Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Örn Einarssonfæddist í
Reykjavík 31. des-
ember 1947. Hann
lést af slysförum
hinn 20. október
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Kristínar Þ. Otte-
sen og Einars Sig-
urðssonar. Systir
Arnar er Þorbjörg,
gift Páli Þórðarsyni
og eiga þau þrjár
dætur, þau eru bú-
sett í Reykjavík.
Örn hóf 1968 sambúð með Sig-
ríði Númadóttur, f. 30. janúar
1948, á Miðgarði í Stafholtstung-
um. Foreldar Sigríðar voru Númi
Þorbergsson og Marta María
Þorbjarnardóttir. Börn Arnar og
Sigríðar eru: 1) Guðrún, f. 28.6.
1968, dóttir hennar er Sara
Böðvarsdóttir, f. 29.11. 1994. 2)
Þórdís, f. 15.3. 1976, maki Sig-
urþór Kristjánsson, dóttir þeirra
er Sif, f. 13.8. 1997. 3) Einar Örn,
f. 21.8. 1980, maki Dagmar Mýr-
dal Harðardóttir, sonur þeirra er
Örn, f. 26.4. 2005. 4) Sigríður, f.
4.10. 1983, maki
Davíð Sigurðsson,
sonur þeirra er
Kristófer Daði, f.
6.4. 2004.
Örn ólst upp hjá
foreldrum sínum að
Miðgarði. Örn og
Sigríður hófu bú-
skap að Miðgarði
1968. Örn stundaði
sjómennsku tíma-
bundið með bú-
skapnum. Örn og
Sigríður hættu
fjárbúskap haustið
1999 og hóf Örn sjálfstæðan
rekstur sem girðingarverktaki
vorið 2000 og stundaði það til
hinsta dags. Örn tók virkan þátt
í sveitastjórnarmálum og var lið-
tækur bridge spilari. Örn var
alla sína tíð mikill hestamaður og
hafði það markmið í ræktun
sinni að rækta hinn fullkomna
reiðhest, öskuviljugan, taumlétt-
an, þýðgengan töltara og rúman
á skeiði.
Útför Arnar fer fram frá
Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn. Aldrei bjóst ég
við því að þú yrðir tekinn svona
snemma og snögglega frá okkur.
En þó hefði ég aldrei viljað breyta
neinu í sambandi við stundir okkar
saman. Lífið verður mjög erfitt án
þín en við verðum bara að vera
sterk og halda áfram. Eins og þú
sagðir alltaf, „þetta er bara búið og
gert og það verður bara að hafa
það“. Við áttum óteljandi góðar
stundir saman og oft var mikið hleg-
ið og gert grín. Manstu hvað við
hlógum mikið þegar við Davíð vor-
um að gefa í lambahúsinu og Davíð
datt í gegnum jötugólfið, ég nánast
hljóp heim til að segja þér þetta og
við hlógum þangað til tárin runnu
niður kinnarnar. Ég veit að þessi
saga er ekki viðeigandi en ég man
þegar við vorum í Kaupfélaginu og
Númi afi var nýdáinn og það kom
maður til okkar og sagðist sam-
hryggjast okkur, nema hvað að þú
varst eitthvað annars hugar og
sagðir hátt og snjallt, „þakka þér
kærlega fyrir og sömuleiðis“. Ég
man að ég átti mjög erfitt með að
halda andlitinu þangað til að við vor-
um komin út, þá fórstu að tala um
hvað maðurinn var skrítinn á svip-
inn og hvað hann hlyti að hafa tekið
dauða Núma afa nærri sér. Ég sagði
þér hvernig þú hafðir svarað honum
og við hlógum nánast alla leiðina
heim. Þessar sögur eru bara brota-
brot af öllum okkar góðu stund-
um,og langt frá því að vera þær
fyndnustu. Við hlógum svo mikið
saman, varla leið sá dagur að við
náðum ekki eitthvað að grínast sam-
an. Við riðum nú mikið út saman,
pabbi minn, og þú kenndir mér allt
sem ég kann í sambandi við hesta.
