Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 69
Bergsvein Arilíusson þekkjaflestir sem söngvara Sól-daggar, þó lítið hafi heyrst
frá honum um hríð. Hann er þó
ekki hættur í tónlist og sendi í vik-
unni frá sér sína fyrstu sólóskífu,
plötu með lögum frá níunda ára-
tugnum sem hann færir í nýstár-
legan búning.
Bergsveinn segist hafa gengið
með hugmyndina í hausnum í fimm
eða sex ár, og því löngu tímabært
að hrinda henni í framkvæmd.
„Þegar tónlistarmenn á mínum
aldri eru spurðir um helstu áhrifa-
valda nefna þeir yfirleitt einhverja
listamenn sem eru löngu horfnir yf-
ir móðuna miklu, en ég man svo vel
þegar ég beið á skeljunum fyrir
framan Skonrokkið eftir að sjá
hetjurnar – túperaða og naglalakk-
aða axlapúðalistamenn, þeir voru
mínir áhrifavaldar.“
Þegar litið er yfir lagavalið áplötunni koma í ljós mörg af
helstu dægurlögum níunda áratug-
arins, mörg þeirra lög sem sungin
voru af konum, en líka lög sem
karlar sungu á toppinn, þó tískan
hafi verið þannig að erfitt gat verið
að greina á milli. Bergsveinn segist
í sjálfu sér ekki hafa átt mikið við
útsetningarnar en lögin hafi þó
talsvert breyst í meðförum hans.
Hann nefnir að Neverending Story,
sem Limahl söng svo listilega á sín-
um tíma, sé nú vögguvísa sem hann
syngi með Andreu Gylfadóttur.
„Á þessum tíma voru tónlist-
armenn að uppgötva hljómborð og
hljóðgervla og margir voru eig-
inlega á hljóðgervlafylleríi en ég
reyndi að taka þessi lög niður í
tímalausar útsetningar, flytja þau
með tímalausum hljóðfærum,
kontrabassa, kassagítar, flygel-
horni og flygli – klæða lögin út
„eighties“-fötunum og gera þau
tímalaus,“ segir Bergsveinn og
bætir við að þegar búið sé að færa
lögin í svo naumhyggjulegan bún-
ing komi vel í ljós hvað laglínurnar
í þeim mörgum séu fallegar, „það
er í þeim nýrómantískur kær-
leikur.“
Undanfarin ár hefur ekki borið
mikið á Bergsveini, en hann segist
hafa tekið sér frí til að hlaða batt-
eríin og hlaða niður börnum. „Þessi
plata var búin að vera svo lengi á
leiðinni að nú var tími til að fram-
kvæma, fullur af orku.“
Platan var tekin upp í Puk-
hljóðverinu á Jótlandi sem Berg-
sveinn segir hafa verið heillaráð því
menn hafi náð að vinna mjög vel
þegar út var komið, lausir við arga-
þras daglegs lífs heima á Íslandi.
Hljóðverið er gamaldags um margt
sem gaf vinnunni enn skemmtilegri
blæ, en platan var tekin upp á um
viku, enda verkið vel undirbúið.
Ýmsir koma við sögu á plötunni, til
dæmis Andrea Gylfadóttir, eins og
getið er, og einnig syngur Telma
Ágústsdóttir í tveimur lögum, en
hljóðfæraleikur var í höndum Njáls
Þórðarsonar úr Landi og sonum og
félaga Bergsveins úr Sóldögg,
manna sem hann segist þekkja vel
og treysta enda séu þeir góðir.
Veran í Danmörku var ekki bara
góð vegna þess hversu mikið næði
gafst til að taka upp, heldur segir
Bergsveinn að hann hafi komist
betur inn í tónlistina en áður og
loks áttað sig á því að tónlist er
hugarástand, eins og hann orðar
það. „Þetta var tónlistarleg vakn-
ing fyrir mig, frábær upplifun. Fyr-
ir mér hefur tónlist alltaf verið
ástæða til að skemmta sér, til að
fara á fyllerí, en þessi upplifun
hafði mikil áhrif á mig, breytti við-
horfi mínu til tónlistar, og ég get
ekki beðið eftir því að sjá hvað ger-
ist næst.“
Bergsveinn er sjóaður í sveita-böllum eftir að hafa verið í
einni vinsælustu ballsveit landsins
árum saman, en hann segist nú vera
í áður ókunnu hlutverki þegar hann
fer af stað til að kynna plötuna.
