Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 44

Morgunblaðið - 05.10.2005, Page 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” Must Love Dogs kl. 6 - 8 - 10.10 The 40 Year Old Virgin kl. 5.40 - 8 og 10.20 Strákarnir Okkar kl. 10 b.i. 14 Charlie and the... kl. 5.45 LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29. september til 9. október Nobody knows - Sýnd kl. 10.20 Kissed by winter - Sýnd kl. 8 Moolaade- Sýnd kl. 7.30 George Michael : A different story - Sýnd kl. 5.50 FYRSTI HLUTI AF ÞRÍLEIK. DÚDUR FÓTBOLTAMYND SEM HITTIR Í MARK OG MIKLA MEIRA EN ÞAÐ. SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Diane Lane John Cusack  S.V. / Mbl. DR. SPOCK er rúmlega áratugar gömul sveit, ættuð úr Garðabænum. Einhverjar mannabreytingar hafa átt sér stað í gegnum tíðina en í dag telur hún meðal ann- ars fyrrverandi meðlimi Ham, Jet Black Joe, Quicksand Jesus, Stoliu og Funkstrasse auk þess sem 5⁄7 núverandi meðlima eru einnig í hljómsveitinni Ensími. Afurð þessa hljómsveitabræðings er fyrsta plata sveitarinnar, Dr. Phil; ellefu laga plata sem er tekin upp lifandi, á einungis tuttugu klukkutímum. Hljómplötunni verð- ur lýst sem fönkskotinni þunga- rokksplötu sem teygir sig eftir at- vikum út í djass, diskó, sörf-tónlist og jafnvel blús. Húmor og spilagleði er rauður þráður sem gengur í gegnum hana alla og hvergi er lá- deyðu að finna né hugmyndaleysi. Til marks um þetta er til dæmis fimmta lag plötunnar, „Beach Boys“ sem er ekki lengra en fjórar mín- útur en státar samt af köflum sem skipta á milli sín stefnum á borð sörf-tónlist áttunda áratugarins, kaldhæðnisfönki Faith No More og Frank Zappa, straumrokki Ham, teknískum þunga Slayer og hröðum blúsbræðingi Led Zeppelin. Þeir Guðfinnur Karlsson og Ótt- arr Proppé finna ólíkum röddum sínum smekklega staði, Finni sem einskonar „Master of Ceremony“ á meðan Óttarr er í líki hins hrekkj- ótta sögumanns, svipuðum þeim og hann stýrði í Ham. Og textarnir eru sniðnir að forminu, myndrænar stuðlínur og stemningshróp. Prýði Dr. Spock (og Dr. Phil) er án efa hrynsveitin. Arnar Gíslason og Guðni Finnsson eru eins og hug- ur hvor annars og leggja þann trausta grunn sem gítarleikur Franz Gunnarsssonar og Hrafns Thoroddsen byggist á. Úr verður óaðfinnanleg spilamennska sem að- dáun er að hlusta á. Dr. Phil getur tæpast talist sem frumleg plata en hún er samt hug- myndarík og skemmtileg. Hún er stórmerkileg þegar það er haft í huga að hljóðfæraleikur er allur tekinn upp lifandi – á einungis tutt- ugu klukkutímum og fyrir það á sveitin mikið hrós skilið. Hljómur plötunnar ber upptökufærni Ívars Bongó vitni en ef til vill hefði mátt liggja lengur yfir hljóðblöndun. Hvað umslag plötunnar varð- ar … líklega er það eins smekklaust og lagt var upp með. Hryngóð og hugmyndarík TÓNLIST Íslenskar plötur Dr. Spock skipa Guðfinnur Karlsson og Óttarr Proppé sem syngja, Guðni Finns- son sem leikur á bassa, Hrafn Thorodd- sen sem leikur á gítar og hljómborð, Franz Gunnarsson sem leikur á gítar og Arnar Gíslason sem leikur á trommur. Platan var tekin upp lifandi og hljóð- blönduð í Stúdíó Sýrlandi. Um upptökur sá Ívar Bongó og hljóðblöndun var í hönd- um Ívars Bongó og Dr. Spock. Tónjafnað af Flex í Írak. Smekkleysa gefur út. Dr. Spock – Dr. Phil  Höskuldur Ólafsson LUC Jacquet, leikstjóri kvikmyndarinnar Mör- gæsagöngunnar (March of the Penguins), kemur hingað til lands í tilefni af sýningum mynd- arinnar á Októberbíó- fest, sem haldin verður í Háskólabíói og Regn- boganum dagana 26. október til 14. nóv- ember. Mun Jacquet sitja fyrir svörum um myndina eftir sýningu hennar í Háskólabíói 4. nóvember. Kvikmyndin Mör- gæsagangan hefur vak- ið mikla athygli