Morgunblaðið - 29.10.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Fríða DagmarSnorradóttir
fæddist í Bolungar-
vík 22. mars 1944.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsi Ísa-
fjarðar miðvikudag-
inn 19. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Snorri H. Jónsson, f.
í Skálavík 8. apríl
1911, d. 9. nóvember
1990, og Þorbjörg J.
Magnúsdóttir f. í
Hnífsdal 25. desem-
ber 1913, d. 1. maí 1970. Systkini
Fríðu eru Hörður, f. 14. janúar
1934, kvæntur Margréti K. Jónas-
dóttur, þau eru búsett í Bolung-
arvík; Rannveig, f. 9. október
1937, gift Jóni Valgeiri Guð-
mundssyni, þau eru búsett í Bol-
ungarvík; Jóna Guðmundína, f. 24.
mars 1941, gift Jóni S. Árnasyni,
þau eru búsett á Akureyri; Magn-
ús Þórarinn, f. 29. júlí 1946,
kvæntur Friðgerði Pétursdóttur,
þau eru búsett í Ólafsvík; Jónína
Maggý, f. 4. júní 1949, í sambúð
með Henning Guðmundssyni, þau
búa í Hafnarfirði; og Lára Kristín,
f. 20. mars 1952, d. 31. október
1957.
Hinn 30. október 1965 giftist
Fríða Dagmar Daða Guðmunds-
syni, f. 16. mars 1943 í Bolungar-
vík. Foreldrar hans eru Guðmund-
ur Einarsson, f. 1.
júní 1911 í Bolung-
arvík, d. 6. janúar
1979, og Daðey S.
Einarsdóttir, f. 26.
júlí 1919. Börn Fríðu
Dagmarar og Daða
eru Hálfdán, f. 10.
nóvember 1959,
kvæntur Kristínu
Skúladóttur; Ingi-
gerður Lára, f. 9.
nóvember 1963, gift
Guðvarði Jakobs-
syni; Daðey Stein-
unn, f. 23. desember
1964; Ólafur Jens, f. 26. febrúar
1966, kvæntur Hrönn Sigurðar-
dóttur; Halldór Brynjólfur, f. 16.
maí 1967, kvæntur Öldu Þöll Vikt-
orsdóttur; og Björg Hildur, f. 27.
júní 1973, í sambúð með Jakobi
Valgeiri Flosasyni. Barnabörn
Fríðu Dagmarar og Daða eru 14.
Fríða Dagmar og Daði hófu bú-
skap 1963 og bjuggu lengst af í
Hlíðarstræti 12 í Bolungarvík.
Með húsmóðurstörfunum vann
hún um árabil í frystihúsi Einars
Guðfinnssonar en síðari ár á Heil-
brigðisstofnun Bolungarvíkur.
Hún var virkur félagi í Kvenfélag-
inu Brautinni í Bolungarvík. Einn-
ig var hún í Drymlu, félagi hand-
verksfólks í Bolungarvík.
Útför Fríðu Dagmarar verður
gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík
í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma mín hefur fengið
hvíldina eftir margra ára baráttu við
mjög erfiðan sjúkdóm. Mamma lét
aldrei sjá sig öðruvísi en vel til fara
og vel til höfð þótt hún þjáðist mikið
og hún vildi lítið tala um líðan sína,
hún sagði bara „þetta lagast“ ef mað-
ur spurði hana. Ef ég hugsa um
mömmu á bernskuárum mínum, þá
finnst mér hún hafi verið kraftmikil,
dugleg, vandvirk, samviskusöm,
áreiðanleg, snyrtileg en jafnframt
hógvær og hlédræg. Hún sagði oft
við mig að það væri best að ljúka
þeim verkefnum strax sem maður
tæki að sér fyrir aðra eða það sem
manni þætti erfitt, heldur en að
humma það fram af sér.
Mamma var mikil prjónakona og
notaði hún hverja stund sem hún
hafði til að sinna því áhugamáli. Ég
man eftir því þegar ég kom einu sinni
til hennar, við sátum inni í stofu og
töluðum saman, þá varð mér allt í
einu um, þegar ég áttaði mig á því að
hún var ekki að prjóna. Ég spurði
hana að því hvort eitthvað væri að
eða af hverju hún prjónaði ekki, svo
vön vorum við því, að hún væri að
vinna eitthvað í höndunum. Hún var
aldrei aðgerðalaus.
