Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E kki örvænta þótt þú sért að verða þrí- tug. Einhvern veg- inn svona hljómaði auglýsing fyrir and- litskrem sem birtist í sjónvarpinu fyrr í vikunni. Ég hrukkaði brýrnar þegar ég heyrði skila- boðin. Sjálf er ég 32 ára og ekk- ert farin að örvænta. Skipta hrukkur nokkru máli? Þetta er spurning sem ég hef velt nokkuð fyrir mér undanfarna viku. Kveikjan er ekki bara auglýs- ingin fyrir andlitskremin heldur viðtal sem ég las í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Þar var rætt við Sæunni Ólafsdóttur, sem er höf- undur nýrrar bókar um sögu feg- urðarsamkeppni á Íslandi. Um bókina segir að þar sé fjallað um hverja keppni fyrir sig, viðbrögð landsmanna, þar á meðal kvenna- hreyfingarinnar, og umfjöllun ís- lenskra og erlendra fjölmiðla. Ég hef ekki lesið bókina spjaldanna á milli, en blaðað í gegnum hana í bókabúð. Í fljótu bragði sýndist mér að þar færi ekki mikið fyrir gagnrýni. Sennilega eru ungar stúlkur einn helsti markhópur út- gefandans. Það þykir greinilega ekki vanþörf á að minna þennan aldurshóp á þá alþekktu „stað- reynd að íslenskar konur eru öðr- um konum fegurri“ eins og segir klisjulegri bókarkynningunni. Sennilega hef ég verið í nokkr- um jafnréttishug þegar ég las viðtalið við Sæunni, enda aðeins fáir dagar liðnir frá því að ég stóð í köldu veðri á Ingólfstorgi niðri í miðbæ ásamt tugþúsundum ann- arra kvenna og krafðist jafn- réttis. „Í dag eru kröfur sam- félagsins um vel útlítandi konu orðnar mun háværari og á það ekki bara við um keppni í fegurð heldur í öllu okkar daglega lífi, hvort sem það er á vinnustöðum, í félagslífinu eða heima,“ er haft eftir Sæunni í Fréttablaðinu. Er það semsagt þannig, hvað sem öllu jafnrétti líður, að það skipti mestu máli að konur séu sætar? Að við gleymum ekki að setja á okkur varalitinn áður en við för- um í vinnuna, berum á okkur yngingarkremið áður en haldið er á barinn og ef við þurfum endi- lega að klæðast joggingbuxum heima við sjónvarpið – að við reynum þá að minnsta kosti að hafa þær smekklegar! Gerir samfélagið æ háværari kröfur til útlits kvenna líkt og höfundur bókanna um fegurð- ardrottningar Íslands heldur fram? Þetta er spurning sem ekki er auðvelt að svara. Hinu er ekki að neita að skilaboð dynja á konum héðan og þaðan um að þeim eigi að vera umhugað um útlitið. Að ofan nefndi ég dæmi um andlitskrem fyrir þrítugar konur. Þá koma upp í hugann kvennablöð sem birta for- síðumyndir af konum sem hafa megrast um tiltekinn kílóafjölda í næstum öllum tölublöðum. „Missti 30 kíló og alsæl“, „Fjórar í stórátaki“ og ámóta fyrirsagnir eru vinsælar. Vissulega hafa markaðsöflin sitt að segja. Þau eru ófá fyr- irtækin sem græða á því að kon- ur hafi sem mestar áhyggjur af útlitinu. Meðal þeirra sem leita hagnaðar í útlitsbransanum eru líka þeir sem standa að fegurð- arsamkeppnunum sem notið hafa mismikilla vinsælda á Íslandi í gegnum árin. Keppni í fegurð er í raun og veru fyrst og fremst gróðabissness. Meðan til er fólk sem vill gera sér mat úr sætum stelpum má gera ráð fyrir feg- urðarsamkeppnir viðgangist. Sjálf er ég nógu gömul til þess að muna gullaldartíma þessara keppna hér á landi á níunda ára- tugnum. Þá fylltu síður blaðanna og sjónvarpsskjái landsmanna myndir af þeim Hófí og Lindu Pé. Þær voru með túperað hár, í glanskjólum og í minningunni eru þær ýmist að setja