Morgunblaðið - 29.10.2005, Page 67
nættis. Gestasöngvari á laugardagskvöld
er Herbert Guðmundsson.
Mannfagnaður
Borgfirðingafélagið í Reykjavík | Félagið
efnir til afmælishófs á Hótel Sögu 19. nóv.
Allir Borgfirðingar velkomnir. Miðasala í
síma 822–5609 fyrir 1. nóv.
Félagsvist, annar dagur í fjögurra daga
keppni verður spiluð í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á morgun, kl. 14.
Fréttir
Geðhjálp | Stofnfundur aðstandendahóps
Geðhjálpar verður haldinn sunnudaginn
30. október kl. 14, í húsnæði samtakanna á
Túngötu 12 í Reykjavík. Yfirskrift fundarins
er Fram í dagsljósið. Meginmarkmið hóps-
ins er að berjast fyrir því að þeir sem þjást
af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra
njóti sömu mannréttinda og virðingar og
aðrir í samfélaginu.
Kvennaskólinn | Kynningarfundur fyrir
unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri
fermingu og aðstandendur þeirra verður
kl. 11–12, í Kvennaskólanum, Fríkirkjuvegi 9
nýbyggingu, 1. hæð. Næsta fermingar-
námskeið Siðmenntar verður kynnt og
gerð grein fyrir væntanlegri athöfn.
Kvikmyndasafn Íslands | Kvikmyndin
Árshátíð slökkviliðsmanna eftir Milos For-
man. Fyrsta af þremur kvikmyndum sem
Friðrik Þór Friðriksson hefur valið á vetrar-
dagskrá safnsins. Sýningin fer fram í
Bæjarbíói kl. 16. Sjá www.kvikmyndasafn.is
OA-samtökin | OA fundur fyrir matarfíkla
kl. 11.30 – 12.45, í Gula húsinu Tjarnargötu
20. Nýliðamóttaka kl. 11.
Fyrirlestrar
Sagnfræðistofnun HÍ | Árlegur minning-
arfyrirlestur Jóns Sigurðssonar. Fyrirlesari
er brasilíski sagnfræðingurinn Patricia
Boulhosa. „Gamli sáttmáli: Fact or fabri-
caton“. Fyrirlesturinn verður fluttur í
Öskju, N-132 kl. 15.
Café Rosenberg | Tilfinningatorg verður á
Café Rosenberg 30. okt. kl. 16. Guðfinna
Svavarsdóttir heldur fyrirlestur: Það fer
meiri orka í að bæla tilfinningar heldur en
að tjá þær og einnig svokallaða ölduvinnu,
þar sem gengið er útfrá því að tilfinningar
hagi sér einsog öldur. Elísabet Jökulsdóttir
tekur á móti gestum.
Gigtarfélag Íslands | Áhugahópur GÍ um
vefjagigt heldur fræðslufund 3. nóv., kl.
19.30 í húsnæði GÍ, Ármúla 5, 2. hæð. Sól-
veig Hlöðversdóttir og Hulda Jeppesen
sjúkraþjálfarar á Gigtarlækningastöð GÍ
fræða um hvernig best sé að koma sér af
stað í þjálfun og ekki gefast upp.
Oddi – Félagsvísindahús HÍ | Kristinn R.
Þórisson flytur fyrirlestur er nefnist: Vél-
vitund, meðvitund og sjálfsvitund í kjöt-
vélum og vélmennum, en þar mun Kristinn
greina frá nokkrum hugmyndum manna
um meðvitundina út frá sjónarhóli gervi-
greindarinnar og leitast við að sýna fram á
hvernig hægt er að skapa meðvitund í vél-
menni. Fyrirlesturinn er kl. 14–15.
Málþing
Lögberg HÍ | Íslenska málfræðifélagið og
Málvísindastofnun HÍ efna til málþings í
minningu Björns Guðfinnssonar málfræð-
ings en í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu
hans. Fluttir verða fyrirlestrar sem tengj-
ast starfi Björns, námsefni í málfræði, mál-
lýskum, málvöndun o.fl. Málþingið fer fram
kl. 10–16.30. Dagskrá á vefslóð: http://
imf.hi.is/.
Námskeið
Mímir – símenntun ehf | Námskeið um
Sölku Völku eftir Halldór Laxness hefst 1.
nóv. kl. 20-22 og verður á þriðjudögum í 4
vikur. Námskeiðið er haldið í samstarfi við
Borgarleikhúsið. Fyrirlesarar verða Halldór
Guðmundsson, Silja Aðalsteinsd., Hrafn-
hildur Hagalín Guðmundsd. og Edda Heið-
rún Backman. Skráning í s. 580 1800 eða
á mimir.is.