„Þetta er kaffihúsatónlist, en ekki
fyrir ball, og ég er að spá í hvernig
best sé að kynna hana, kannski
spila á kaffihúsum eða í listasöfn-
um, það verður gaman að finna út
úr því.“
Tónlist er hugarástand
’Neverending Story,sem Limahl söng svo
listilega á sínum tíma,
er nú vögguvísa sem
hann syngur með
Andreu Gylfadóttur.‘
AF LISTUM
Árni Matthíasson
Morgunblaðið/Kristinn
arnim@mbl.is
Bergsveinn segist hafa
beðið á skeljunum fyrir
framan Skonrokkið eft-
ir túperuðum hetjunum.
KRINGLANÁLFABAKKI
Sérhver draumur á Sér upphaf
M.M.J. / Kvikmyndir.com
Roger EbertKvikmyndir.is
S.V. / MBL
KynLíf. MoRð.
DulúÐ.
Ó.Ö.H / DV
L.I.B. / topp5.is
H.J. / Mbl.
En auk hans fara þau Matthew McConaughey („Sahara“)
og Rene Russo („The Thomas Crown Affair“)
á kostum í kraftmikilli mynd
Óskarsverðlaunhafinn Al
Pacino er í essinu sínu og
hefur aldrei verið betri.
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ
topp5.is
S.V. / MBL DV
Velkomin
í partýið.
ELIZABETH TOWN kl. 5.30 - 8 - 10.30
ELIZABETH TOWN VIP kl. 8 - 10.30
Litli Kjúllin Ísl. tal kl. 2 - 4 - 6
Litli Kjúllin Ísl. tal VIP kl. 2 - 4 - 6
CHICKEN LITTLE Ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10
TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára.
TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10
KISS KISS BANG BANG kl. 10.30 B.i. 16 ára.
FLIGHT PLAN kl. 8.15 B.i. 12 ára.
WALLACE AND GROMIT Ísl. tal kl. 2 - 3.30
WALLACE AND GROMIT Ensku tali kl. 4
THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 6 B.i. 14 ára.
VALIANT Ísl. tal kl. 1.50
CHICKEN LITTLE Ensku.tali kl. 6 - 8 - 10.10
LITLI KJÚLLIN Ísl. tal kl. 12 - 1 - 2 - 4 - 6
TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára.
KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára.
WALLACE AND GROMIT Ísl. tal kl. 12 - 4
VALIANT Ísl. tal kl. 2
SKY HIGH kl. 4
Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton
(“Charlie and the ChocolateFactory”).
Með hinum eina sanna Johnny Depp.
Ein frumlegasta mynd ársins.
MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt.
Ný kvikmyNd frá lEikstjóra “jErry maguirE” og “almost famous”
mEð þEim hEitu stjörNum orlaNdo Bloom (“lord of thE riNgs”)
og kirstEN duNst (“spidEr-maN”).
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 69
Leikari sem leikur í nýrriþáttaröð Aðþrengdra eig-
inkvenna hefur verið rekinn
fyrir ósæmi-
lega hegðun.
Þetta er frem-
ur óheppilegt
enda hófust
sýningar á
nýju þáttaröð-
inni í sept-
ember síðast-
liðnum. Nú er verið að ráða í
hlutverkið á nýjan leik en sýnt
þykir að annar leikari verði að
fara með hlutverk persónunnar
Calebs, sem komið hefur fram í
tveimur þáttum Aðþrengdra
eiginkvenna.
Ekki kemur fram á fréttavef
breska ríkisútvarpsins, BBC,
fyrir hvaða hegðun maðurinn,
sem heitir Page Kennedy, var
rekinn að öðru leyti en því að
forsvarsmenn sjónvarpsstöðv-
arinnar ABC, sem framleiðir
þættina, tók ákvörðunina eftir
ítarlega rannsókn.
Kennedy sagði í viðtali við
fréttastofuna Associated Press
fyrir stuttu að hann væri
spenntur yfir því að hreppa
hlutverk á þáttaröðinni. Hann
neitaði að tjá sig um uppsögn-
ina þegar eftir því var leitað.
28,2 milljónir áhorfenda sátu
límdar við skjáinn þegar fyrsti
þátturinn í nýju þáttaröðinni
fór í loftið í september. Þykir
forsvarsmönnum ABC það
vonbrigði enda höfðu þeir von-
ast til að ná sama fjölda að
skjánum og þegar 30,3 millj-
ónir áhorfenda horfðu á út-
sendingu síðasta þáttar fyrstu
þáttaraðar í maí síðastliðnum.
Page Kennedy hefur leikið
aukahlutverk í sjónvarpsþátt-
um á borð við The Shield og Six
Feet Under auk þess sem hann
lék í kvikmyndinni S.W.A.T.
Fólk folk@mbl.is