Ég mun alltaf bera mikla virðingu
fyrir þér elsku pabbi og ég mun allt-
af virða þínar skoðanir. Ég mun
sakna þín svo mikið og það mun
vera mjög erfitt að geta ekki leitað
til þín með vandræðin, eins og þegar
ég fékk ekki inni í skólanum í haust
og þú keyrðir bara út á Akranes og
talaðir við skólastjórann og komst
svo til mín í apótekið og sagðir mér
að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
skólanum meir, það væri búið að
redda þessu. Svona varstu pabbi
minn, þú gerðir allt fyrir mig og
stóðst alltaf við bakið á mér.
Núna skaltu ríða út, hafa gaman
og spila bridge í himnaríki þangað
til að ég kem, við hittumst aftur og
förum í skeiðkeppni, hlæjum og höf-
um gaman.
Kveðja
Sigríður Arnardóttir.
Jæja, pabbi gamli, hér skiljast
leiðir. Ég er svo þakklátur fyrir
sumrin sem við höfum eytt saman
síðastliðin fjögur ár. Það var svolítið
merkilegt með okkur að við vorum
yfirleitt aldrei sammála um hvernig
best væri að gera hlutina í upphafi
verks, en þegar á leið enduðum við
alltaf á sömu línu og gilti þá einu
hvor okkar hafði haft rétt fyrir sér í
upphafi. Við áttum líka margar góð-
ar stundir upp á Arnarvatnsheiði í
girðingatúrunum og þó svo ekki
færi nú mikið fyrir hestaáhuganum
hjá mér kom það ekki að sök.
Ég er mjög þakklátur fyrir að þú
náðir að kynnast nafna þínum, hann
líkist þér meira og meira með hverj-
um deginum sem líður, sú stund
kemur að hann spyr um afa sinn og
þá mun ekki skorta sögurnar af þér.
Ég vona að þér líði vel hvar sem þú
ert og ég veit að þú vakir yfir okkur.
Þú skilur eftir þig stórt skarð í lífi
okkar allra, skarð sem aldrei verður
hægt að fylla í, það er sagt að tíminn
lækni öll sár en ég veit að ég mun
aldrei gleyma þér, pabbi minn.
Einar Örn Arnarson.
Ég trúði þessu ekki þegar Sigga
hringdi í mig og sagði mér að þú
værir farinn. Þá fór ég að rifja upp
stundirnar sem við áttum saman.
Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti
þig fyrst á Geirmundarballi í Borg-
arnesi og þú sagðir að þér litist bara
vel á mig vegna þess að ég var ekki
hærri en þú.
Ég man líka síðustu stundina sem
við áttum saman þegar við vorum í
skúrnum að ganga frá kjötinu, sú
stund er mér afar kær og er ég
mjög þakklát fyrir hana. Ekki hefði
mig grunað að það yrði í síðasta
skipti sem ég myndi sjá þig. Alltaf
gat maður leitað til þín ef mann
vantaði ráð eða hjálp.
Örn, ég kveð þig með mikilli sorg
í hjarta og miklum söknuði en eins-
og sagt er þeir deyja ungir sem guð-
irnir elska.
Dagmar Mýrdal Harðardóttir.
„Ertu komin tuðran þín.“
Þetta var venjulega það fyrsta
sem þú sagðir við mig þegar ég kom
inn um dyrnar í Miðgarði og skipti
þá engu hvort ég var bara barn eða
langt komin á þrítugsaldurinn. Þú
sast inni í eldhúsi, með neftóbaks-
baukinn í annarri hendinni, vasa-
klútinn í hinni og tuggðir á þér vör-
ina á meðan þú spurðir frétta að
sunnan.
Allt frá því ég var krakki og vel
fram á fullorðinsár var ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að koma í
Miðgarð til ykkar Siggu um leið og
sauðburður byrjaði á vorin. Hjá
ykkur dvaldi ég svo í góðu yfirlæti
fram á haust, ásamt því að koma til
ykkar öll páskafrí og áramót. Þetta
var alveg frábær tími og flestar
æskuminningar mínar tengjast þér
og Miðgarði á einn eða annan hátt.