á sig kórónur eða halda í hendur fátækra barna úti í heimi. Ég hefði ekki syrgt það ef farið hefði fyrir fegurðarsamkeppnum eins og axlapúðunum stóru sem þóttu flottir á Duran Duran- tímabilinu og hafa blessunarlega hvergi sést um árabil. En það var óneitanlega skondið að fletta nýju fegurðardrottningabókinni og sjá þar myndir af Davíð Odds- syni, þáverandi borgarstjóra, skála við borðalagðar stúlkur í Hollywood eða á Broadway og láta hafa eftir sér hvað þær brostu fallega. Ætli slíkar uppá- komur séu líka hluti liðins tíma? Í viðtalinu við Sæunni Ólafs- dóttur, höfund bókarinnar um sögu fegurðarsamkeppna ræðir hún um hvernig ungar stúlkur geti grætt á að taka þátt í slíkri keppni. Er haft eftir Sæunni að fyrir utan eftirsóknarverð verð- laun sé keppnin oft „stökkpallur ýmissa stærri tækifæra eins og dæmin sanna“. Hvaða tækifæri skyldu þetta vera? Mér dettur strax sjónvarp í hug. Ungar kon- ur sem unnið hafa fegurð- ardrottningartitla hafa nýlega verið ráðnar í vinnu í sjónvarps- þáttum um dægurmenningu og stjórnmál, bæði hjá Ríkissjón- varpinu og Stöð 2. Það hefur raunar vakið athygli mína í nýju „magasínþáttunum“ á sjónvarps- stöðvunum tveimur að þar sést vart kona yfir þrítugu. Körlunum „leyfist“ hins vegar að vera eldri og jafnvel með grátt í vöngum og aukakíló. Það er mikilvægt að allir fái sín tækifæri, bæði karlar og konur, burtséð frá útliti. Jafnrétti hefur ekki verið náð í samfélagi þar sem stöðugt er reynt að telja konum trú um að þær þurfi að vera sætar til þess að eiga séns. Vertu sæt, stelpa! „Í dag eru kröfur samfélagsins um vel útlítandi konu orðnar mun háværari og á það ekki bara við um keppni í fegurð heldur í öllu okkar dag- lega lífi, hvort sem það er á vinnustöð- um, í félagslífinu eða heima.“ VIÐHORF Elva Björk Sverrisdóttir elva@mbl.is Sæunn Ólafsdóttir, höfundur bókarinnar Brosað gegnum tárin. SÉRHVER maður á rétt á greiðu aðgengi að hreinu drykkjar- vatni og vatni til hreinlætis og heimilishalds. Það er hlutverk sveitarstjórnarmanna og sveitarfé- laga, í samvinnu við ríkisvaldið, að tryggja þegnunum þessi réttindi, en um leið að tryggja öryggi neysluvatnsins og hollustu til fram- búðar. Síðustu þrjú kjörtímabil hef ég ver- ið fulltrúi Hafnfirð- inga í heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, en nefndin hefur ríkum skyldum að gegna varðandi öryggi neysluvatnsins, sem hún hefur leitast við að sinna. Á tíunda áratugnum auðnaðist eftirlitinu, í samvinnu við önnur heilbrigðiseftirlit á höfuðborg- arsvæðinu, að ná samstöðu allra sveitarfélaganna um sameiginlegt vatnsverndarskipulag og hefur þeg- ar verið tekið frá 300 ferkílómetra vatnsverndarsvæði í upplandi höf- uðborgarsvæðisins. Hreint Kaldárvatn Töluverður hluti umrædds vatns- verndarsvæðis er í landi Hafn- arfjarðar og þar hefur bæjarfélagið ríkum skyldum að gegna. Og þótt gæði neysluvatns okkar Hafnfirð- inga séu mikil og skipulag fyrir vatnsverndarsvæðið í höfn, þá er enn langt í land að málefni neyslu- vatns og vatnsverndar séu end- anlega leyst. Eftir vettvangsferðir sem ég hef farið um vatnsvernd- arsvæðið, t.d. í kringum Kald- árbotna, hef ég sannfærst um nauðsyn þess að koma þurfi upp mun öflugra og skilvirkara eftirliti á svæðinu og næsta nágrenni, fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar jeppa- og mótorhjóla utan vega. Álið og umhverfið Fyrirhuguð stækkun álversins