Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 61

Morgunblaðið - 04.11.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 61 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal. Dalbraut 18–20 | Postulínsmálun kl. 9–12. Fastir liðir eins og venjulega. Sími 588 9533. Skráning stendur yf- ir á Halldór í Hollywood. Handverks- stofa Dalbrautar 21–27 alla virka daga kl. 8–16. Félagsstarfið er öllum opið. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, föstu- daga kl. 13–16. Handverksklúbbur fyr- ir konur og karla. Kaffi að hætti FEBÁ. Akstur annast Auður og Lindi, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Árshátíð FEB verður haldin í kvöld í Akogessalnum, Sóltúni 3. Húsið opn- að kl. 19 og hátíðin hefst kl. 20. Fjöl- breytt dagskrá: Veislustjóri Árni Norðfjörð, hátíðaræðu flytur Guðrún Ásmundsdóttir, danssýning, söngur, gamanmál o.fl. Skráning og uppl. á skrifstofu FEB og í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og bútasaumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar, m.a. bók- band, krílaðir skartgripir o.fl. Kl. 9.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna, út- skurður, baðþjónusta, Fótaaðgerð (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 10 pútt. Kl. 11 Spurt og spjallað. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Kl. 14 bingó. Laugardag- inn 5. nóvember kl. 13 verður okkar árlegi basar. Margt fallegra muna eins og prjónavörur, húfur, vettlingar, sjöl, armbönd, hálsmen, púðar, kort, rekaviður og margt fleira til jólagjafa. Hraunsel | Dansleikir á föstudögum, tvisvar í mánuði fram að áramótum. Húnvetningafélagið í Reykjavík | Sunnud. 6. nóv. er árlegur kirkju- og kaffisöludagur. Messa kl. 14 í Kópa- vogskirkju. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson, stólræða Ingibjörg Kolka Bergsteins- dóttir. Samkórinn Björk frá Blönduósi leiðir safnaðarsöng og flytur aðra tónlist. Undirl. Elínborg Sigurgeirsd. Kaffihlaðborð í Húnabúð, Skeifunni 11 frá kl. 15. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa hjá Sigrúnu kl. 9–16, silki- og glermálun, kortagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Björgvin Þ. Valdi- marsson tónlistarmaður kemur í heimsókn kl. 12. Fastir liðir. Uppl. í síma 568 3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30–14.30 Sungið v/flygilinn. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Kl. 14.30– 16 dansað í Aðalsal. Vesturgata 7 | Tískusýning verður föstudaginn 4. nóv. kl. 14. Sýndur verður dömu-vetrarfatnaður frá versluninni Dalakofanum í Hafn- arfirði. Veislukaffi. Björgvin Þ. Valdi- marsson kynnir nýútkominn geisla- disk og spilar nokkur lög, kl. 15. Vinabær | Félagsvist og dans verður laug. 5. nóv. kl. 20 í Vinabæ, Skip- holti 33. Að lokinni spilamennsku verður dansað fram eftir nóttu. Fjöl- mennum og tökum með okkur gesti. Félagstarf SÁÁ. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, leirmótun kl. 9–13, morg- unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leir- mótun kl. 13, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Vímulaus æska – stuðningur fyrir fólk á Eyjafjarð- arsvæðinu í safnaðarheimilinu kl. 18– 20. Árbæjarkirkja | Fundur Kvenfélags Árbæjarkirkju mánudaginn 7. nóv. kl. 20. Gestur fundarins Gunnbjörg Óla- dóttir guðfræðingur, fjallar um „Við- horfsmeðferð“. Konur eru hvattar til að koma og eiga uppbyggjandi stund í góðum félagsskap. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Bridsaðstoð frá kl. 13 og kaffi. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru Kirkjuskólans í Víkurskóla næsta laugardag kl. 11.15–12. Söngur, sögur, gleði og gaman. Brúðuleikhús og fleira. Hittumst hress og kát. Sóknarprestur og starfsfólk kirkju- skólans. Kirkjuskólinn í Skaftárhreppi | Næsta laugardag, 5. nóvember, kl. 13.30 verður samvera fyrir börn í Skaftárhreppi, í Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri. (Ath. tíma- setninguna). Síðast mættu fáir og eru því foreldrar og forráðamenn beðnir að minna börnin á samveruna og koma einnig með þeim sjálf. Allir eru velkomnir. Haraldur M. Krist- jánsson. Kvenfélag Langholtssóknar | Hinn árlegi basar félagsins verður haldinn laugardaginn 5. nóv. kl. 14 í safn- aðarheimilinu. Happdrætti, tertu- og kökusala, flóamarkaður. Allur ágóði rennur í gluggasjóð. Kökur vel þegn- ar. Heimsókn frá Færeyjum Um helgina verða færeyskur prestur, Jógvan Fríðriksson, og sönghópur í heimsókn hjá Fær- eyska Sjómannaheimilinu. Í tilefni þessa verður samkoma á föstudag kl. 20.30 og laugardag kl. 20.30 verður kvöldvaka. Á sunnudag kl. 15 verður guðs- þjónusta í Háteigskirkju. Jógvan Fríðriksson prédikar. Boðið verður í kaffi í Sjómannaheimilinu á eftir. Allir velkomnir. Skildinganes - sjávarlóð Hóll fasteignasala er með í einkasölu gott 206,5 