Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 04.11.2005, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNING Brynju Benediktsdóttur, Ferðir Guðríðar, var á leikferð um Þýskaland á dögunum og hafði viðkomu í Frankfurt, Bonn, Köln og Hamborg. Leikferðin var far- in að frumkvæði þýsk-íslenska vináttu- félagsins í Köln og Hamborg og sá dr. Sverrir Schopka um skipulagningu og fram- kvæmd. Valdís Arnardóttir leikkona, sem nú starfar í London, lék einleikinn á þýsku í fyrsta sinn í Þýskalandi. Ferðinni lauk með tveimur sýningum í sameiginlega húsi nor- rænu sendiráðanna í Berlín og var síðasta sýningin í ferðinni sérstök sýning fyrir sendiráðsfólk í borginni, sem íslensku sendi- herrahjónin buðu til, og komust færri að en vildu. „Salurinn í sendiráðinu var sneisafullur og þetta fékk alveg frábærar viðtökur,“ seg- ir Ólafur Davíðsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi. „Bæði þótti verkið sjálft sér- staklega áhugavert og vel gert og síðan þótti leikkonan sem fór með hlutverk Guð- ríðar og önnur hlutverk í sýningunni, Valdís Arnardóttir, gera þetta afar vel. Hún lék þetta á þýsku og það vakti í raun mjög mikla aðdáun og hrifningu hvernig hún stóð sig í þessu hlutverki, bæði sem leikkona og ekki síður leikkona á þýsku. Það var gaman að verða vitni að þessum góðu viðtökum sem bæði verkið og leikkonan fengu.“ Hann bendir á að margir menningar- viðburðir séu í boði í Berlín og því ekki hlaupið að því að hrífa fólk búsett þar. „Það er mjög góðu vant. Þess vegna var sér- staklega gaman að upplifa hvað þetta tókst vel,“ segir hann. Ferðir Guðríðar hafa verið sýndar í tólf Evrópulöndum auk Bandaríkjanna og Kan- ada frá árinu 1998. Sýningar hafa verið haldnar öll sumur í Skemmtihúsinu við Laufásveg 22 í Reykjavík, leikhúsi Brynju og Erlings Gíslasonar, og leikið á fimm tungumálum fyrir ferðamenn, erlenda sem innlenda. Leikkonur sem hafa flutt verkið eru flestar íslenskar, alls átta að tölu. Leiklist | Ferðir Guðríðar hljóta góðar undirtektir í Frankfurt, Bonn, Köln, Hamborg og Berlín Bára Lyngdal Magnúsdóttir Ljósmynd/Karl Petersson Caroline Dalton Valdís Arnardóttir Ragnhildur Rúriksdóttir Sólveig Simha Tristan Gribbin Þórunn Erna ClausenÞórunn Lárusdóttir Það var gaman að verða vitni að þessum góðu viðtökum Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.