Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING V ið erum stödd um borð í japanska hval- veiðiskipinu Nisshin Maru, einu því stærsta sem japanski hvalveiðiflotinn hefur yfir að ráða. Á leið sinni til Suðurheim- skautsálfu hefur áhöfnin fengið óvenjulega farþega. Þeirra á meðal eru tvær stórstjörnur á sínum svið- um, myndlistarmaðurinn Matthew Barney og söngkonan Björk Guð- mundsdóttir. Hvalveiðitogarinn er sögusvið nýjasta kvikmyndaverks Barneys, sem hefur fengið heitið Drawing Restraint 9 og var frum- sýnd hér á landi sl. fimmtudag. Í verkinu blandar Barney saman ólíkum miðlum í myndrænni hug- leiðingu um helgisiði japanskrar menningar, m.a. þeim sem skapast hafa í kringum gestrisni, sjintó- isma og hvalveiðar. En Drawing Restraint 9 er líka ástarsaga, sem lýsir fundum tveggja aðkomu- manna um borð í hvalveiðiskipinu. Í hlutverkum elskendanna eru þau Björk og Barney, en frumsamin tónlist eftir Björk er uppistaðan í hljóðmynd verksins. Stórt hlutverk í frásögninni leikur einnig stóreflis skúlptúr úr vaselíni sem verður til á meðan skipið klýfur hafölduna. Fljótandi vaselínolíunni er hellt í stórt mót, þar sem hún tekur smám saman að storkna, og eftir því sem skipið vaggar mótar hafið öldumynstur í yfirborð skúlptúrs- ins. Drawing Restraint 9 er unnið í röð svokallaðra „hömlunarverka“ Matthews Barneys sem hverfast um athugun á því lögmáli að lík- aminn þurfi mótstöðuafl til þess að geta byggst upp. „Þegar vöðvar takast á við mótstöðu brotna vöðvafrumurnar niður og end- urbyggjast í sterkari mynd. Þessi staðreynd hefur orðið mér nokkurs konar módel fyrir mitt eigið sköp- unarferli,“ útskýrir Matthew Barn- ey þegar hann er spurður út í titil verksins. Þannig hefur Barney t.d. spennt á sig teygjanleg klifurbönd, og klöngrast upp hindranir og fikr- að sig áfram við að teikna við slík- ar aðstæður. „Þetta er nokkurs konar leið til þess að kortleggja mitt eigið sköpunarferli og knýja fram skapandi orku. Þetta ferli varð brátt að sögu eða frásögn, sem ég fór að sjálfur að leika virkt hlutverk innan og smám saman tók sagan yfir. Þessa frásögn vinn ég m.a. með í Drawing Restraint 9.“ Samneyti við japanska menningu – Hvernig datt þér í hug að svið- setja verkið um borð í hval- veiðiskipi? „Ég hef unnið talsvert með vaselínskúlptúra og hefur efnið oft minnt mig á hvalspik. Þegar mér bauðst að vinna verkefni í Japan fékk ég áhuga á að kanna þessi tengsl nánar. Á sama tíma þóttu mér það áhugaverðar hömlunar- aðstæður að vinna gjörning um borð í hvalskipi,“ segir Barney um tildrög verksins. Ekki var þó hlaupið að því að fá leyfi til þess að nota skipið sem sögusvið, en af tveggja ára framkvæmdartíma verksins fór tæpt ár í samninga- viðræður við japönsk yfirvöld og forráðamenn skipsins. Aðspurður segir Barney hvalveiðiskipið hljóta að teljast pólitískt hlaðið rými. „Þetta er eflaust umdeildasta sigl- ingamannvirki heims, enda eina verksmiðjuhvalveiðitogarinn sem fyrirfinnst. Greenpeace-samtökin eltast við þetta skip árið um kring. Mér fannst mjög mikilvægt að mynda um borð í skipinu sjálfu því grunnhugmyndin á bak við verkið var sú að búa til sögu í umdeildu rými án þess að dæma það fyr- irfram. Með þessu leitaðist ég við að andæfa þeim vinnubrögðum sem Bandaríkin viðhafa almennt í milliríkjasamskiptum.