Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÖGMUNDUR Jónasson skrifar pistil á heimasíðu sinni þann 27.10. um tilboð Loftmynda ehf. til Um- hverfisráðherra um yfirtöku á rekstri Landmælinga Íslands (LMÍ) með þjónustusamningi til 5 ára. Pist- illinn er svo und- arlegur að undirrit- aður á erfitt með að skilja að maður sem vill láta taka sig alvar- lega á pólitískum vett- vangi skuli láta slíkt frá sér fara. Fyrst fá umhverf- isráðherra og forstjóri LMÍ ádrepu fyrir að ljá máls á því að draga úr óþörfum ríkis- rekstri við breyttar aðstæður á markaði. Einkafyrirtæki hefur lokið verkefni sem LMÍ áttu að sinna en gerðu ekki. Það kallar hann að gera þessa starfsemi háða duttl- ungum markaðarins því að þá verði vaxt- arsprotarnir skornir af LMÍ. Svona ómælda fyrirlitningu á mark- aðslausnum hef ég ekki séð lengi og minn- ir hún raunar helst á boðskap hörðustu vinstrimanna um miðja síðustu öld. Mik- ið hlýtur Ögmundur að sjá eftir Ríkisskipum, Húsameistara ríkisins, Áburðarverksmiðju ríkisins svo ekki sé nú minnst á ríkisbankana. Að mati hans virðist það fullkomlega fráleitt að ríkið dragi úr umsvifum sínum ef einkaaðilar eru farnir að sinna verk- efnum sem ríkisstofnanir hafa gert til þessa. Ég get ekki annað en hugs- að til þess með hryllingi ef draumur VG um ljósrauðgræna „velferð- arstjórn“ verður að veruleika og þessi sjónarmið fá að ráða ferðinni. Steininn tekur þó úr þegar Ög- mundur heldur áfram: „Hvað Land- mælingar snerti þá gerist það nú, að þegar tilteknir þjónustuþættir eru boðnir út gerir eitt fyrirtæki, Loft- myndir ehf. sér lítið fyrir og vill gleypa Landmælingar allar með húð og hári. Fjárkrafa Loftmælinga á hendur ríkissjóði fyrir að annast grunnþjónustu, sem skattborg- aranum er ætlað að standa straum af kostnaði við, er auk þess himinhá en ágæt vísbending um hvað gerist þeg- ar fyrirtæki ná að seilast ofan í vasa skattborgarans í gegnum einka- vædda starfsemi.“ Ekki trúi ég að Ögmundur sé ólæs og því hlýtur þessi endaleysa að skýrast af því að hann hefur ekki les- ið tilboð Loftmynda. Í fyrsta lagi eru engir þættir í starfsemi LMÍ í útboði og í öðru lagi gera Loftmyndir ekki fjárkröfur á hendur ríkinu heldur býðst fyrirtækið til að taka að sér með þjónustusamningi rekstur LMÍ fyrir helming þeirrar upphæðar sem nú er dregin upp úr vösum skatt- greiðenda til þess að halda stofn- uninni á floti. Það er því sparnaður- inn sem er himinhár en ekki „fjárkrafan“. Þetta geta Loftmyndir gert vegna þess að þær eru búnar að kortleggja Ísland, nokkuð sem LMÍ hafa aldrei gert (það gerðu Danir og Bandaríkjamenn). Þau kort vill fyr- irtækið leggja inn í rekstur LMÍ og blása með því nýju lífi í starfsemina og bæta þjónustu. Hér eru því ekki gerðar himinháar fjárkröfur heldur boðinn um 100 milljóna króna sparnaður. Það má líka upplýsa Ög- mund og aðra um það að Loftmyndir buðu LMÍ afnot af þessum nýju kortum fyrir 20 millj- ónir á ári en því var hafnað af forstjóranum. Síðan velur hann að misskilja tilboð Loft- mynda um þjónustu- samning og segir það aðeins snúast um þessi kort sem kosti ekki nema 35 milljónir á ári að viðhalda. Hann er því ber að því að hafa hafn- að tilboði sem hefði sparað skattgreið- endum 15 milljónir á ári. Ögmundur lætur hins vegar ekki staðar numið með því einu að op- inbera að hann tjái sig um mál án þess að hafa kynnt sé þau heldur segir hann líka: „Einka- fyrirtækin, með dyggri aðstoð Verslunarráðs- ins, hafa síðan reist þær kröfur á hendur rík- isvaldinu að það banni hinni opinberu stofnun að „keppa á markaði“. Þessir aðilar fá gjarnan samkeppnisyfirvöld í lið með sér að ógleymdu skipunarvaldinu í Brussel sem er mjög gírað inn á þessa hugs- un.