Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 69
Bergsvein Arilíusson þekkjaflestir sem söngvara Sól-daggar, þó lítið hafi heyrst frá honum um hríð. Hann er þó ekki hættur í tónlist og sendi í vik- unni frá sér sína fyrstu sólóskífu, plötu með lögum frá níunda ára- tugnum sem hann færir í nýstár- legan búning. Bergsveinn segist hafa gengið með hugmyndina í hausnum í fimm eða sex ár, og því löngu tímabært að hrinda henni í framkvæmd. „Þegar tónlistarmenn á mínum aldri eru spurðir um helstu áhrifa- valda nefna þeir yfirleitt einhverja listamenn sem eru löngu horfnir yf- ir móðuna miklu, en ég man svo vel þegar ég beið á skeljunum fyrir framan Skonrokkið eftir að sjá hetjurnar – túperaða og naglalakk- aða axlapúðalistamenn, þeir voru mínir áhrifavaldar.“    Þegar litið er yfir lagavalið áplötunni koma í ljós mörg af helstu dægurlögum níunda áratug- arins, mörg þeirra lög sem sungin voru af konum, en líka lög sem karlar sungu á toppinn, þó tískan hafi verið þannig að erfitt gat verið að greina á milli. Bergsveinn segist í sjálfu sér ekki hafa átt mikið við útsetningarnar en lögin hafi þó talsvert breyst í meðförum hans. Hann nefnir að Neverending Story, sem Limahl söng svo listilega á sín- um tíma, sé nú vögguvísa sem hann syngi með Andreu Gylfadóttur. „Á þessum tíma voru tónlist- armenn að uppgötva hljómborð og hljóðgervla og margir voru eig- inlega á hljóðgervlafylleríi en ég reyndi að taka þessi lög niður í tímalausar útsetningar, flytja þau með tímalausum hljóðfærum, kontrabassa, kassagítar, flygel- horni og flygli – klæða lögin út „eighties“-fötunum og gera þau tímalaus,“ segir Bergsveinn og bætir við að þegar búið sé að færa lögin í svo naumhyggjulegan bún- ing komi vel í ljós hvað laglínurnar í þeim mörgum séu fallegar, „það er í þeim nýrómantískur kær- leikur.“ Undanfarin ár hefur ekki borið mikið á Bergsveini, en hann segist hafa tekið sér frí til að hlaða batt- eríin og hlaða niður börnum. „Þessi plata var búin að vera svo lengi á leiðinni að nú var tími til að fram- kvæma, fullur af orku.“ Platan var tekin upp í Puk- hljóðverinu á Jótlandi sem Berg- sveinn segir hafa verið heillaráð því menn hafi náð að vinna mjög vel þegar út var komið, lausir við arga- þras daglegs lífs heima á Íslandi. Hljóðverið er gamaldags um margt sem gaf vinnunni enn skemmtilegri blæ, en platan var tekin upp á um viku, enda verkið vel undirbúið. Ýmsir koma við sögu á plötunni, til dæmis Andrea Gylfadóttir, eins og getið er, og einnig syngur Telma Ágústsdóttir í tveimur lögum, en hljóðfæraleikur var í höndum Njáls Þórðarsonar úr Landi og sonum og félaga Bergsveins úr Sóldögg, manna sem hann segist þekkja vel og treysta enda séu þeir góðir. Veran í Danmörku var ekki bara góð vegna þess hversu mikið næði gafst til að taka upp, heldur segir Bergsveinn að hann hafi komist betur inn í tónlistina en áður og loks áttað sig á því að tónlist er hugarástand, eins og hann orðar það. „Þetta var tónlistarleg vakn- ing fyrir mig, frábær upplifun. Fyr- ir mér hefur tónlist alltaf verið ástæða til að skemmta sér, til að fara á fyllerí, en þessi upplifun hafði mikil áhrif á mig, breytti við- horfi mínu til tónlistar, og ég get ekki beðið eftir því að sjá hvað ger- ist næst.“    Bergsveinn er sjóaður í sveita-böllum eftir að hafa verið í einni vinsælustu ballsveit landsins árum saman, en hann segist nú vera í áður ókunnu hlutverki þegar hann fer af stað til að kynna plötuna. „Þetta er kaffihúsatónlist, en ekki fyrir ball, og ég er að spá í hvernig best sé að kynna hana, kannski spila á kaffihúsum eða í listasöfn- um, það verður gaman að finna út úr því.