Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 47 MINNINGAR ✝ Guðríður Ólafs-dóttir fæddist á Kljáströnd í Höfða- hverfi 25. apríl 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 25. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna María Vigfús- dóttir frá Hellu á Árskógsströnd, f. 28. nóv. 1888, d. 10. júlí 1973, og Ólafur Gunnarsson frá Höfða í Höfðahverfi, f. 27. júlí 1878, d. 15. janúar 1964. Systkini Guðríðar eru Gunnur, f. 7. maí 1911, d. 31. október 1945, Dóra, f. 6. júlí 1912, Gunnar, f. 1. október 1917, d. 6. september 1991, Bald- vin, f. 26. desember 1919, Vigfús, f. 7. nóvember 1922, Árni, f. 1. október 1925, d. 26. maí 2003, Þóra Soffía, f. 18. apríl 1931. Guðríður giftist Haraldi Hall- dórssyni skipstjóra, Hlíð í Höfða- hverfi, f. 4. febrúar 1912, d. 23. ágúst 1965. Foreldrar hans voru Sigurlaug Jóhannesdóttir ljós- móðir, f. 25. apríl 1880, d. 11. ágúst 1956, og Halldór Jónasson frá Bárðartjörn í Höfðahverfi, f. 11. september 1876, d. 14. nóvem- ber 1937. Þau bjuggu lengst af í d. 6. janúar 1990. Anna María, f. 17. febrúar 1977, d. 30. mars 2003. Sambýlismaður hennar var Árni Friðriksson. Sonur hennar er Ró- bert Steindór. Katrín, f. 21. sept- ember 1982. Sambýlismaður henn- ar er Friðrik Helgason, þau eiga einn son. Guðríður ólst upp í Sigtúnum á Kljáströnd hjá foreldrum sínum og systkinum en einnig bjuggu þar föðursystir hennar, Guðríður Gunnarsdóttir, maki hennar Sig- urður Ringsted og fimm börn þeirra. Mikil útgerð var stunduð frá Kljáströnd í um einn manns- aldur og voru börnin virkir þátt- takendur við fiskvinnsluna í landi. Guðríður giftist Haraldi árið 1940. Þau bjuggu sín fyrstu bú- skaparár í Höfðahverfi en fluttu síðan til Akureyrar. Guðríður missti eiginmann sinn snemma og lagði á sig mikla vinnu til þess að koma börnum sínum til mennta. Hún starfaði lengst af við ÚA en einnig í fatahreinsun bræðra sinna Vigfúsar og Árna. Guðríður var mikill náttúruunnandi, áhugamál hennar tengdust útiveru s.s. ferða- lögum, að leggja net og fara á færi frá æskustöðvunum á Kljáströnd. Ekkert haust var án berjaferða, engin veikindi gátu hamlað því. Guðríður las mikið um andleg málefni og yfirleitt allt annað sem hún komst yfir. Hún var mikil hannyrðakona, beitti nál og prjón- um af list. Útför Guðríðar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Höfðahverfi en einn- ig í Fjörðum á Látra- strönd og stunduðu útgerð. Börn Guðríð- ar og Haraldar eru: 1) Guðmundur, út- gerðarmaður, f. 16. apríl 1943. Eigin- kona hans er Íris Karlsdóttir, f. 6. febr- úar 1947. Börn þeirra eru Karl Þór, f. 22. ágúst 1964. Eig- inkona hans er Matt- hildur Björnsdóttir, þau eiga tvö börn. Haraldur Þór, f. 23. janúar 1966. Eiginkona hans er Ragnheiður Valgarðsdóttir, þau eiga þrjú börn. Haukur Þór, f. 29. maí 1969, d. 14. ágúst 1969. Laufey, f. 19. júní 1970. Eiginmaður hennar er Jóhann Bjarnason. Þau hafa eign- ast sex börn og eru þrjú látin. Arn- ar Þór, f. 29. desember 1973. Drengur, f. 29. desember 1973, d. sama dag. Lilja Hrönn, f. 13. apríl 1983. 2) Gunnar, verkfræðingur, f. 12. janúar 1946. 3) Halldóra, lekt- or, f. 21. mars 1951, hún á eina dóttur, Guðrúnu Sif Friðriksdótt- ur, f. 22. júní 1979. 