fm 7 herbergja parhús, auk ca 60 fm kjallara, sem er ekki skráður hjá Fasteigna- mati ríkisins, samtals 266,5 fm. Húsið stend- ur á sjávarlóð og er vandfundinn betri staður á Reykjavíkursvæðinu. Húsið er á 3 pöllum og er afar vel skipulagt. Þetta er hús sem býður upp á mikla möguleika fyrir kaupand- ann. Verð 59,8 millj. Nánari upplýsingar veitir Kristberg Snjólfsson í síma 892 1931. DRAGSPILIÐ átti hvað lýðhylli varðar sitt gullskeið hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar, þegar færra var um fagurtónræna drætti en síðar varð. Fleira hefur breytzt; raunar líka viðfangsefni bringu- orgelsins, er nú er orðin viður- kennd námsgrein („accordeon“) í tónlistarháskólum. En hvort það hafi endilega aukið því vinsældir yngri hlustenda er önnur saga. Hitt er víst að fylgi harmónik- unnar helzt enn furðuöflugt meðal eldri borgara, eins og sjá mátti á fjölda tónleikagesta í Hafnarborg á fimmtudag. Að vanda var dagskráin örstutt; fimm lítil verk frá Asturríki- Ungverjalandi, Rúmeníu og Rúss- landi af léttari sortinni er flokka mætti í breiðasta skilningi sem sí- græna millitónlist, þ.e. af því tagi er reið húsum í ríkisútvarps- stöðvum sem alþýðlegt afþreying- arefni inn á milli gömlu stórmeist- aranna, áður en djassinn og síðar rokkið tók við á 6./7. áratug. Ant- onía Hevesi kynnti að venju og leiðrétti fyrst þann enn útbreidda misskilning að Ungversku dansar Brahms væru ósvikin ungversk þjóðlög. Heldur er iðulega um kaffihúsa- og sígaunamúsík að ræða, sem var n.k. félagslegt ígildi djasstónlistar í Vín, þ.e.a.s. 50-70 árum áður en sá eini rétti barst austur um haf. Ungverski fiðluvirtúósinn Edouard Reményi gaukaði mörgu slíku efni að Brahms snemma á ferlinum, og léku þau Tatu Kant- omaa eftir Johannes Ungverskan dans nr. 1 í G (fyrst saminn fyrir tvö píanó en seinna umritaður fyr- ir eitt) með áberandi þungstígum andstæðuköflum. Eftir Rúmenska smámeistarann Dinicu (1889-1949) léku þau fyrst Hora staccato er Heifetz gerði víðfrægt á milli- stríðsárum í sinni boganeistandi útsetningu f. fiðlu og píanó – þó hægar en vænta mátti – og síðan L’alouette með stórtækum rúbatóum í rammþjóðlegum cimbalom-stíl. Rússneski dansinn eftir Send- ereff sótti í sig veðrið eftir fremur óljósa verkaskiptingu hljóðfæranna í byrjun, og loks lagði Tatu alfarið undir sig sviðsljósið með suðandi Flugi humalflugu Rimskíj- Korsakoffs – þeirrar örskepnu er skv. útreikningum flugvélaverk- fræðinga á ekki að getað flogið en gerir það samt. Sama gerði nikk- an, og var eiginlega ekki seinna vænna, því þrátt fyrir annars nota- legt samspil þeirra félaga hafði fram að þessu lítið bólað á nafn- togaðri fimi finnska snillingsins. Gengu því allir glaðir út fyrir rest. Blítt og létt að austan Morgunblaðið/Þorkell Tatu Kantomaa og Antonía Hevesi spiluðu í Hafnarborg á miðvikudag. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hafnarborg Sígræn austurevrópsk millitónlist. Tatu Kantomaa hnappaharmónika, Antonía Hevesi píanó. Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 12. HÁDEGISTÓNLEIKAR GÓÐ aðsókn hefur verið að sýning- unni Hraunblómi í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar en henni lýkur um næstu mánaðamót. Á sýning- unni eru verk eftir dönsku lista- mannahjónin Else Alfelt og Carl- Henning Pedersen sem þau máluðu á Íslandi sumarið 1948. Einnig eru þar myndir eftir Sigurjón Ólafsson og Svavar Guðnason, en Svavar var félagi í Cobra-hópnum, eins og þau Carl-Henning og Else. Sýningin, sem er mjög áhrifamikil, gefur skemmtilega mynd af því hvernig framúrstefnulistin var fyrir 50 ár- um síðan og veitir innsýn í hug- myndafræði þess tíma. Myndir Else Alfelt eru unnar með vatnslitum en myndir Carl-Hennings og Svavars með olíukrít, efni sem venjulega er notað af börnum. Í myndum sínum reyna þessir málarar að ná fram hinu einlæga og barnslega. Meðal annars þess vegna á sýningin sér- stakt erindi til skólabarna. Gefin hefur verið út vegleg sýn- ingarskrá með myndum og ítar- legri umfjöllun um listamennina. Bókin kostar 1.500 kr. og hana má panta hjá Listasafni Sigurjóns. Listasafn Sigurjóns hefur í sam- vinnu við kennara úr Félagi ís- lenskra myndmenntakennara útbú- ið kennsluefni fyrir skólaheim- sóknir og býður nemendum grunnskóla og framhaldsskóla að koma í safnið með kennurum sín- um. Kennarar og leiðbeinendur sem hafa áhuga á að koma með hóp sinn í safnið eru beðnir um að hafa samband við Listasafn Sigurjóns í síma 553-2906 eða í tölvupósti lso@lso.is. Kennsluefnið er einnig að finna á vef safnsins. Gert er ráð fyrir að nemendur og kennarar séu búnir að kynna sér það fyrir heimsókn í safnið. Hraunblóm fyrir skólabörn TENGLAR ..................................................... www.lso.is/syning-i.htm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.