Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
manns, en saumaklúbbinn P-pilluna
skipa hjúkrunarfræðingar, sem
voru samtíða í Hjúkrunarskóla Ís-
lands á árunum 1974 til 1977.
Ferðafélagarnir þurftu að vera í
svolítið góðu formi því það átti að
hjóla marga kílómetra í ferðinni
auk þess sem menn hugðust kynn-
ast borgarmenningu í Búdapest.
Helgi Benediktsson, hjúkr-
unarfræðingur hjá Heimahlynningu
Krabbameinsfélags Íslands, hefur
verið í saumaklúbbnum frá upphafi
og er þar með eini karlmaðurinn í
klúbbnum.
Helgi var fyrst spurður um tilurð
ferðarinnar. „Þetta er fyrsta utan-
landsferðin, sem saumaklúbburinn
ræðst í. Eins og gengur hefur verið
spáð og spekúlerað lengi og brugð-
um við á það ráð að safna í ferða-
sjóð. Tvær hjúkkur úr hópnum
komu svo með þá hugmynd að fara
í hjólaferð til Ungverjalands og
tókum við hin góðan tíma í að
hugsa málið. Við komumst í sam-
band við ræðismann Íslands í Ung-
verjalandi, Íslandsvininn Ference
Utassy, sem skipulagði hjólaferð
fyrir hópinn í kringum Balaton-
vatnið, sem er langstærsta stöðu-
vatn í Ungverjalandi. Vatnið er 77
km langt og mesta breidd er 12
kílómetrar.
Hjólin voru leigð á staðnum
– Hvernig var ferðatilhögunin?
„Flogið var frá Keflavík til Lond-
on með Iceland Express og þaðan
til Búdapest, höfuðborgar Ung-
verjalands, með Sky Europe. Þegar
þangað var komið, var farið beint
hótelið Club Tihany, fjögurra
stjörnu, sem stendur við Balaton-
vatnið, um 100 km frá höfuðborg-
inni. Þar átti að gista fyrstu nótt-
ina, en þangað áttum við eftir að
koma að nýju á fjórða degi að af-
lokinni hjólaferðinni. Hjólin voru
leigð á staðnum og einnig var hægt
MEÐLIMIR saumaklúbbsins P-
pillunnar og makar þeirra voru
mikið búnir að hlakka til utanlands-
ferðar, sem farin var í september
síðastliðnum til Ungverjalands.
Hópurinn samanstóð af átján
að fá leigða hjálma og hjólatöskur
ef menn vildu. Það er mjög láglent
við vatnið og hjólað var á hjólastíg-
um allan tímann. Alls voru um 275
km að baki þegar hjólaferðinni lauk
og voru leiðangursmenn ekkert að
kvarta yfir erfiði þar sem leiðin
þótti fremur létt. Aðeins var léttur
hjólafatnaður tekinn með í hjóla-
ferðina og annar farangur geymdur
á Club Tihany, sem var að heita má
okkar bækistöð. Gist var á þremur
öðrum hótelum við vatnið, þar af
voru tvö þriggja til fjögurra
stjörnu, en eitt var gamalt komm-
únistahótel, sem mátti muna sinn
fífil fegurri.
Mikil náttúrufegurð er á þessum
slóðum og greinilegt er að svæðið
laðar til sín marga ferðamenn að
jafnaði. Maður bregður sér hins-
vegar aldrei út fyrir landsteinana
öðruvísi en að hitta landann. Árni
Gunnarsson, fyrrverandi alþing-
ismaður, og Svavar Jónatansson,
ræðismaður Ungverjalands á Ís-
landi, eiga sumarhús við vatnið. Við
áttum mjög skemmtilega kvöld-
stund með þeim félögum og eig-
inkonum þeirra. Þeir buðu hópnum
vitanlega upp á ungverska gúll-
assúpu og leyfðu okkur að smakka
á eigin vínframleiðslu.
Veðrið var upp á sitt besta allan
tímann. Ef frá er talin mígandi
rigning fyrsta hjóladaginn, heilsaði
okkur sól og 25 stiga hiti hina dag-
ana með stafalogni. Hinsvegar voru
flugur að þvælast svolítið fyrir okk-
ur og voru margir í hópnum bitnir.
Við vorum svo séð að fá með okkur
leiðsögumann í hjólatúrinn sem
reyndist nauðsynlegur því fáir tala
ensku á þessum slóðum. Hún heitir
María Utassy og er systir ræð-
ismannsins, sem sá um alla skipu-
lagningu fyrir okkur.
Menningarferð í höfuðborgina
Eftir afslöppun á Club Tihany
eftir hjólatúrinn, var haldið til
Búdapest þar sem gist var á fimm
stjörnu hóteli, Hótel Atrium Sofitel,
í lúxusherbergjum með útsýni yfir
Dóná. „Ference ræðismaður fór
með hópinn í skipulagða skoð-
unarferð um borgina sem endaði
með tónleikum heima hjá vinafólki
hans, György Geiger trompettleik-
ara og Evu Maros hörpuleikara,
sem m.a. hafa gefið út geisladiska
og komið fram í Salnum í Kópavogi.
Næstu dögum eyddum við bara á
röltinu og drukkum í okkur menn-
ingu Ungverja. Meðal annars upp-
lifði ég ásamt tveimur öðrum bað-
menningu heimamanna sem gengur
út á heilsulindir af öllu tagi.“
– Hvernig er verðlagið?
„Í Ungverjalandi er bæði ódýrt
og gott að versla. Sér í lagi löð-
uðumst við að handbragði Ungverja
og keyptum dúka af öllum gerðum
og stærðum. Matur á veitinga-
húsum reyndist mjög góður og
gerðum við vel við okkur í þeim
efnum. Heimamenn virkuðu mjög
vinalegir og gestrisnir svo að ferð-
mönnum finnst þeir vera miklir au-
fúsugestir. Þrátt fyrir að hafa verið
svolítið efins um ágæti hjólaferðar
um Ungverjaland, stóð ferðin í alla
staði undir væntingum og gott bet-
ur,“ segir Helgi að lokum.
UNGVERJALAND | Saumaklúbburinn P-pillan hjólaði kringum Balaton-vatnið sem er stærsta stöðuvatn landsins
Gist á gömlu kommúnistahóteli
Þeir átján Íslendingar sem tóku þátt í hjólaferðinni til Ungverjalands leigðu sér hjól á staðnum og einnig vær hægt að fá leigða hjálma og hjólatöskur.
Ferja gengur yfir Balaton-vatnið. Handan þess sést í Club Tihany þar sem hópurinn hafði bækistöð.
Íslendingarnir Árni Gunnarsson og Svavar Jónatansson buðu öllum hópn-
um heim í sumarhúsið, sem þeir eiga í Ungverjalandi.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
www.clubtihany.hu
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Tökum einnig á móti hópum.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
frá 11.300
3 dagar í Danmörku
Opel Corsa eða sambærilegur
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
00
09
10
/2
00
5
Sími: 50 50 600
www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
( Afgr.gjöld á flugvöllum. )
Höfum allar stærðir bíla, 5 - 7 manna
og minibus 9 manna og rútur
með/án bílstjóra
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum - frá 2ja manna og
uppí 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni. Pantið núna fyrir
árið 2006 og greiðið staðfestingar-
gjald eftir áramót.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
Fylkir.is ferðaskrifstofa
sími 456-3745
Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum
sem ekki nýtur styrkja frá
opinberum aðilum.
Bílaleigubílar.
Sumarhús í
DANMÖRKU