Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „ÞETTA var mjög lærdómsríkt og maður skynjaði hvað maður ætti í raun gott að alast upp hér á Ís- landi. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að alast svona upp í hóp þar sem þú hefur engan sér- stakan sem hugsar einvörðungu um þig. Maður verður svo ótrúlega þakklátur fyrir það sem maður sjálfur hefur,“ segir Ásthildur Erlingsdóttir um reynslu sína af því að vinna á munaðarleys- ingahæli í Rúm- eníu síðasta sumar. Ásthildur og Örlygur Arnarson, bæði lækna- nemar á fjórða ári við læknadeild Háskóla Íslands, dvöldu í þrjár vik- ur sl. sumar í sitt hvorum rúm- enska bænum. Ásthildur dvaldi í Craiova sem er næststærsta borg Rúmeníu með um 300 þúsund íbúa og er í suðvestasta hluta landsins, á meðan Örlygur dvaldi í Cluj sem er í norðvesturhluta landsins. Var dvöl þeirra gerð fyrir tilstilli Sam- taka rúmenskra læknanema og dvöldu þau á stúdentagörðum ásamt fleiri læknanemum frá öðr- um löndum sem komin voru í sömu erindagjörðum. Afleiðing af stefnu Ceausescu „Ég vissi í rauninni ekkert við hverju ætti að búast né hvers væri raunverulega ætlast til af okkur áður en ég fór út,“ segir Ásthildur og tekur fram að hún hafi heimsótt hælið á hverjum degi í tvo til þrjá tíma í því skyni að vera með krökk- unum og leika við þá. „Því þetta er fyrst og fremst hugsað sem til- breyting fyrir krakkana.“ Að sögn Ásthildar bjuggu um 40 börn á munaðarleysingjahælinu á aldrin- um 9 ára til rúmlega 18 ára í ágúst þegar hún heimsótti hælið, en mun fleiri krakkar dvelja á hælinu á vet- urna, enda er sérskóli í næsta húsi sem mörg þeirra sækja. Segir hún flest barnanna hafa verið ýmist andlega eða líkamlega fötluð, en heimilið er sérlega ætlað fötluðum börnum. Ásthildur bendir á að þó talað sé um munaðarleys- ingjahæli þá eigi mörg barnanna á heimilinu foreldra á lífi, sem treysti sér hreinlega ekki til þess að ala önn fyrir þeim sökum fátæktar. „Munaðarleysingjar í Rúmeníu eru afsprengi af stjórnarstefnu Ni- colae Ceausescu einræðisherra fyr- ir byltingu sem miðaði að því að fólk eignaðist sem flest börn og sökum þessa voru bæði getnaðar- varnir og fóstureyðingar bannaðar þar til fólk hafði eignast fimm börn. Afleiðing þessa var að fólk gat ekki séð fyrir öllum börnum sínum þannig að það endaði óhugnanleg- ur fjöldi, jafnvel tugþúsundir barna, á hræðilegum stofnunum, þó síðan þá sé búið að senda mörg þeirra aftur heim til sín,“ segir Ást- hildur og bendir á að sum barnanna á hælinu þar sem hún vann heimsæki foreldra sína um hverja helgi á meðan önnur hitta þau kannski aðeins einu sinni eða tvisvar á ári. Þetta er eins og að vera stöðugt í frímínútum Aðspurð hvernig hælið hafi kom- ið henni fyrir sjónir sagði Ásthildur að við fyrstu sýn hafi það komið sér betur fyrir sjónir en hún hafði þor- að að vona miðað við þær frétta- myndir sem hún hafi séð frá rúm- enskum munaðarleysingjahælum á árum áður. „Það var allt snyrtilegt þó það það sem maður þekkir. M ur eiginlega ekki sett sig í að alast þarna upp, þar sem til fimmtán krakkar sam bergi og ekkert einkalíf né fyrir hendi í heldur óvistl þrúgandi aðstæðum. Þau í stórum barnahóp og ge dregið sig í hlé. Þetta er e væri einfalt og fátæklegt, eins og svo margt í Rúmeníu,“ segir Ást- hildur og tekur fram að