Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásgerður Theo-dóra Jónsdóttir
fæddist á Bíldudal
3. mars 1931. Hún
lést á heimili sínu
Hrísholti 12 á Sel-
fossi 31. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingibjörg Guð-
bjartsdóttir, f. 1.
apríl 1888 á Naut-
eyri við Ísafjarðar-
djúp, og Jón Jóns-
son, f. 12. desember
1877 í Innra-Múla á
Barðaströnd. Ásgerður var yngst
átta systkina, sem öll eru látin.
Þau voru: Steindór Óskar (1916–
1916), Tómas Auðberg (1918–
1919), Halldór Guðbjartur (1920–
2002), Málfríður Guðmundína
(1922–1943), Auður (1924–1992),
Anna (1926–1979) og Sigurjón
(1928–1999). Þá átti hún hálfsyst-
ur (samfeðra) Ingibjörgu (1902–
1989).
Hinn 12. júlí 1958 gekk Ásgerð-
ur að eiga eftirlifandi mann sinn,
Gunnlaug Briem Vilhjálmsson, f.
9. júlí 1931. Þau eignuðust saman
tvær dætur, en áður átti Ásgerð-
ur dóttur, 1) Kolbrúnu Svavars-
dóttur, f. 16. ágúst 1954, maki
Heiðar Bjarndal Jónsson, f. 19.
nóvember 1948. Þau eiga fjögur
börn: a) Brynjar Þór, maki Berg-
lind Hafsteinsdóttir, b) Áslaugu
Dröfn, maki Ólafur Veturliði
Björnsson. Þeirra
börn eru Theodór
Freyr og Arney Sif,
c) Önnu Heiði, maki
Gunnlaugur Óskar
Ágústsson. Þeirra
barn er Kolbrún
Birna og d) Hörpu
Rut. Hinar dæturn-
ar eru eru: 2) Erla,
f. 26. október 1959,
maki Þórhallur
Bjarnason, f. 10.
ágúst 1959. Þeirra
börn eru Kristín,
Hjalti og Andri. 3)
Unnur, f. 19. mars 1966, maki
Sigurður Birgir Guðmundsson, f.
30. júní 1965. Unnur átti dóttur,
Rakel, en saman eiga þau Bjarka
og Írisi.
Ásgerður fluttist frá Bíldudal
16 ára og var í vistum og kaupa-
vinnu víðsvegar. Hún var í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni vet-
urinn 1949–50 og í Húsmæðra-
skólanum á Varmalandi veturinn
1951–52.
Eftir að hún giftist vann hún á
ýmsum stöðum, um tíma í Mjólk-
urbúi Flóamanna, í eldhúsi
Sjúkrahússins á Selfossi, við ræst-
ingar í skólum og í þvottahúsi
Kaupfélags Árnesinga. Síðari ár-
in vann hún ekki utan heimilis
vegna heilsufarsvandamála.
Útför Ásgerðar verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma og tengdamamma,
ekki grunaði okkur að við myndum
setjast niður til þess að skrifa þessi
minningarorð til þín svona fljótt. Al-
veg síðan þú veiktist alvarlega fyrir
rúmum átta árum vissum við öll að
þetta gæti gerst, en enginn var
viðbúinn þegar kallið kom svona
skyndilega. Andlát þitt bar að eins
og þú varst búin að óska þér, snöggt
og tók fljótt af.
Allar minningarnar streyma fram
í hugann, við tvær í Elliðahvammi,
þar sem þú varst starfsstúlka í nokk-
ur ár með mig, stelpuskottið í far-
angrinum. Svo kynntist þú Gulla
pabba og ég man þegar hann kom í
heimsókn á vörubílnum, fór með
okkur í bíltúr og skilaði okkur
„heim“ á stjörnubjörtum kvöldum.
Seinna fluttum við austur fyrir fjall í
stóra húsið í Hrísholtinu, þar sem þið
pabbi bjugguð alla tíð síðan. Þar
bættust í hópinn systur mínar tvær,
Erla og Unnur. Mér fannst ég alltaf
vera svo mikil „stóra systir“ þar sem
fimm ár skildu okkur Erlu að og
nærri tólf ár okkur Unni.
Heiðari er líka í fersku minni þeg-
ar þið hittust í fyrsta skipti. Tilvon-
andi tengdasonur var mældur út og
að lokum samþykktir þú hann, þið
voruð alla tíð miklir mátar og skilduð
hvort annað svo vel. Ung að árum
eignaðist ég fyrsta barnabarnið þitt
hann Brynjar Þór og fyrstu tvö árin
hans bjuggum við litla fjölskyldan
hjá ykkur. Hann átti alltaf sérstakan
sess hjá þér, var lengi vel eini ömmu-
strákurinn, því það var eins og við
systurnar ætluðum ekki að eignast
neitt nema stelpur. Það kom mér því
ekki á óvart þegar hann flutti til ykk-
ar pabba og bjó hjá ykkur í nokkur
ár.
Þegar við Heiðar fluttum á Sel-
foss, eftir að hafa búið í Kópavogi um
tíma, var ómetanleg öll hjálpin þín
með ungana okkar tvo, alla morgna
komst þú að sækja þau þegar við fór-
um í vinnu, því þér fannst ómögulegt
að rífa þau upp eldsnemma til þess
að koma þeim til þín í pössun, það
var svo miklu betra fyrir þig að koma
frekar og sækja þau, leyfa þeim að
vakna í rólegheitunum og fara svo
með þér heim í Hrísholtið. Oft
minntist þú á skemmtilega atburði í
tengslum við þessar ferðir. Ein saga
er okkur sérstaklega minnisstæð,
sagan af því þegar þú komst á litla
Fíatinum og lítill vinur hans Brynj-
ars fékk að koma með heim til
ömmu. Þá datt þessi gullna setning
af vörum Brynjars: „Við förum nú
ekkert hratt núna, Haukur, það er
nefnilega gömul kona að keyra og þú
ekki einu sinni orðin fimmtug!“
Við gleymum heldur aldrei svipn-
um þínum þegar elsta langömmu-
barnið þitt var skírt og fékk nafnið
Theodór Freyr. Þú varst svo glöð og
undrandi í senn yfir því að fá nafna.
Við gætum haldið endalaust áfram
að rifja upp allskonar minningar, en
að lokum kveðjum við þig með þessu
fallega ljóði með kærri þökk fyrir
allt:
Það er svo margt, ó, mamma,
í minninganna sjóð,
sem hug minn höndum tekur
og heillar fram mín ljóð.
Þú oftast varst sú eina
um ævi minnar vor,
sem lagðir blessuð blómin
svo björt á hvert mitt spor.
Ég man það ennþá mamma
hve mild var höndin þín,
og augnaráð þitt ennþá
mér eins og geisli skín.
Ég sá þig ganga glaða
er gæfan fór um lönd.
Ég sá þig líka í sorgum
með særða og mædda önd.
Þú lést mig bænir biðja,
þú bentir mér þá leið,
sú yndislega iðja
mér ennþá léttir neyð.
Um kærleik guðs mér kenndir,
mitt kyntir trúar bál.
Þú vaktir fyrsta fræið,
sem fólst í minni sál.
(Jónas S. Jakobsson.)
Elsku pabbi, systur mínar og fjöl-
skyldan öll, megi góður guð styrkja
okkur og styðja í sorginni.
Kolbrún og Heiðar.
Lítill fugl á laufgum teigi,
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heitum degi,
hristir silfurdögg af væng,
flýgur upp í himinheiðið,
hefur geislastraum í fang,
siglir morgunsvala leiðið,
sest á háan klettadrang.
Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill að allur heimur heyri,
hvað hann syngur listavel.
Skín úr augum skáldsins gleði,
skelfur rödd við ljóðin ný,
þó að allir þrestir kveði,
þetta sama dírrindí.
Litli fuglinn ljóða vildi,
listabrag um vor og ást.
