Morgunblaðið - 04.11.2005, Síða 66
66 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hvað segirðu gott?
Jú, alveg ágætt, þakka þér fyrir.
Hvernig finnst þér Kallakaffi?
(Spurningin er frá síðustu aðalskonu,
Maríönnu Clöru Lúthersdóttur)
Hef aðeins séð einn þátt og var alveg sæmi-
lega sáttur. Ég gleðst alltaf þegar við fáum að
búa til leikið íslenskt efni í sjónvarpi. Mætti vera
tíu sinnum meira.
Kanntu þjóðsönginn?
Jújú, ætli það ekki. Raunar lenti ég einu sinni í
þeirri hremmingu að syngja hann ásamt kór á
Laugardalsvelli fyrir landsleik. Það var alveg
skelfilegt. Þetta var að frumkvæði Gunnars
Helgasonar, stórvinar míns, áhugamanns um
þjóðsönginn á landsleikjum. Gunnar er eins og
Davíð Oddsson og Jónas Hallgrímsson, róm-
antískur og næmgeðja og Íslendingur í gegn.
Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert?
Síðast fór ég til Bandaríkjanna og dvaldi í
Kaliforníu. Það var dásamlegt. Hitti fullt af
skemmtilegu fólki og furðaði mig á bandarísku
sjónvarpi. Þeir eru hræddir við allt! Meira segja
Veðurrásin (Weather Channel) er stöðugt að
vara fólk við yfirvofandi hættu. Veðrið getur líka
verið soddan terroristi!
Uppáhaldsmaturinn?
Eitthvað sem Valgerður Janusdóttir, vinkona
mín, eldar. Hún er meistarakokkur og hjartað
fylgir með!
Bragðbesti skyndibitinn?
Indverski maturinn á Austur-
landahraðlestinni. Mætti hins vegar
vera miklu ódýrari. Ég hef ekki efni á
honum nema annað hvert ár.
Besti barinn?
Úff, á ég ekki bara að segja Hótel
101?
Hvaða bók lastu síðast?
Mýrina eftir Arnald. Ég var eini
maðurinn í allri Vestur-Evrópu sem
átti hana eftir.
Hvaða leikrit sástu síðast?
Sölku Völku. Algjör snilld hjá
Eddu Heiðrúnu og vinum mínum hjá
Leikfélagi Reykjavíkur.
En kvikmynd?
Africa United. Ekki missa af
henni! Við eigum að styðja fólk sem
þorir að gera svona frábæra hluti!
Hún er víst að hætta í bíó. Drífa sig!
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Ég er voða mikið fyrir Annie
Lennox. Já, ég veit það er ekki kúl …
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Rás 2. Svo hlusta ég heilmikið á
Talstöðina. Kannski ber það vott um
að árin eru að færast yfir …
Besti sjónvarpsþátturinn?
Ég elska Silvíu Nótt. Einlægur aðdáandi.
Nýja Kastljósið er vel lukkað. Og svo er einhver
þáttur á Skjá einum á sunnudagskvöldum klukk-
an 8. Alveg frábær!
Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveru-
leikaþætti í sjónvarpi?
Nei, það gæti ég ekki hugsað mér, eftir bitra
reynslu mína af hinum skelfilega Fyrirgefðu.
Mér finnst þessir þættir ganga fyrst og fremst
út á einelti. Vil aldrei aftur taka þátt í því. Skil
ekkert í Bubba og Palla.
G-strengur eða venjulegar nærbuxur?
Þú ert að grínast! Gettu …
Helstu kostir þínir?
Læt aðra um að segja þér það.
En gallar?
Frestunaráráttan.
Besta líkamsræktin?
Ég fer í Laugar og mér líður mjög vel þar.
Hitti mikið af skemmtilegu fólki. Kemur í stað-
inn fyrir næturlífið.
Hvaða ilmvatn notarðu?
Gio, frá Armani. Er mjög fastheldinn á það.
Mér finnst Guðjón Pedersen líka frábær.
Ertu með bloggsíðu?
Nei, en skrifa stundum inn á heimasíðu leik-
hópsins Á senunni, www.senan.is
Pantar þú þér vörur á netinu?
