Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 45 MINNINGAR ekki langt undan er við bjuggum í haginn og lærðum undirstöðuatriðin í að halda heimili, verða eiginkonur og mæður sem þá þótti sjálfsagt markmið og hlutverk ungra stúlkna. Síðar þegar ég var farin að búa á Sel- fossi kom Ása í heimsókn. Þá stóð svo á að foreldra mína vantaði kaupakonu en Ása var að leita sér að vist og leystust þau mál þannig að hún fór í kaupavinnu að Laugar- bökkum. Þar felldu þau Gunnlaugur bróðir minn hugi saman og giftu sig. Hafa þau síðan búið á Selfossi og alið upp dæturnar þrjár, Kolbrúnu, Erlu og Unni. Ása var mikil fjölskyldu- manneskja og var velferð dætranna og barnabörnin henni ávallt efst í huga. Margs er að minnast af langri veg- ferð. Ofarlega í huga er ferðalag okkar norður í land síðastliðið sumar þar sem námsmeyjar frá Varma- landi eyddu einni helgi saman við glaum og gleði. Þar fór Ása á kost- um. Lék fyrir okkur allt kvæði Dav- íðs, Gullna hliðið, en það hafði hún gert á hátíð í skólanum fyrir rúmum fimmtíu árum og engu gleymt. Minni hennar var ótrúlegt, heilu ljóðabálk- ana gat hún þulið upp og leikið eins og hún hefði fæðst í hlutverkin. Hennar góðu gáfur og einstöku námshæfileikar hefðu notið sín á hvaða vettvangi sem hún hefði kosið sér en heimilið og uppeldi dætranna varð hennar heimavöllur og undi hún því vel. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- ferðina og ótal góðar stundir sem við höfum átt saman. Því miður er ég stödd hinum megin á hnettinum og get því ekki fylgt Ásu síðasta spölinn en bróður mínum, dætrunum og barnabörnunum svo og öðrum ætt- ingjum og vinum sendi ég samúðar- kveðjur og bið Guð að halda utan um þau og styrkja í sorginni. Hulda Vilhjálmsdóttir. Í mánaskini minninganna merlar á bláskeljabrotin sem ég tíni upp af ströndinni – og gleðst yfir því sem var. (Ólöf Jónsdóttir.) Nú er hún mágkona mín farin hægt og hljótt og fljótt eins og hún óskaði sér, það var helsta áhyggju- efni hennar ef þyrfti að hafa fyrir henni vegna elli eða sjúkdóma. Hún var búin að mæta ýmsum sjúk- dómsáföllum á síðari árum sem hún náði sér merkilega vel upp úr. Þegar svo endanlega áfallið kemur erum við sem eftir lifum alltaf jafnóviðbúin og söknuðurinn sár. Mér er efst í huga þakklæti fyrir fjölmargar góðar samverustundir, síðast nú í september þegar hún var meðal okkar á árlegu systkinamóti. Fyrstu búskaparár okkar beggja bjuggum við í húsum hlið við hlið og þar varð upphafið að góðum kynn- um. Síðan fluttist ég í annan lands- hluta og oft var nokkuð langt milli samfunda, en alltaf voru þeir góðir og skemmtilegir, litaðir af líflegri frásagnargáfu Ásu. Hún verður mér alltaf minnis- stæðust fyrir sitt ótrúlega minni og fróðleik. Hún las mikið og hún mundi það allt, sem venjulegum hænuhaus eins og mér fannst næstum yfirnátt- úrulegt! Hún mágkona mín var skapmikil kona og oft hvein hressilega í tálkn- unum á henni en hún átti gullhjarta. Hún kom frá Bíldudal hún Ása, hún var alla tíð mikill Vestfirðingur (með stórum staf) í sér og framan af leiddist henni flatneskjan í Flóanum, en hún var löngu orðin sátt við búset- una á Selfossi, þó að eflaust hefði hún fremur kosið þröngan fjörð fjöll- um girtan. Mér fannst svo skondið við fyrstu kynnin þegar hún notaði vestfirsku orðtökin sín eins og „Eyjólfur hress- ist“ eða að láta einhvern „finna til te- vatnsins“. Ég veit að hún Ása trúði staðfast- lega á annað líf, held jafnvel að hún hafi trúað á mörg líf, kannski eigum við eftir að hittast einhvers staðar í alheiminum, kæra mágkona mín. Ég sendi bróður mínum Gunn- laugi, dætrunum hennar þremur og öllum barnabörnunum innilegar samúðarkveðjur. Ása Vilhjálmsdóttir. Ása móðursystir mín fæddist á Bíldudal, yngst í röð sex systkina sem komust á legg en eru nú