Ég man að einu sinni fórum við
Þórdís með þér að Kaðalsstöðum og
á meðan þú spjallaðir við Steina
heitinn, klifruðum við og lékum okk-
ur á hestakerrunni á hlaðinu. Svo
datt Þórdís á beislið á kerrunni og
fékk gat á hausinn. Þú hlóst alltaf
jafn mikið að því þegar þú varst að
segja okkur frá þessu, hvað ég grét
hátt og mikið þegar þetta gerðist,
því til þess að þú kæmist með Þór-
dísi til læknis í Borgarnesi, varðstu
fyrst að fara með mig heim í Mið-
garð.
Þú varst yfirleitt alltaf í góðu
skapi, gerðir grín og gast séð
spaugilegu hliðarnar á hlutunum en
þú áttir það nú líka til að bölva
hressilega ef hlutirnir gengu ekki
alveg eins fyrir sig og þeir áttu að
gera að þínu mati.
Ég sagði þér oft að þú værir
uppáhalds frændi minn og þú verð-
ur það um ókomin ár, þótt mér hafi
samt oftar fundist ég vera eins og
eitt af börnunum frekar en litla
frænka þín.
Söknuðurinn er sár, en minning-
arnar margar og mun ég geyma
þær í hjarta mínu á meðan ég lifi.
Ég kveð þig, elsku Öddi minn,
með þessum línum úr Hávamálum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
þín,
Arna.
Í æskuminningu okkar systranna
var bara til ein sveit og þar bjuggu
Öddi frændi, Sigga, afi og frænd-
systkini okkar. Í sveitinni var oftast
líf og fjör og þó sérstaklega í kring-
um heyskap og réttir en það þótti
okkur skemmtilegasti tími ársins.
Við sviplegt fráfall Ödda gerir mað-
ur sér grein fyrir hvað lífið er hverf-
ult og erfitt er að koma hugsunum á
blað. Við viljum minnast glaðbeitts
manns sem gat auðveldlega séð
spaugilegar hliðar á ýmsum málefn-
um og rekið upp hrossahlátur af
minnsta tilefni. Öddi var einstakt
góðmenni og alltaf tilbúinn að að-
stoða þá sem þess þurftu. Hann las
mikið, var vinnuþjarkur, mikill mat-
maður og listakokkur. Okkur systr-
um þótti til dæmis merkilegt að
karlmaður gæti gert svona góðar
sósur og hann kunni meira að segja
að gera karamellur sem á okkar
mælikvarða var sko toppurinn.
Undanfarin ár hefur ferðum okk-
ar í sveitina fækkað og samskiptin
að sama skapi minnkað. Þrátt fyrir
það mun Öddi frændi alltaf eiga sér-
stakan sess í huga okkar og við
kveðjum hann með söknuði.
Því senn er árið á enda runnið.
Og ótalmargs er að sakna.
Liðin augnablik aldrei framar
af eilífðarsvefninum vakna.
Þau hurfu sum eins og hvítir svanir
með hljóðnandi söng í geiminn.
En skugginn og bergmálið eitt varð eftir
af öllu, sem kvaddi heiminn.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Sigrún og Kristín.
Í minningu vinar og frænda.
Sem ungur drengur átti ég því
láni að fagna að hafa sveitavist hjá
frænku minni, Kristínu, og Einari í
Miðgarði á árunum 1963–1966. Vist-
in í Miðgarði var góður skóli fyrir
ungan dreng og í dag bý ég vel að
þeirri reynslu. Í Miðgarði var mér
treyst til ábyrgðarstarfa og hlaut ég
að launum bæði hvatningu og lof
auk þess að fá ótrúlega gott að
borða. Í sveitinni breyttist matvand-
ur strákur af mölinni í pattaralegan
ungling á skömmum tíma.
Obba og Öddi, frændsystkini mín
í Miðgarði, tóku mér vel og Örn
frændi kenndi mér að veiða á stöng,
umgangast hesta og pínulítið að rífa
kjaft. Minnisstæðir eru mér reiðtúr-
ar á hestamannamót í Faxaborg þar
sem sungnar voru hestavísur af
hjartans lyst. Í fallegri sveit var
Norðurá sundriðin og klárarnir tóku
á skeið á árbökkunum. Öddi var
bæði skemmtilegur og yndislega
stríðinn og þrátt fyrir aldursmun á
okkur frændunum reyndist hann
mér góður vinur. Hann tók mig með
norður yfir heiðar í skemmtiferð
með ungmennafélaginu þar sem
tjaldað var og gist í Vaglaskógi.
Lengi var þessi ferð í minnum höfð
hjá okkur frændunum. Örn var mik-
ill áhugamaður um hesta og góður
reiðmaður. Hann var laginn við
tamningar og unun að sjá hann um-
gangast hestana. Það er eftirsjá í
góðum dreng, kæri frændi og vinur,
þakka þér vinskap þinn og góðar
stundir.
Kristín frænka, Einar, Sigríður
og börn, ykkur sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ísleifur Ottesen.
Hann Örn vinur minn er látinn.
Ég bara trúi þessu ekki, sagði ég við
konuna mína þegar hún hringdi í
mig og sagði mér að Örn, minn góði
vinur frá barnæsku, væri látinn.
Maður í blóma lífsins hrifinn á brott
frá fjölskyldu og vinum.
Mikill samgangur var alltaf á milli
Miðgarðs og Bakkakots. Oft gistum
við hvor hjá öðrum þegar við vorum
litlir og þá var margt brallað.
Örn var virkur í félagsmálum, var
lengi í Ungmennafélagi Stafholts-
tungna og aðalhvatamaður að stofn-
un Björgunarsveitarinnar Heiðars.
Við vorum mörg ár spilafélagar í
Bridsfélagi Borgarfjarðar og saman
unnum við marga sæta sigra.
Löngum stundum gátum við setið
saman eftir spilakvöldin og flett
spilum fram og aftur og spáð í sagn-
irnar. Ég mun alltaf muna síðasta
spilið sem við spiluðum saman þegar
við settum í 7 lauf á örfáum sek-
úndum.
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnum send,
er sannur og einlægur vinur.
(Höf.ók.)
Elsku Sigga og fjölskylda. Góður
eiginmaður, faðir og afi er fallinn
frá. Hans verður sárt saknað. Við
Kata biðjum góðan Guð að gefa ykk-
ur styrk í sorginni. Guð blessi ykk-
ur.
Kristján F. Axelsson.
Æskuvinur minn og nágranni,
Örn Einarsson, er fallinn frá langt
fyrir aldur fram. Er ég sest hér nið-
ur, til að skrifa nokkur fátækleg
minningarorð, hellast yfir mig minn-
ingar frá liðinni tíð.
Eitt af sameiginlegum áhugamál-
um okkar var hestamennska og
voru ófáar stundirnar sem við sátum
og töluðum um hross og hrossa-
rækt. Við vorum ekki alltaf sammála
en virtum skoðanir hvor annars.
Fyrir nokkrum árum fórum við
saman á námskeið í gæðingadómum
og störfuðum við það í nokkur ár.
Eftir að því lauk, gerðumst við öfl-
ugir brekkudómarar svo eftir var
tekið.
Örn hafði yndi af lestri góðra
bóka og kunni að segja skemmtilega
frá, hvort sem um bundið eða
óbundið mál var um að ræða. Ein-
staklega bóngóður var hann og var
alltaf mættur ef á þurfti að halda og
vílaði ekki hlutina fyrir sér. Hann
undi sér einna best ríðandi út í nátt-
úrunni og var Arnavatnsheiðin hon-
um einkar hugleikin, en þar sá hann
um viðhald girðinga til margra ára.
Hann var virkur í félagsmálum, spil-
aði bridge og hafði mikinn áhuga á
pólitík. Örn var góður heim að
sækja og tóku þau Sigga alltaf höfð-
inglega á móti ef gest bar að garði.