Ráðstefnur
Þjóðminjasafn Íslands | Vísindafélag Ís-
lendinga og Þjóðminjasafn Íslands gangast
fyrir ráðstefnu um jarð– og landfræðinginn
Þorvald Thoroddsen (1855–1921). Fjallað
verður um ævi hans og rannsóknir. Sýndir
verða munir úr minjasafni Þorvalds í Þjóð-
minjasafni Íslands. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill. Fer fram 29. okt. kl. 13.30–17.
Íþróttir
Víkingur | Unglingameistaramótið í kumite
(frjálsum bardaga) verður haldið í íþrótta-
húsinu í Víkinni, 30. október kl. 10 og lýkur
um kl. 14.
Útivist
Laugardalurinn | Námskeið fyrir byrjendur
í Stafgöngu hefst 1. nóvember kl. 17.30,
gengið er á þriðju– og fimmtudögum.
Skráning og upplýsingar á www.stafganga-
.is eða í símum 6168595/6943571.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 67
DAGBÓK
Félagsstarf
Barðstrendingafélagið | Félagsvist
og dans í Breiðfirðingabúð í kvöld kl.
20.30.
Dalbraut 18 – 20 | Tónlistarmaður-
inn Björgvin Þ. Valdimarsson kemur í
heimsókn kl. 10. Tungubrjótarnir
verða gestir í síðdegiskaffinu n.k.
föstudag kl. 15. Skráning hafin á Hall-
dór í Hollywood. Fastir liðir. Uppl. í
síma 588–9533.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Aðventuferð eldri borgara til
Kaupmannahafnar. Síðustu forvöð
eru nú að skrá sig í ferð 4.–7. desem-
ber á vegum Emils Guðmundssonar
og Félaga eldri borgara í Kópavogi og
Selfossi. Skráning og nánari upplýs-
ingar eru hjá félagsmiðstöðvunum.
Einnig hjá Kolbeini Inga s: 482–
2002/697–8855 eða Þráni s: 554–
0999. Greiða þarf ferðina fyrir 4.
nóvember.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur 30. okt. kl. 20, Klassík
leikur fyrir dansi. Árshátíð FEB verð-
ur haldin 4. nóv. n.k. í Akogessalnum,
Sóltúni 3, fjölbreytt dagsskrá: Veislu-
stjóri Árni Norðfjörð, hátíðarræðu
flytur Guðrún Ásmundsdóttir, dans-
sýning, söngur o.fl. Skráning og uppl.
á skrifstofu FEB s. 588–2111.
Félagsstarf Gerðubergs | Opin list-
munasýning Einars Árnasonar ,,Hjá-
verk í amstri daga“ kl. 13–16. 2. nóv.
kl. 14 verður kynning á nýju leiðakerfi
Strætó, umsjón Björk Vilhelmsdóttir
og Ásgeir Eiríksson. Fimmtud. leik-
húsferð í Borgarleikhúsið ,,Lífsins
tré“, skráning hafin á staðnum og s.
5757720.
Hraunsel | Dansleikir á föstudögum,
tvisvar í mánuði fram að áramótum.
Ef undirtektir verða góðar þá verður
því haldið áfram eftir áramótin. Sex
dansleikir eru því framundan og
munu hljómsveitirnar Caprí-trío, Sig-
hvatur Sveinsson, „Hrókur alls fagn-
aðar“ og Tríó Guðmundar Stein-
grímssonar, leika tvisvar sinnum hver.
Hæðargarður 31 | Út í bláinn kl. 10.
Tölvunámskeið kl. 13. Uppl. í síma
568–3132. Félagsstarfið er öllum
opið.
Kirkjustarf
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Bænastund kl. 20. www.gospel.is.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
AFMÆLISSÝNING Torfa Jóns-
sonar, myndlistar- og leturgerð-
armanns, verður opnuð í Listasal
Mosfellsbæjar í dag kl. 15.00.
Torfi hefur starfað sem bóka-
hönnuður bæði hér heima og í Nor-
egi. Sl. 13 ár hefur hann kennt kal-
ligrafiu (leturgerð) á námskeiðum í
Þýskalandi.
Torfi hefur tekið þátt í fjölda sýn-
inga bæði hérlendis og erlendis.
Greinar um listaskrift hans hafa
birst í erlendum ritum.
Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar
er í tilefni 70 ára afmælis lista-
mannsins. Hann er tengdur Mos-
fellssveit frá 5 ára aldri, dvaldist þar
sem barn að sumarlagi og settist síð-
ar þar að um tíma.