4) Ólafur, stýri- maður, f. 13. ágúst 1953. Eigin- kona hans er Inga Lára Bachmann, f. 3. janúar 1955. Börn þeirra eru Jósep, f. 30. júní 1974, Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín mikið, ég veit samt að þú hefðir sagt mér að vera ekki leið yf- ir að þú sért farin. Alveg frá því að ég var lítil að skottast í kringum þig talaðirðu alltaf um dauðann sem svo eðlilegan hlut, hvað það yrði nota- legt að láta móður jörð faðma sig að sér og fá svo að hitta gamla vini og ættingja. Ég veit líka að nú ertu komin í hóp látinna; Önnu Maríu, Jóseps og auðvitað Halla afa. Ég veit að nú ertu ánægð og hraust aft- ur, það er samt svo erfitt fyrir okk- ur sem sitjum eftir. Mér finnst þetta allt eitthvað svo óraunveru- legt þar sem ég er svo langt í burtu. Þú varst sko manneskja sem hafðir lifað tímana tvenna, og varst því viskubrunnur okkar yngri. Allar vísurnar og sögurnar sem þú kunn- ir, sumar þeirra hafði ég hvorki heyrt né lesið fyrr né síðar. Ég man þegar ég var í pössun hjá þér í Þór- unnarstrætinu, mér fannst svo gaman að sitja hjá þér í rauða sóf- anum og hlusta á allar sögurnar og skemmtilegu vísurnar. Mér fannst helst líka nauðsynlegt að fá að sofa með þér í gamla kvistherberginu í Hlíð, það fylgdi einhvern veginn sveitadvölinni. Við fórum líka oft út á sjó saman, annaðhvort að leggja net eða veiða á færi, það voru fáir sem voru jafnaflasælir og þú. Um daginn þegar ég kom í heim- sókn til þín var erfitt að sjá hvað þú varst orðin máttfarin og grönn. Lík- ami þinn var við það að gefa sig og ég vissi að það var líklegt að þetta yrði í síðasta sinn sem við myndum hittast, a.m.k. hérna. Ég veit samt að við eigum eftir að hittast aftur, og þá verða veikindi og sorg svo fjarri að það mun ekki geta snert okkur. Ég mun þá faðma þig fast að mér. Ég hlakka til þess, en það verður erfitt að bíða. Það verður aldrei það sama að fara í sveitina án þín, fara á færi út á fjörð eða sitja við kertaljós og spila. Mamma sagði mér frá friðnum sem skein úr and- litinu þínu, nú vitum við að sársauk- inn er hættur að herja á þig og þú ert búin að yfirgefa þitt jarðneska líf og gamla líkamann. Ég gleðst með þér, en á sama tíma er ég svo leið að missa þig, elsku amma mín. Ástarkveðjur. Þín Lilja Hrönn. Þegar ég var lítil og fór fyrst að velta fyrir mér dauðanum leitaði ég, eins og með svo margt annað, til ömmu. Mig minnir að ég hafi ein- faldlega spurt hana hvort hún héldi ekki að það væri hræðilegt að deyja. Viðbrögð ömmu komu mér heldur betur á óvart. Að sögn ömmu var dauðinn þvert á móti yndisleg upplifun og ekkert sem maður gæti nokkurn tímann upp- lifað í lífinu væri sambærilegt við þá dásamlegu reynslu. Síðan sagði hún mér frá öllu því sem hún hafði lesið um fólk sem hafði staðið við dauðans dyr en vaknað aftur til lífs- ins. Hún talaði um að sjá líf sitt fyr- ir augum sér, að lyftast upp frá lík- ama sínum, að sjá skært ljós í fjarska en umfram allt talaði hún um yfirgnæfandi sælutilfinningu sem jafnaðist ekki á við neitt sem maður þekkti í hinu lifanda lífi. Amma var afskaplega sannfærandi í útskýringum sínum á dauðanum, svo sannfærandi að ég féll strax frá hugmyndum mínum um dauðann sem hræðilegan atburð og hefur sú hugmynd aldrei komið upp í kollinn á mér síðan. Nú hefur amma upplifað þennan atburð sem hún talaði svo fallega um við mig fyrir 20 árum. Hún hafði átt við mikil veikindi að stríða í langan tíma og eins og við var að búast stóð hún sig eins og hetja í baráttunni við veikindin, margbúin að koma læknum og hjúkrunarfólki á óvart með seiglu sinni. En jarð- lífið er ekki eilíft eins og amma vissi vel og sá hún það sjálf undir lokin að nú væri komin tími til að kveðja það. Það hefur sjálfsagt verið mikill léttir að losna úr þessum gamla, veika líkama. Í raun var dauði hennar blessun og við ættum að samgleðjast henni, ég veit að hún er frelsinu fegin. Hugurinn getur auðveldlega tek- ið slíkum rökum en hjartanu reyn- ist það erfiðara því söknuðurinn er svo sár. Fyrir mér er lífið mun fá- tæklegra án ömmu enda var hún mikilvægur og ráðandi hluti þess. En ég reyni að brosa í gegnum tár- in og hugsa um og þakka