Undarlegt að enginn skyldi
að því snilldarverki dást.
(Örn Arnarson.)
Þetta ljóð við lag Sigfúsar Hall-
dórssonar tengist mínum fyrstu
æskuminningum, ég sé móður mína
fyrir mér við störf í eldhúsinu heima,
hún horfir brosandi til mín og syngur
þetta lag. Hún hafði góða sópran-
söngrödd og söng ætíð við heimilis-
störfin. Hún hafði yndi af kveðskap,
hagmælt var hún og orti sjálf ljóð.
Þetta fallega ljóð um litla fuglinn
sem söng svo listavel minnir mig allt-
af á bjarta brosið og gleðina í augum
hennar.
Ég mun sakna stóra og þétta
faðmsins hennar, hlátursins og frá-
sagnargleði en minningin lifir um
hlýja og elskulega móður.
Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt
og allt, elsku mamma mín.
Þín
Erla.
Ekki grunaði mig að það yrði í síð-
asta sinn sem ég sæi hana mömmu
er ég leit inn hennar og pabba sama
kvöld og hún lést. Hún var bara al-
veg eins og hún var vön – svo hress.
Ég sakna hennar svo sárt. Sakna
allra góðu stundanna okkar saman í
eldhúsinu yfir kaffibolla heima í
Hrísholtinu og við spjölluðum um
alla heima og geima. Hún var svo
fróð um alla hluti og alltaf hægt að
leita til hennar ef mann vantaði vitn-
eskju um eitthvað. Hún var mín stoð
og stytta.
Æskuslóðirnar, Bíldudalur við
Arnarfjörð, voru henni alltaf mjög
kærar og hafði hún yndi af að segja
sögur þaðan frá æsku sinni. Það var
óþrjótandi brunnur.
Mamma var mjög söngelsk og
hafði góða rödd og það var svo gam-
an að hlusta á hana syngja. Það var
svo notalegt að hlusta á sönginn yfir
uppvaskinu eða þegar hún sat og
prjónaði. Einnig var svo gott að kúra
í fangi hennar og hlusta á hana raula
falleg kvæði. Því miður tapaði hún
söngröddinni er hún varð fyrir áfalli
1997 og saknaði hún þess oft að geta
ekki sungið eins og áður.
Hún var einstaklega góð mamma
og ennþá betri amma. Annaðist
barnabörnin eins og þau væru henn-
ar eigin og Rakel mín leit hana sem
sína aðra móður enda ól mamma
hana upp með mér fyrstu æviárin
hennar. Hún var mjög barngóð og
hjartahlý og alltaf svo gott að leita til
hennar ef eitthvað bjátaði á.
Á árum áður ferðuðust mamma og
pabbi töluvert um landið en þeim
ferðum hafði fækkað mikið sökum
heilsu hennar. Er mér sérstaklega
minnisstætt „langa ferðalagið“ svo-
kallaða um hálendið þegar ég var
kannski svona tíu ára. Fróðleikurinn
var ótæmandi og á þessum ferðum
lærði ég meira um landið okkar en
nokkur landafræðibók hefði getað
kennt mér. Og nestið sem hún útbjó
var svo ljúffengt – algjört sælgæti að
mér fannst.
Mamma hafði unun af garðrækt
og garðurinn heima í Hrísholtinu al-
veg einstaklega fallegur.
Mamma var mikil vinkona mín og
hennar er sárt saknað.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis
njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum
mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga
mína
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Unnur.
Elsku Ása amma. Kallið kom
fljótt … of fljótt að okkar mati, en þú
fékkst að deyja á þann hátt sem þú
hafðir svo oft talað um að þú vildir og
erum við þakklát fyrir það. Í dag
svífa um hugann yndislegar minn-
ingar sem ylja manni um hjartaræt-
ur og hugga um leið. Við áttum
margar góðar stundir með þér og er-
um sátt í dag þegar við kveðjum þig.