fyrstu dag- ana hafi veðrið verið gott og börnin því getað verið úti í garði að leika sér og virtust una sér þar vel. „En svo þegar maður er búinn að vera þarna í nokkurn tíma þá slær það mann hvað þetta er allt öðruvísi en „Betri aðst ég þorði a Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Ásthildur (fyrir miðri mynd) ásamt börnum frá munaðarleysingj hönd, með bleiku derhúfuna, er Ana-Maria, 18 ára stúlka sem dv fæddist án framhandleggja. Hún er á leið til Danmerkur innan sk Á munaðarleysingjahælinu í Craiova dvöldust í sumar um fjörutí frá aldrinum 9 til 18 ára, en fleiri börn eru þar yfir vetrartímann Örlygur Arnarson læknanemi ásamt tveimur krökkum frá muna ingjahælinu í Cluj, sem sérlega er ætlað götubörnum bæjarins. Ásthildur Erlingsdóttir MÚTURNAR OG MÁLSTAÐURINN Fyrirtæki í 66 löndum eru bendl-uð við mútur í Írak í tengslumvið olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna á árunum 1996 til 2003 sam- kvæmt skýrslu óháðrar nefndar, sem rannsakaði málið. Í skýrslunni kemur fram að um 2.200 fyrirtæki hafi greitt íröskum stjórnvöldum mútur eða aðr- ar ólöglegar greiðslur, til dæmis ofan á uppgefið olíuverð, til að hreppa við- skipti í tengslum við áætlunina um ol- íu fyrir mat og greiddu þau samtals 1,8 milljarða dollara. Þetta er tæplega helmingur þeirra fyrirtækja, sem áttu að vera undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna vegna viðskipta þeirra við stjórn Íraks. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær eru dótturfyrirtæki Volvo í Brussel, þrjú dótturfyrirtæki Siemens í Þýskalandi, þýsk-banda- ríska bílafyrirtækið DaimlerChrysler, bandarísku olíufyrirtækin Bayoil og Costal Corp, rússneski olíurisinn Gazprom og dótturfyrirtæki rúss- neska olíufyrirtækisins Lukoil á með- al þeirra fyrirtækja, sem nefnd eru í skýrslunni. Segir í skýrslunni að SÞ hafi fljót- lega verið sagt frá kröfum Íraka um sérstakar greiðslur, en hvorki hafi verið brugðist við því í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna, né öryggis- ráðinu. Paul Volcker, formaður nefndarinn- ar og fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, gagnrýndi yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir spillinguna, sem kraumaði í kringum áætlunina um olíu fyrir mat. „Áætlunin hefði ekki verið svona gegnsýrð af spillingu ef Sam- einuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra hefðu stjórnað henni af kostgæfni,“ sagði Volcker. Írakar seldu olíu fyrir um 64 millj- arða dollara á meðan áætlunin var í gildi og sá franskur banki um fjár- málahliðina. Hann mun ekki hafa látið SÞ vita af öllu, sem fram fór í við- skiptunum. Írakar hygluðu sérstak- lega fyrirtækjum í Rússlandi, Frakk- landi og Kína í olíuviðskiptunum. Þessi þrjú ríki hvöttu til þess að við- skiptabanninu, sem þá var í gildi gagnvart Írökum, yrði aflétt að fullu. Allt þetta mál er áfall fyrir Samein- uðu þjóðirnar, sem létu undir höfuð leggjast að hafa strangt eftirlit með því, sem fram fór í olíuviðskiptunum. Spillingin í kringum áætlunina um ol- íu fyrir mat er vatn á myllu þeirra, sem halda því fram að Sameinuðu þjóðirnar séu óvirk og óhæf stofnun. Áætlunin var byggð á mannúðarsjón- armiðum og tilgangurinn með henni var að gefa Írökum kost á að afla fjár til að kaupa sér ýmsar nauðsynjar. Írökum