“ Það er ljóst að þingmanninum Ög- mundi Jónassyni finnst það hin mest ósvinna að ríkið skuli verða að fara að lögum í samkeppnismálum. Fyr- irtækin eru að hans dómi að fá „óþurftarmenn“ á borð við sam- keppnisyfirvöld í lið með sér til að tryggja að ríkið virði lög. Getur þing- maður boðið mönnum málflutning af þessu tagi. Dæmi hver fyrir sig. Allur þessi málflutningur Ög- mundar verður hins vegar skilj- anlegur ef maður fær lánuð hjá hon- um „ríkisgleraugun“ sem hann virðist skoða heiminn með. Með þau á nefinu sér maður auðvitað svart á hvítu að hjá einkafyrirtækjum vinna bara skúrkar sem róa að því öllum árum að féfletta ríkið sem auðvitað verst fimlega. Maður sér líka að helstu framfarir undanfarandi ára- tuga hafa orðið vegna ötullar starf- semi opinberra stofnana þar sem úir og grúir af vaxtarsprotum sem „vondu kallarnir í einkarekstrinum“ bíða færis á að slíta upp. Ekkert nema ríkisgleraugun, sem Ögmundi er auðvitað frjálst að nota, skýrir þá sýn hans að allt sé best komið í hönd- um ríkisins. Honum ber hins vegar að kynna sér mál áður en hann tjáir sig um þau. Það kallast vönduð vinnubrögð. Ríkisgleraugun hans Ögmundar Jónassonar Örn Arnar Ingólfsson svarar Ögmundi Jónassyni Örn Arnar Ingólfsson ’Allur þessimálflutningur Ögmundar verður hins- vegar skiljan- legur ef maður fær lánuð hjá honum ríkis- gleraugun sem hann virðist skoða heiminn með.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. R-LISTINN hækkaði fast- eignaskatt úr 0,320% í 0,345% fyr- ir síðustu áramót en dró hækk- unina til baka í byrjun ársins þegar ljóst varð að fólk léti ekki enn eina skattahækkun vinstri manna í Reykjavík þegjandi yfir sig ganga. Það að hætta við að hækka skattinn var hins vegar langt frá því að vera fullnægj- andi, því að óbreytt skatthlutfall þýddi í raun skattahækkun á fasteignaeigendur. Ástæðan er sú að fasteignamatið hafði verið hækkað um 20% á sérbýli og 13% á fjölbýli. Ef tekið er einfalt meðaltal af þessari hækkun fast- eignamatsins má sjá að til að halda í horfinu en þyngja ekki álögur á borgarbúa hefði R-listinn átt að lækka fast- eignaskattinn úr 0,320% í 0,275%. R-listanum átti vitaskuld aldrei að detta í hug að hækka skatthlut- fallið þegar ljóst var að fast- eignaverð hafi hækkað umtalsvert, en það að hann lét vera að lækka hlutfallið hefur í för með sér að dulin skattahækkun R-listans af þessum sökum nemur hundruðum milljóna króna. Þetta rifjast upp nú þegar fjár- lagafrumvarpið hefur verið lagt fram því að á sama tíma og R-list- inn þyngir álögur á borgarbúa fellir ríkið niður eignarskattinn og léttir þannig byrðum af fjölskyld- unum í landinu, eins og sjá má á frumvarpinu. Þetta á ekki síst við um þá sem eiga skuldlitlar fasteignir en hafa litlar tekjur, en margir aldraðir eru í þeim hópi. Að snúa við þeirri gegndarlausu skatta- og gjaldahækkun sem R-listinn hefur staðið fyrir frá því að hann tók við völdum fyrir rúmum áratug – þvert á loforð um lækkun gjalda – er eitt allra brýnasta verkefnið sem sjálfstæðismenn standa frammi fyrir nái þeir meirihluta í borgarstjórn í vor. Nái sjálfstæðismenn ekki meiri- hluta er líka ljóst hvað R-lista- flokkarnir, sem þá munu starfa saman undir öðru nafni, munu telja sitt brýnasta verkefni. Stöð- ug hækkun útsvarsins þar til það var hækkað í leyfilegt hámark á þessu ári sýnir glöggt hvert vinstri flokkarnir stefna. Engum sem fylgst hefur með orðum þeirra og gerðum dylst að þeir telja mikilvægt markmið að fullnýta þurfi allar skattheimtu- heimildir í stað þess að stefna að því að halda sköttum eins lágum og nokkur kostur er. Þannig þarf enginn að efast um að R-listaflokkarnir munu við fyrsta tækifæri gera aðra atlögu að því að hækka fasteignaskattinn komist þeir í aðstöðu til þess, enda er ákveðna vísbendingu að finna í greinargerð með frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar árið 2005. Í greinargerð- inni er sérstaklega fjallað um „ónýtta heimild“ til álagningar fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði og reynslan sýnir að R-listaflokk- arnir láta heimildir til skatta- hækkana ekki standa „ónýttar“ lengi. Fasteignaskattar Eftir Kjartan Magnússon ’… dulin skattahækkunR-listans af þessum sök- um nemur hundruðum milljóna króna.‘ Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Reykjavík AKUREYRARBÆR hefur á undanförnum árum reynt að efla ímynd sína sem skíðaparadís, og hefur tekist ágætlega vel til, sem birtist meðal annars í aukn- um straumi fólks upp í Hlíðarfjall. Þess má geta að Akureyr- arbær hefur verið Vetraríþróttamiðstöð Íslands í rúm 10 ár, skv. reglugerð menntamálaráðuneyt- isins nr. 362 frá 18. mars 1995, sem hefur meðal annars „það meginhlutverk að efla vetraríþróttir“. Nú síðastliðna mánuði hefur verið unnið hörðum höndum við að koma upp snjófram- leiðslukerfi til að geta boðið skíða- áhugamönnum upp á að lengur sé opið en síðustu vetur. Allt er þetta gott og blessað, en í miðjum þessum áætlunum gleymist ákveð- inn hópur sem þó nýtir aðstöðu fjallsins í miklum mæli. Þessi hóp- ur er við skíðagönguiðkendur sem leggjum leið okkar upp í fjall um leið og nægur snjór er til staðar. Ekki er þó nóg að nægur snjór sé á svæðinu, því snjóinn þarf að troða til að gera skíðagönguiðkun mögulega og til að snjórinn hald- ist lengur þegar þiðnar. Svo þetta sé mögulegt þurfa að vera til tæki og mannskapur sem geta sinnt þessari þjónustu. Sá tækjakostur sem Skíðastaðir hafa yfir að ráða er því miður ekki eins og best verður á kosið. Snjótroðurum er ekki nógu vel viðhaldið sem sést best á því að þeir troðarar sem þurftu á viðhaldi að halda í vor, voru enn bilaðir þegar þeirra var þörf í haust. Í ofanálag er staðan sú að í dag er þjónusta fjallsins ekki mönnuð um helgar þar sem „skíða“vertíðin er ekki enn byrj- uð. Í augum aðstandenda Skíða- staða hefst skíðavertíðin greini- lega ekki fyrr en svigskíðasvæðið er opnað og gönguskíðasvæðið fær því að lúta í lægra haldi. Ég er ekki að segja að brautir hafi aldrei verið troðnar það sem af er vetri, það er af og frá, en greini- legt er að mikið metnaðarleysi hvílir yfir þjónustunni við okkur skíðagönguiðkendur. Það er nefni- lega meira en að segja það að troða góða gönguskíðabraut. Fyrst þarf að þjappa brautina til að und- irlagið verði sem jafn- ast og engar óþarfa hæðir og hólar séu til staðar. Því næst þarf að fara hægt og örugglega með spor- ara í gegnum braut- ina til að mynda sjálft gönguskíðasporið sem gengið er eftir. Því miður virðist ann- aðhvort þekkingu eða metnað vanta hjá Skíðastöðum til að leggja gott göngu- skíðaspor, þar sem sporið er oft á tíðum í miklum hlykkjum sem gerir skíðagönguiðkendum oft erf- itt um vik og getur reynst mjög varhugavert ef slíkir hlykkir koma fyrir í niðurbrekkum. Illa staðið að upplýsingagjöf um veður og skíðafæri Í áraraðir hafa Skíðastaðir boð- ið upp á þá góðu þjónustu að geta hringt í símsvara til að fá nýjustu upplýsingar um veður og skíða- færi í fjallinu. Fyrir nokkrum ár- um var þjónustan enn aukin, og er nú hægt að fara á vefsíðu Hlíð- arfjalls og fá þar samsvarandi upplýsingar. Svo að slík þjónusta þjóni sínum tilgangi verða upplýs- ingarnar sem gefnar eru að vera uppfærðar reglulega þegar skíða- iðkun vetrarins hefur verið hafin. Því miður hefur þessu verið mjög ábótavant og upplýsingarnar sem gefnar eru í gegnum símvarann hafa oft á tíðum verið margra daga gamlar og því ekkert að marka þær. Sama gildir um upp- lýsingarnar á vefsíðu Hlíðarfjalls sem eru uppfærðar enn sjaldnar en upplýsingarnar í símsvaranum. Ekki má gleyma hinum minna reyndu Fyrir þá skíðagönguiðkendur sem hafa minni reynslu á göngu- skíðum hefur Kjarnaskógur reynst betur en Hlíðarfjall, þar sem brautin þar er meira á slétt- lendi og ekki eins mikið af brött- um brekkum eins og uppi í fjalli. Það er því mjög mikilvægt að þessum hópi sé þjónað til jafns við þá sem leggja leið sína upp í Hlíðarfjall. Nú síðustu daga hefur verið nægur snjór í Kjarnaskógi til að halda uppi úrvals göngu- skíðasporum, en vegna lélegs við- halds snjótroðarans sem notaður hefur verið þar hefur svo ekki verið. Brautin hefur því verið troðin með vélsleða sem gerir það að verkum að undirlag braut- arinnar verður mjög ójafnt, þjappast illa og sporið sem gert er verður því ekki upp á marga fiska. Hér virðist enn og aftur bera á annaðhvort þekkingar- eða metnaðarleysi aðstandenda skíða- svæðisins við gerð gönguskíða- brautar. Ég spyr því, er það þessi ímynd sem Akureyrarbær vill hafa af „skíðaparadísinni“ í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi? Eða snýr skíðapara- dísin einungis að þeim sem iðka svigskíðin? Ég vona innilega að svarið við þessum spurningum sé nei, því annað væri hreint út sagt óviðunandi. Ég vil því hvetja Akureyrarbæ, forstöðumenn Skíðastaða og Kjarnaskógar til að íhuga málið alvarlega og taka sig ærlega á í þessum efnum ef þeir vilja halda merkjum skíðaparadísarinnar á lofti! Slæm ímynd skíða- paradísar á Akureyri Grétar Orri Kristinsson fjallar um „skíðaparadísina“ á Akureyri ’Ég vil því hvetja Akur-eyrarbæ, forstöðumenn Skíðastaða og Kjarna- skógar til að íhuga málið alvarlega og taka sig ærlega á í þessum efn- um ef þeir vilja halda merkjum skíðaparadís- arinnar á lofti!‘ Grétar Orri Kristinsson Höfundur er líftölvunarfræðingur og skíðagöngumaður. Fréttasíminn 904 1100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.