Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 52

Morgunblaðið - 29.10.2005, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Guð-mundsson fædd- ist á Ísafirði 9. júní 1942. Hann lést á heimili sínu Hlíf 2 á Ísafirði 18. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Lára Hulda Vetur- liðadóttir, f. 26. mars 1921, d. 14. febrúar 1991, og Guðmundur Markús Ólafsson, f. 26. júlí 1913, d. 6. september 2002. Jó- hann var elstur af sjö systkinum. Systkini hans eru Guð- rún, f. 24. desember1943, Sigur- lína, f. 19. júlí 1945, Salóme, f. 17. september 1946, Sverrir, f. 16. des- ember 1947, Ólafur, f. 1. nóvember 1952, d. 26. september 1986, og Lára Kristín, f. 26. febrúar 1958, d. 5. desember 1998. Jóhann var kvæntur Ólöfu Jóns- dóttur, f. 15. apríl 1948, þau slitu samvistir. Sonur Jóhanns og Ólaf- ar Jónsdóttur er Jón Ólafur Jóhannsson, f. 26. nóvember 1966. Börn hans eru. Katrín Inga Jóns- dóttir, f. 10. nóvem- ber 1982, Elín Fjóla Jónsdóttir, f. 25. apr- íl 1985, dóttir henn- ar er Embla Rán Bjarkadóttir; Arnór Smári Jónsson, f. 2. apríl 1989; Patrekur Jónsson, f. 17. maí 1995; og Juliane Jónsdóttir, f. 2. apríl 1997. Jóhann vann mikinn hluta æv- innar sem tækjamaður hjá Vega- gerð ríkisins, en vann þó nokkur ár við fiskvinnslu og einnig við beitn- ingu. Hann var alla tíð búsettur á Ísafirði. Síðustu tvö árin bjó hann á Hlíf 2. Útför Jóhanns verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar að minnast ástkærs bróður míns, Jóhanns Guðmunds- sonar, með eftirfarandi orðum. Í minningunni lifa góðar og dýr- mætar minningar um minn elsta bróður sem ég gat alltaf leitað til jafnt á barnsaldri sem á fullorðins- árum. Jóhann var elstur af okkur systkinunum og ég minnist hans sem góðs og glaðværs manns, söngelsks og með einstaka lund. Ég man eftir mér ásamt honum á heimili pabba og mömmu vestur á Ísafirði þar sem hann var að sýna mér dót sem hann geymdi í fal- legum kistli og úti í búð að kaupa jólagjafir handa systkinum okkar. Það var alltaf gaman að hitta Jó- hann og ég sé hann fyrir mér þar sem hann var að sýna mér mynd af langafastelpunni sinni sem hann var svo stoltur af. Það var kátt á hjalla hvort held- ur það var fyrir vestan eða þegar Jóhann kom suður því glaðlyndi hans og góð kímnigáfa var með eindæmum. Þeir sem kynntust Jó- hanni fundu fljótt hversu góða mannkosti hann hafði að geyma. Það var gott að eiga hann að vini. Það var glaður hópur sem kom saman þegar við systkinin komum saman ásamt fjölskyldum okkar og sungum og spiluðum á gítar og oft við texta eftir móður okkar sem var vel hagmælt. Hinn 18. júlí í sumar hittumst við í sumarbústað hjá Línu og Kristófer í sextugsafmæli Línu og sungum saman. Ekki óraði mig þá fyrir að við Jóhann værum að kveðjast í síðasta sinn hér á þess- ari jörðu en ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og þá syngj- um við saman. En fyrst og fremst er það sú umhyggja og hlýja sem hann bar til okkar allra sem stendur upp úr. Ég þakka guði fyrir að hafa mátt njóta þeirrar gæfu að eiga svo góðan bróður. Við sem eftir lifum eigum góðar minningar sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Að lok- um vil ég kveðja með erindi eftir móðurömmu okkar, Guðrúnu Hall- dórsdóttur frá Hóli: Þegar húmar og hallar degi heimur hverfur og eilífðin rís sjáumst aftur á sólfögrum degi þar sem sælan er ástvinum vís. Salóme Guðmundsdóttir. Þær ömurlegu fréttir bárust okkur þriðjudaginn 18. okt sl. að mágur minn væri fallinn frá. Ekki hefði mér dottið þetta í hug þegar við kvöddumst fyrir tæpum mán- uði síðan. Frá okkar fyrstu