Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 20
Laxamýri | Miklar fram- kvæmdir standa nú yfir hjá Samgöngusafninu í Ystafelli í Þingeyjarsveit. Verið er að byggja annan sýningarskála og er verkið komið vel á veg. Sýningarsvæðið stækkar um 750 fermetra með tengibygg- ingu sem verður í eldri skál- ann. Sverrir Ingólfsson safn- vörður segir að aðstaða safnsins batni til muna og að nú verði hægt að hýsa mikinn fjölda bíla, enda af nógu að taka. Það er trésmíðafyrirtækið Norðurpóll sem sér um bygg- inguna og á myndinni má sjá Árna Brynjar Ólafsson vinna á þakinu og með honum Friðrik Steingrímsson. Allt skal verða tilbúið að vori áður en ferða- mannatíminn hefst enda að- sókn vaxandi að safninu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Samgöngusafnið stækkar við sig Bílar Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Ánægðir með síðuna | Liðlega 62% þeirra sem tóku þátt í spurningu vikunnar á vef Snæfellsbæjar (www.snb.is) í síðustu viku sögðu að þeim þætti síðan mjög góð eða ágæt. Vefstjórinn bendir á að samt sem áður finnist 36% síðan ekki nógu góð. Til að gera síðuna betri óskar hann eftir ábend- ingum um það sem betur megi fara. Hugur í garðyrkjubændum | Kúabænd- ur í Hrunamannahreppi eru margir að end- urnýja fjós sín, eins og fram hefur komið. En í Pésanum, fréttabréfi Hrunamanna- hrepps, kemur fram að einnig er fram- kvæmdahugur í garðyrkjubændum hrepps- ins. Í Silfurtúni er verið að byggja stórt gróð- urhús til að auka jarðaberjaframleiðsluna, sömuleiðis á Hverabakka en þar er hug- myndin að auka framleiðslu tómata. Á sama hátt er verið að huga að byggingu gróð- urhúss í landi Götu. koma þar við sögu. Einnig koma nemendur, foreldrar og kennarar að uppsetningu söng- leiksins. Þá hafa Valgeir Í Grundaskóla áAkranesi er mikiðum að vera þessa dagana. Söngleikurinn er eftir kennarana Flosa Einarsson, Einar Við- arsson og Gunnar Sturlu Hervarsson og verður frumsýndur á morgu, laugardag. Leikendur eru nem- endur í 8.–10. bekk skól- ans. Söngleikurinn heit- ir Hunangsflugur og Villikettir og sögusviðið er Akranes árið 1970. Fyrr í haust tóku nemendur í 7. – 10. bekk þátt í þema þar sem fjallað var um tíma- bilið 1960–1970. Nem- endur lærðu þar um sögu þess tímabils, tón- list, tísku og tíðaranda. Í framhaldi af því var farið af stað með æfing- ar á söngleiknum sjálf- um. Leikendur hafa mætt daglega á æfingar og leggja sig alla fram við að ná settu marki, en um 30 nemendur Skagfjörð og Vignir Jó- hannsson verið leik- stjórnendum innan handar við leikstjórn og gerð sviðsmyndar. Hunangsflugur og Villikettir Sigurjón ValdimarJónsson orti limruþessa: Þórarinn gamli á Þverá var þuklari en lét ekki beŕá nú berst það í fréttum að birtist í réttum börn sem enginn veit hveŕá. Guðmundur Magnús- son frá Reyðarfirði komst ekki á hagyrðingakvöld með Ómari Ragnarssyni, en ætlaði að leggja þetta af mörkum: Þú ferðast yfir fjöllin há, það fagurlega hljómar fengi ég að fljúga á frúnni þinni, Ómar! Hallmundur Krist- insson orti í sextugs- afmæli Birgis Jónas- sonar: Kominn í dag á efri ár æskuna má því trega. Birgis aldur er býsna hár þótt beri hann sig mannalega. Hreiðar Karlsson las að starfsmaður vistheimilis hefði hirt sjóð vistmann- anna: Eðlinu hlýða hver maður má og margur á svellinu tæpur. En stela af fólki sem ekkert á er um það bil fullkominn glæpur. Fullkominn glæpur? pebl@mbl.is ÍSLANDSPÓSTUR hefur gefur út tvær nýjar frímerkjaraðir. Myndefnin á þeirri fyrri er fuglar en í hinni eru jólafrímerkin í ár. Myndefni fuglafrí- merkjanna er grágæs og stari. Verðgildi þeirra er 60 kr. og 105 kr. Ragnheiður I. Ágústs- dóttir hjá EnnEmm hannaði fuglafrímerkin og Jón Baldur Hlíðberg teiknaði fuglamyndirn- ar. Myndefnið á jólafrí- merkjunum 2005 er epli og grenitré og eru þau með greni-, epla- og kanelilm. Ilmurinn af frímerkjunum er vægur en eykst ef yfirborð frímerkisins er strokið. Verðgildi þeirra er 50 kr. og 70 kr. Jafnframt verður gefið úr frímerkjahefti með 10 jólafrímerkjum í. Hany Hadaya hjá H2 hönnun hannaði jólafrímerkin. Jólafrí- merki með eplailm Laugar | Tveir eldri nemendur Lauga- skóla í Reykjadal stóðu fyrir stofnun holl- vinafélags Laugaskóla, Laugamanna- félagsins, við hátíðahöld sem efnt var til í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Liðlega 80 manns skráðu sig í félagið á afmælishátíð- inni. Laugamannafélagið er opið öllum vel- unnurum Laugaskóla og er ekki síst ætlað að styrkja samband eldri nemenda skólans og annarra velunnara hans. Félagið hyggst safna í sjóð til að kaupa tæki fyrir skólann, stuðla að nemendamótum og miðla upplýs- ingum og fréttum um skólann til fé- lagsmanna. Lauga- mannafélag stofnað á Laugum ♦♦♦ H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 -40% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Í 4 DAGA NÓVEMBER ÚTSALA BYRJUM Í DAG TÍSKUVÖRUVERSLUN HÉÐAN OG ÞAÐAN Sjóminjasafnið í heimspressuna | Get- ið er um Sjóminjasafnið í Reykjavík í nýj- asta ferðablaði Independent on Sunday. Þar er talað um 10 ,,heita“ áfangastaði í heiminum og Reykjavík að venju þar á meðal. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Sjóminjasafnsins, vekur athygli á þessu og segir að hið nýja Sjóminjasafn sé nú komið á kortið, þegar getið er um borgina. Stefán Jón telur þetta uppörvandi viðurkenningu fyrir starfsmenn og þá sem settu upp sýn- inguna um 100 ára afmæli togaraútgerðar. Tindastóll opnaður | Skíðasvæði Skag- firðinga í Tindastólnum verður opnað kl. 15 í dag. Aðstæður eru hinar ákjósanlegustu, er haft eftir Viggó Jónssyni, umsjónarmanni svæðisins, á vef Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar. Snjó hefur kyngt niður síðustu daga og segir Viggó þetta vera snjó fyrir þá sem vilja renna sér á skíðum eða brettum og sömu- leiðis fyrir þá sem stunda skíðagöngu. Viggó segir nú þegar vera kominn meiri snjó en var þegar best lét í fyrra og snjórinn sé harður og hverfi ekki í næstu rigningu. Það er því upplagt fyrir Skagfirðinga að skófla hrífunni, sláttuvélinni og trampólíninu til hliðar í skúrnum og grafa sig niður á skíðin, stafina og klossana, segir á vefnum.         
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.