Mamma var alltaf til staðar ef
maður þurfti á því að halda, einnig
var hún mjög góð amma og veitti
mínum börnum mikla hlýju. Daði
Valgeir sonur minn sóttist mikið eft-
ir nærveru ömmu sinnar og hún
veitti honum mikla ástúð og hlýju
sem hann hefur þurft mikið á að
halda. Honum þótti gott að skríða
upp í rúm til ömmu sinnar og við
fundum hann þar oft sofandi þegar
við vorum búin að leita að honum um
allan bæ. Mamma talaði oft um það
hvað henni þætti vænt um að hann
leitaði svona mikið til hennar og
spurði um hann ef hann sleppti ein-
um degi úr. Mamma var viðstödd
fæðingu yngsta sonar míns Flosa
Valgeirs og hef ég oft gantast með
það að hún hafi merkt hann, svo líkur
er hann henni í útliti. Margt hef ég
lært af mömmu í sambandi við að
halda heimili og annast börnin mín
en ekki hef ég verið svo lánsöm að
hafa erft frá henni föndurhæfnina og
hannyrðirnar en sýnist mér Brynja
Dagmar nafna hennar ætli að halda
því á lofti.
Ég var mjög háð þér, mamma mín,
þegar ég var lítil en ég tel að þér hafi
tekist vel að gera mig sjálfstæða. Ég
var aðeins tíu ára gömul og þú aðeins
41 árs þegar ég fór að hafa áhyggjur
af því að fara missa þig og spurði þig
hvort þú værir ekki hrædd við að
deyja. Ég hef oft hugsað um það
hvort ég hafi fundið þetta á mér eða
hvort einhver hafi verið að undirbúa
mig. Mamma, mér fannst þú eiga eft-
ir að gera svo margt fyrir sjálfa þig
því þú varst alla tíð að hugsa um svo
marga aðra.
Ég hugsa oft um það hvernig allt
líf þitt hefur verið og hversu miklu
auðveldara það hefur verið hjá mér.
Ég þakka þér fyrir allar stundir sem
ég hef fengið með þér og allt sem þú
hefur gefið mér og nú skil ég svo
sannarlega orð tengdapabba míns
sem ég hef oft heyrt hann segja:
„Mamma er það besta sem maður
á.“ Guð geymi þig, elsku mamma
mín.
Þín
Björg Hildur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku mamma mín. Mikið sakna
ég þín sárt. Þú ert búin að standa þig
eins og hetja í veikindum þínum. Ég
er svo stolt af þér.
Þú varst alltaf svo fín og flott,
elsku mamma mín. Ég þakka þér
innilega fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig.
Ég kveð þig með sárum söknuði.
Guð geymi þig, elsku mamma mín.
Þín dóttir
Inga Lára.
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in. Það er dapurt til þess að hugsa að
geta ekki farið oftar í heimsókn til
hennar vestur til Bolungarvíkur þar
sem hún bjó alla tíð. Fríða var mikill
Bolvíkingur. Henni fannst líka mjög
gaman að skreppa suður til fólksins
síns og seinni árin voru þau Daði,
ásamt vinum þeirra, dugleg að fara í
sólarlandaferðir þar sem Fríðu leið
svo vel. Henni fannst svo notalegt að
vera í sólinni og hlýjunni.
Fríða var einstaklega ljúf og
elskuleg kona. Það fór alltaf mjög lít-
ið fyrir henni og vildi hún aldrei láta
á sér bera. Hún var sérstaklega
myndarleg og smekkleg, alltaf svo
fín og hafði gaman af að punta sig.
