Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.10.2005, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2005 45 ST. PAULI, rauða hverfið í Ham- borg, verður seint talið með vist- vænni stöðum, hinsvegar er það með líflegri gróðrarstíum mann- legrar eymdar og niðurlægingar. Kjörinn bakgrunnur Beint á vegg- inn, myndar tyrkneskættaða Þjóð- verjans, undrabarnsins Akin, sem tekst óhugnanlega vel að draga upp grimmsterka mannlífsmynd úr soranum, þar sem þjóðarbrotið hans kemur mjög við sögu. Sibel (Kekilli), er tvítug stúlka af tyrkneskum ættum, alin upp á strangtrúuðu múslimaheimili sem settust að í Þýskalandi á sjöunda áratugnum. Hún hefur aðrar skoð- anir á lífinu en foreldrarnir, vill fá að njóta lífsins hömlulaust, slíkar andstæður bjóða hættunum heim og í myndarbyrjun er hún í með- ferð á geðsjúkrahúsi eftir mislukk- aða sjálfsmoðstilraun. Þar er einnig vistaður landi hennar Cahit (Unel), drykkjusjúkur utangarðsmaður, ríflega helmingi eldri en stúlkan. Hann er einnig undir læknishendi eftir sjálfs- vígstilburði sem marka hrikalegt upphaf myndarinnar. Sibel sér í Cahit útgönguleið úr ströngum foreldrahúsunum með því að giftast honum. Hann hefur ekki útlitið, stöðuna eða aldurinn með sér en ráðahagurinn er sam- þykktur. Cahit gengur í bráða- birgðahjónabandið til að fá ókeypis húshjálp sem borgar jafnvel með sér. Sibel tekur frelsinu opnum örm- um, drekkur, tekur í nös, liggur þá sem vilja. Cahit heldur áfram á sömu braut, þau sigla hraðbyri í glötun en gefa sér óvænt tíma til að verða ástfangin. Þau eru brenni- merkt aðstæðunum, samband þeirra endar með því að Cahit drepur eljara sinn og Sibil flýr til lands feðra sinna og segist bíða Cahit. Sibil og Cahit eru ekki mest að- laðandi par kvikmyndasögunnar en þau hafa sinn sjarma. Það er lengi vel erfitt að hafa með þeim snefil samúðar, þau eru að gera það sem þau kjósa af frjálsum vilja. Sjálfs- tortímingarhvötin er yfirþyrmandi, umhverfið hrátt, skítugt og grátt, persónurnar flestar á mismunandi lágu stigi í botnfallinu sem er fjöl- skrúðugt í borginni. Og endalokin segja manni að ekki sé við miklu að búast af þeim, „Sibil mun aldrei gera þér neitt annað en til bölv- unar,“ eitthvað á þá leið segir vinur Cahits og virðist hverju orði sann- ara. Rótleysi beggja stafar að miklu leyti af því hver þau eru og hvaðan þau koma, Beint á vegginn er und- andráttarlaus lýsing á aðstæðum Tyrkja á meðal herraþjóðarinnar sem hefur markað þeim bás. Akin sendir þau til gamla föðurlandsins, hvort það reynast bjargráð er önn- ur saga. Þótt ófrýnileg sé rennur myndin hratt framhjá, líkt og líf að- alpersónanna. Beint á vegginn hefst með skelfingu sem helst óslit- ið allt til enda. Akin glæðir verkið sitt kolsvörtum húmor, þannig verður það bærilegra og leikararnir hjálpa mikið með trúverðugri túlk- un. Unel er heillandi náungi sem minnir í útliti á sambland af Ratso og Jagger og leikhæfileikarnir slík- ir að hann stendur uppi sem kjarni myndarinnar og sú persóna sem gerir hana áhugaverða og manni er ekki sama um. Kekilli skilar nöfnu sinni ásættanlega, ekki síst þegar haft er í huga að hlutverkið er erf- itt og að auki það fyrsta á ferli leikkonunnar. En Beint á vegginn er fyrst og síðast þrekvirki Akins hins unga. Vonlaust par KVIKMYNDIR Regnboginn: AKR 2005 Leikstjóri: Fatih Akin. Aðalleikendur: Bir- ol Unel, Sibel Kekilli, Catrin Striebeck, Guven Kirac, Meltem Cumbul. 121 mín. Þýskaland/Tyrkland. 2004. Beint á vegginn (Head On/Gegen die Wand)  „Akin glæðir verkið sitt kolsvörtum húmor, þannig verður það bæri- legra og leikararnir hjálpa mikið með trúverðugri túlkun,“ segir m.a. í dómi. Sæbjörn Valdimarsson FJÖLDI aðstandenda mynda verð- ur viðstaddur sýningar á yfirstand- andi Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Tveir góðir gestir verða á staðnum í kvöld og gefst áhorf- endum tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr eftir sýningarnar. Senegalska myndin Moolaadé er sýnd í Háskólabíói kl. 19.30 og verður aðstoðarmaður leikstjóra Samba Gadjigo viðstaddur. Enn- fremur sækir hátíðina heim leik- stjórinn Stuart Samuels og verður hann á sýningu heimildarmyndar sinnar Midnight Movies: From the Margin to the Mainstream í Tjarn- arbíói kl. 21. Til viðbótar heldur Stuart á föstudaginn masterclass- námskeið