Á sýningunni sýnir hann vatns-
litamyndir frá ýmsum tímum, blý-
ants- og pennateikningar og kalli-
grafíu.
Afmælissýning
Torfa Jónssonar
SIGRÍÐUR Ágústsdóttir opnar í
dag sýningu í Jónas Viðar Gallery,
Listagilinu, Akureyri.
Sigríður stundaði nám í leirlist í
listaskólum í Frakklandi og Eng-
landi á áttunda áratugnum. Hún hef-
ur tekið þátt í sýningum víða, svo
sem Noregi, Finnlandi, Danmörku,
Belgíu, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu,
Póllandi, Egyptalandi og Bandaríkj-
unum auk margra sýninga á Íslandi.
Sigríður hefur verið búsett á
Akureyri undanfarin sex ár og rekur
vinnustofu ásamt fleiri myndlistar-
konum í Kaupvangsstræti 10 í Lista-
gilinu.
Sýningin mun standa til sunnu-
dagsins 13. nóvember. Opið er um
helgar frá kl. 13–17 og eftir sam-
komulagi í síma 895 8825.
Sigríður sýnir
hjá Jónasi Viðar
VOVKA Stefán Ashkenazy og
Vassilis Tsabropoulos leika rúss-
neska tónlist fyrir tvö píanó í Tí-
brárröð Salarins í dag kl. 16. Sal-
urinn í Kópavogi státar af því að
eiga tvo konsertflygla af bestu
gerð og munu þessir tveir pían-
istar taka þá til kostanna.
Vovka Stefán lék fyrst á
Tíbrártónleikum 1. nóvember
2002 og kemur nú öðru sinni og
með honum margverðlaunaður
grískur píanóleikari, Vassilis
Tsabropoulos. Á efnisskránni eru
fjögur verk rússneskra öndveg-
istónskálda. Fantasía Scriabins er
hugljúf tónsmíð, samin snemma á
ferli hans. Svíta Rachmaninoffs
op. 17 er líka verk ungs manns,
en dansarnir op. 45 hans síðasta
stórvirki. Vorblót Stravinskys olli
uppþotum og ókyrrð þegar það
var frumflutt í París 1913. Sinfón-
ísku dansarnir og Vorblótið eru
hvorutveggja stór hljómsveitar-
verk, en njóta sín líka í þeim bún-
ingi sem höfundar þeirra gerðu
fyrir tvö píanó.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rússnesk tónlist fyrir tvö píanó
BJÖRG Eiríksdóttir opnar sýn-
inguna „Inni“ í sal Svartfugls og
hvítspóa í dag klukkan 14. Sýningin
stendur til og með 13. nóvember og
verður opin alla daga frá 13–17.
Þetta er önnur einkasýning
Bjargar og önnur sýningin sem fer
fram í nýjum, fallegum sal Svart-
fugls og hvítspóa sem rekinn er af
listakonunum Sveinbjörgu Hall-
grímsdóttur og Önnu Gunnars-
dóttur. Hann er í bakhúsi við
Brekkugötu 3a rétt við Ráðhústorg
á Akureyri. Í fjölda ára rak Svein-
björg Svartfugl í Listagili ásamt
fleiri listamönnum. Björg hefur tek-
ið þátt í nokkrum samsýningum og
aðallega notað málverk og textíl sem
miðil. Á sýningunni að þessu sinni
verða málverk og ljósmyndir.
Björg sýnir á
Akureyri
Fréttasíminn 904 1100
Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur.
Ertu nokkurn tímann alveg viss?
Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fim 27.okt kl. 20 UPPSELT
Fös 28. okt kl. 20 UPPSELT
Lau 29. okt. kl. 20 UPPSELT
Sun 30. okt. kl. 20 AUKASÝN.UPPSELT
Fös 4. nóv. kl. 20 UPPSELT
Lau 5. nóv kl. 20 UPPSELT
Lau 5. nóv. kl. 23.30 AUKASÝN.örfá sæti laus
Sun 6. nóv. kl. 20 AUKASÝN.í sölu núna
Lau 12. nóv. kl. 21. UPPSELT
Fös 18.nóv kl. 20 örfá sæti laus
Lau 19. nóv kl. 19 örfá sæti laus
Lau 19. nóv kl. 22 örfá sæti laus
Sun 20. nóv kl. 20 UPPSELT
“hættulega fyndið” - “hröð og þétt” - “fólk æpti í lokin” -
“meistaralegt” - “aðra eins snilld hef ég ekki séð í langan tíma”
Tryggðu þér miða í tíma!
Takmarkaður sýningartími!
Miðasala opin 13-17 og
allan sólarhringinn á netinu.