fyrir allar góðu minningarnar. Þegar ég hugsa um ömmu, hugsa ég um hina sterku, góðu konu sem vissi ekkert skemmtilegra en veiða fisk úr sjó, tína ber, spila bridds og ferðast. Hún var líka mikið náttúrubarn og hefði væntanlega numið líffræði ef hún hefði átt kost á framhalds- menntun. Hún horfði með athygli á alla dýralífsþætti og talaði oft um hvað náttúran væri furðulegt og fullkomið fyrirbæri. Það er ekki langt síðan hana dreymdi draum þar sem hún var dáin og sat á graf- arbakka sínum á tali við Móður Jörð. Þegar amma vaknaði mundi hún ekkert af því sem Móðir Jörð hafði sagt en eftir sat sterk tilfinn- ing um hvað samtal þeirra hafði verið stórkostlegt. Hún sagðist því ekki kvíða því að hvíla í örmum Móður Jarðar. Það sem ég dáðist þó alltaf mest af í fari ömmu var einstakt for- dómaleysi hennar. Hún skildi ekki kynþáttafordóma, fordóma gagn- vart samkynhneigðum eða nokkra aðra árekstra manna á milli. Hún tók öllu fólki eins og það er og hef ég alltaf virt hana mikils fyrir þann eiginleika. Hún var líka ævintýra- gjörn og sýndi mér ávallt mikinn stuðning í ferðalögum mínum og var sérstaklega hrifin af Indlands- för minni. Hún sagði mér það ekki alls fyrir löngu að þegar hún myndi deyja skyldi hún einnig fara til Ind- lands, sem og Egyptalands. Elsku besta amma mín, ég vona að upplifun þín af dauðanum hafi verið jafn yndisleg og þú lýstir henni fyrir mér um árið. Ég vona einnig að þú hafir hitt fólkið þitt hinum megin, að þar sé nóg um fisk, ber og spilastokka og að þú hafir nú fengið tækifæri til þess að upplifa leyndardóma Indlands og Egyptalands. Njóttu vel. Guðrún Sif. Kjarnakonan hún amma mín er dáin. Og þó. Við trúum því að hún lifi áfram, gamli líkaminn hennar var orðin þreyttur og þjakaður, en ég trúi því að nú hafi hún fengið nýjan himneskan líkama fullan af þrótti og upplifi aldrei framar þján- ingar. Við amma ræddum oft um lífið og hvað tæki við eftir dauð- ann.Við vorum sammála um að dauðinn væri ekki endirinn á tilver- unni heldur myndi lífið halda áfram. Nú sé ég hana fyrir mér siglandi á lygnu himnesku hafi með Jesú sér við hlið, bæði áttu það sameiginlegt að elska hafið. Nú hefur hún hitt afa, alla gömlu félagana og börnin sem voru farin á undan henni og það hafa verið fagnaðarfundir. Mínar fyrstu minningar um ömmu eru úr Þórunnarstræti 112. Þar bjuggum við í sama húsi. Ég skrapp því oft í heimsókn til ömmu, sem tók mér alltaf opnum örmum, hún bauð mér líka stundum að borða með sér, sérstaklega þegar voru fiskibollur í bleikri sósu sem hún vissi að mér þóttu svo ljúffeng- ar. Hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við mig, talaði aldrei niður til mín, en hlustaði og sagði svo frá sinni skoðun. Það sem hún sagði var stundum svo nýstárlegt. Eitt sinn þegar þegar ég var fimm ára vorum við að tala um Guð, sem ég hafði alltaf séð fyrir mér sem góð- legan gamlan mann, sagði hún mér að fyrir sér gæti Guð alveg eins verið góð kona. Ég mótmælti þessu harðlega, en nú finnst mér það eitt skipta máli að Guð tekur á móti okkur í kærleika hvort sem hann er karl eða kona. Ömmu minni var margt til lista lagt. Hún prjónaði lopapeysur, sokka og vettlinga. Börnin í fjölskyldunni eiga öll falleg verk eftir hana, og ég á eina fallega útsaumsmynd sem hún saumaði eft- ir að hafa farið í augnaðgerð og fengið sjónina á ný. Amma elskaði náttúruna og hennar mestu sælustundir voru á Kljáströnd þar sem hún fór á sjó á árabát og veiddi á handfæri. Hún naut þess líka að fara til berja á haustin. Þessi áhugi smitaði út frá sér og hlökkuðum við krakkarnir alltaf mikið til að fara á Kljáströnd. