Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Stórkostlegt sköpunarverk“ Antony Horowitz Grikkálfurinn illi, Ópal Kóbó, hyggst tortíma heiminum. Það verður að stöðva hana en jafnframt þarf að hreinsa Hollý Short varðstjóra af morðákæru, bjarga stelsjúkum dverg úr fangelsi og sannfæra ofurgáfaðan kentár um að hann viti ekki alla hluti. „Þjóðtrú, hugarflug og hátækni … feikilega skemmtileg.“ Observer „Hröð, fyndin og mjög spennandi.“ Daily Mail „Illyrmislega snjöll.“ Independent www.jpv. is ÞÓRÐUR Guðjónsson, skipstjóri og útgerðar- maður á Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 27. októ- ber, 82 ára að aldri. Þórður fæddist að Ökr- um á Akranesi 10. októ- ber 1923. Foreldar hans voru hjónin Ingiríður Bergþórsdóttir og Guð- jón Þórðarson. Þórður ólst upp á Akranesi og hóf ungur að sækja sjóinn með föður sínum. Hann lauk meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum 1951. Þórð- ur var fengsæll skipstjóri frá 1943 og aflakóngur á vertíðum um margra ára skeið. Síðast var hann skipstjóri á eigin skipi, Sigurborgu AK, en hætti til sjós 1972. Eftir að hann hætti sjómennsku rak hann útgerð og fiskverkun á Akranesi. Þórður sat í stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Haf- þórs, var formaður Út- vegsmannafélags Akraness og í samn- inganefnd Landssam- bands íslenskra út- vegsmanna. Hann sat um árabil í hafnar- nefnd Akraness. Þórð- ur hlaut heiðursviður- kenningu Slysavarnafélags Ís- lands fyrir björgun áhafnar norska flutn- ingaskipsins Bro sem fórst í aftakaveðri á Mýrum í októ- ber 1948. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Marselía Guðjónsdóttir frá Hrepps- endaá, Ólafsfirði. Þau eignuðust þrjú börn, Ingu Jónu, Herdísi og Guðjón og ólu upp dótturson sinn Borgar Þór. Andlát ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON SPURNINGAR kunna að vakna um hæfi dómara til að túlka lög, sem þeir hafa sjálfir samið, en náðu til dæmis ekki fram nákvæmlega í sama bún- ingi og höfundur vildi,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í ræðu á aðalfundi Dómarafélags Ís- lands, sem haldinn var í gær. Björn fjallaði þar m.a. um auka- störf dómara. Hann sagðist hafa velt því fyrir sér hvort nefnd um dóm- arastörf hefði tekið upp strangari kröfur í þeim efnum. Hún teldi t.d. ekki koma til greina að fela dómara tímabundið störf saksóknara eða lögreglustjóra. Björn sagði það virð- ast eðlilegt að spyrja hvort seta dóm- ara í ýmsum sjálfstæðum úrskurð- arnefndum eða stefnumótandi nefndum um lög- gjafarmálefni falli að störfum þeirra, því niðurstöður sjálfstæðra úr- skurðarnefnda væru oft bornar undir dómstóla. Björn sagðist vera í hópi þeirra sem teldu dóm- stóla verða að gæta sín á því að fara ekki inn á svið löggjafans í úrlausn- um sínum. Sumum þætti einnig að dómstólarnir þyrftu að hugsa sitt ráð varðandi framkvæmdavaldið. Tilefni þessara hugleiðinga sagði Björn vera svonefnda dómstólavæð- ingu, sem er í því fólgin að dómstólar feti sig inn á verksvið löggjafans. Björn sagði það verða æ algengara að um þessa þróun væri rætt á fjöl- þjóðlegum fundum dómsmálaráð- herra. T.d. hefðu verið samdar op- inberar skýrslur um þetta efni í Noregi og þróuninni lýst til að átta sig á því, hvort lýðræðislegir stjórn- arhættir væru á undanhaldi vegna hennar. Þá greindi Björn frá nýju frum- varpi til laga um öflun sönnunar- gagna vegna brota á lögum um hug- verkaréttindi. „Meginefni frum- varpsins snýr að því, að heimilt verði að afla sönnunargagna með leit, að undangengnum dómsúrskurði, hjá þeim, sem sætir grun um að hafa brotið gegn tilteknum hugverkarétt- indum,“ sagði Björn. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið er ekki sannfært um að skynsamlegt hafi verið að leggja niður starf dóm- arafulltrúa, að sögn Björns. Í stað þeirra komu aðstoðarmenn, sem hafa ekki heimildir til afgreiðslu mála. Björn kvaðst hafa ákveðið að leggja fram frumvarp í vetur og verði það að lögum geti dómstjórar falið aðstoðarmönnunum ýmis verk- efni sem eitt sinn voru í höndum dómarafulltrúa. Björn sagði fjölmiðla hafa meiri áhuga á því nú en áður sem gerist í dómsölum víða um landið. Hann sagði gagnrýni á störf dómara vegna úrslita mála koma úr ólíklegustu átt- um. „Allt réttarkerfið er meira undir smásjá en áður og stundum er ástæða til að undrast, hvað lögmenn og aðrir löglærðir álitsgjafar eru hvatvísir í yfirlýsingum, án þess að endilega sé leitast við að færa laga- rök fyrir því, sem sagt er.