um heimildarmyndir og poppmenningu í Tjarnarbíói á milli 15 og 17. Gestir AKR í dag www.filmfest.is MEGAS orti einu sinni að Guð byggi í galeiðunni, í gaddavírnum og í göturæsinu. Það kemur berlega í ljós í heimildarmyndinni Hræddur/ helgur, sem fjallar um eins konar pílagrímsför leikstjórans Velcrow Ripper. Ekki pílagrímsför til Mekka eða Pýramídans mikla eða jafnvel Stonehenge, heldur til staða þar sem voðalegir atburðir hafa átt sér stað. Þetta eru Bhopal á Indlandi þar sem íbúarnir eru enn að takast á við af- leiðingar gríðarlegs gasleka, Kamb- ódía þar sem börn þurftu að horfa upp á foreldra sína pyntaða og myrta, New York eftir ellefta sept- ember og Hiroshima, Afganistan, Bosnía og fleiri staðir. Af hverju er Ripper að ferðast þangað? Jú, í myndinni er bent á að enginn sé eyland; hryllilegir atburð- ir í litlu þorpi á Indlandi komi okkur öllum við. Við getum ekki þroskast andlega nema með því að taka inn þjáningar annarra og sýna þeim samúð í verki. Ripper gerir þetta að einskonar hugleiðsluæfingu þar sem hann andar inn þjáningu meðbræðra sinna og andar út allri þeirri samúð sem hann á til. Þetta minnir óneit- anlega á hugleiðslur í ýmsum grein- um búddisma og vissulega svífur andi búddismans yfir vötnunum í myndinni. Ripper segir frá sínum eigin upplifunum í hugleiðslu meðal Búddamunka; hún sé ekki flótti frá veruleikanum heldur tól til að mæta sjálfum sér og myrkrinu sem býr í okkur öllum. Hugleiðslan er eins- konar útgangspunktur Rippers; á stöðum þar sem skelfilegir atburðir hafa átt sér stað hafa myrkraöflin náð völdum, en myndin fjallar um hvernig fórnarlömb atburðanna hafa kveikt ljós í myrkrinu, alveg eins og Ripper segir að hægt sé að gera í hugleiðslu. Stundum er þetta bara ljósglæta eins og að búa til listaverk úr brotum úr húsum eða bílum eftir stríðsátök, en það skiptir ekki máli. Aðalatriðið er viðleitnin til að breyta myrkri í ljós og að finna Guð í götu- ræsinu og í gaddavírnum. Þetta er falleg mynd og hún er áhrifamikil. Ripper segir frá á afar persónulegan máta, hann þylur ekki bara upp staðreyndir um atburði úti í heimi. Frásögn hans er dagbók um ferðalag til fjarlægra staða, en hún er líka um innri sálarlendur sem við eigum öll sameiginlegar. Ekki missa af henni. KVIKMYNDIR Háskólabíó: AKR 2005 Heimildarmynd. Leikstjóri: Velcrow Ripp- er. 105 mínútur. Kanada 2004. Hræddur/helgur (Scared/Sacred)  „Ripper segir frá á afar persónulegan máta, hann þylur ekki bara upp staðreyndir um atburði úti í heimi,“ segir m.a. í dómi. Jónas Sen Guð býr í gaddavírnum og “Bruce Almighty” KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRISýningartímar sambíóunum ÁLFABAKKI VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri GOAL! kl. 6 - 8 - 10.15 VALIANT m/- Ísl tali kl. 6 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 8 - 10.15 GOAL! kl. 8 THE CAVE kl. 8 Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Diane Lane John Cusack VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  A.G. Blaðið GOAL! kl. 5.30 - 8 - 10.30 MUST LOVE DOGS kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE 40 YEAR OLD... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR OLD..VIP kl. 5.30 - 8 - 10.30 VALIANT m/Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.45 - 6 CHARLIE AND ... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 STRÁKARNIR OKKAR kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. RACING STRIPES m/Ísl tal. kl. 3.30 GOAL kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE CAVE kl. 10.30 B.i. 16 ára. VALIANT m/ Ísl tal. kl. 6 VALIANT m/ensku tali. kl. 8 CHARLIE AND THE... kl. 8 STRÁKARNIR... kl. 10 B.i. 14 ára. V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Háskólabíó kl. 19:30 Miðvikudaginn 5. október Hvað þýðir Moolaadé? www.filmfest.is Regnboginn 18:00 Teningunum er kastað 20:00 Antares 22:00 Ungur og vitlaus Tjarnarbíó 19:00 Nikifor minn 21:00 Miðæturmyndir: Af bekknum á miðjuna Háskólabíó 17:30 George Michael: Önnur saga 19:30 Moolaadé 20:00 Vetrarkoss 22:20 Enginn veit NÝR BÚNAÐUR Í TJARNARBÍÓI Samba Gadjigo er sérfræðingur í afrískri kvikmyndagerð og ætti því að geta svarað þeirri spurningu við frumsýningu nýjasta meistaraverks Ousmane Sembene, Moolaadé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.