Morgunblaðið - 29.10.2005, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 43
UMRÆÐAN
HINN 24. október sl. var
kvennafrídagurinn endurvakinn en
þá voru 30 ár liðin frá
því konur tóku sér frí
og söfnuðust saman á
baráttufundi á Lækj-
artorgi. Konur voru
hvattar til að leggja
niður störf kl. 14.08
en þá hafa þær unnið
fyrir launum sínum, ef
litið er til þess að at-
vinnutekjur kvenna
eru 64,15% af at-
vinnutekjum karla.
Markmið fundarins nú
voru þau sömu og fyr-
ir 30 árum að sýna
fram á verðmæti vinnuframlags
kvenna fyrir íslenskt atvinnulíf.
Skemmst er frá því að segja að
þátttakan sl. mánudag fór fram úr
björtustu vonum og er mikilvægur
vitnisburður um samtakamátt
kvenna. Samstaða kvenna á
kvennafrídeginum fyrir 30 árum
hafði mikil og góð áhrif á jafnrétt-
isbaráttuna og það er alveg ljóst
að margt hefur áunnist á þeim 30
árum sem liðin eru frá fyrsta
kvennafrídeginum, konur láta til
sín taka á öllum sviðum mannlífs-
ins og jafnræði innan veggja heim-
ilanna er miklu meira en það var
fyrir 30 árum. Þrátt
fyrir að margt hafi
breyst til batnaðar
varðandi stöðu kynj-
anna er enn töluvert í
land að konur njóti
fulls jafnréttis á við
karla. Kynbundinn
launamunur mælist
enn töluverður og er
það óþolandi ástand
að konur og karlar
skuli enn ekki fá
greidd sömu laun fyrir
jafnverðmæt og sam-
bærileg störf líkt og
jafnréttislöggjöfin kveður á um.
Launmisrétti er ekki einkamál
þeirra einstaklinga sem fyrir því
verða heldur verður samfélagið í
heild sinni að taka á þessu meini. Í
því sambandi er mikilvægt að at-
vinnurekendur setji sér skýr mark-
mið og leiðir til að uppræta kyn-
bundinn launamun á vinnustöðum.
Árið 2001 lét jafnréttisnefnd Hafn-
arfjarðarbæjar vinna fyrir sig
könnun á launum karla og kvenna
sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ.
Niðurstöður þeirrar könnunar
sýndu kynbundinn launamun á
heildarlaunum starfsmanna, án
kennara, upp á 12,3%. Frá þeim
tíma hefur verið unnið að því að
uppræta kynbundinn launamun og
þá einkum með innleiðingu starfs-
mats vegna flestra starfa hjá bæn-
um. Óformlegar launakannanir inn-
an Hafnarfjarðarbæjar á síðustu
misserum gefa þó ákveðna vís-
bendingu um að enn sé óútskýrður
launamunur á milli kynjanna hjá
Hafnarfjarðarbæ. Af þeirri ástæðu
ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar á
fundi sínum 25. október sl. að
koma á fót starfshópi sem er ætlað
það hlutverk að fara kerfisbundið í
gegnum launakerfi bæjarins til að
kanna hvort þar sé að finna kyn-
bundinn launamun vegna sambæri-
legra starfa og ef um slíkt er að
ræða að leggja fram tillögur um
leiðir til að útrýma þeim mun.
Starfshópurinn skal skila grein-
argerð og tillögum fyrir lok árs
2005. Bæjarstjórnin samþykkti
jafnframt að unnin skyldi önnur
heildstæð launakönnun á meðal
starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar á
árinu 2006. Það er von mín að með
þessum aðgerðum náum við að
vinna endanlega bug á kynbundn-
um launamun hjá Hafnarfjarðarbæ
á næstu misserum.
Útrýmum kynbundnum launamun
Lúðvík Geirsson skrifar um að-
gerðir til að uppræta launamun
kynjanna hjá starfsfólki Hafn-
arfjarðarbæjar
’Það er von mín að meðþessum aðgerðum náum
við að vinna endanlega
bug á kynbundnum
launamun hjá Hafn-
arfjarðarbæ.‘
Lúðvík Geirsson
Höfundur er bæjarstjóri
í Hafnarfirði.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerðin
hafnar hagstæðasta tilboði í flug-
vallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru sam-
an fjórir valkostir fyrir nýjan inn-
anlandsflugvöll.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan siðblindan
mann fyrri tíma má nefna Rocke-
feller sem Hare telur einn spillt-
asta mógúl spilltustu tíma...
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Gísli Freyr Valdorsson styður
Kjartan Magnússon í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Leifur Helgason og Viðar Hall-
dórsson styðja Jón Kr. Óskarsson
í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði. Heimir L. Fjeldsted
styður Kjartan Magnússon í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Sturlaugur Þor-
steinsson styður Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar