Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 59
DAGBÓK
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Traustur kaupandi óskar eftir 270-350 fm
einbýlishúsi í Garðabæ. Staðgreiðsla.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
EINBÝLISHÚS Í GARÐABÆ ÓSKAST
Opið hús milli kl. 12.00 og 17.00 alla helgina.
Kynnum 2 ný glæsileg frístundahús til útleigu.
Kaffi og veitingar í boði. Allir velkomnir.
Lúxus gisting í fallegu umhverfi.
Minniborgir-Grímsnesi, sími 868 3592.
ÍSLENSKU tónlistarverðlaunin eru orðinfastur liður í tónlistarlífi þjóðarinnar en ísíðari hluta janúarmánaðar nk. verður há-tíðin haldin í tólfta skipti. Af því tilefni er
óskað eftir tillögum að tilnefningum til verð-
launanna sem faghópar tónlistarfólks, fjölmiðla-
manna og tónlistaráhugamanna munu svo fara ít-
arlega yfir. Fresturinn til að skila inn tillögum
rennur út föstudaginn 25. nóvember og tilnefning-
arnar verða svo tilkynntar í byrjun desember.
Berglind María Tómasdóttir er nýráðin fram-
kvæmdastjóri verðlaunanna en hún tekur við af
Einari Bárðarsyni sem gegnt hefur starfinu und-
anfarin fjögur ár. Berglind María, sem meðal ann-
ars hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sum-
artónleika í Skálholtskirkju undanfarin tvö ár,
segir mikið verk að setja upp hátíð af slíkri stærð-
argráðu og að mörgu þurfi að huga enda hátíðin
sjálf stór í umfangi en það sé góð blanda af
skemmtun og streitu. „Hátíðin hefur verið stig-
vaxandi með hverju árinu og er raunar í stöðugri
endurskoðun því alltaf má einhverju við bæta og
finna betri leiðir til framkvæmdar,“ segir Berg-
lind María og bendir á að Íslensku tónlist-
arverðlaunin séu tónlistarfólki í landinu afar mik-
ilvæg. „Þetta eru í raun hvatningarverðlaun fyrir
tónlistarfólk þjóðarinnar og mjög mikilvægt er að
þau taki ekki aðeins til einnar tegundar af tónlist.
Allir tónlistargeirar taka þátt og því höfða Ís-
lensku tónlistarverðlaunin til sem flestra.“
Það er Samtónn, samtök flytjenda, tónhöfunda
og útgefanda, sem hafa veg og vanda af Íslensku
tónlistarverðlaununum en svo er það þriggja
manna stjórn sem annast framkvæmdina.
Fimm flokkar eru í ár en þeir eru: Popp og
rokk, dægurtónlist, ýmis tónlist, djass og sígild og
samtímatónlist. Innan allra flokka er valin hljóm-
plata ársins en innan fyrstu þriggja flokkanna eru
sameiginlega valin flytjandi ársins, lag og texti,
söngvari og söngkona ársins.
Þá eru valin flytjandi og tónverk ársins í flokki
djasstónlistar og jafnframt í flokki sígildrar og
samtímatónlistar.
Á meðal annarra verðlauna eru plötuumslag
ársins, tónlistarmyndband og bjartasta vonin.
Verðlaunaafhendingin verður eins og áður segir
í síðari hluta janúar en ekki er búið að festa niður
dagsetningu. Hátíðin verður haldin í Þjóðleikhús-
inu og verðu í beinni útsendingu Ríkissjónvarps-
ins.
Flytjendum ber að skila hugverkum sínum á
skrifstofu FÍH, Rauðagerði 27, 108 Reykjavík.
Hægt er að sækja umsóknareyðublöð þangað en
einnig á vefsíðu Samtóns, www.samtonn.is.
Tónlist | Óskað eftir tillögum að tilnefningum til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005
Uppskeruhátíð tónlistarfólks
Berglind María Tóm-
asdóttir fæddist 9.
ágúst 1973 í Reykjavík
þar sem hún ólst jafn-
framt upp. Hún lagði
stund á nám við Tón-
listarskóla Reykjavíkur
og útskrifaðist þaðan
árið 1998, hélt til Dan-
merkur til áframhald-
andi náms við Tónlist-
arháskólann í Kaup-
mannahöfn en þaðan lauk hún námi árið 2001.