kynn- um höfum við verið bestu vinir og félagar. Aldrei var sú veisla haldin hjá okkur og öðrum fjölskyldu- meðlimum að Jóhann væri ekki viðstaddur enda var hann hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Við áttum margar gleðistundir saman enda hafði ég mjög gaman af að fá hann til mín þegar eitt- hvað skemmtilegt var að gerast. Jóhann var lengi inni á okkar heimili, ein 10–12 ár, og var eins og einn af okkur. Börnin mín virtu hann og dáðu, enda var hann mjög barngóður. Ekki hefði mér dottið í hug að Jóhann færi á undan mér, eftir mín erfiðu veikindi á árinu. En svona er lífið, enginn ræður sínum næturstað. Ég veit að vel verður tekið á móti vini mínum hinum megin. Megi guð fylgja þér. Hjalti M. Hjaltason. Mig langar til að minnast móð- urbróður míns, Jóhanns Guð- mundssonar, með nokkrum orðum. Ég kynntist Jóhanni best fyrir um 14 árum síðan þegar hann bauð mér að koma vestur að vinna og búa hjá sér í nokkra mánuði. Á ég margar góðar og dýrmætar minn- ingar frá þeim tíma. Við náðum mjög vel saman og sátum oft sam- an á kvöldin í stofunni og spjöll- uðum um hin ýmsu mál. Jóhann hafði mjög skemmtilega kímnigáfu og hafði gaman af því að rifja upp og segja sögur, t.d. frá því að hann var á sjónum með föður mínum eitt sumarið og þeir reru saman á litlum bát frá Snæfellsnesi. Ég gat oft hreinlega grátið af hlátri yfir þessum sögum Jóhanns og það var greinilegt að þar var góður sagna- maður á ferðinni. Hann var jafn- framt víðlesinn og vel inni í hinum ýmsu málum. Það þurfti engum að leiðast sem var nálægt Jóhanni, enda var hann aufúsugestur hvar sem hann kom. Skemmtilegri manni var t.d. ekki hægt að bjóða í matarboð, honum þótti bara allt svo gott sem honum var boðið upp á og sá um að halda uppi skemmti- legri stemningu um leið. Sá kostur sem ég mat mest í fari Jóhanns var hversu vandaður og traustur maður hann var. Hann var bæði orðheldinn og réttsýnn, enda voru þeir margir sem kusu að eiga hann að sem trúnaðarvin. Maður gat sagt honum allt í trún- aði og verið viss um að það færi ekki lengra. Þrátt fyrir að það væri langt á milli okkar héldum við alltaf góðu sambandi og vorum vön að hringj- ast á með reglulegu millibili. Mér leið alltaf vel eftir að hafa talað við Jóhann, bara að heyra hvernig hann hefði það og spjalla. Okkar síðasta samtal áttum við um viku áður en hann lést og ég man að við kvöddumst með þeim orðum að við myndum hittast í vor, hress og kát. Mig óraði ekki fyrir að það ætti ekki eftir að ganga eftir, en svona er víst gangur lífsins. Ég votta Nonna og barnabörnum Jó- hanns mína dýpstu samúð og bið guð að veita þeim styrk í sorg þeirra. Lára Huld Guðjónsdóttir. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð tak- marki tilvistar sinnar. Þetta segir Lao Tse um vegferð mannsins og þessi orð hans leita á hugann þeg- ar við kveðjum Jóhann Guðmunds- sonar, vin okkar og frænda. Jó- hann var traustur og glaðsinna maður og hafði einstakt lag á að snerta strengi í hjörtum barnanna. Þegar við lítum til baka minnumst við hans ekki síst fyrir þá vináttu sem hann sýndi okkur og þá glað- værð sem fylgdi honum þegar hann kom á heimili okkar. Vináttan er verslun með kær- leika, segir Halldór Laxness og að því leytinu var Jóhann auðugur maður sem hafði alltaf stóra sjóði að sækja í. Jóhann lagði í vana sinn að koma við hjá okkur þegar leið hans lá í höfuðstaðinn, fyrst í Rofabæinn og svo seinna í Garða- bæ og Kópavoginn. Það var hægt að reiða sig á Jóhann eins og árs- tíðirnar. Við munum ekki eftir einu einasta ári sem hann lét sig vanta, alltaf kom hann við