Það var svo greinilegt hvað þú varst
stolt af því sem við systkinin erum að
gera í dag og leyndir því ekki.
Þú hafðir unun af því að segja
skemmtilegar sögur … og sérstak-
lega sögur frá því að við vorum börn.
Rifjaðir upp þegar Binni var lítill og
fór salíbunu á þríhjólinu niður stig-
ann í Hrísholtinu. Þegar Áslaug
þurfti nauðsynlega að fara á klósett-
ið en þegar á það var sest gerðist
ekkert og sagði hún þá við þig „ahh
drap á sér“ Þegar Anna Heiður var
alltaf að bjóðast til að fara út í mjólk-
urbúð fyrir þig vissi hún að ef það
yrði einhver afgangur mátti hún
kaupa sér ópal … Og þegar Harpa
Rut vildi fá kex sem hún kallaði alltaf
„svona kex“ þá vissir þú alveg hvaða
tegund hún átti við. Við minnumst
líka desilítramálanna sem þú áttir,
elsku amma. Við fengum nefnilega
alltaf rúsínur í málin, sem voru mis-
stór og sitt í hverjum lit, bleik, gul og
græn. Anna Heiður valdi alltaf gula
málið og lét Hörpu Rut hafa það
bleika og sagði svo við hana að þetta
bleika væri miklu fallegra á litinn því
hún vissi að í raun var það miklu
minna en gula málið og því fékk
Anna Heiður alltaf aðeins meira af
rúsínum en Harpa Rut. Og ekki má
gleyma töluboxinu þínu, það sem litl-
ir fingur gátu gleymt sér með það að
búa til alls konar leiki með tölurnar
sem voru ekki fáar og í öllum stærð-
um og gerðum.
Einnig voru Anna Heiður og
Harpa Rut mjög klókar á yngri árum
og notuðu litlu frænku, Kristínu,
alltaf til þess að spyrja þig hvort að
þær mættu fá ís … og auðvitað
máttu þær það alltaf.
Amma, þú varst einstaklega lagin
við að svæfa okkur og var það alltaf
jafnnotalegt. Þú last eina sögu,
sönglaðir síðan eins og þér einni var
lagið og „bíaðir“ á okkur með hlýju
höndunum þínum um leið. Síðan var
ein bæn sem þú kenndir okkur og
sagðir með okkur fyrir svefninn og
hún er okkur systkinunum mjög
kær.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Það var líka gaman að sjá hvað þið
Binni náðuð vel saman og hann kom
þér alltaf til að hlæja. Einnig ljómaði
alltaf þitt vinalega andlit þegar Ás-
laug og Anna Heiður kíktu í heim-
sókn með krakkana, Theodór Frey,
Arneyju Sif og Kolbrúnu Birnu,
enda varstu algjör barnagæla. Einn-
ig var mikil tilhlökkun hjá þér eftir
barninu hans Binna sem von er á í
janúar.
Þú varst líka svo þakklát fyrir það
litla sem maður gerði fyrir þig eins
og þegar Harpa Rut snyrti þig reglu-
lega og þú sagðir það sama í hvert
skiptið þegar þú leist í spegilinn:
„Hvaða fallega kona er þetta sem ég
sé?“ og svo knúsaðirðu Hörpu Rut
innilega. Þú nefndir líka mjög oft við
Önnu Heiði hvort hún ætlaði ekki að
skella sér í hárgreiðsluna svo að hún
þyrfti þá ekkert að fara út úr húsi í
snyrtingu, Harpa Rut sæi um andlit-
ið og Anna Heiður um hárið en ekk-
ert varð úr því, elsku amma.
Mikið var nú gaman hjá okkur
þegar við settumst inn í afa-herbergi
og settum Þrjú á palli í kasettutækið
og skoðuðum ABC og myndaalbúm-
in ykkar afa. Þú gast líka endalaust
dundað þér í tölvunni við það að
leggja kapal og hlusta á útvarpið.
En núna skilja leiðir og við mun-
um segja börnum okkar, fæddum og
ófæddum, frá langömmu sinni,
hjartahlý og kona með húmor.