í Straumsvík og endurnýjað starfs- leyfi hefur verið mikið í umræðunni í Hafnarfirði síðustu misserin og sýnist sitt hverjum. Við stækkunina er gert ráð fyrir að framleiðsla geti aukist úr um 170 þúsund tonnum á ári í 460 þúsund tonn og vekja þær tölur ugg margra Hafnfirðinga vegna aukinnar loftmengunar svo nærri bæjarmörkunum. Sem formaður heilbrigðisnefndar hef ég komið töluvert að þessu máli, en það er ekki hlutverk nefndarinnar að segja til um það hvort stækka megi álverið. Heldur er það Umhverfisstofnun eða ríkisvaldið sem veitir starfsleyfið svo fram- arlega sem bæjaryfirvöld í Hafn- arfirði samþykkja breytt skipulag sem geri ráð fyrir stækkuðu álveri á svæðinu og fyrirhug- aður rekstur verði í samræmi við skipu- lagsforsendur. Það er því Hafnarfjarðarbær sem hefur endanlegt ákvörðunarvald um það hvort heimila eigi stækkun eða ekki. Góður granni Í hugum margra er Alcan góður granni og ég held að flestir sem þar hafa unnið telji álverið góðan vinnustað. Við megum hins vegar aldrei gleyma því að álverið er í túnfætinum okkar og frá því stafar mengun þrátt fyrir öflugan meng- unarvarnabúnað eða hreinsivirki, sem dregur verulega úr mengun. Að stækka álverið um meira en helming þýðir einfaldlega að meng- un frá því mun aukast í sama hlut- falli. Mengun frá álverinu er fyrst og fremst loftmengun og flestir tengja álverið við flúormengun, en flúor í umhverfi getur valdið gróð- urskaða og er hættulegt grasbítum. Önnur loftmengun frá álverinu er brennisteins- og þungmálma- mengun og svo kölluð PAH- mengun. Allt eru þetta slæm mengunarefni, ekki síst brenni- steinninn sem er mikill í útblæstri álversins eða um 14 kg á framleitt tonn af áli. Skipulagsstofnun samþykkti fyrir nokkrum árum umhverfismat fyrir stækkunina, en í þeim úrskurði er ekki gert ráð fyrir vothreinsun, sem er í raun eina eðlilega meng- unarvörnin. Þegar heilbrigðisnefnd fjallaði um umhverfismatstillöguna á sínum tíma mótmælti hún því að ekki væri gert ráð fyrir vot- hreinsun og benti á fjölda atriða sem orkuðu tvímælis í umhverf- ismatinu. Segja má að stofnunin hafi þá valtað yfir ýmis varnaðar- orð og athugasemdir sem heilbrigð- isnefnd setti fram. Athugasemdir heilbrigðisnefndar fengu á þeim tíma litla athygli en nú er öldin önnur og miklu meiri kröfur gerðar til umhverfisverndar. Þó að meng- unin sé ósýnileg þá er hún til stað- ar og það er hlutverk okkar, full- trúa almennings, að tryggja bestu mengunarvarnir. Umhverfisvöktun Ég held að fæstir Hafnfirðingar geri sér grein fyrir hversu öflugar vöktunarmælingar fara fram á veg- um heilbrigðisnefndar svæðisins, sem um árabil hefur í samvinnu við Umhverfisstofnun rekið mælistöð á Hvaleyrarholti, sem vaktar loft- gæði. Starfsmenn nefndarinnar, þ.e.a.s. heilbrigðiseftirlitið, annast daglegan rekstur Í mælistöðinni eru tekin sólar- hrings safnsýni þar sem mælt er flúor og þá bæði svonefnt loftkennt flúor og flúor sem er bundið ryki. Þá er einnig mælt brennisteins- díoxíð (SO2). Umhverfisstofnun tek- ur saman þessi gögn og þau eru síðan birt á heimasíðu heilbrigð- iseftirlitsins – www.heilbrigdiseft- irlit.is – þegar þær berast. Í mælistöðinni er einnig mælt ryk annan hvern dag, annars vegar fínt ryk þ.e.a.s. sem er undir 2,5 pm og hins vegar gróft ryk, þ.e.a.s. ryk sem er undir 10 pm. Grófa ryk- ið er ekki eins heilsuskaðlegt og það fína, sem er að stærstum hluta komið frá útblæstri bíla. Almennt má segja um niðurstöður mæling- anna að við búum við mikil loft- gæði. Heilbrigð skynsemi Eftir Sigurgeir Ólafsson ’Ég held að fæstirHafnfirðingar geri sér grein fyrir hversu öflug- ar vöktunarmælingar fara fram á vegum heil- brigðisnefndar svæð- isins, sem um árabil hefur í samvinnu við Umhverfisstofnun rekið mælistöð á Hvaleyr- arholti, sem vaktar loftgæði.