Elsku Sigga, Gunna, Þórdís, Ein-
ar Örn, Sigríður, tengdabörn,
barnabörn, foreldrar og aðrir að-
standendur, við Kristín og fjölskyld-
ur okkar, sendum ykkur okkar
dýpstu samúð og megi góður Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Jóhannes, Stafholtsveggjum.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum.)
Það var dimmur dagur þegar við
fengum fréttirnar að hann Örn væri
dáinn.
Örn var hörkumaður og átti ég
síst von á því að hann yrði tekinn frá
okkur svo snemma. Ég hugsa til
baka og minningarnar eru margar.
T.d. Þegar Örn setti mig á merina
sína bara til að leyfa mér að finna
hve frábær tilfinning það er að sitja
á harða skeiði, þetta er eins og að
fljúga sagði hann, og að sjálfsögðu
var það rétt. Og sumarið þegar við
Þórdís vorum í Miðgarði, þá var
mikið riðið út. Þá var einnig smíð-
aður heitur pottur, þar sem ýmis-
legt var rætt og sagðar sögur af
hinu og þessu. Og berjaferðirnar
vestur á firði þar sem Örn týndi 50
lítra meðan við hin böggluðumst
með einhverja 10 lítra, að sjálfsögðu
voru þetta allt aðalbláber, því þú
vildir ekkert annað. Sérstaklega er
mér ofarlega í minni þegar við kom-
um öll saman um jólin síðustu til að
mála nýja hesthúsið þar sem Erni
leið einna best með öpunum sínum.
Það er margs að minnast og spurn-
ingarnar eru margar og endalaust
hægt að rifja upp góðar minningar.
Það var gott að fá að kynnast þér,
Örn, og þér fylgir mikill söknuður.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Sigurþór Kristjánsson.
Örn er dáinn. Samfélagið sem
hann lifði í er harmi lostið.
Erni kynntist ég í gegnum pólitík-
ina. Hann var einn af þeim mönnum
sem gerði það þess virði að vasast í
þeim málum og á ég honum margt
að þakka af þeim vettvangi. Hann
var litríkur og skemmtilegur kar-
akter. Góður maður.
Mér er mjög minnisstæður reið-
túr sem ég fór í með Erni og
Flemming vini hans um Stafholt-
stungurnar. Þar var Örn sem kóng-
ur í ríki sínu og stoltið var ósvikið
þegar hann gekk með mig uppá hól
einn nálægt Miðgarði þar sem út-
sýnið um Borgarfjörðinn var stór-
fenglegt. Þessa minningu mun ég
ávallt geyma.
Við fráfall Arnar er samfélagið
okkar fátækara. Mestur er vitaskuld
missir fjölskyldunnar; eiginkonu,
barna og þeirra fjölskyldna og for-
eldra Arnar. Ykkur öllum votta ég
mína dýpstu samúð. Erni votta ég
virðingu mína og þakka samfylgd-
ina.
Hólmfríður Sveinsdóttir.
Það var að vorlagi fyrir rúmum
þremur árum að ég kynntist Erni
Einarssyni. Örn var þá bæjarfulltrúi
í Borgarbyggð, hafði tekið þátt í
stofnun Borgarbyggðarlistans fjór-
um árum áður og nú var komið að
mér að boða fagnaðarerindið á þeim
vettvangi. Örn hugðist draga sig í
hlé.
Þetta var um margt eftirminni-
legur tími. Í raun er þetta algjörlega
ógleymanlegt. Örn varð kosninga-
stjóri fyrrnefnds framboðs, hann
leiddi mig gegnum kosningar til
sveitarstjórnar hér í Borgarbyggð í
kosningabaráttu sem fór í handa-
skolum. Þar var hinsvegar ekki við
Örn að sakast, það eina sem ekki fór
úrskeiðis var sennilega þegar upp
var staðið valið á kosningastjóran-
um. Kosningar sem í kjölfarið
fylgdu fóru sömu leið, í vaskinn. En
allt um það hélt veröldin braut sinni
á leið um víddir alheimsins og vinur
minn Örn brosti í kampinn! Hann
var vaskur maður, hafði hljómmikla
rödd og var létt um hlátur, sagði
gamansögur og gaf heilræði sem
ÖRN
EINARSSON