Berglind María var ráðin framkvæmdastjóri
Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrr á árinu en
jafnhliða því hefur hún verið við störf á Rík-
isútvarpinu.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Gullbrúðkaup | Í dag, 12. nóvember,
eiga heiðurshjónin Guðrún María
Bjarnadóttir og Hörður Guðmundsson
50 ára hjúskaparafmæli. Þau eru að
heiman og verja deginum með börnum
sínum og fjölskyldum þeirra.
Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar
úr Hafnarfirði komu færandi hendi á
skrifstofu Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna á dögunum. Þau
höfðu safnað 30.500 krónum til styrkt-
ar málstaðnum. Krakkarnir héldu
hlutaveltu og gengu líka í hús og söfn-
uðu fé. Auk þessa afhentu þau notaða
Playstation-tölvu og leiki. Aftari röð
frá vinstri Viktoría Dröfn Ólafsdóttir,
Jón Arnar Jónsson, Anna María Jóns-
dóttir og Eva Margrét Guðnadóttir.
Fyrir framan frá vinstri Þórdís Ylfa
Þórsdóttir og Alma Guðrún Guðna-
dóttir.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Er þetta rétt?
ÉG LAS í einu af slúðurblöðum
landsins að Bubbi Morthens krefðist
20 milljóna króna í miskabætur fyrir
það að eitt tímaritanna hefði sýnt
myndir af honum
vera með sígar-
ettu í bíl sínum og
sagt að hann væri
fallinn. Þetta mál
pirrar mig svo
rosalega mikið,
það er að segja ef
að hann kemst
upp með það að fá
þessar 20 millj-
ónir! Hvað um
fólk sem lendir í ýmsum hremm-
ingum, til dæmis fórnarlömb kyn-
ferðisafbrotamanna, oft fá þau ekki
krónu út úr þeim málum, og/eða fólk
sem er beitt ofbeldi, hvað sem er!
Alltof oft fá þau ekki það sem þau
biðja um. Ég held nú líka að fólk geri
sér alveg grein fyrir því að þarna var
verið að tala um sígarettuna, ekki
fortíð hans. Þetta eru slúðurblöð og
margt af því sem þar kemur fram er
ekki rétt. Auðvitað er þetta leið-
inlegt fyrir hann Bubba okkar, en
hvaða máli skiptir það þótt hann
reyki, hann er alveg sami maðurinn
þrátt fyrir það. Ef fólk er í þessum
bransa sem hann er í og getur ekki
tekið því sem sagt er um það þá ætti
það bara alls ekki að vera í honum.
En eins sterkur og sjálfsöruggur
karakter sem hann er getur hann
það auðveldlega. En við erum samt
að tala um 20 milljónir, það er auð-
vitað ekki í samræmi við það sem
birtist í blöðum og ef hann fær þess-
ar 20 milljónir þá er endanlega úti
um dómsvaldið okkar! Er ekki svo
að maður veit allt best sjálfur um
sjálfan sig og er það ekki nóg fyrir
hann og fjölskyldu hans? Eða er
þetta bara græðgi sem er því miður
farin að hrjá marga menn? Hvernig
eru svona mál verðmetin?
Lilja Dögg Magnúsdóttir,
Melabraut 23, Seltj.
Gullhringur í óskilum
GULLHRINGUR með rauðum
steini fannst á planinu fyrir framan
Hulduland 6-8. Upplýsingar í síma
581 4258.
Lilja Dögg
Magnúsdóttir
Úrslitaleikurinn.
Norður
♠K8743
♥D V/NS
♦K6
♣ÁKD62
Vestur Austur
♠DG10 ♠Á952
♥762 ♥G9853
♦DG10873 ♦5
♣G ♣843
Suður
♠6
♥ÁK104
♦Á942
♣10975
Fjögur spil eftir og Ítalir leiddu með
28 IMPum í úrslitaleiknum við Banda-
ríkjamenn. Áhorfendur á Bridgebase
töldu líklegt að sigur Ítala væri í höfn,
en andrúmsloftið átti eftir að snar-
breytast því Bandaríkjmenn unnu 16
IMPa í fjórða síðasta spilinu!
Sex lauf voru spiluð í báðum sölum.
Meckstroth stýrði spilinu úr norðrinu
og fékk út hjarta. Hann átti slaginn á
drottninguna og spilaði einfaldlega
litlum spaða að heiman í öðrum slag.
Vestur fékk á tíuna og skipti yfir í
tíguldrottningu. Meckstroth tók með
kóngi, stakk spaða, fór heim á lauf og
stakk aftur spaða. Tók svo trompin af
austri, spilaði tígli á ás og henti síðustu
spöðunum niður í ÁK í hjarta. Vel spil-
að og 1370 í NS.