Það kemur fyrir.
Flugvöllinn burt?
Já. Hann fer að lokum.
Viltu spyrja næsta viðmælanda okkar að ein-
hverju?
Ef þú værir leikhússtjóri, hvað vildirðu þá fá
sett upp í leikhúsinu þínu?
Íslenskur aðall | Felix Bergsson
Indverskur mat-
ur annað hvert ár
Morgunblaðið/Þorkell
Aðalsmaður vikunnar segist vera nýbúinn að lesa Mýrina,
enda eini maðurinn í Vestur-Evrópu sem átti það eftir.
Aðalsmaður vikunnar er
Felix Bergsson, sem spyr
helstu tónlistarmenn þjóð-
arinnar spjörunum úr í
Popppunkti á sunnudags-
kvöldum auk þess að troða
upp í Íslensku óperunni í
söngleiknum Kabarett.
BEASTIE Boys hafa gjarnan farið frum-
legar leiðir og nú hafa þeir fengið aðdáendur
sína til að gera mynd um sveitina. Óháði
dreifingaraðilinn ThinkFilm er búinn að
kaupa réttinn að myndinni, sem ber nafnið
Awesome: I F ’ Shot That. Myndin er tón-
leikaheimildarmynd, sem er aðallega tekin
upp af 50 aðdáendum með Hi8-upptökuvélar
í Madison Square Garden hinn 9. október
2004. Sex vinir sveitarinnar tóku einnig upp
á DV-myndavélar og líka var notast við há-
gæða upptökuvélar til að taka skot úr
fjarska. Myndinni leikstýrir rapparinn
Adam „MCA“ Yauch úr sveit undir nafninu
Nathaniel Hornblower. Yauch og Jon Doran
framleiddu myndina í gegnum fyrirtæki sitt
Oscilloscope Films fyrir um milljón Banda-
ríkjadali, eða 60 milljónir króna. Búið er að
senda myndina til Sundance og vonast er til
að hún veki athygli á kvikmyndahátíðum áð-
ur en hún fer í almennar sýningar næsta vor.
„Undirbúningur tók eitthvað um þrjá
daga,“ sagði Yauch, sem fékk innblástur um
gerð myndarinnar frá spjallsíðum aðdáenda
á netinu. „Einn krakki setti inn myndir úr
símanum sínum með átta römmum á sek-
úndu,“ sagði hann.
Allar 50 myndatökuvélarnar skiluðu sér
aftur til sveitarinnar, sagði Yauch. „En við
tókum líka ökuskírteinin þeirra í gæslu á
meðan.“
Tónlist | Beastie Boys
fara frumlegar leiðir
Beastie Boys kunna að meta aðdáendur
sína og virkjuðu þá í gerð nýrrar heimild-
armyndar.
Aðdáendur taka
upp heimildarmynd
Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
450
kr.
Sýnd kl. 3.50
Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 b.i. 12 ára
DREW
BARRYMORE
JIMMY
FALLON
"Fyrirtaks
skemmtun
sem hægt er
að mæla með"
MMJ - kvikmyndir.com
Frá leikstjórum There´s Something About
Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy
S.V. / MBL
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40
Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential
og handritshöfundi Erin Brockovich
Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn Hún
er eina persónan sem þú getur ekki verið án
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
kl. 5, 8 og 10.40
Sýnd kl. 4 og 6
Africa United
(Besti leik-
stjóri, Besta
heimildarmynd,
Besta handrit)
Tilnefnd til þriggja
Edduverðlauna
S.V. Mbl.
TOPP5.is
Ó.H.T. Rás 2
Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 5.30 og 8
Hún er besti vinur þinn og versti óvinur þinn Hún
er eina persónan sem þú getur ekki verið án
Frá leikstjóra 8 Mile & LA Confidential
og handritshöfundi Erin Brockovich
hörku spennumynd
frá leikstjóra 2
fast 2 furious og
boyz´n the hood
Sýnd kl. 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30 og 10.30
Þeir voru leiddir í gildru...
nú þarf einhver að gjalda!
TOPP myndin á Íslandi í dag
TOPP myndin á Íslandi í dag