Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.11.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 65 Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Glæsilegir síðkjólar Stærðir 34-44 Snyrtileg og rúmgóð 66 fm íbúð á annarri hæð í litlu fjölbýli. Þvottahús í íbúðinni. Bað með sturtuklefa. Stórt svefnherbergi með góðum skápum. 12 fm stórar suðursvalir. Mjög snyrtileg sameign. 20 fm bílskúr. Verð 18,3 millj. Uppl. í síma 564 4744 eða 695 5611. (Örnólfur). Nýleg 3ja herb. ca 100 fm íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílskýli. Sérlega hentug og snyrtileg íbúð með sérinn- gangi af svölum. Engar tröppur af bílastæði en lyfta úr bílageymslu. Falleg eldhúsinnrétting, lagt fyrir upp- þvottavél. Parket á öllum gólfum nema á baði og for- stofu eru flísar. Góðir skápar í báðum herbergjum. Baðherbergi flísalagt í loft og á gólfi. Falleg innrétting. Úr stofu er útgangur á stóra hellulagða og afgirta ver- önd. Stór sérgeymsla í kjallara, snyrtileg sameign. Hús og lóð er fullgrágengin. Verð 25,9 millj. Uppl. í síma 564 4744 eða 695 5611 (Örnólfur). GARÐHÚS 12 2JA HERB. HLYNSALIR 1-3 TIL SÖLU Leikkonan Kim Cattrall, semeinkum er þekkt fyrir túlkun sína á hinni óseðjandi Samönthu í Beðmálum í borginni (Sex and the City), segist hafa orðið skelfingu lost- in við tilhugsunina um að vera með sér miklu yngri manni. Kærasti henn- ar, Alan Wyse, er aðeins 26 ára gam- all en hún er 49 ára. Mun það svip- aður aldursmunur og var með Samönthu og kærasta hennar, Smith, í fyrrnefndum þáttum. Óttaðist Cattrall að þau myndu ekkert eiga sameiginlegt. Hún hefði mikið velt því fyrir sér hvernig hún ætti að taka á þessu. „Við getum ómögulega haft svipaðar skoðanir á hlutunum af því það er svo mikill ald- ursmunur á okkur,“ hefði hún hugsað með sér og það hefði komið á daginn. Sagði Cattrall frá þessu í viðtali við dagblaðið USA Today. „En þetta gengur mjög vel hjá okkur. Við höfum bæði áhuga á mat. Ég hef unun af því að borða – og borða vel – og við njótum þess að elda saman.“ Segir Cattrall það verða sífellt al- gengara að sjá konur með mönnum sem eru mun yngri en þær. Er það iðulega kallað að eiga sér „leik- fangastrák“ í götublöðum ýmiss kon- ar. Af öðrum frægum leikkonum sem eiga sér slíkan strák má nefna Demi Moore, en hennar strákur heitir As- hton Kutcher. Þá á leikkonan Came- ron Diaz sér yngri kærasta, popp- arann Justin Timberlake, en hann getur vart talist leikfangastrákur þar sem aðeins munar níu árum á þeim. Ekki fylgir þó fréttinni hversu miklu yngri karl þurfi að vera konu sinni til þess að hljóta hið vafasama viðurnefni. Fólk folk@mbl.is Hljómsveitin Dimma er ámeðal þeirra sem látafyrst í sér heyra á þessuhausti, en í næstu viku kemur út fyrsta breiðskífa sveit- arinnar, samnefnd henni, og í dag og í kvöld heldur sveitin tvenna útgáfu- tónleika til að kynna væntanlega plötu. Þó Dimma sé ekki gömul í hettunni, aðeins ríflega ársgömul, hafa liðsmenn hennar víða komið við í íslensku og erlendu rokki, en þeir Geirdalsbræður fara fyrir Dimmu. Þeir bræður Ingólfur og Sigurður Geirdal, Ingó og Silli, gerðu garðinn frægan með rokksveitinni Stripshow fyrir nokkrum árum sem vakti með- al annars athygli fyrir framsækið þungarokk og einkar líflega og lif- andi leikræna tónleika. Hljómsveit- inni auðnaðist að gefa út eina plötu, sem naut meðal annars talsverðrar hylli austur í Asíu, en lagði síðan upp laupana. Þeir bræður voru ekki af baki dottnir og lögðust í ferðalög, spiluðu meðal annars víða um Bandaríkin með liðsmönnum úr hljómsveit Alice Cooper. Ingó gekk síðar til liðs við Quarashi um hríð, en Silli hefur ver- ið iðinn við að aðstoða aðrar hljóm- sveitir í hljóð- og upptökumálum. Langaði að gera bræðraplötu Fyrir ári fóru þeir síðan að velta fyrir að sér að taka upp þráðinn við að gera músík saman. Þá langaði að taka upp bræðraplötu þar sem þeir myndu vera í aðalhlutverki en fá síð- an hina og þessa í heimsókn í hljóð- verið eftir því sem verkast vildi. „Þetta átti að vera okkar verkefni fyrst og fremst,“ segja þeir, en málin skipuðust á annan veg. Fyrsti trommuleikari sem þeir kölluðu til sögunnar var Birgir Jóns- son, en hann spilaði í titillagi plöt- unnar, laginu Dimmu, sem er eins- konar „tónlistarmanifesto“ sveitarinnar. Þegar kom að því að syngja lagið leituðu þeir til Hjalta Ómars Ágústssonar, góðkunningja þeirra bræðra, „en við vorum svo rosalega ánægðir með það að við sáum um leið að við myndum ekki fá okkur annan söngvara, hann myndi bara syngja allt.