víða um heim og var nýlega í efstu sætum norður- ameríska aðsóknarlist- ans um nokkurra vikna skeið auk þess sem hún er önnur mest sótta heimildarmynd frá upp- hafi í bandarískum kvikmyndahúsum en metið á mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11. Myndin fjallar um raunverulegar mörgæsir og árlegt ferðalag þeirra á Suðurheimskautinu sem gengur af þeim nær dauðum. Mikið fjaðrafok varð um daginn í Frakklandi þegar franska kvikmyndaakademían valdi að myndin yrði ekki framlag Frakka til Óskarsverðlaunanna. Kvikmyndir | Leikstjóri Mörgæsagöng- unnar væntanlegur Ótrúlegt dýralíf Myndin heitir La Marche de l’Empereur. www.icelandfilmfestival.is SÆNSKA þungarokkshljóm- sveitin Amon Amarth heldur tvenna tónleika hér á landi á Grand Rokk og TÞM, fyrstu helgina í nóvember. Hljómsveitin heimsótti Ísland í mars í fyrra og þá fylgdu blaða- menn frá sex stórum evrópskum þungarokkstímaritum með. Haldin var ein allsherjar þungarokks- veisla á Grand Rokk þar sem rjóm- inn af íslenska þungarokkinu hit- aði upp fyrir sænsku hljómsveitina og niðurstaðan var stórar greinar í stærstu þungarokkstímaritum Sví- þjóðar (Close Up Magazine), Frakklands (Rock Hard), Þýska- lands (Rock Hard) og Hollands (Aardschok), Bretlands (Terrori- zer) og Þýskalands (Heavy Oder Was?). Tónleikar Amon Amarth á Grand Rokk voru einnig kvik- myndaðir og gefnir út á DVD sem fylgdi með takmörkuðu upplagi af nýjustu plötu þeirra, Fate of Norns sem kom út síðasta haust. Fyrri tónleikar Amon Amarth verða á Grand Rokk, laugardaginn 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 23 og það eru hljómsveitirnar Sólstafir, Nevolution og Dark Har- vest sem hita upp. Seinni tónleik- arnir verða í Hellinum í Tónlist- arþróunarmiðstöðinni, sunnu- daginn 6. nóvemer. Tónleikarnir hefjast kl. 18.30 og það eru hljóm- sveitirnar Momentum, Severed Crotch og Masters of Darkness sem hita upp. Miðaverð er 1.200 krónur hvort kvöld. Það er Restingmind sem stend- ur að komu Amon Amarth en það hefur áður staðið fyrir tónleikum hljómsveita á borð við Pain of Salvation, Týr, Mercenary og Mai- den Aalborg svo einhverjar séu nefndar. Tónlist | Amon Amarth heldur tvenna tónleika í nóvember Endurkoma síðhærðu Svíanna Amon Amarth í Bláa lóninu fyrr á þessu ári. www.restingmind.com www.amonamarth.com Meira en 300milljónir eintaka af bókum um Harry Potter hafa selst í heim- inum, að því er umboðsmaður J.K Rowling, höf- undar bókanna, tilkynnti í dag. Christopher Little, umboðsmaður Rowling, sagði að sala á bókunum hefði farið yfir þetta mark eftir að nýjasta bókin í bókaflokknum um Potter, Harry Potter og blendings- prinsinn, kom út í sumar. Bókin er sú sjötta í röðinni um Potter en sögurnar um hann hafa verið þýddar á 63 tungumál.    Leikkonan Courtney Cox, semlék Monicu í Vinum, heitir því að styðja við bakið á Jennifer An- iston eftir að sú síðarnefnda skildi formlega við Brad Pitt fyrir skemmstu. Courtney segir þær stöllur hafa gert með sér eins konar samkomulag um að vera alltaf til reiðu fyrir hvor aðra. Courtney segir í viðtali við breska blaðið Daily Mirror: „Við gerðum eins konar samning. Ef eitthvað er að hjá okkur segjum við strax frá því. Daginn sem við kynntumst byrj- aði Jen á því að draga mig afsíðis og segja mér sögur af samböndum sín- um. Við fórum saman í gegnum sam- bönd og sambandsslit, í gegnum brúðkaup mitt og Davids Arquettes og dauða föður míns. Ég elska, elska, elska hana.“ Fregnir herma að Jennifer sé nú að búa sig undir að Brad ættleiði barn með nýju kærustunni, Angel- inu Jolie. Hefur því heyrst fleygt að þau ætli að ættleiða barn sem missti foreldra sína í fellibylnum Katrínu. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.