öll gengin. Austur á Selfossi hélt hún Gunnlaugi, manni sínum, og dætr- unum þremur, Kolbrúnu, Erlu og Unni, fallegt heimili. Því heimili var ég svo lánsamur að kynnast í bernsku þegar ég á sumrin fór ófáar langdvalirnar austur. Það var lýsandi fyrir Ásu að henni þótti ekkert sjálfsagðara en að taka syst- ursoninn í fóstur og létta þannig undir með heilsuveilli móður minni um skeið. Þegar mér, mörgum árum síðar, bauðst kennsla á Selfossi, blasti við mér húsnæðisleysi fyrstu tvo mánuði skólaársins. Enn kom Ása frænka til bjargar og bauð mér að dvelja hjá fjölskyld- unni þar til úr rættist. Ekkert mátti hún aumt sjá, ekki einu sinni bæk- urnar sem mér fylgdu. Hún tók ekki annað í mál en að skjóta yfir þær skjólshúsi líka. En ekki vildi hún geyma þær í bílskúrnum. Nei, það færi miklu betur um þær í hlýrri borðstofunni! Ása frænka var ekki hávaxin kona en mannkostir hennar voru stórir. Hún var opinská, einlæg og hrein- skilin. Ærlegra ráða hennar var gott að leita. Hún var líka sögumaður góður. Með sínum dillandi hlátri tókst henni alltaf að létta lund nær- staddra. Gestum tók hún með kost- um og kynjum. Ósjaldan var heimabaksturinn dreginn fram og borð kúfuð svo allir fengju örugglega nóg. Ávallt kvaddi hún svo fólk með kossi. Fyrir gæsku Ásu frænku í minn garð verð ég ævinlega þakklátur. Minningin um góða konu lifir. Gulla, dætrunum og fjölskyldum þeirra, votta ég mína dýpstu samúð. Baldur. Fyrir rúmlega fjörutíu árum kom- um við saman nokkrar ungar stúlkur á Selfossi, vinnufélagar og vinkonur, og stofnuðum saumaklúbb. Ásgerð- ur okkar sem við kveðjum í dag kom fljótlega í þennan hóp. Við fundum strax að hún var miklu lífsreyndari en við hinar stelpurnar, sem vorum svo til nýkomnar úr foreldrahúsum. Ásgerður var alin upp á Bíldudal í stórum og samhentum systkinahópi. Hún var af vestfirskum sjómönnum komin og unni mjög sinni heima- byggð. Ung fór hún til Reykjavíkur í vist þar sem hún kynntist mikilli vinnu fyrir léleg laun en henni tókst þó að mennta sig. Hún fór í Héraðsskólann á Laug- arvatni og síðan í Húsmæðraskólann á Varmalandi. Rúmlega tvítug fór Ásgerður í kaupavinnu að Lauga- bökkum í Ölfusi með litla dóttur sína Kolbrúnu, sem hún hafði eignast. Þar kynntist hún bóndasyninum Gunnlaugi Vilhjálmssyni og fluttu þau fljótlega á Selfoss og hófu þar búskap. Ásgerður hafði einstaklega skemmtilega frásagnargáfu og oft- lega sátum við og hlustuðum á það sem hún hafði að segja og borið hafði fyrir hana á lífsleiðinni og ekki var hún skoðanalaus. Einnig fundum við fljótlega að hún las öðruvísi bækur en við. Hún hafði starfað í Guðspekifélaginu og hafði mörgu að miðla okkur um röksemdir lífsins. Ásgerður var einstaklega ljóðelsk, minnug og fróð og þegar ekki var skvaldrað um of í saumaklúbbnum hlustuðum við á hana flytja ljóð af mikilli innlifun. Fyrir nokkrum árum fékk hún áfall sem dró úr líkamsþreki hennar. Við fylgdumst með hvað samband þeirra Gunnlaugs var fallegt þegar hún var hjálparþurfi, hann reyndist henni einstaklega vel. Við þökkum fyrir öll árin sem við höfum átt með merkri konu, sem unni vestfirsku fjöllunum sínum og lygnum Arnarfirði og bar svo mikla þrá til. Megi blessun Guðs fylgja Gunn- laugi og dætrunum þremur, Kol- brúnu, Erlu og Unni, og fjölskyldum þeirra. Saumaklúbburinn, Ragnheiður, Aðalbjörg, Björg, Esther og Edda Laufey. ✝ Hermann Víg-lundur Búason fæddist á Litlu- Hvalsá í Hrútafirði 7. ágúst 1909. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 27. október síð- astliðinn. Hermann var yngsta barn hjónanna Guðrúnar Brandsdóttur, f. 10. mars1874, d. 7. nóv- ember 1962, og Búa Jónssonar, f. 20. ágúst 1867, d. 6. apríl 1930, ábúenda á Litlu- Hvalsá. Systkini Hermanns, Georg Valdimar, Brandur Jón, Ásgeir og Sigríður Sólveig, eru öll látin. Hinn 20.maí 1939 kvæntist Her- mann Hallberu Sigurrós Björns- dóttur, f. 17. desember 1911, d. 2. mars 1986. Var hún dóttir hjónanna Björns Ágústs Einars- sonar trésmiðs á Blönduósi, f. 8. ágúst 1886, d. 9. apríl 1967, og Hallberu Jónsdóttur ljósmóður, f. 17. febrúar 1881, d. 14. apríl 1962. Synir Hermanns og Hallberu eru: 1) Georg Valdimar, f. 1939, kvæntur Helgu Helgadóttur. Þeirra börn eru Helgi, f. 1962, og Hrafnhildur, f. 1976. 2) Hallvarð- ur Björn, f. 1943, kvæntur Þóru Hafdísi Þorkelsdóttur. Dætur þeirra eru Heba Soffía, f. 1966, Hera Hallbera, f. 1967, Unnur Magdalena, f. 1971, og Bylgja Elín, f. 1972. Áður hafði Björn eignast dótturina Ellu Kristínu, f. 1965. 3) Brandur Búi, f. 1946, kvæntur Sigríði Sverrisdóttur. Dætur þeirra eru Guðrún Ágústa, f. 1970, og Ellen Halla, f. 1971. Barnabarnabörnin eru 19. Eftir barnaskóla- göngu Hermanns í hans heimasveit lá leiðin í Héraðsskól- ann á Laugum í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Þá vann hann að venjulegum bústörf- um, við vegagerð á Holtavörðuheiði og um tíma hjá Kaup- félaginu á Borðeyri. Eftir það stundaði hann ýmis störf í Reykjavík. Hermann og Hallbera hófu búskap í Reykjavík, en 1942 fluttu þau í Borgarnes, þegar hann gerðist hótelstjóri og með- eigandi í Hótel Borgarnesi. Í lok stríðsins fór Hermann til starfa hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, þar sem hann vann það sem eftir var starfsævinnar eða í rúm 40 ár. Hermann var félagslyndur mað- ur, sat m.a. í stjórn Verslunar- mannafélags Borgarness og Starfsmannafélags KB. Hann tók þátt í undirbúningi að stofnun Fé- lags eldri borgara í Borgarnesi og var fyrsti formaður þess. Mest starfaði hann þó fyrir Umf. Skallagrím þar sem hann var for- maður um skeið, tók virkan þátt í störfum leikdeildar félagsins og lék ýmis hlutverk í leiksýningum þess. Þá hélt hann ýmsum fróðleik til haga og birtust m.a. nokkrar greinar eftir hann í Strandapóst- inum. Útför Hermanns verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur systurnar langar að minn- ast afa okkar, Hermanns Búasonar, afa í Borgarnesi eins og við kölluðum hann alltaf. Afi var hæglátur maður og hafði skemmtilegan frásagnar- hæfileika. Hann var alltaf fínn í tauinu, oftast klæddur í skyrtu, vesti og með bindi. Minnisstætt er úrið sem hann hafði í keðju krækta í vest- ið. Á leið fjölskyldunnar um landið var það fastur liður að koma við á Gunnlaugsgötunni hjá afa, og gjarn- an gist. Háaloftið hafði nokkurt að- dráttarafl hjá litlum skvísum og stundum fengum við að kíkja þar upp. Þá sótti afi krók sem krækt var í lykkju á loftlúgunni og togaði í og dró niður þennan ótrúlega netta en „tæknilega“ stiga fannst okkur. Afi kenndi okkur að spila marías og eru þær ófáar stundirnar sem við höfum setið og skemmt okkur við spila- mennsku. Það er orðið ansi langt síð- an við tókum síðast í spil saman. Ellen Halla var um tíma við nám í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og kom þá annað slagið í Ánahlíðina, þar sem afi bjó um árabil. Tvisvar voru unnin verkefni á vegum skólans í Borgarnesi. Þær vikur hittust þau í hádeginu í Ánahlíðinni og elduðu saman hádegismat. Afi fékk inn- kaupalista, fór og verslaði og sonar- dóttirin eldaði eitthvað sem afinn var ekki vanur að matreiða. Ekki var matseldin merkileg eða tímafrek, en það gaf okkur mikið að eiga þessar stundir saman. Á þessum tíma komu Guðrún Ágústa og fjölskylda stund- um við hjá afa. Hann var ætíð feginn félagsskapnum og tók vel á móti okk- ur, taldi það ekki eftir sér að bjóða upp á heitan mat, t.d. soðinn fisk og kartöflur. En nú brá svo við að á matseðlinum var fyrsta flokks mex- íkanskur pottréttur. Þarna hafði afi, hátt á níræðisaldri, tileinkað sér eldamennsku barnabarnsins. Kaffið var alltaf gott hjá