“ Á almennari nótum segist Barn- ey jafnframt nálgast óþekkta og nýja staði sem uppsprettu sköp- unar en kvikmyndaverk hans byggjast á sviðsetningum allt frá íþróttavöllum í Idaho til Búdapest 19. aldar og kjötkveðjuhátíðar í Brasilíu. „Ég þarf á stöðum að halda til þess að geta skapað, segir Barney. „En að sama skapi verður maður að vera meðvitaður um þá tilhneigingu að yfirfæra exótískar eða fyrirfram mótaðar hugmyndir á staði sem eru manni framandi. Í Drawing Restraint 9 verður hval- veiðiskipið að nokkurs konar tákn- mynd Japanseyja og japanskrar menningar. Ég hef áhuga á því hvernig samskipti gestgjafa og að- komumanns eru formfest í hvers kyns helgisiðum, og sama er að segja um samband hvalveiðimanns- ins við iðju sína. Í verkinu leitast ég við að koma fordómalaust að því umdeilda efni sem hvalveiðarnar eru með því að gangast í frásögn- inni við helgisiðum Japana og til- einka mér það samband gestgjafa og aðkomumanns sem siðirnir tjá. Á hinn bóginn langaði mig til að kanna hvort hömlunarformið gæti orðið uppspretta erótískra tilfinn- inga, og þess vegna gerði ég sög- una að ástarsögu.“ Tónlistin í virku hlutverki Ástarsagan í verkinu er nokkurs konar formgerð sem listamaðurinn notar til þess að vinna með ofan- greindar hugmyndir. Þar segir frá tveimur vestrænum persónum, karli sem talar ensku og konu sem talar íslensku, sem koma um borð í skipið og er tekið á móti þeim sam- kvæmt fornum helgisiðum. Þau eru böðuð og klædd eins og hefðin býð- ur og samneyti þeirra tekur síðan óvænta stefnu. Ástaratlot þeirra kallast á við hinn táknræna hval- skurð sem fram fer á dekki skips- ins þegar mótið er tekið af skúlpt- úrnum og storknað efnið er skorið samkvæmt aðferðum hvalskurðar. Elskendurnir reynast umbreyt- anlegir eins og efnið í höggmynd- inni og þar má glöggt sjá hvernig Barney nálgast kvikmyndafrásögn- ina sem höggmynd í mótun fremur en hefðbundna fléttu. „Vinnan snýst fyrst og fremst um að búa til hluti og nota ég kvikmyndamiðilinn til þess að útfæra það ferli. En kvikmyndin gerir alltaf ákveðið til- kall til verksins og hef ég reynt að halda henni í skefjum. Í tilfelli Drawing Restraint 9, held ég þó að kvikmyndamiðillinn hafi fengið að birtast umfram það sem gerist í fyrri verkum.“ – Nú vinnur Björk Guðmunds- dóttir tónlistina í verkinu. Hvernig myndirðu lýsa þætti tónlistarinnar í verkefninu? „Það sem er einstakt við þetta verkefni er hversu virku hlutverki tónlistin gegnir við myndun verks- ins. Tónlistin þjónar í raun hlut- verki samtalanna í myndinni, en þau eru af mjög skornum skammti. Þetta kallaði á vinnuferli þar sem tónlistin var búin til samhliða mót- un sögunnar, í stað þess sem tíðk- ast gjarnan í kvikmyndagerð, þ.e. að semja tónlistina eftir á.“ – Kvikmyndaverk þín innihalda gjarnan sjálfsævisögulega þætti. Á það við um Drawing Restraint 9? „Já vissulega, að því leytinu að ég vildi að sagan yrði ástarsaga. Auðveldasta leiðin til þess að koma því til skila var að skipa okkur í hlutverk elskendanna í sögunni. Á hinn bóginn held ég að sam- vinnugrundvöllur okkar í verkefn- inu hafi byggst á sameiginlegum áhuga okkar á lífsspeki sjintóism- ans og hvernig sú speki mótar t.d. viðhorf Japana til hvalveiða. Við heillumst bæði af þeirri lífssýn að gera náttúruna að linsu sem heim- urinn er séður í gegnum.“ Sköpun í umdeildu rými Ljósmynd/Chris Winget. Birt með leyfi Gladstone Gallery, New York. © 2005 Matthew Barney Elskendurnir í ástarsögu Matthews Barneys, Drawing Restraint 9. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Ég þarf á stöðum að halda til þess að skapa,“ segir Matthew Barney um mynd sína Drawing Restraint 9 sem gerist um borð í japönsku hvalveiðiskipi. Nýjasta kvikmynd myndlistarmannsins Matthews Barneys, Drawing Restraint 9, var frumsýnd hér á landi fyrir helgi. Hún fjallar m.a. um umbreytingu tveggja elskenda um borð í hvalveiðiskipi. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Barney um hugmyndirnar á bak við verkið. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is MIG minnir að ég hafi lesið að Dav- id Geringas ætlaði að stjórna með sellóinu á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á fimmtudags- kvöldið. Hafi einhver búist við að það fælist í að sveifla sellóinu fram- an í hljómsveitina, þá hefur sá sami orðið fyrir vonbrigðum. Sellóið var á sínum stað en Geringas stóð upp eftir þörfum og stjórnaði með ann- arri hendinni, eða þá að hann sat með bakið í hljómsveitina og hreyfði höndina í takt við tónlistina. Tónverkið sem flutt var á þennan hátt var sellókonsert nr. 8 í D-dúr eftir Boccherini. Nú kann einhver að hafa hugsað er hann leit yfir tón- leikaskrána: Ó nei! Ekki Boccher- ini! En ó jú, því miður var Boccher- ini á efnisskránni. Tvö hundruð ár eru síðan tónskáldið lést, en tónlist hans hefur ekki elst vel og hljómar að mínu mati eins og útþynnt út- gáfa af Haydn. Konsertinn var auk þess ekki sérlega vel fluttur, inn- tónun sellóleikarans var ónákvæm hér og þar og hljómsveitin var í heild dálítið ósamtaka. Vissulega voru falleg augnablik inn á milli og ekki er hægt að neita því að selló- leikurinn hafi verið glæsilegur á köflum, sérstaklega eftir því sem á leið. Það var bara ekki nóg. Aukalagið, smástykki eftir lettneska nútímatónskáldið Peteris Vasks, var miklu tilkomumeira; þar opinberaði Geringas snilld sína sem merkur listamaður á svo áhrifarík- an hátt að heyra hefði mátt saum- nál detta í salnum. Verkið var í eins konar parabóluformi, reis upp úr ómældu ginnungagapi og hvarf þangað aftur í lokin. Stóran hluta tímans heyrðist sami grunntónninn, en yfir honum gerðist allt mögulegt sem erfitt er að lýsa í orðum. Í há- punktinum söng sellóleikarinn um leið og hann spilaði, og var það svo blátt áfram og eðlilegt að líkt var að sellóið sjálft væri að syngja. Sjald- gæft er að aukalag sé merkasta at- riði heilla tónleika, en ég fullyrði að svo hafi verið hér. Ekki svo að skilja að hljómsveit- arverkin á tónleikunum hafi komið illa út. Capriccio Italien op. 45 eftir Tchaikovsky var þrunginn kunn- uglegum belgingi sem átti full- komlega við, og hljómsveitin spilaði yfirleitt af tæknilegu öryggi. Mikið var líka spunnið í túlkun Geringas á áttundu sinfóníunni eftir Dvorák, sem var að mörgu leyti hrífandi. Hornleikararnir, og reyndar málm- blásararnir allir, spiluðu með mögnuðum tilþrifum og nefna verð- ur sérstaklega vel heppnað flautu- sóló Áshildar Haraldsdóttur. Flutn- ingurinn var auk þess byggður upp á hnitmiðaðan máta og stígandin í síðasta þættinum var spennuþrung- in. Hinsvegar var hljómsveitin heldur ósamtaka í heild, rétt eins og í Boccherini, og skrifast það sennilega á ómarkvissar bendingar Geringas, sem greinilega er fimari sellóleikari en hljómsveitar- stjóri.Verkið var því ekki eins skemmtilegt og það hefði getað orðið. Einhver spurði mig eftir tón- leikana hvort hljómsveitin hefði verið að spara með því að láta sama manninn stjórna og spila einleik. Ef svo hefur verið virkaði það ekki sem skyldi. Morgunblaðið/Kristinn David Geringas, sellóleikari og hljómsveitarstjóri. Virkaði ekki alveg TÓNLIST Háskólabíó Tchaikovsky: Capriccio Italien; Boccher- ini: Sellókonsert nr. 8; Dvorák: Sinfónía nr. 8. Hljómsveitarstjóri og einleikari: David Geringas. Fimmtudagur 10. nóv- ember. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jónas Sen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.