“ Björn sagði styrk réttarkerfisins felast í því að þar væri tekist á með lagarökum. Þau ætti að nota til að skýra gang mála fyrir almenningi, en ekki hrapa að niðurstöðum sem væru til þess eins fallnar að draga úr nauðsynlegu trausti gagnvart horn- steinum réttarríkisins. „Að krefjast afsagnar eða úthrópa opinbera emb- ættismenn vegna þess að dómstólar eru ekki sammála þeim um túlkun laga eða aðferðafræði er að sjálf- sögðu fráleitt,“ sagði Björn. Spurning um hæfi dómara til að túlka eigin lagasmíðar Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Björn Bjarnason TÍMARITIÐ Hér og nú, sem gefið er út af 365 Prentmiðlum, birti í vikunni ljósmyndir sem teknar voru í leyfis- leysi af læstri vefsíðu. Efni myndanna var sumarfrí Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns, sjónvarpsmann- anna Sverris Þórs Sverrissonar og Auðuns Blöndal ásamt fleiri vinum og vinkonum þeirra félaga. Ábyrgðar- maður Hér og nú er Mikael Torfason. Auðunn Blöndal segist alls ekki sáttur við framkomu blaðamanns Hér og nú, en vilji fólksins til að mynd- irnar yrðu ekki birtar hafi skýr. Hér hafi klárlega verið brotið á einkalífi viðkomandi. „Þeir fara þarna inn á læsta heimasíðu og taka þaðan mynd- ir og birta þær án okkar samþykkis,“ segir Auðunn. „Við höfðum engan áhuga á að birta þessar myndir og ég sagði blaðamanni það. Þeir virtu það ekki og birtu þær engu að síður.“ Vilja eiga sitt einkalíf Auðunn segir augljóst að myndirn- ar voru einkamyndir og hér hafi verið um þjófnað á þeim að ræða. „Það þarf lykilorð til að fara inn á síðuna, sem ætti nú að gefa til kynna að viðkom- andi vill ekkert að allir séu að skoða hana,“ segir Auðunn og bætir við að þeir verði að fá að eiga sitt einkalíf. „Ég veit að við erum þjóðþekktar per- sónur og það er allt í lagi að fjalla um okkur ef við erum á einhverjum uppá- komum eða árshátíðum. En þegar það er farið að stela myndum af læst- um heimasíðum, þá er það ekki í lagi.“ Auðunn segist ekki viss um hvað ferðafélagarnir geri í þessu máli, en þeir ætli að kanna rétt sinn. Hér og nú birtir á þriðja tug mynda af einkalífi Birtu mynd- ir í óþökk eigenda HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yf- ir manni sem grunaður er um smygl á verulegu magni af fíkniefnum til landsins með póstsendingum. Sætir hann gæsluvarðhaldi til 4. nóvem- ber. Kona sem einnig sætti gæslu- varðhaldi vegna málsins er hins vegar laus úr haldi. Hún vann á pósthúsi og er grunuð um að vera samverkamaður hans í málinu. Rannsókn heldur áfram hjá lögregl- unni í Reykjavík. Situr áfram í gæslu vegna fíkniefna MIKIÐ er gott að geta setið í hlýj- unni innandyra og notið þess að horfa á bæjarlífið fyrir utan gluggann meðan verið er að dúlla í hárinu á manni. Þetta gæti stúlkan verið að hugsa sem ljósmyndari Morgunblaðsins sá tilsýndar í bak- sýnisspeglinum þegar hann var á ferð um Ísafjörð nýverið. Morgunblaðið/RAX Horft á bæjarlífið ♦♦♦ MÁL Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn Jóni Ólafs- syni fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur, þar sem krafist er endur- upptöku meiðyrðamáls Jóns gegn Hannesi sem dæmt var í Bretlandi í haust, var tekið fyr- ir í héraðsdómi í gær. Hannes Hólmsteinn er sókn- araðili málsins og flytur Heimir Örn Herbertsson hdl. málið fyrir hann. Fyrir hönd varnar- aðilans Jóns Ólafssonar krafð- ist Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. frávísunar málsins. Mál- flutningur um frávísunarkröf- una fer fram 7. nóvember fyrir héraðsdómi. Krafist er frávís- unar á grundvelli þess að frest- ir sóknaraðila á grundvelli Lugano-samningsins til að leita til dómstóla séu runnir út. Krefst endur- upptöku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.