hjá okk- ur og fyllti húsið með sínu létta skapi og loftið kraumaði af sögum að vestan. Jóhann var ákaflega hjálpsamur maður og ógleymanlegar eru stundirnar þegar hann studdi okk- ur strákana við að koma hjólunum í gírinn fyrir sumarið. Honum var mikið í mun að hjólin yrðu örugg í borgarösinni. Jóhann var mjög gestrisinn og þær voru eftirminnilegar stundirn- ar sem við áttum með honum fyrir vestan. Þá opnaði hann heimili sitt upp á gátt og tók á móti okkur með þeim einlæga hætti sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Jóhann var fyrst og fremst góð- ur og traustur vinur sem við mun- um ávallt minnast með ríkulegu þakklæti. Blessuð sé minning Jóhanns frænda. Richard, Pétur, Anna og Guðrún Erla. Elskulegur frændi minn, hann Jóhann, er látinn. Er ég frétti um andlát hans stóð ég sem lömuð, ég trúði ekki að hann væri farinn. Ég minnist frænda míns með miklum söknuði, hann var meira en „bara“ frændi. Þegar ég var lít- il þá bjó Jóhann heima hjá okkur og var hann með herbergi við hlið- ina á okkur systrum. Oft kíktum við inn til hans og alltaf var okkur vel tekið því hann var einstaklega barngóður. Margar eru minning- arnar um Jóhann og talaði hann oft um það þegar við vorum að keyra til Sandgerðis. Ég var ekki há í loftinu og hann bað mig aftur og aftur að syngja „Kötturinn með höttinn“ til þess að hann sofnaði ekki og við vorum þau einu sem vorum vakandi í bílnum. Jóhann var duglegur að kíkja í heimsókn og þótti okkur mjög vænt um það. Sagði hann þá alltaf „sæl og bless“ og þá vissum við að Jóhann var kominn í kaffi. Börn- unum mínum þótti einstaklega vænt um Jóhann, hann var svo góður við þau. Nú verður skrýtið að fá ekki símtal frá honum fyrir jólin en hann bað mig alltaf að skrifa á jólakort fyrir sig og einnig að velja jólagjafirnar, en hann var einstak- lega gjafmildur er kom að því að velja jólagjafir handa barnabörn- unum og barnabarnabarni, og einnig vildi hann alltaf gefa mínum börnum eitthvað. Núna er Jóhann kominn til ömmu, afa, Láru Kristínar, Óla og Jonna og veit ég að honum á eftir að líða vel hjá þeim. Elsku Nonni, Katrín Inga, Elín Fjóla og Arnór Smári, guð gefi ykkur styrk í sorginni. Minning um góðan mann lifir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði , friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Jóhann frændi. Takk fyrir allt, ég mun aldrei gleyma þér. Málfríður Hjaltadóttir. Hér ætla ég að rita nokkur orð um hann frænda minn Jóhann. Ég fékk hræðilegar fréttir þeg- ar ég var að fara á æfingu um sex- leytið að Jóhann, uppáhaldsfrændi minn, væri dáinn. Af hverju? Á besta aldri, en svona er víst lífið og dauðinn verður ekki tekinn frá okkur. Mér til mikillar mæðu. Jóhann frændi eins og hann var alltaf kallaður í minni fjölskyldu var mikill grínisti og alltaf að „djóka“ með allt og alla sem var gaman . Hann var ávallt ákaflega góður við mig og mér fannst rosa- lega vænt um hann. Ég gleymi því ekki þegar hann kom til okkar Ernu frænku (þá vorum við svona tíu ára) með tvær styttur til okkar sem við fengum að eiga svo, stelpa og strákur. Strákurinn var í bláu vesti og stelpan í hvítum kjól. Ég leyfði Ernu að fá stelpuna því ég var svo mikil strákastelpa. Jóhann hafði gaman af okkur frænkunum, við vorum alltaf að djóka í honum og hann sömuleiðis og það þótti okkur sko stuð. Jóhann var sko besti frændi okkar og honum þótti gaman að vita að við hefðum gam- an af karlinum þó hann væri nú svona gamall. En þá bættum við bara við að hann væri alls ekkert gamall. Það þótti honum ennþá skemmtilegra. Jóhann var alltaf velkominn í heimsókn til okkar og þótti okkur mjög svo gaman að fá hann og heyra sögur af Hlíf eða bara það sem hann sagði í fréttum af sér. Jóhann hefur verið fastagestur hér heima síðan ég var bara pínku- lítil, og það verður eflaust skrítið að hann komi ekki í heimsókn til okkar á daginn eða hringi og spyrji frétta. Þá er nú að minnast á það að alltaf þegar hann hringdi til okkar og þegar ég svaraði fékk ég alltaf: ,,Sæll og bless.