Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum. ) Höfum allar stærðir bíla, 5 - 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og uppí 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. Pantið núna fyrir árið 2006 og greiðið staðfestingar- gjald eftir áramót. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456-3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum. Bílaleigubílar. Sumarhús í DANMÖRKU NETÞJÓNUSTAN Google er nú komin inn á ferðaþjónustumark- aðinn og hjálpar fólki að finna ódýrustu flugmiðana meðal net- ferðaskrifstofa eins og Expedia, Travelocity og Priceline, að því er m.a. kemur fram á vef Aftenposten. Notandinn skrifar einfaldlega nöfn tveggja borga í leitarreitinn á www.google.com og fær ferða- tilboð innan nokkurra sekúndna efst á niðurstöðusíðunni. Í fyrstu er þjónustan þó miðuð við Bandaríkin og hugsanlega aðeins hægt að borga með bandarísku greiðslu- korti. Google-ferðaskrifstofan FÓLK í giftingarhugleiðingum sem vill öðruvísi brúðkaup ætti e.t.v. að láta gefa sig saman í kafi í Ocean Park í Hong Kong. Brúðkaup í hafdjúp- unum er meðal þess sem skemmti- garðurinn ætlar að leggja áherslu á í nýrri markaðssókn, að því er m.a. kemur fram á vef Berlingske Tidende. Ocean Park er skemmtigarður sem hefur orðið undir í samkeppninni við Disneyland í Hong Kong. Ríkis- stjórnin hefur nú samþykkt að Ocean Park verði alþjóðlegur skemmtigarð- ur með áherslu á hafið og leyndar- dóma þess og hyggst veita aukið fé til þess. M.a. verða reist þrjú ný hótel og áætlað er að markmiðinu verði náð 2010.  HONG KONG | Laðar þetta að fleiri ferðamenn? Brúðkaup í bólakafi ReutersTvær fyrirsætur sýna hvernig athöfnin fer fram í vatni. Hægt er að kaupa brúðkaupspakka í skemmtigarðinum Ocean-park. Fyrsta brúðkaupið verður haldið 12. febrúar á næsta ári. Eftir athöfnina er síðan veisla á glæsihóteli í garðinum. Besti tíminn til að heimsækja París erá haustin og vorin,“ segir LaufeyHelgadóttir, leiðsögumaður í París.„Þá er veðrið gott og á haustin eru Parísarbúar afslappaðir eftir sumarfrí.“ Hún ætti að þekkja borgina vel þar sem hún hefur búið í henni í meira en 30 ár. Laufey kom fyrst til Frakklands um 1970 og heillaðist þá svo af París að hún hefur búið þar síðan. Hún stund- aði listasögunám og hefur frá árinu 1995 boðið Íslendingum upp á einstaka fararstjórn í sam- vinnu við Flugleiðir um borgina. „Það er mjög gaman að fara með Íslendinga um París, þeir eru opnir og fróðleiksfúsir,“ segir Laufey en hún hefur einnig reynslu af öðrum hópum þar sem hún er leiðsögumaður á Íslandi yfir sumartímann. „Í rauninni er ekki hægt að bera þessi tvö störf saman, leiðsögn um París og um Ísland. Parísarferðirnar eru stuttar og menningarlegar en ferðirnar á Ís- landi eru lengri og snúast meira um að njóta náttúrunnar þótt þær séu vissulega líka menn- ingarlegar.“ Það er ekki á hvers manns færi að geta leitt fólk um París og Laufey er eini lög- gilti íslenski leiðsögumaðurinn í borginni. Ferlið að leiðsögumannsprófinu var langt og strangt enda saga borgarinnar rík og spenn- andi. „Það er hlutverk leiðsögumannsins að að- stoða, upplýsa, skyggnast undir yfirborðið og reyna þannig að opna augu ferðamannsins fyr- ir nýjum stöðum eða jafnvel sýna honum áður þekkta hluti í öðru ljósi. Staðir eins og „Place des Voges“ í Mýrinni vekja ekki mikil viðbrögð Íslendinga í fyrstu en þegar þeir heyra að þetta sé konungstorg frá 17. öld þar sem sögu- frægir listamenn, stjórnmálamenn og rithöf- undar komu saman og að þarna hafi ýmsir ánægjulegir svo og