Hún var einstaklega dugleg og hand-
lagin og vakti það alltaf undrun mína
hversu afkastamikil hún var í öllum
verkum. Handverk hennar eru orðin
mörg og öll eins og unnin hafi verið í
vél því frágangur hennar á þeim var
ótrúlegur. Peysurnar, húfurnar,
sokkarnir, vettlingarnir að meðtöld-
um teppum og fleiru, þar með talið
allt föndrið hennar, eru dýrgripir
okkar. Ég vildi helst aldrei nota þessi
fallegu föt nema þegar ég puntaði
börnin mín því mér fannst ekki að
nota ætti þau hversdags. Það fannst
henni ekki rétt því hún gerði þau fyr-
ir börnin svo þeim yrði hlýtt. Fötin
voru bara svo fín og flott að mér
fannst að aðeins ætti að nota þau til
spari.
Alltaf tók Fríða vel á móti okkur
þegar við komum vestur og var þá
búin að baka og elda svo borðin
svignuðu undan kræsingum. Hún
var einstök húsmóðir í alla staði.
Vinnu utan heimilis stundaði hún
einnig alla tíð þó svo að hún ætti fullt
hús af börnum. Oft velti ég því fyrir
mér hvernig hún kæmist yfir allt það
sem hún gerði. Hún var einstaklega
skipulögð og rösk til verka og virtist
alltaf hafa nægan tíma. Fríða settist
aldrei niður án þess að vera með
handavinnu við höndina, hún hrein-
lega kunni það ekki.
Við eigum eftir að sakna þess mjög
að heyra í henni af og til og fá hana í
heimsókn til okkar. Einnig veit ég að
það verður tómlegt án hennar fyrir
vestan og börnin mín eiga eftir að
sakna þess mjög að geta farið vestur
til ömmu í fríum. Elsta dóttir mín
naut þess að dvelja hjá ömmu sinni
sem kenndi henni að hekla og prjóna
og ekki má gleyma sameiginlegu
áhugamáli þeirra, spilamennskunni,
sem Fríða amma kenndi henni og
hún býr enn að. Sonur minn naut
þess sérstaklega að fara vestur til að
vera með öllum frændunum og
frænkunum sem hann hefur, vegna
natni ömmu sinnar, fengið að kynn-
ast svo vel. Mér þykir það einnig
mjög sárt að litla dóttir mín nær ekki
að kynnast ömmu sinni betur og eiga
með henni meiri tíma.
Undanfarin ár hafa verið Fríðu
erfið því hún greindist með sjúkdóm
sem hún barðist við af ótrúlegum
dugnaði og krafti svo að furðu vakti.
Ég óska þess að heimkoma Fríðu á
æðra tilverustig hafi verið henni líkn.
Ég þakka henni sérstaklega vel fyrir
allt gott í minn garð og barna minna.
Daða tengdaföður mínum og börnum
þeirra óska ég Guðs blessunar og
óska þess að þau fái styrk til að vinna
úr þeirra miklu sorg.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð blessi minningu elskulegrar
tengdamóður minnar, Fríðu Dag-
marar.
Kristín Skúladóttir.
Elsku tengdamamma, það vakna
margar góðar minningar um sam-
verustundir okkar þegar ég sest nið-
ur til að kveðja þig hinni hinstu
kveðju. Það er sárt að horfa á eftir
konu á þessum aldri sem hafði svo
mörg plön um framtíðina sem ekki
gátu orðið að veruleika sökum veik-
inda. Þú sagðir mér frá áformum þín-
um um ferðalög um heiminn og fé-
lagsstörfum sem þú varst ákveðin í
að taka þátt í þegar þú hefðir náð til
þess aldri en nú hafa örlögin gripið í
taumana og þú ert ekki lengur á
meðal okkar.
Minningar mínar um þig ná aftur
til þess tíma þegar við Halldór fórum
að vera saman, en síðan eru liðin
mörg ár. Þú varst alltaf ungleg og
glæsileg kona sem hafðir gaman af
því að punta þig, eins og þú sagðir
sjálf, þegar tilefni var til. Eina minn-
ingu á ég um þig þegar boðið var til
stúdentsveislu minnar og fáir af ætt-
ingjum mínum höfðu á þeim tíma
haft tök á að kynnast þér. Þeir voru
hins vegar sammála um að þetta
hlyti að vera elsta systir Halldórs og
lýsir vel unglegu yfirbragði þínu.
Hógværðin og lítillætið var það sem
einkenndi þig alla tíð og jafnvel háði
þér á köflum, en þannig varst þú!
