing ásamt nem- endum úr Stóru upplestrarkeppn- ninni. Þá kom einnig fram fjöldi annarra grunn- og framhalds- skólanemenda ásamt kennurum sínum, sem sýndu lifandi dæmi um notkun á ritverkum Svövu í skóla- starfi sínu, sem og hópur kvenna sem flutti eina af sögum hennar svo dæmi séu nefnd.    Að sögn Jakobs S. Jónssonar,sonar Svövu sem sat í und- irbúningsnefnd þingsins ásamt Guðrúnu Þórsdóttur, Ragnari Inga Aðalsteinssyni, Ármanni Jak- obssyni og Jóhanni Páli Valdi- marssyni, lá beint við að leggja áherslu á kennslufræðilegt sam- hengi ritverka Svövu, enda hafi þau haft mikil áhrif á fólk. „Sem barn heyrði ég um fjölskyldu sem hafði klofnað vegna þess að fólk greindi á um sögur móður minn- ar,“ sagði hann. „Æ síðan hefur það heillað mig að bókmenntir geti haft þessi áhrif. Það er mat mitt og margra annarra, að hægt sé að nýta sögur Svövu til að örva nemendur og örva með þeim fróð- leiksþorsta. Það er með sögur hennar eins og allar lifandi bók- menntir, að það er alltaf hægt að setja þær í nýstárlegt samhengi. Og það er það sem við vildum gera með Svövuþingi.“    Ragnar Ingi Aðalsteinsson, að-júnkt í íslensku við Kenn- araháskóla Íslands, var einn af starfsmönnum skólans sem héldu erindi á þinginu. „Svava Jak- obsdóttir átti lykil að heimi óháð- um hinni steingerðu alltumlykj- andi hugtakahvelfingu sem öðru fremur setur skorður við and- legum þroska okkar. Og það sem meira var, hún afhenti okkur hann,“ sagði Ragnar Ingi í erindi sínu. „Hún lét eftir sig fjölda snilldarvel skrifaðra sagna sem hver um sig opnar leið til nýrrar hugsunar eða öllu heldur til nýrr- ar afstöðu til þess hvernig á að hugsa þannig að sá sem tileinkar sér bókmenntir hennar fer sínar eigin leiðir óháður því hvaða skorður vanahugsun fjöldans og aldanna hefur sett okkur. Það sem ég mundi vilja sjá gerast er að við lærðum að nota þennan lykil til að opna okkur og nemendum okkar dyr að þessum heimi. Þannig get- um við gert bókmenntirnar að undirstöðunámsgrein sem gerir nemendur okkar hæfari til að tak- ast á við hvað sem að höndum ber bæði í námi og starfi um leið og við með því reisum Svövu Jak- obsdóttur þann eina minnisvarða sem henni sæmir.“    Ása Helga Ragnarsdóttir, kenn-ari við Háteigsskóla, kom með hóp nemenda úr Borgarholts- skóla, sem lesið hafði Leigjandann eftir Svövu, og sýndi fram á hvernig bæta mætti við þekkingu nemenda gegnum leiklist- arkennslu. „Ég tek heildstætt leik- ferli, raða saman mörgum leik- rænum aðferðum og bý til ferli til að dýpka skilning þeirra á sög- unni,“ sagði hún. Þær æfingar sem lagðar eru fyrir nemendur í slíku ferli eru meðal annars spuni, lát- bragð, hreyfingar og að skrifa í hlutverk. Á þinginu í gær var sýni- kennsla á nokkrum þessara að- ferða, sem nemendurnir höfðu ekki reynt áður, og mættu þau á svæðið og spunnu fyrir áheyr- endur. Ása Helga „fékk lánaða“ nem- endur úr Borgarholtsskóla, sem er á framhaldsskólastigi, þar sem hún taldi að sögur Svövu hentuðu þeim aldursflokki betur. „Þær eru svolítið absúrd, sögurnar hennar, en skemmtilega absúrd og gaman að vinna með þær. Að mörgu leyti eru þær þungar og pólitískar, þannig að það hefur hentað mér betur að vinna með þær í fram- haldsskólum en grunnskólum. En það er sjálfsagt einnig hægt að vinna með þær í 10. bekk á þennan hátt,“ sagði hún og bætti við: „Ég valdi að gera þetta svona vegna þess að ég er í einskonar trúboði að kenna þessa aðferð og finnst að framhaldsskólarnir ættu að nota meira leiklist í kennslu. Ég vona að einhverjir hafi heillast af þess- ari aðferð á þinginu.“    Soffía Jakobsdóttir leikari komá Svövuþing með hóp kvenna sem hefur lagt stund á framsögn undir hennar stjórn í hverf- ismiðstöðinni Hæðargarði í Reykjavík. Konurnar í hópnum, sem eru allt frá þrítugu og upp á níræðisaldur, fluttu Sögu handa börnum. „Ég var dálítið smeyk við að biðja þær að lesa úr einmitt þessari sögu, því ég var hrædd um að þeim þætti ég gera lítið úr ævi- starfi þeirra. En það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna með hana og miklar umræður skapast um stöðu konunnar fyrr og nú. Og það er einmitt merkilegt að heyra svona fullorðnar konur lesa úr þessari sögu. Hún fær dálítið aðra merkingu,“ sagði Soffía.    Í gær kom ennfremur út hjáJPV-útgáfu bókin Kona með spegil – Svava Jakobsdóttir og verk hennar. Þar fjalla fræðimenn um feril hennar frá ýmsum sjón- arhornum, en einnig er þar að finna æviágrip og þrjú viðtöl við Svövu frá ýmsum skeiðum ferils hennar, auk endurprentunar þriggja fræðigreina hennar sjálfr- ar, sem ekki hefur verið safnað saman áður. Minningu þessarar merku konu hefur verið haldið á lofti með sóma nú í kringum 75. afmælisdag hennar, en hún lést í febrúar í fyrra. Er það vel, þar sem framlag hennar til margvíslegra málefna verður seint fullþakkað. Lykill að óháðum heimi ’Það er með sögurhennar eins og allar lif- andi bókmenntir, að það er alltaf hægt að setja þær í nýstárlegt sam- hengi.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir Morgunblaðið/Golli Brugðið á leik á Svövuþinginu í Kennaraháskólanum í gær. ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Golli Vigdís Finnbogadóttir flutti erindi á þinginu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Svava Jakobsdóttir hafði afgerandi áhrif á umræður um jafnréttismál í ís- lensku samfélagi. Hér er hún á leið úr Alþingishúsinu, en hún sat á þingi á árunum 1971-1979.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.