voveiflegir atburðir átt sér stað horfir það öðruvísi við. Þannig er saga Frakklands samofin borginni hvert sem litið er og hún er meira spennandi fyrir vikið,“ seg- ir Laufey. Nýr og gamall stíll í bland Skipulag Parísar er einnig áhugavert að mati Laufeyjar. „Mér finnst París vera eins og „millefeuille“-kakan. Hún er samsett úr mörg- um lögum, öldum, stílum eða andstæðum, en er samt í fullkomnu samræmi. Hún er eina borgin í heiminum sem er samsett úr 20 ólík- um hverfum, þar sem hvert hverfi er sjálfstæð heild með eigin borgarstjóra. París er í raun margar borgir í einni borg. Ég er t.d. mjög hrifin af þessum gömlu klassísku veitingahúsum eða „brasseríum“ eins og t.d. Julien og Flo í 10. hverfi, Bofinger og Le Train Bleu í 11. hverfi eða La Coupole í 14. hverfi, þar sem maður finnur greinilega þennan sérstaka Parísarklið, þar sem allt er á fleygiferð og þjónarnir kunna sitt fag. En ég er líka mjög hrifin af mörgum af nýju hönnunarstöðunum sem eru sumir hverjir hannaðir af fremstu hönnuðum heims eins og t.d. Kong í 1. hverfi og Bon í 15. hverfi sem Philip Starck hannaði eða Pershing Hall (einn- ig hótel) eftir Andrée Putman. Það eru þessar stórkostlegu andstæður sem eru svo heillandi, hvort sem það er á milli gamla og nýja tímans, austur- og vesturhluta borgarinnar eða vinstri og hægri bakkans. Sjálf hef ég alltaf verið mjög veik fyrir þeirri París sem ég gæti kallað hina „svart-hvítu“, þ.e.a.s. þeirri borg sem endurspeglast t.d. í gegnum ljósmyndir Roberts Doisneaus og Henris Cartier-Bressons, og í gegnum tónlist Edith Piaf og Georges Brassins. Það er þessi París sem var en lifir enn og verður að lifa í sátt og samlyndi við þennan nýja tíma sem birtist okkur m.a. í nýju byggingunum eins og t.d. Centre Pompidou, L’Arche de la Défense, La Bibliotheque Nationale, La Pyramide eða öllum „design“ kaffi- og veitingahúsunum.“ Hvaðan kemur græna sósan? Sérstaða Íslendinga er að þeir frétta fljótt af áhugaverðum stöðum sem aðrir hafa heimsótt og því er ekki óalgengt að Laufey fái sömu spurningarnar og hún er farin að þekkja hvað vekur áhuga Íslendinga. „Ég var einhvern tímann spurð hvort ég vissi hvaða veitingastaður byði upp á „grænu sósuna“, en það er ein skítnasta spurningin sem ég hef fengið. Ég komst svo síðar að því að það er veitingastaður sem heitir „Le relais de l’entrecôte“ þar sem allir gestirnir fá það sama – nautakjöt með mjög góðri grænni sósu. Þetta er dæmigerður staður fyrir franskar fjöl- skyldur á sunnudögum. Svo er auðvitað mikið spurt um vinsæla skemmtistaði, eins og Barrio Latino í Bastilluhverfinu, Buddha bar sem er nálægt Concorde-torgi eða Barfly,“ segir Laufey. Spurð um verðlag í París segir hún að til séu dýrir staðir í París en úrvalið sé það mikið að auðvelt sé að borða mjög góðan mat fyrir gott verð. „Ég held að það sé óhætt að segja að í París séu ódýrustu og bestu veitingastaðir í heimi, maður verður bara að vita hvert á að fara og hafa fyrir því.“  FRAKKLAND | Laufey Helgadóttir býr í París Veit um bestu og ódýrustu veitingastaðina Laufey er hrifin af gömlum klassískum veit- ingahúsum eða „brasseríum“ þar sem boðið er upp á góðan mat á sanngjörnu verði. Morgunblaðið/Sara M. Kolka Best er að komast leiðar sinnar með neðanjarðarlestunum eða öflugu strætisvagnakerfi Parísar. Laufey Helgadóttir lifir og starfar í París og hefur tekið á móti Íslendingum í fjölda ára. Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Góð leitarsíða fyir veitingastaði www.lefooding.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.