„Ég hef það bara fínt,“ varstu tilbúin
til að segja þó að líðanin væri ekki
upp á marga fiska. Þetta var síðan
eitt af því sem ég lærði að þekkja í
fari þínu og þegar fram liðu stundir
talaðir þú um að ég þekkti þig orðið
of vel til að þú gætir hagrætt sann-
leikanum um líðanina.
Prjónaskapurinn var þínar ær og
kýr og eru ófáar flíkurnar sem þú
hefur galdrað fram á met tíma fyrir
ættingja þína og eru nú gulls ígildi
þeirra sem þær eiga.
Það var alltaf notalegt að koma inn
á heimili þitt sem bar merki þess að
þar byggi húsmóðir sem ávallt var á
tánum. Bakkelsi bakað af húsfrúnni
á fimmtudögum var ávallt til taks og
heimilisstörfunum sviptir þú fram úr
annarri erminni án þess að nokkur
hefði veitt því athygli svo röskleg
voru vinnubrögðin.
Þú varst hlý og góð manneskja og
þannig mun ég ávallt minnast þín.
Þessar minningar mínar um þig
eru aðeins brot af því sem fram kem-
ur í huga mér á þessari stundu.
Með þessum orðum vil ég fá að
þakka þér fyrir allt, en ég fæ líklega
aldrei þakkað nóg.
Elsku tengdapabbi og aðrir ætt-
ingjar sem eiga um sárt að binda á
þessari stundu, megi guð vera með
ykkur og styrkja í sorginni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Þín
Alda Þöll.
Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd,
við ætíð munum þína minning geyma.
Í hugarfylgsnum okkar við heyrum þína
rödd,
og höldum því að okkur sé að dreyma.
Í hjörtu okkar sáðir þú frækornum fljótt,
og fyrir það við þökkum þér af hjarta,
en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt,
þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta.
Nú svífur sál þín, amma, á söngvavæng um
geim,
svo sæl og glöð í nýja og betri heima,
við þökkum fyrir samveruna, þú er komin
heim
og við biðjum guð að blessa og geyma.
(Una S. Ásmundsdóttir.)
Elsku amma, við þökkum þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okkur,
við gleymum þér aldrei.
Þín,
Sigurður Páll og Helena.
Elsku amma, þú varst svo góð og
hafðir alltaf tíma fyrir okkur. Það var
svo gott aðskríða upp í heitapottinn
þinn, rúmið þitt.
Ljúfar voru stundir
er áttum við saman.
Þakka ber Drottni
allt það gaman.
Skiljast nú leiðir
og farin ert þú.
Við hittast munum aftur,
það er mín trú.
Hvíl þú í friði
í ljósinu bjarta.
Ég kveð þig að sinni
af öllu mínu hjarta.
(Maren Jakobsdóttir.)
Takk kærlega fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir okkur.
Þín ömmubörn
Brynja Dagmar
og Daði Valgeir.
Elsku amma, okkur systkinin
langar til að fá að kveðja þig með
nokkrum orðum og þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við höfum
átt með þér. Það var gott að hafa þig
hjá okkur þegar þú þurftir að koma
til Reykjavíkur. Þannig kynntumst
við þér enn betur en annars hefði
orðið sökum þess að við bjuggum svo
langt hvort frá öðru. Þrátt fyrir veik-
indi þín gastu hugsað þér að vera hjá
okkur, þessum litlu ærslabelgjum
sem áttu ekki alltaf gott með að
skilja að amma væri mjög veik.
Alltaf þótti okkur jafn spennandi
að sækja þig og fylgja þér á flugvöll-
inn því stundum laumaðir þú að okk-
ur góðgæti þegar þú heyrðir að við
vorum að suða í mömmu, en freist-
ingarnar eru margar á svona stöð-
um.
Elsku amma, við vitum að núna
líður þér vel hjá Guði og erum viss
um að þú ert engill á himnum sem
fylgist með okkur.
Dagmar Þöll og Hildimar Daði.
Ég vil kveðja ástkæra svilkonu
mína og góða vinkonu hana Fríðu
Snorradóttur, sem ég hef þekkt alla
ævi, með nokkrum fátæklegum orð-
FRÍÐA DAGMAR
SNORRADÓTTIR
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta