Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 43 UMRÆÐAN NÚ KEPPAST út- gefendur við að aug- lýsa nýútgefnar bæk- ur og maður freistast til að trúa við lestur auglýsinganna að varla hafi jafn frá- bærar bækur áður verið gefnar út. Er þar bæði vitnað til efnis og þá ekki síður til þess hvað þær eru vel læsileg- ar. Verulegur hluti þessara mjög læsi- legu bóka var skrif- aður á erlendum mál- um en bækurnar í auglýsingunum eru boðnar á íslensku. Yfirleitt er ekki minnst á hvernig þessi breyting varð á textanum. En víst er að hún gerðist ekki af sjálfu sér frekar en að kýrnar mjólki sig sjálfar. Þeir sem hafa þýtt ritverk vita að þýð- ingar ritverka krefj- ast margslunginnar kunnáttu ef vel á að vera. Þýðandi verður að kunna málið sem þýtt er af og málið sem þýða skal á afar vel og vera næmur á hin margslungnu blæbrigði beggja málanna. Hann verður að kynna sér aðstæður allar og oft á tíðum flókna menningu að baki ritverksins sem þýða á. Síðast en ekki síst verður þýðandi að kunna öguð vinnu- brögð og búa yfir vinnuþreki vel í með- allagi. Bækur þýða sig ekki sjálfar. Að ofansögðu leyfi ég mér að benda út- gefendum á að geta þýðenda í auglýs- ingum sínum. Mjólkuðu kýrnar sig kannski sjálfar? Bryndís Víglunds- dóttir fjallar um þýðingar Bryndís Víglundsdóttir ’Þýðandi verð-ur að kunna málið sem þýtt er af og málið sem þýða skal á afar vel og vera næmur á hin margslungnu blæbrigði beggja mál- anna.‘ Höfundur er kennari. Fíkniefnadraug- urinn er farinn að láta á sér kræla í kringum skólana okkar. Að þessu komst ég þegar ég var á fundi í einu hverfi borgarinnar fyr- ir stuttu. Þann viðbjóð þarf að stoppa taf- arlaust. Ég átta mig ekki á því hvort forseti Íslands er með átakinu sem hann beitir sér fyrir og nær til Reykjavíkur og lasta- bæla í gömlu Austur- Evrópu að skipa okkur á bekk með þeim borgum eða hvort útspilið er auglýsingabrella það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að borgaryfirvöld sem bera ábyrgð á grunnskólum borgarinnar og kennslu barna á grunnskóla aldri stórefli vitneskjuna hjá börnum um hætturnar við fíkni- efnaneyslu og um það hvernig fíkniefnum er komið á framæri frá sölumönnum dauðans við ungt fólk. Við eigum að gera kröfur til borgaryf- irvalda í þessu sam- bandi. Ég mun berjast af alefli fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn taki enn frekar á í þessu sam- bandi. Þetta verður gert með beinum að- gerðum að hálfu borg- aryfirvalda en þetta verður líka gert með því að gera auknar kröfur til foreldra og forráðamanna ungs fólks í þessu sambandi. Því verður nefni- lega ekki breytt nema menn taki á því. Í þessum efnum eru menn oftast sinnar gæfu smiðir. Hjáróma rödd- um sem hafa lagt til að fíkniefni verða lögleidd verða svo leiddar oní pípulögn svo vitnað sé til skáldsins. Fíkniefnin burtu Eftir Jóhann Pál Símonarson ’Ég mun berjast afalefli fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn taki enn frekar á í þessu sam- bandi.‘ Jóhann Páll Símonarson Höfundur er sjómaður í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík PRÓFKJÖR reykvískra sjálf- stæðismanna til borgarstjórn- arkosninga vorið 2006 fer fram nú um helgina, 4.–5. nóv- ember. Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur fjöl- breytileika, hann er flokkur allra stétta og beggja kynja. Listi flokksins í borg- arstjórnarkosningum næsta vor verður að endurspegla það grundvallarviðhorf. Einn mikilvægasti þátturinn í því er að konum vegni vel í prófkjörinu. Kjartan Gunn- arsson, fram- kvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, benti á það í skýrslu sinni til landsfundar flokksins að skoð- anakannanir bentu til þess að flokk- urinn njóti hlutfallslega minni stuðn- ings meðal kvenna en karla og að það sé óviðunandi. Jafnframt benti hann á að allir flokksmenn þyrftu að gera sér grein fyrir því og taka af einlægni þátt í að tryggja eðlilegan hlut kvenna í störfum og forystu Sjálfstæðisflokksins á hverjum tíma. Sóknarfæri sjálfstæðismanna eru sérstaklega meðal kvenna. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að um 40% kvenna og um 52% karla styðja flokkinn. Þessu þarf að breyta. Margar konur horfa til stöðu kvenna í flokkum þegar þær ákveða hvernig þær verja atkvæði sínu í kosningum. Atkvæði kvenna geta skipt sköp- um um hvort Sjálfstæð- isflokkurinn nær meiri- hluta í komandi borgar- stjórnarkosningum. Þetta ættum við að hafa í huga við val okkar í prófkjörinu. Ýmsir hafa bent á lágt hlutfall kvenna í framboði í prófkjörinu eða 5 konur á móti 19 körlum. Hér ber þó að hafa í huga að í tilviki kvenframbjóðenda er magn ekki sama og gæði, því allar eru þær afar hæfar og reyndar konur. Nú er tækifæri fyrir hinn almenna kjósenda Sjálfstæðisflokksins að verða við áskorun framkvæmda- stjóra flokksins og eigi sinn þátt í að tryggja konum örugg sæti í próf- kjörinu. Sjálfstæðiskonur í örugg sæti Ásta Möller skrifar í tilefni af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem er í dag og á morgun Ásta Möller ’… allar eruþær afar hæfar og reyndar kon- ur.‘ Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Verkstjórafélagið Þór var stofnað 2. nóvember 1935 í Odd- fellowhúsinu. Félagið var stofnað af verkstjórum í vél- smiðjum og skipa- smíðastöðvum. Verkstjórafélagið Þór er félag iðn- lærðra verkstjóra í Reykjavík og ná- grenni. Verkstjórafélagið Þór er aðili að Verk- stjórasambandi Ís- lands, en innan þess sambands eru 13 verkstjórafélög. Félagsmenn í Verkstjórafélag- inu Þór eru nú um eitt hundrað. Félagsmönnum hefur farið fækkandi síðustu árin og kemur það að mestu til vegna samdráttar í málm- og skipasmíðaiðnaði. Öll stærri verkefni voru til skamms tíma unnin erlendis af ríkisstyrktum fyrirtækjum í Pól- landi og Eystrasaltsríkjum. Má í því tilefni nefna illskilj- anlega ákvörðun ríkisins er varð- skip okkar hafa verið send til breytinga í Póllandi. En í þeim tilfellum hefur yfirleitt munað mjög litlum upp- hæðum á tilboðum íslenskra fyrirtækja og þeirra pólsku. Þegar dæmið hefur verið gert upp í verklok hefur það vafalaust snúist við, íslensku fyrirtækjunum í hag. Ríkið og við öll er- um þá að tapa á þess- um viðskiptum á margan máta. Þá ber einnig að geta þess að ef öll stærri verkefni verða send úr landi glatast verkþekking í skipa- smíðaiðnaði. Ef hún er ekki þeg- ar að hverfa. Miklar stór- iðjuframkvæmdir eru nú í landinu en því miður eru þessi verk- efni unnin að stórum hluta með erlendu vinnuafli þar sem sam- dráttur síðustu ára hefur leitt til mikillar fækkunar nemenda í málmiðnaði hér á landi. Þegar við fögnum nú 70 ára af- mæli félagsins er mikilvægt að all- ir standi saman um að halda sem flestum verkefnum í skipasmíða- og málmiðnaði í landinu. Þannig höldum við verkþekk- ingu okkar og eflum um leið ís- lenskan iðnað. Verkstjóra- félagið Þór 70 ára Stefán Friðþórsson skrifar í tilefni af 70 ára afmæli Verkstjórafélagsins Þórs ’… er mikilvægt að allirstandi saman um að halda sem flestum verk- efnum í skipasmíða- og málmiðnaði í landinu.‘ Stefán Friðþórsson Höfundur er formaður Verkstjórafélagsins Þórs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.