tókst hins vegar að misnota þessa áætlun með herfilegum afleið- ingum, ekki síst vegna þess að þeir fengu því framgengt að þeir mættu sjálfir ákveða við hvaða einstaklinga og fyrirtæki þeir myndu skipta. Þessi spilling ber því einnig vitni að ekki var allt í sem sýndist í umræðunni um að aflétta viðskiptabanninu á Íraka og greinilegt að í ýmsum tilfellum bjuggu annarlegir hagsmunir að baki. Að sama skapi er ástæða til að ætla að ekki hafi allir talað af heilindum þegar þeir með háleitum rökum lögðust gegn því að ráðist yrði inn í Írak um leið og þeir áttu í ábatavænlegum við- skiptum, sem stefnt var í hættu. STAÐAN Í VARNARMÁLUM Síðustu daga hafa birtzt misvísandifréttir um stöðu mála í viðræðum við Bandaríkjamenn um framkvæmd varnarsamningsins á milli þessara tveggja þjóða. Í því sambandi er mikilvægt að bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar átti sig á þeim gömlu sannindum, að ekki er allt sem sýnist í Washington. Utanríkisráðuneytið hefur haft sínar skoðanir á framtíð varnar- stöðvarinnar, varnarmálaráðuneytið aðra skoðun og Hvíta húsið heggur á hnútinn. Það er auðvelt að misstíga sig í þessum frumskógi. Í viðræðum Bush Bandaríkjafor- seta og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, var komizt að nið- urstöðu um að þotur varnarliðsins yrðu hér áfram. Hins vegar mundu Íslendingar taka meiri þátt í kostn- aði við rekstur varnarstöðvarinnar. Ekki var hins vegar gengið frá því hver sú kostnaðarþátttaka yrði. Í viðræðum nú hljótum við að halda Bandaríkjamönnum við þetta grundvallaratriði: það eina sem á eft- ir að semja um er hver þátttaka okk- ar í kostnaði á að vera. Við Íslendingar erum nú í hópi rík- ustu þjóða heims. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við tökum þátt í þeim kostnaði, sem því er samfara að tryggja öryggi lands og þjóðar. En það er líka eðlilegt að Bandaríkja- menn sjálfir taki þátt í að viðhalda þeirri stöðu á Keflavíkurflugvelli að varnarstöðina megi virkja með skömmum fyrirvara ef Bandaríkja- menn eða Atlantshafsbandalagið í heild þurfa á að halda. Um þessa kostnaðarskiptingu hljóta viðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna að snúast þegar hér er komið sögu. Bush er enn for- seti Bandaríkjanna. Núverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna tók virkan þátt í samtölum Bush og Dav- íðs Oddssonar. Donald Rumsfeld var þá varnarmálaráðherra og hlaut að kyngja ákvörðun Bush fyrir ári og hann er enn varnarmálaráðherra. Sama fólkið er í lykilstöðum nú eins og fyrir ári og engum dettur í hug að Bandaríkjaforseti gangi á bak orða sinna í samskiptum við nána vinaþjóð til sextíu ára. Það var aldrei tilgangur og mark- mið með komu varnarliðsins hingað að við Íslendingar högnuðumst á veru þess. Að svo skyldi verða er okkur ekki til sóma en það er önnur saga, sem ekki verður farið út í nú. Um afstöðu Morgunblaðsins til þess má lesa í forystugreinum blaðsins fyrir einum og hálfum áratug og þar var talað tæpitungulaust. Fyrir meira en hálfri öld vorum við fátæk þjóð og gátum ekki tekið þátt í þeim kostnaði sem var samfara því að tryggja öryggi landsins og gerast aðilar að varnarbandalagi frjálsra þjóða. Nú getum við það og eigum að gera það með reisn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.