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt gott. Ég mun alltaf minnast þín með hlýhug. Þín Laufey Guðmundsdóttir. Smám saman saxast á kynslóð- ina, sem með dugnaði og ósérhlífni lagði grunninn að íslensku nútíma- samfélagi. Kynslóðin, sem ekki mátti vamm sitt vita, kom börnum sínum til mennta, krafðist ekki neins. Þetta fólk fórnaði oft öllu sem það átti svo að aðrir mættu njóta. Einn besti fulltrúi þessara ís- lensku alþýðuhetja er fallinn í val- inn og verður jarðsett í dag. Þeir sem næst standa vita mæta vel um afrek Guðríðar, Búbbu, sem allt frá unga aldri lagði metnað sinn í að standa sína vakt. Hún vaskaði salt- fisk og beitti línu á unglingsárunum á Kljáströnd, en hanskar voru ekki dregnir á hendur. Síðar á lífsleið- inni vann hún langan vinnudag í frystihúsinu á Akureyri svo að börnin skorti ekki neitt. Ég minnist þess úr æsku að sjá konurnar í hverfinu, sem störfuðu hjá ÚA, koma heim í hádeginu og aftur undir kvöld. Búbba var í þess- um hópi og hún gekk hratt og örugglega heim í Reynivelli 8 enda næg verkefni heima. Oft hlýtur hún að hafa verið ógnar þreytt þegar hún lagði höfuð á kodda, en aldrei heyrði ég hana kvarta undan hlut- skipti sínu og uppgjöf var ekki til í hennar orðabók. Afrek Búbbu verða sjálfsagt aldrei skráð en svo mikið er víst að þau voru veruleg. Afrekin felast ekki í söfnun efn- islegra verðmæta, en þau eru hins vegar skráð í minningum þeirra sem eftir lifa og þekktu Búbbu. Víst fengu Kljástrandarbörnin að kynnast vinnuhörku sem þekkist ekki lengur í íslenska velferðarrík- inu. Móðir mín segir mér að Búbba hafi sannarlega fengið sinn skammt. En þau fengu líka annað í vegarnesti. Þarna ríkti samheldni stórrar fjölskyldu og einstaklingar bundust sterkum böndum sem dauðinn einn fær skorið á. Samband fólksins sem ólst upp á Kljáströnd er einstakt – og góð tengsl systk- inanna eru til fyrirmyndar. Skemmtileg hlið á þeim samskipt- um var þegar þau hittust og spiluðu bridds – og meðalaldurinn var tæp 90 ár. Þau spiluðu til skiptis á heim- ilum sínum og sagnirnar ekki spar- aðar og síðan skeggrætt um hvern- ig spilið hefði nú farið. Búbba er kvödd með söknuði, en eftirlifendur vita að trú hennar á framhaldslíf var sterk og einlæg. Hún var þess fullviss að handan móðunnar miklu biðu, ásamt Halla, horfnir Kljástrendingar og aðrir góðir vinir og ættingjar. Án efa hef- ur hópurinn strax farið í göngutúr um Ströndina og rifjað upp gamlar minningar. Ég efast ekki um að þá hafi hljómað gleðihlátrar enda sög- ur um uppátæki endalausar og stór- skemmtilegar. Við, sem eftir lifum, kveðjum góða konu. Áskell Þórisson og fjölskylda. GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Elskuleg kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS BJÖRNSDÓTTIR, Ögmundarstöðum, Skagafirði, lést laugardaginn 29. október. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 13.00. Hróðmar Margeirsson, Sigríður Hróðmarsdóttir, Guðmundur Kr. Eydal, Jón Margeir Hróðmarsson, María Jónsdóttir, Hróðmar, Ríkey, Urður og Hörn. Sonur minn, bróðir okkar og mágur, INGIBJARTUR ANTONSSON, Hlíf II, Ísafirði, sem lést þriðjudaginn 25. október, verður jarð- sunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. nóv- ember kl. 14.00. Guðmundína Vilhjálmsdóttir, Guðný Antonsdóttir, Gerður Antonsdóttir, Ingvar Antonsson, Erla Pálsdóttir, Vilhjálmur Antonsson, Elísabet Pálsdóttir. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sambýlismaður og afi, GESTUR BERGMANN MAGNÚSSON, Laugabraut 21, Akranesi, lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn 2. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Berglind Gestsdóttir, Víðir Pétursson, Ágústa Samúelsdóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.