Morgunblaðið - 29.10.2005, Side 26

Morgunblaðið - 29.10.2005, Side 26
Akureyri | Ekkert lát er á leið- indum í veðrinu norðan heiða og nú hafa íbúar annarra lands- hluta einnig fengið sinn skammt af óveðri, með tilheyrandi ófærð og seinagangi í umferðinni. Veðrið á þessu hausti hefur ver- ið sérlega leiðinlegt víða um land og ekkert lát virðist þar á. Þetta ástand fer oft í taugarnar á fullorðna fólkinu en börnin láta sér fátt um finnast og halda áfram að brosa sínu breiðasta. Börnin á leikskólanum Trölla- borgum létu veðrið ekki á sig fá og léku sér í snjónum á leik- skólalóðinni í gærmorgun. Þau voru jafnframt sammála um það að það væri ekkert að veðrinu, enda voru þau klædd miðað við aðstæður. Morgunblaðið/Kristján Börnin alltaf jafnsátt Óveður Akureyri | Árborg | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gerð skuli jarðgöng framhjá einum hættuleg- asta kafla vegarins um Óshlíð hefur vakið mikla umræðu meðal bæjarbúa í Bolung- arvík. Göngin sem ákveðið er að gerð verði á næsta ári verða um 1.200 metra löng þar sem sneitt er framhjá þeim hluta Óshlíð- arvegar sem liggur um svokallaðar skriður, en á þann vegarkafla hefur verið óvenju- lega mikið grjóthrun í haust. Bolvíkingar fagna þessari ákvörðun enda staðfestir hún það að Óshlíðarvegur, sem er eina vega- sambandið við byggðarlagið, sé það hættu- leg akstursleið að bregðast verði fljótt við þeirri náttúruvá sem þarna getur orðið.    Skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um þessa lausn í samgöngumálum Bolung- arvíkur. Fréttaritari heyrir á fólki hér á staðnum að það telur að nauðsynlegt sé að skoða fleiri kosti til jarðgangagerðar sem komi þá í staðinn fyrir akstursleiðina um Óshlíð. Uppi hafa verið hugmyndir um göng frá Syðridal í Bolungarvík og í Tungudal í Skutulsfirði. Síðastliðinn vetur var að frumkvæði Pál- ínu Vagnsdóttur, íbúa í Bolungarvík, hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem um 1.500 manns skrifuðu undir kröfu um jarðgöng milli Bolungarvíkur og Ísafjarð- ar. Ekki var með þessum undirskriftum verið að vísa til þess hvar göng ættu að koma heldur vekja athygli á því að gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarð- ar yrði að vera með þeim hætti að varanleg lausn fengist á vegasambandinu milli þess- ara þéttbýlisstaða.    Mötuneyti hefur tekið til starfa við Grunnskóla Bolungarvíkur og stendur skólabörnum til boða heitur matur í hádeg- inu á starfstíma skólans. Til að byrja með fer eldamennska fram í félagsheimilinu Víkurbæ og er matur fluttur þaðan í skól- ann, en til stendur að setja upp eldhús í húsnæði grunnskólans á næstu mánuðum. Þessari nýbreytni hefur verið afskaplega vel tekið og almenn ánægja meðal nem- enda með þann mat sem fram er borinn. Sem og að verði matarins er mjög stillt í hóf. Úr bæjarlífinu BOLUNGARVÍK EFTIR GUNNAR HALLSSON FRÉTTARITARA Sönghópurinn Sálubót og nemendur Tónlistarskól- ans á Laugum. Þá verður einnig dansatriði undir stjórn Soffíu Drafnar Snæbjörnsdóttur, nem- anda skólans. Í sal gamla skóla verður sýning á munum úr sögu skólans. Barnamyndin Óskar og Jósefína verður Fagnað verður 80ára afmæli skóla-halds að Laugum í Reykjadal með dagskrá þar á sunnudag, 30. októ- ber, en hún hefst kl. 14. Valgerður Gunn- arsdóttir skólameistari setur dagskrána, en síðan flytja ávörp Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Ís- lands, Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis, og Ingólfur Sigfússon, for- seti Nemendafélags Fram- haldsskólans á Laugum. Þá mun