‘ Sigurgeir Ólafsson Höfundur er formaður Heilbrigð- isnefndar Hafnarfjarðar og Kópa- vogssvæðisins og tekur þátt í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Prófkjör Hafnarfjörður Í DAG og á morgun fer fram próf- kjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, í framboði eru 24 einstaklingar, þar af 5 frambærilegar konur. Ég vil hvetja alla þá sem taka þátt í prófkjörinu að styðja allar konurnar í þau sæti sem þær biðja um eða sem næst því. Með kosningu Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur í varafor- mannsembætti og glæsilegri kosningu 9 kvenna í 11 sæti í mið- stjórn flokksins sem kosið var um á Landsfundi, höfum við gert stórátak í að breyta ímynd flokksins. Við get- um rekið ómálefnalegan áróður and- stæðinga okkar beint ofan í þá. Frambærilegir einstaklingar af báð- um kynjum njóta stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki þannig að Sjálfstæðismenn þurfi að skammast sín fyrir eitthvað í sögu sinni, fyrsta konan í stóli borg- arstjóra og fyrsta konan á ráð- herrastóli kom úr röðum sjálfstæðismanna, og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður var fyrsta þingkonan í sögu þjóð- arinnar í liði sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla sína tíð verið brautryðj- endaflokkur. Sigurlið Þrátt fyrir góðan ár- angur kvenna und- anfarið í kosningum innan flokksins þá þurfum við að vera áfram vakandi. Ef við ætlum að stilla upp sig- urliði þá er það lyk- ilatriði að allar kon- urnar sem eru í framboði fái góða kosn- ingu í þau sæti sem þær biðja um verði því við komið. Hver og einn þarf að spyrja sig spurninga á borð við, hvernig vil ég að listinn í vor líti út og hvernig vinnum við sigur? Það er borin von að við vinnum með frambjóðendum gærdagsins. Við þurfum að bjóða fram eitthvað meira en fortíðarþrá. Í stuðningsliði flokksins skortir á í tveimur hópum, yngstu kjósend- unum og konum. Við þurfum að höfða til þeirra með traustum mál- flutningi og frambjóðendum sem eiga auðvelt með að ná til þeirra. Það gerum við með því að kjósa ferskt og duglegt fólk sem horfir til framtíðar. Nýtt upphaf verður ekki með gömlum lummum. Nýir tímar Sjálfstæðisflokkurinn hefur ótrú- lega aðlögunarhæfni og getu til að takast á við þau vandamál sem steðja að fólki. Í rúm 75 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í sífelldri endurnýjun og verið flokkur fram- tíðarinnar, óhræddur við að taka inn nýtt fólk, óhræddur við breytingar. Við höfum tækifæri til þess að setja fimm frábæra frambjóðendur á listann okkar. Kjósum allar kon- urnar, ef við viljum vinna í vor, ger- um við það. Kjósum konur Friðjón R. Friðjónsson skrifar í tilefni af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem er í dag og á morgun ’Ef við ætlum að stillaupp sigurliði þá er það lykilatriði að allar kon- urnar sem eru í fram- boði fái góða kosningu.‘ Friðjón R. Friðjónsson Höfundur er fv. annar varaformaður SUS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.