afa, úrvalskaffi, hellt upp á á gamla mátann við líf- legar umræður. Hann hafði gaman af því að segja frá æskuárum sínum í Hrútafirði. Málefni Kaupfélagsins í Borgarnesi voru honum hugleikin og algengt umræðuefni. Það var alltaf hægt að treysta því að til væri súkkulaði í ísskápnum. Ekki borðaði hann það sjálfur, en fannst ómissandi að geta boðið upp á sætindi þegar við litum inn hjá hon- um. Gjarnan vorum við svo látnar taka afganginn með okkur. Afi hafði afar gaman af því þegar við litum til hans með barnabarna- börnin og þau voru að sama skapi hænd að honum. Það var eins og hann yngdist upp um mörg ár, gamli maðurinn gat skyndilega stokkið af stað á eftir þeim, ef honum fannst þau fara eitthvað óvarlega. Þegar afi var fluttur á dvalarheimilið var það vinsælt að fá að leiða langafa um ganga þess. Eitt þeirra, Baldvin Búi, hafði orð á því að „gamli afi“ sinn væri með svo mjúkar hendur. Elsku afi, við þökkum þér fyrir samfylgdina. Guðrún Ágústa og Ellen Halla Brandsdætur. Nú þegar þegar þú ert farinn, elsku afi minn, leitar hugurinn til baka og ég fer að hugsa um allt það sem við gerðum og áttum saman. Það var ótrúlega margt og ég á óend- anlega mikið af góðum minningum sem ég mun alltaf geyma. Alltaf varstu léttur og kátur og mér þótti vænt um hvað þú tókst allt- af vel á móti mér, varst glaður að sjá mig og til í að gera eitthvað skemmtilegt og gefa mér af tíma þín- um hvenær sem ég vildi og eins lengi og mér datt í hug. Mér þótti frábært að hlusta á allar sögurnar þínar, frá því að þú varst strákur á Litlu-Hvalsá, Íslendinga- sögurnar og af Gretti, sem oft urðu skrautlegar. Ef það voru ekki sögur, þá tefldum við eða spiluðum Marías (þar sem þú gafst mér alltaf drottn- inguna svo að spilið yrði jafnara) eða bara spjölluðum um heima og geima. Þessar stundir voru ómetanlegar. Ég var mjög svo stolt af þér, afi minn. Ég sé þig enn í anda ganga léttan í spori með hattinn og KB- töskuna á leið í sundlaugina eða bara á flakki um Borgarnes. Ég minnist þess að hafa alltaf kallað á þig há- stöfum þegar ég sá þig, jafnvel yfir hálfan bæinn, til að fá þig til að veifa á móti. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt sem þú kenndir mér. Ég var svo heppin að hafa þig sem stóran part af æsku minni. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Bless, elsku afi. Þín Hrafnhildur. Elsku afi minn. Þá ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað þar sem þið amma getið loksins samein- ast á ný. Þegar ég heimsótti þig í ágúst síðastliðnum hafði ég það svo sterklega á tilfinningunni að þetta væri í síðasta sinn sem við mundum hittast. Þú varst mér alltaf svo góður og hafðir alltaf tíma fyrir mig og varst alltaf boðinn og búinn að að- stoða mig þegar ég þurfti á því að halda. Ég man hvað mér þótti gott að koma til ykkar ömmu á Gunnlaugs- götunni og hvað þið voruð mér alltaf góð. Þegar ég var lítill drengur þótti mér sérstaklega spennandi að fá að gista hjá ykkur ömmu og þá voru ófáar stundirnar sem þú gafst mér við að tefla, spila marías og lesa fyrir mig og segja mér sögur. Mér fannst alltaf svo spennandi þegar þú sagðir mér sögur frá því í gamla daga eins og ég orðaði það, sögurnar frá stríðs- árunum í Borgarnesi og sögurnar frá uppvaxtarárum þínum á æskustöðv- um þínum í Hrútafirðinum, sem voru þér svo kærar. Kærleikurinn og hóg- værðin einkenndu þig og gerðu þig að einstökum manni sem ég mun ávallt minnast af hlýhug. Elsku afi, allar þær góðu minning- ar sem ég á um þig ætla ég að varð- veita. Nú er komið að leiðarlokum í þessu jarðlífi, við munum hittast á ný og ég veit að amma tók á móti þér. Takk fyrir allt. Megi Guð varð- veita þig. Helgi Georgsson. HERMANN BÚASON Stapahrauni 5 Sími 565 9775 Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.