Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 31

Morgunblaðið - 04.11.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 31 MENNING „ÞETTA eru um þrjátíu litlar vatnslitamyndir, allar af fugl- um,“ segir Sigurður Örlygs- son um verkin sem hann sýnir í Listhúsi Ófeigs að Skóla- vörðustíg 5 frá kl. 16 á morg- un. Sigurður er löngu lands- kunnur myndlistarmaður, og hefur fengist við margt í list- inni, en hingað til hafa vatns- litir ekki verið sá miðill sem fólk tengir list hans. „Ætli ég sé ekki bara að reyna að minnka fyrirferðina á þessu hjá mér,“ segir Sigurður og hlær. „Þetta eru sumpart ökonómískar ástæður. En ég hef gaman af þessu. Ég hef aldrei unnið með vatnsliti áður – kann ekkert á þetta, en er að fikra mig áfram, og þetta á ljómandi vel við mig. Þetta er allt miklu „lekkerara“ en stóru verkin.“ Við opnunina á morgun leika hljómsveitin UHU og söngkonan Unnur Malín djass; Unnur Malín er dóttir Sigurðar og sonur hans leikur í hljómsveitinni. Myndir Sigurðar eru ýmist af íslenskum fuglum eða æv- intýrafuglum, en öll verkin eru til sölu. Sýningin stendur til 24. nóvember og er opin á virk- um dögum kl. 10–18, og kl. 11–16 á laugardögum. Fikra mig áfram í vatnslitunum Íslenskir fuglar og ævintýrafuglar. Myndlist | Sigurður Örlygsson sýnir vatnslitamyndir af fuglum SÝNING á málverkum Ein- ars Hákonarsonar verður opnuð í dag í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sýnir Einar 45 verk unnin í olíu á striga. Á þessari sýningu má sjá verk unnin á fimm ára tíma- bili. Sýningunni lýkur 20. nóv- ember og er Listasetrið opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18 en athugið að lokað er sunnudaginn 13. nóvem- ber. Einar Hákonar- son sýnir í Kirkjuhvoli Einar Hákonarson við eitt verka sinna. FANGELSISYFIRVÖLD í Frakklandi fengu á dögunum Saint-Etienne-sinfóníuhljómsveit- ina til að spila tvö tónverk eftir Mozart fyrir 60 fanga í La Tal- audiere-fangelsinu. Er þetta liður í tilraun til að róa fangana. Stjórnandi hljómsveitarinnar vill fá að spila fyrir fangana á nýjan leik en í kjölfar tónleikanna hófu nokkrir fanganna að læra á gítar. „Tónlist, sérstaklega sú sem við heyrðum á tónleikunum, er vel til þess fallin að róa skepnur eins og okkur,“ sagði einn fanganna í samtali við breska ríkisútvarpið í dag. Eftir tónleikana spjölluðu fang- arnir við tónlistarmennina en einn fanganna sagði uppákomuna skemmtilega tilbreytingu í lífi þeirra. Laurent Campellone, stjórnandi sin- fóníuhljóm- sveitarinnar, hefur áður farið með hljómsveit- ina í heimsókn í fangelsi í Þýska- landi og á Ítalíu. Sagðist hann vonast til að þeir 400 fangar sem nú taka út refsivist sína í La Tal- audiere-fangelsinu lærðu á fleiri hljóðfæri á borð við flautur, óbó, saxófón og slagverk. Mozart notaður til að róa fanga í Frakklandi Wolfgang Amadeus Mozart LISTAKONAN Guðrún Benedikta Elíasdóttir opnar sýninguna Berg- numin á morgun kl. 17–19 á Thor- valdsen Bar í Austurstræti. Náttúran, maðurinn í náttúrunni og náttúran í manninum eru meg- inyrkisefni sýningarinnar. Guðrún útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1987 og hefur haldið fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Hún var valin bæjarlistamaður Kópa- vogs 1996, er félagi í SÍM og rak ásamt öðrum Listgalleríið og vinnustofuna Skruggustein í Hamraborg. Sýningunni lýkur 2. desember. Náttúran í mann- inum og maðurinn í náttúrunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.