Helga Erlings- dóttir minnast fyrstu skólastjórahjóna Lauga- skóla. Flutt verður tónlist, en fram koma Pálmi Gunnarsson, Mannakorn, sýnd í kvikmyndasal í Þróttó kl. 14 og 16 og í Dvergasteini verður sýn- ing á ljósmyndum úr sögu skólans. Hús skólans verða opin og boðið upp á veitingar í mötuneyti frá kl. 16 til 20. Um kvöldið verða tónleikar með hljómsveitinni Manna- korn. Morgunblaðið/Einar Falur Heim að Laugum Ragnar Ingi Að-alsteinsson orti íflugvél Ómars Ragnarssonar á leið á hagyrðingakvöld: Upp skal klífa enn á ný og ekki mun ég leyna því að magafiðring fæ ég oft er Frúin er komin upp í loft. Sigurjón V. Jónsson var í vélinni og orti: Tekur sér á Frúnni far ferðast í gríð og ergi Ómar hann er allsstaðar en oftast bara hvergi. Soraklám menn sífellt þrá sem að fyrr er getið við fjórir vorum frúnni á nú fer sú mynd á Netið. Fjórir saman flugum greitt fannst ég þó raunamæddur þarna orti ég ekki neitt af því að ég var hræddur. Heyrði ég í hringli lykla hugði það Pétur í dyrunum hélt þetta væri móðan mikla og mátaði vængi í huganum. Enn af flugi Ómars pebl@mbl.is Djúpivogur | Sveitarstjórn Djúpavogs- hrepps telur að brýnt sé að samgönguyf- irvöld hefji nú þegar nauðsynlega rann- sókna- og undirbúningsvinnu vegna jarðganga milli Álftafjarðar og Lóns, með það að markmiði að slíkri lausn verði fund- inn staður sem fyrst í samgönguáætlun. „Undirstrikað er í þessu sambandi, að ásættanlegt öryggi verður seint tryggt á annan hátt á vegarkaflanum um og við Þvottár- og Hvalnesskriður, því auk hættu á skriðuföllum og grjóthruni, eru ofsaveð- ur alkunn á þessum slóðum t.d. í svonefnd- um Hvaldal,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Hún telur hins vegar mjög brýnt að sér- stakt fé verði markað strax í endurbætur á þessum vegarkafla til að tryggja nauðsyn- legt öryggi vegfarenda, starfsmanna Vega- gerðarinnar og annarra er vinna að við- haldi og opnun vegarins, þegar hann lokast eða verður illfær. Hvetur sveitarstjórnin því þingmenn og samgönguyfirvöld til að tryggja það fjár- magn, er til þarf fram að því að varanlegar úrbætur hafa verið unnar með jarðganga- gerð, enda er það samdóma álit þeirra, er hafa unnið að viðhaldi á veginum um Þvott- ár- og Hvalnesskriður um árabil og gjör- þekkja allar aðstæður á svæðinu að ekkert annað en jarðgöng geti tryggt öryggi á þessum vegarkafla. Í sama streng hafa tekið þeir, er nota veginn mikið, m.a. vöru- flutningabílstjórar. Brýnt að fá strax fé í endurbætur Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar fjallaði á fundi sínum í vikunni um þá stöðu sem uppi er í sameiningarmálum sjö sveit- arfélaga í sýslunni og þá sérstaklega það atriði hvernig takast skyldi á við stöðuna ef sameining yrði samþykkt í a.m.k. tveimur af þeim fjórum sveitarfélögum þar sem kosið verður aftur. Samþykkt var samhljóða að ítreka bók- un frá því í síðastliðnum mánuði. Var eft- irfarandi bókun um málið samþykkt sam- hljóða: Varðandi sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu. „Jafnframt vill bæjar- stjórnin láta í ljósi þá skoðun sína að ef úr- slit í seinni umferð sameiningarkosning- anna sem fram fara þann 5. nóv. n.k. veita sveitarstjórnum heimild til sameiningar sveitarfélaga án frekari kosninga sé ein- boðið að nýta þá heimild. Lýsir bæjar- stjórn sig reiðubúna til viðræðna við aðrar sveitarstjórnir á svæðinu um slíka samein- ingu.“ Reiðubúin til sameiningar ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100 Emblaðu þetta ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.