Á hinu borðinu varð Nunes sagnhafi
í suður og Soloway kom út með tígul-
drottningu. Nunes drap með ás heima
og spilaði spaða á kónginn og ás
Hammans í austur. Hamman trompaði
út og norður átti slaginn. Nunes stakk
spaða, spilaði hjarta á drottningu og
tók annað hátromp áður en hann
trompaði aftur spaða. Síðan henti
°Nunes tveimur spöðum niður í ÁK í
hjarta.
Nú þurfti bara að komast inn í borð
til að ná síðasta trompi austurs. Það
hefði heppnast að trompa hjarta, en
Hamman hafði fylgt lit í síðasta hjartað
með gosanum til að láta líta út fyrir að
hann hefði byrjað með þrílit. Nunes
tók hann trúanlegan og spilaði tígli á
kónginn og Hamman trompaði!
Munurinn var nú aðeins 12 IMPar
og þrjú spil eftir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rf3 g6 4. Rc3 Bg75. e4 0–0 6. Be2 e5 7. Be3 Rbd7 8. 0–0
c6 9. d5 c5 10. a3 Rg4 11. Bd2 Kh8 12.
b4 De7 13. Hb1 b6 14. Dc1 Ba6 15. Dc2
Hfc8 16. b5 Bb7 17. a4 Hf8 18. g3 Rh6
19. Rh4 Rg8 20. a5 Dd8 21. Ha1 Bh6
22. Bd3 Bxd2 23. Dxd2 Bc8 24. Rd1 a6
25. Re3 axb5 26. cxb5 bxa5 27. Ha4 c4
28. Rxc4 Rc5 29. Ha3 Rf6 30. He1 Bd7
31. Bc2 Bxb5 32. Rxa5 Dc7 33. Rg2
Hfc8 34. Db4 Hab8 35. Dd2 Ha8 36.
Db4 Bd7 37. Bb1 Hab8 38. Dd2 Hb5 39.
f3 Ha8 40. Rc4 Hxa3 41. Rxa3 Hb3 42.
He3 Db6 43. Bc2
Staðan kom upp í heimsmeist-
arakeppni landsliða sem lauk fyrir
skömmu í Beer-Sheva í Ísrael. Heima-
maðurinn Ilya Smirin (2.673) hafði
svart gegn Xue Zhao (2.478) sem tefldi
fyrir kínverska kvennaliðið. 43. …
Rcxe4! 44. Dc1 44. fxe4 gekk ekki upp
vegna 44. … Hxa3. 44. … Hxe3 45.
Dxe3 Rc5 46. Rc4 Da6 47. Dg5 Rxd5
svartur vinnur nú annað peð og þarf þá
ekki að spyrja að leikslokum. 48. Rce3
Da1+ 49. Bd1 Dd4 50. Dh6 Kg8 51.
Be2 Rc3 52. Bf1 Bc6 53. Rh4 Rd1 54.
Rhf5 gxf5 55. Dg5+ Kf8 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
MAGNÚS V. Guðlaugsson og Örn
Þorsteinsson opna myndlistarsýn-
ingu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu
í dag kl. 15.
Verk Magnúsar og Arnar eru um
margt ólík að efni og aðferð. Ekki
síst af þeim sökum þótti þeim for-
vitnilegt að reyna þanþolið og stilla
verkum sínum saman, að hluta í það
minnsta. Magnús og Örn hafa
þekkst lengi og margsinnis verið
ferðafélagar á fjöllum. Því á yf-
irskriftin „vinsamlegast“ vel við sýn-
ingu þeirra.
Magnús sýnir ljósmyndaverk,
myndband og önnur verk með
blandaðri tækni. Flest verkanna
hafa orðið til á Íslandi, en einnig í
Berlín og í Oxford. Í verkum sínum
teflir hann iðulega saman því upp-
hafna og því hversdagslega, því sí-
gilda og því hverfula.
Örn sýnir höggmyndir steyptar í
brons og ál. Flest verkin urðu til í
Noregi og á Grænlandi á síðustu ár-
um en voru fullunnin á Íslandi. Verk
Arnar eru sprottin úr sérstakri ver-
öld á mótum náttúru, manns og
myndlistar. Örn reynir í verkum sín-
um að lýsa veruleikanum að baki
náttúrunni. Listasafn ASÍ er opið
frá kl. 13–17 alla daga nema mánu-
daga. Aðgangur er ókeypis. Sýn-
ingin stendur til 4. desember.
Magnús og
Örn í Lista-
safni ASÍ
Verk eftir Örn Þorsteinsson.