“ Þá voru þeir komnir með grunn að hljómsveit og svo slóst fjórði maðurinn í hópinn þegar Bjarki Þór Magnússon settist við trommusettið. „Hann átti líka bara að spila tvö eða þrjú lög, en svo var hann bara áfram eftir það og við vorum komnir með hljómsveit.“ Allt bar þetta við fyrir ári, en á þeim tíma sem liðinn er hefur sveitin verið að grípa í að taka upp fyrstu breiðskífuna eftir því sem færi hefur gefist, þó ekki hafi hún eytt öllu árinu í upptökur. Kórsöngur og tölvutækni Eins og getið er var Stripshow fræg fyrir leikrænt rokk og reyndar líka hádramatískt, rokk í anda Alice Cooper, David Bowie og álíka kóna. Þeir bræður segja að enn eimi eftir af þess lags tónlist í því sem þeir gera í dag, en þeir hafi leiðst út í æ harðari tónlist, séu farnir að hlusta á Manson, Korn, Slipknot og álíka, og þess megi óneitanlega sjá stað í tón- list Dimmu – í stað þess að mýkjast og stillast eins og vill verða með menn eftir því sem aldurinn færist yfir eru þeir að verða þyngri og kraftmeiri. Þeir hafa líka tekið tölvu- tæknina í gagnið, nota hljóðsmala talsvert á plötunni og eins á tón- leikum, enda gefur það tækifæri til að skreyta lög með kórsöng, svo dæmi sé tekið, en á plötunni eru ein- mitt tvö lög þar sem fjölmennur kór kemur við sögu, karlakór í öðru og kvennakór í hinu. Dimma, fyrsta breiðskífa Dimmu, kemur út næstkomandi þriðjudag, en tvennir útgáfutónleikar sveit- arinnar verða á Gauknum í dag. Fyrri tónleikarnir eru fyrir alla ald- urshópa og byrja kl.17 en seinni tón- leikarnir hefjast á miðnætti og er að- gangseyrir 500 kr. Á báðum tónleikunum spila einnig færeysku rokksveitirnar SIC og 48 Pages. Tónlist | Dimma sendir frá sér samnefnda plötu Þyngri og kraftmeiri Dimmu-menn eru ekki í því að mýkjast og stillast með aldrinum. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is TÓNLISTARGÚRÚ Færeyja núm- er eitt, tvö og þrjú er maður að nafni Kristian Blak. Auk þess að hafa unnið hörðum höndum að uppgangi tónlistarlífs í eyjunum undanfarna þrjá áratugi eða svo hefur hann rekið sveitina Ygg- drasil í um aldarfjórðung. Blak kemur með sveitina hingað til lands nú um helgina og mun hún halda þrenna tónleika. Hljóm- sveitin ætlaði að koma hingað í sumar en varð frá að hverfa þar sem flugsamgöngur frá Færeyjum lágu niðri daginn sem halda átti til Íslands. Yggdrasil var stofnuð við upphaf níunda áratugarins en fyrsta plata sveitarinnar, Den Yderste Ø, kom út árið 1981. Blak hefur lýst því að sveitin átti í upphafi að vera gal- opinn vettvangur fyrir alls konar tónlistarsýsl en þróaðist með tíð og tíma í leið fyrir Blak til að vinna með skandinavískan tónlistararf og meira til. Tónsmíðarnar byggjast m.a. á færeyskum rímnasöngvum, sálmum og þjóðlögum og einnig er sótt í inúíta-söngva og þjóðlög frá Hjaltlandseyjum og öðrum Norð- urlöndum. Djassinn kemur þá einn- ig við sögu og áhrifin eru víða að. Þetta hefur gert Yggdrasil kleift að spila á ólíkum hátíðum og fyrir ólíka áheyrendur og nóg hefur ver- ið að gera í tónleikahaldi víðs veg- ar um heim að undanförnu. Plötur Yggdrasil eru alls sjö en sú síðasta, Live at Rudolstadt, kom út í fyrra og var hún tekin upp á stærstu þjóðlagatónlistarhátíð Þýskalands. Yggdrasil verður þannig skipuð í þessum Íslandstúr: Villu Veski (saxafónn), Heðin Ziska Davidsen (gítar), Kristian Blak (píanó), Mika- el Blak (bassi), Brandur Jacobsen (trommur) og Eivör Pálsdóttir (söngur). Eivör og Kári Sverrisson, hinn frábæri söngvari þjóðlaga- sveitarinnar Enekk, hafa skipt með sér söngnum í Yggdrasil undan- farin ár. Yggdrasil heldur þrenna tón- leika á Íslandi og eru þeir fyrstu í kvöld í Borgarfirði, Hótel Hömr- um. Hefjast þeir klukkan 21. Á morgun leikur sveitin svo í höf- uðborginni, á Kaffi Reykjavík klukkan 21. Lokatónleikarnir eru svo í Norræna húsinu á sunnudag- inn klukkan 16. Tónleikar | Yggdrasil leikur á Íslandi Norðlægur spuni Yggdrasil heldur þrenna tónleika á Íslandi og eru þeir fyrstu í kvöld. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is www.kristianblak.com UNGLIST, listahátíð unga fólksins, hefst í dag. Viðburðir dagsins eru eftirfarandi:  Myndlistarmaraþoni verður hleypt af stokkunum í upplýsinga- miðstöð Hins hússins, Pósthússtræti 3–5. Þátttakendur geta mætt milli klukkan 13 og 17 og fengið afhent gögn og reglur um þátttöku.  Leikhúsgjörningurinn The China Man verður sýndur í Sundhöll Reykjavíkur klukkan 19 og 21 í kvöld. Stjórnandi er Firenza Guidi en þátttakendur koma frá Íslandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Wales. Unglist í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.