“ Ég svar- aði nú bara: „Þetta er ekki Teit- ur.“ En svo hætti hann að stríða mér og sagði bara: ,,Sæl og bless.“ Þetta finnst mér gaman að rifja upp en ég fæ tár í augun við til- hugsunina að þú, elsku Jóhann frændi minn, sem nú ert horfinn úr lífi mínu á svipstundu sért far- inn til Guðs. Hann mun örugglega sjá til þess að þér líði vel þarna uppi með Láru ömmu og Mumma afa og nú auðvitað systkinum þín- um líka. Elsku Jóhann, takk fyrir allar stundirnar sem við höfum átt sam- an og ég mun hugsa til þín á hverjum degi. Ég votta Nonna , Katrínu Ingu, Elínu Fjólu og Arnóri Smára mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Guð blessi þig. Þín frænka Ingibjörg Elín Magnúsdóttir. Það var 18. október sl. að Gummi bróðir minn hringdi í mig og sagði mér að Jóhann frændi hefði orðið bráðkvaddur. Ég varð orðlaus. Ég hugsaði: „Það getur ekki verið að Jóhann sem var allt- af svo hress og glaður og brosandi sé dáinn.“ Þar sem Jóhann frændi var, þar var alltaf glatt á hjalla, því Jóhann var hrókur alls fagn- aðar, hann var og verður alltaf skemmtilegasti frændinn sem ég hef átt og á ég eftir að sakna hans mjög mikið. Elsku Nonni, megi góður Guð gefa þér styrk í sorginni. Minningin um Jóhann frænda, hún lifir. Árni Brynjólfur Hjaltason. JÓHANN GUÐMUNDSSON Elsku Helga, þetta var alveg áfall þegar við fréttum af því að þú hefðir fengið aðra heilablæðingu og ættir svo skammt eftir. En huggun okk- ar er að þú ert komin á betri stað ásamt honum Hjálmtý bróður þín- um sem ákvað að fylgja þér eftir. Þú varst svo ofsalega dugleg alltaf þrátt fyrir að vera í hjólastólnum hálflömuð og svo eftir að þú fékkst stólabílinn brunaðir þú nú út um allt. Alltaf tókstu svo vel á móti okkur, ljómaðir öll þegar stelpurn- HELGA KATRÍN GÍSLADÓTTIR ✝ Helga KatrínGísladóttir fæddist á Hamra- endum í Hraun- hreppi í Mýrasýslu, 7. júlí 1938. Hún andaðist á Háskóla- sjúkrahúsi, Foss- vogi, 28. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Bú- staðakirkju 14. október. ar voru með í för. Þín er svo sárt saknað, elsku Helga. Við biðjum Guð um að styrkja Raffa, Hjördísi, Binna, Sigga og barnabörnin þín í þessum missi, um leið viljum þakka þér sam- fylgdina í þessu lífi. Við kveðjum þig með þessu fallega ljóði. Skín, Guðdóms sól, á hugarhimni mínum, sem hjúpar allt í kær- leiksgeislum þínum. Þú, Drottinn Jesús, lífsins ljósið bjarta, ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta. Ef einhver þig ei ennþá fundið hefur, sem öllum ljós í dauðans myrkrum gef- ur, ó, veit þá áheyrn veikum bænum mín- um, og vísa þeim að náðarfaðmi þínum. (Ólína Andrésdóttir.) Tryggvi, Tanya og dætur. Nú er hún Helga mín farin í það ferðalag sem okkar allra bíður. Helga var sterkur persónuleiki og sá alltaf það góða í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Margar góðar stundir áttum við saman bæði á Íslandi og í Svíþjóð og saknaði ég hennar mikið þegar hún og hennar fjölskylda fluttust aftur heim til Íslands. Að leiðar- lokum þakka ég Helgu allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Ragna Alexandersdóttir. Stapahrauni 5 Sími 565 9775

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.