Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LOKIÐ hefur verið við að setja upp stærsta hluta sjókerfisins sem unnið hefur verið að síðustu vikur við Böggvisstaðafjall við Dalvík, en á miðvikudag var síðasti brunnurinn settur niður. Þeir eru sjö talsins og er sá efsti í 1.150 metra hæð. Þar með lauk allri suðu- og gröfuvinnu á skíðasvæðinu sjálfu og aðeins eft- ir að tengja stofnlögnina inn í dælu- húsið. „Við stefnum að því að opna svæðið um miðjan mánuðinn,“ segir Óskar Óskarsson, formaður Skíða- félags Dalvíkur. Dælan sjálf er nú í skipi á leið til landsins, en ákveðið var að bíða örlítið með byssurnar sjálfar, þar sem ný og fullkomnari útgáfa var að líta dagsins ljós. Þær koma væntanlega til Dalvíkur frá Svíþjóð þaðan sem búnaðurinn er keyptur, í næstu vikur. Búnaðurinn er af gerðinni Lenko. Eftir er að leggja rör að dælunni sem kemur í brunninn rétt við dælu- húsið og næstu daga verður hafist handa við að frágang á rafmagni. Það er því að sögn Óskar ljóst að verkinu mun ljúka innan skamms, en frá upphafi var að því stefnt að gangsetja búnaðinn um miðjan nóv- ember. Leggjum allt í sölurnar Heildarkostnaður við búnaðinn og uppsetningu hans nemur um 25 milljónum króna og segir Óskar að skíðafélagsfólk hafði þegar safnað styrkjum og gjafafé fyrir um 15 milljónir króna. „Bærinn hefur enn sem komið er ekki lagt í þetta krónu,“ segir hann. „Við erum að leggja allt í sölurnar svo fólk geti farið á skíði hérna, heimamenn og gestir og það mun örugglega skila sér margfalt til baka, þó kostnaður- inn sé nokkur í upphafi.“ Þá gat Óskar þess að félagsmenn hafðu unnið mikla sjálfboðavinnu vegna uppsetningar búnaðarins. Þá nefnir hann að félagið spari um 15 millj- ónir króna þar sem ekki þurfi að út- búa uppistöðulón en vatn til að framleiða snjóinn verður tekið úr Stórhólstjörn, sem er við bæjar- dyrnar á skíðasvæðinu. Fyrir bæjarstjórn Dalvíkur- byggðar liggur beiðni um aðstoð við að greiða niður lán að upphæð 6,5 milljónir króna, en niðurstaða liggur ekki fyrir enn að sögn Ósk- ars. Hann segir ekki óeðlilegt að bærinn taki þátt í þessu stóra verk- efni, en nefndi einnig að viðræður við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og félaga um þátttöku hafi verið já- kvæðar. „Það er ekki útilokað að okkur takist að fjármagna þetta allt saman með framlögum,“ segir hann. Óskar gerir ráð fyrir að aðsókn að skíðasvæðinu muni aukast til muna nú þegar ávallt er tryggt að það verði opið og er stefnt að því að aukin aðsókn muni að mestu greiða kostnað við rekstur búnaðarins. Að mestu lokið við að setja upp snjóframleiðslubúnað í Böggvisstaðafjalli við Dalvík Ekki útilokað að allt verði fjármagnað með framlögum Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir Jón Halldórsson (í brunninum), starfsmaður skíða- svæðisins í Böggvisstaðafjalli, og Ófeigur Sigurðsson frá Steypustöð- inni við vinnu sína í fjallinu. Morgunblaðið/Kristján Skíðasvæði Óskar Óskarsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Gler- ártorg er fimm ára um þessar mundir og í tilefni þess verður efnt til hátíðar dagana 4. nóv- ember til 13. nóvember næstkom- andi. Í boði verða skemmtiatriði og ýmislegt fleira fyrir unga sem aldna og mörg afmælistilboð í gangi. Laugardagana 5. og 12. nóv- ember mun Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson kynna heilmikla hátíð- ardagskrá á Glerártogi og meðal þeirra sem koma fram eru Óskar Pétursson, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Í fínu formi, kór eldri borgara, Krist- jana Arngrímsdóttir, Sixties, Karlakór Akureyrar, Tónlistar- skólinn á Akureyri, auk þess sem sýnd verða atriði úr kabarett Freyvangsleikhússins og Húsið mun kynna starfsemi sína. Boðið verður upp á afmælisköku og all- ir krakkar fá ís. Á þessum dögum mun Friðrik V einnig töfra fram gómsæta humarrétti, Helgi Björnsson tek- ur lagið og rithöfundar frá Hóla- útgáfunni og Bókaútgáfunni Tindi lesa upp úr bókum sínum. Fyrir börnin verður sett upp leik- fangaland, efnt verður til Sing- Star-keppni og allir krakkar fá að prufukeyra nýja Snowmoto sleðann. Þá verður sett upp sýn- ing með ljósmyndum frá bygging- artíma og opnun Glerártorgs. Afmælishátíð á Glerártorgi STARFSFÓLK Norðurmjólkur á Akureyri býður gestum og gang- andi að líta í heimsókn í húsnæði fyrirtækisins við Súluveg laug- ardaginn 5. nóvember kl. 12–16 og kynna sér fjölþætta starfsemi þess. Vinnslusalir verða opnaðir og leitast við í máli og myndum að svara spurningum gesta um fram- leiðsluvörur Norðurmjólkur og hvernig þær verða til. Gestum verð- ur boðið upp á veitingar og að smakka framleiðsluvörur fyrirtæk- isins. Gestir verða fræddir um starf- semina, m.a. að mjólkurbílar Norð- urmjólkur flytja um 28 milljónir lítra af mjólk á ári frá 180 framleið- endum, en meðalbúið á starfssvæði Norðurmjólkur framleiðir um 150 þúsund lítra af mjólk á ári, sem er um 30 þúsund lítrum meira en með- albúið á Íslandi. Norðurmjólk er langstærsti ostaframleiðandi lands- ins – önnur hver ostasneið sem landsmenn sporðrenna er fram- leidd hjá Norðurmjólk. Í hvert kíló af osti þarf um tíu lítra af mjólk. Opið hjá Norðurmjólk APRIL Caverhill opnar sýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 5. nóvem- ber, en hún stendur til 18. nóvem- ber og er opin um leið og safnið, virka daga frá kl. 8 til 18 og laug- ardaga frá kl. 12 til 15. Sýningin ber heitið „The Secret Life of Mushrooms.“ en á henni verða veggteppi sem eru um 1,5 x 1,75 m að stærð. Hvert teppi lýsir erótískum þjóðsögum og goðsögn- um um sveppategundir sem finna má í Kanada og eru verkin stór, djörf og litrík. April Caverhill hefur unnið að list sinni í u.þ.b. tuttugu ár og sýnt litrík og frumleg verk sín víða í Kanada, en þar býr hún og starfar. Goðsagnir um sveppi Klæddu þig vel Ný sending Kápur, jakkar, dragtir, skinnkragar og bolir Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.