“ Tónlist er hugarástand ’Neverending Story,sem Limahl söng svo listilega á sínum tíma, er nú vögguvísa sem hann syngur með Andreu Gylfadóttur.‘ AF LISTUM Árni Matthíasson Morgunblaðið/Kristinn arnim@mbl.is Bergsveinn segist hafa beðið á skeljunum fyrir framan Skonrokkið eft- ir túperuðum hetjunum. KRINGLANÁLFABAKKI Sérhver draumur á Sér upphaf M.M.J. / Kvikmyndir.com Roger EbertKvikmyndir.is  S.V. / MBL  KynLíf. MoRð. DulúÐ. Ó.Ö.H / DV   L.I.B. / topp5.is  H.J. / Mbl. En auk hans fara þau Matthew McConaughey („Sahara“) og Rene Russo („The Thomas Crown Affair“) á kostum í kraftmikilli mynd Óskarsverðlaunhafinn Al Pacino er í essinu sínu og hefur aldrei verið betri. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ  topp5.is  S.V. / MBL DV  Velkomin í partýið. ELIZABETH TOWN kl. 5.30 - 8 - 10.30 ELIZABETH TOWN VIP kl. 8 - 10.30 Litli Kjúllin Ísl. tal kl. 2 - 4 - 6 Litli Kjúllin Ísl. tal VIP kl. 2 - 4 - 6 CHICKEN LITTLE Ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára. TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 KISS KISS BANG BANG kl. 10.30 B.i. 16 ára. FLIGHT PLAN kl. 8.15 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT Ísl. tal kl. 2 - 3.30 WALLACE AND GROMIT Ensku tali kl. 4 THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 6 B.i. 14 ára. VALIANT Ísl. tal kl. 1.50 CHICKEN LITTLE Ensku.tali kl. 6 - 8 - 10.10 LITLI KJÚLLIN Ísl. tal kl. 12 - 1 - 2 - 4 - 6 TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára. KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. WALLACE AND GROMIT Ísl. tal kl. 12 - 4 VALIANT Ísl. tal kl. 2 SKY HIGH kl. 4 Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton (“Charlie and the ChocolateFactory”). Með hinum eina sanna Johnny Depp. Ein frumlegasta mynd ársins. MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. Ný kvikmyNd frá lEikstjóra “jErry maguirE” og “almost famous” mEð þEim hEitu stjörNum orlaNdo Bloom (“lord of thE riNgs”) og kirstEN duNst (“spidEr-maN”). MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 69 Leikari sem leikur í nýrriþáttaröð Aðþrengdra eig- inkvenna hefur verið rekinn fyrir ósæmi- lega hegðun. Þetta er frem- ur óheppilegt enda hófust sýningar á nýju þáttaröð- inni í sept- ember síðast- liðnum. Nú er verið að ráða í hlutverkið á nýjan leik en sýnt þykir að annar leikari verði að fara með hlutverk persónunnar Calebs, sem komið hefur fram í tveimur þáttum Aðþrengdra eiginkvenna. Ekki kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, fyrir hvaða hegðun maðurinn, sem heitir Page Kennedy, var rekinn að öðru leyti en því að forsvarsmenn sjónvarpsstöðv- arinnar ABC, sem framleiðir þættina, tók ákvörðunina eftir ítarlega rannsókn. Kennedy sagði í viðtali við fréttastofuna Associated Press fyrir stuttu að hann væri spenntur yfir því að hreppa hlutverk á þáttaröðinni. Hann neitaði að tjá sig um uppsögn- ina þegar eftir því var leitað. 28,2 milljónir áhorfenda sátu límdar við skjáinn þegar fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni fór í loftið í september. Þykir forsvarsmönnum ABC það vonbrigði enda höfðu þeir von- ast til að ná sama fjölda að skjánum og þegar 30,3 millj- ónir áhorfenda horfðu á út- sendingu síðasta þáttar fyrstu þáttaraðar í maí síðastliðnum. Page Kennedy hefur leikið aukahlutverk í sjónvarpsþátt- um á borð við The Shield og Six Feet Under auk þess sem hann lék í kvikmyndinni S.W.A.T. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.