Takk fyrir allt, elsku Ása amma.
Þín verður sárt saknað.
Elsku Gulli afi, guð styrki þig í
sorg þinni, missir þinn er mikill.
Ykkar barnabörn,
Brynjar Þór, Áslaug,
Anna Heiður, Harpa Rut og
fjölskyldur.
Það var alltaf svo notalegt að
koma til ömmu og afa í Hrísholtið.
Þegar maður gægðist inn um dyra-
gættina kom hún þessi smávaxna
kona, hún amma mín, með stóra
faðminn sinn og knúsaði mann í bak
og fyrir. Ég naut þess alltaf að hlusta
á hana segja sögur af sjálfri sér frá
yngri árum og af mér þegar ég var
lítil stelpa. Hún var svo einstaklega
lagin við frásagnir og var mikill húm-
oristi. Ein af uppáhalds frásögnun-
um hennar var um mig. Ég var á
þriðja ári og hafði nýverið uppgötvað
jarðarberjareitinn hjá ömmu og afa.
Þar sat ég lengstum á beit og hámaði
í mig jarðarberin, sem eru enn þann
dag í dag eitt það besta sem ég fæ.
En þrátt fyrir að ég væri orðin mjög
ágeng í berin, þá voru víst fuglarnir
verri. Að lokum þurfti afi að strengja
fuglanet yfir beðið til varnar. Kom
ég þá stuttu seinna þrammandi inn
og dró afa með mér út í garð að jarð-
arberjabeðinu, benti á fuglanetið og
sagði ákveðin: „Viltu gjöra svo vel og
taka þetta burt.“
Það sem mér þótti einna vænst um
var það að við áttum það sameigin-
legt að vera miklir dýravinir. Mín
dýrmætasta minnig um hana ömmu
mína er án efa þegar við fundum í
sameiningu nafn á móvindótta mer-
arfolaldið mitt. Það var mér mikið
hjartans mál að merin mín, sú fyrsta,
fengi nafn sem myndi hæfa henni
vel. Við veltum þessu mikið fyrir
okkur og hún kom með þessa frá-
bæru uppástungu að nafni, Snót,
sem síðan festist við merina. Hún
Snót mín hefur nú aldeilis borið það
nafn vel.
Það var líka alltaf svo gaman að
koma til hennar ömmu og segja
henni af fræknum sigrum mínum í
íþróttunum eða velgengni í skólan-
um. Af viðbrögðum hennar mátti sjá
að stoltið skein úr augum hennar.
Ég mun sakna hennar sárt, en
dýrmætar minningar geymi ég í
hjarta mínu.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Hvíl þú í friði, elsku amma mín, og
takk fyrir allar þær stundir sem ég
átti með þér
Þín
Kristín.
Elsku amma, njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum
ávallt þinni hendi frá;
þú varst okkur ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Berglind Árnadóttir.)
Langömmubörnin
Theodór Freyr, Arney Sif
og Kolbrún Birna.
Góð orð kunna að vera
stutt og auðsögð, en
bergmál þeirra hljómar
án enda.
(Móðir Teresa.)
Elskuleg mágkona er kvödd í dag.
Kallið kom án fyrirvara og viss er ég
um að þannig hefði Ása viljað hafa
það ef hún hefði mátt velja. Hún var
fædd og uppalin á Bíldudal, missti
móður sína þegar hún var á ung-
lingsaldri, braust í að mennta sig þó
efnin væru lítil, einn vetur á Laug-
arvatni og annar í húsmæðraskóla
var meira en allir höfðu kost á á þeim
tíma. Vegferð okkar hefur legið sam-
an í meira en hálfa öld eða síðan við
ungar stúlkur fórum til náms í hús-
mæðraskólanum á Varmalandi í
Borgarfirði haustið 1951. Þar ríkti
gleði æskuáranna þótt alvaran væri
ÁSGERÐUR THEO-
DÓRA JÓNSDÓTTIR