Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Orðatiltækið hefna þess íhéraði sem hallaðist áAlþingi vísar til þess aðmargir eru djarfari á heimaslóðum, heimavelli (héraðs- þingi), en annars staðar. Það mun eiga rætur sínar að rekja til lausa- vísu eftir Pál lögmann Vídalín (d.1727): Kúgaðu fé af kotungi, / svo kveini undan þér almúgi; / þú hefnir þess í héraði, / sem hallaðist á alþingi. Orðatiltækið mun ekki vera algengt í nútímamáli en í eft- irfarandi dæmi sér hatta fyrir því: ströng meiðyrðalöggjöf var notuð til að hefna þess fyrir dómstóli sem hallaðist á ritvelli (Frbl. 26.10.05). Hér þykir umsjónar- manni vel og eftirminnilega að orði komist. Orð eru dýr og þau geta verið vandmeðfarin. Menn verða að vanda sig, nota þau í samræmi við málvenju og málkennd almenn- ings. Í dagsins önn og hraða nú- tímans vill oft verða misbrestur á þessu og skal litið á nokkur dæmi af misjöfnum toga. Lýsingarorðið ómetanlegur hef- ur jákvæðu merkinguna ‘sem ekki verður metinn til fjár; frábær, mikilvægur’. Af því leiðir að ankannalegt er að nota það með nafnorðum sem hafa neikvæða merkingu, t.d. tjón, spjöll, slys, óhapp. Eftirfarandi dæmi kann því að orka tvímælis: getur unnið ómetanleg spjöll á þjóðargersem- um á borð við þjóðgarðinum [svo] (Útv. 27.6.05). Lýsingarorðið hamslaus er nei- kvæðrar merkingar og merkir ‘taumlaus; hamstola; ofsalegur’. Það er jafnan notað með orðum neikvæðrar merkingar, t.d. reiði, ofsi. Eftirfarandi dæmi má því telja gallað: Hamslaus fögnuður á Gaza-svæðinu (Frbl. 13.9.05). Lýsingarorðið safaríkur merkir ‘sem mikill safi er í; kjarngóður, kröftugur’ og vísar það oftast til ávaxta, einnig kjötbita. Eftirfar- andi dæmi hlýtur að teljast afar sérkennilegt: [sýningin er] einhver safaríkasti konfektmoli sem boðið hefur verið upp á hér um árabil (Mbl. 13.10.05). Orðatiltækið e-ð er eins og blaut tuska framan í e-n ‘e-ð kemur illa við e-n’ er ungt í íslensku, notað í óformlegum stíl. Einnig er kunn- ugt orðatiltækið e-ð kemur eins og köld vatnsgusa framan í e-n/(yfir e-n) ‘e-ð kemur e-m (skyndilega) að óvörum’ og eru rætur þess í ís- lensku býsna gamlar. Þessu tvennu má helst ekki rugla saman eins og í eftirfarandi dæmi: Það [niðurstaðan í réttarkerfinu] er dálítið eins og köld tuska framan í fórnarlömb þessara brota (Blaðið 15.10.05). Sögnin valda tekur með sér and- lag sem jafnan vísar til e-s hug- lægs, t.d. valda (e-m) áhyggjum, ónæði, erfið- leikum eða e-ð veldur skaða, misskilningi, uppnámi, heila- brotum. Hins vegar er fram- andlegt að kom- ast svo að orði að valda sári, t.d.: Fimm gistu fangageymslur vegna rannsóknar málsins en óljóst er hver olli manninum stungusárum (Txt 6.8.05). Hér væri eðlilegra að segja: ... hver veitti manninum stungusár. Enskra áhrifa gætir í æ vaxandi mæli í íslensku. Annars vegar er um beinar slettur að ræða þar sem ætla má að við blasi að um erlent tungutak er að ræða, t.d.: bæ, bæ-bæ, hæ, meika það, seifa e-ð, bögga e-n, ókei o.s.frv. Nýlega barst umsjónarmanni skeyti frá erlendum manni sem spurði hvort leyfilegt væri að nota slíkt góss í íslensku. Hverju skal svara? Hér er enginn eftirlitsmaður sem leyfi eða banni eitt eða annað í málfars- legum efnum. Slíkt fer eftir mál- kennd og smekk manna. Umsjón- armaður telur þó að hráar ensku- slettur hljóti að teljast talmáls- einkenni sem ekki eigi heima í vönduðum stíl. Ensk áhrif koma einnig fram í því að erlend orð og orðasambönd eru þýdd á íslensku, þannig að yfirbragð og búningur virðist vera íslenskt. Um þetta skulu tilgreind okkur dæmi: Það fer ... að verða ansi þunn línan á milli þess sem KEA er að gera núna og þess að stíga skrefið til fulls og bera hrein- lega fé á menn (Blaðið 18.7.05) [e. thin line]; Ellefu mánuðum eftir skilnaðinn frá Jóakim ... (Frbl. 12.8.05) [e. divorce from]; Síðan er það opin spurning hvernig fugla- flensunni í Asíu vindur fram (Mbl. 8.10.05) [e. open question]; þegar menn sitja [svo] börn sín af við leikskóla (Frbl .1.10.05); líkamlegt heilbrigði er það sem flestir meta mest þótt það vilji oft vera tekið fyrir sjálfsagðan hlut (Mbl. 26.9.05) [e. take for granted] og Samfylkingin hefur stutt fram- boðið og við höfum ekki séð ný rök fyrir því að hoppa af þessum vagni (Frbl. 18.9.05) [e. jump off the wagon]. Umsjónarmanni þykja þessi dæmi ekki til fyrirmyndar en leggur þau í dóm lesenda. Úr handraðanum Hvorugkynsnafnorðið unnvarp, flt. unnvörp, merkir ‘það sem bylgjur kasta á land; hrönn í flæð- armáli’. Það er algengt í fornu máli, t.d. : fellu Vindur svo þykkt sem unnvarp/unnvörp lægi. Í nú- tímamáli er algengast að nota það atvikslega (í) unnvörpum ‘(í) hrönnum; í ríkum mæli’ og er sú notkun forn, t.d.: en fólkið fell nið- ur unnvörpum; fólkið sneri unn- vörpum við og fénaður féll unn- vörpum. Merking atviksorðsins unnvörpum virðist nokkuð ljós. Upphaflega vísar það til þess að bylgjur brotna hver eftir aðra, hver á eftir annarri. Síðar fær það merkinguna ‘í miklum mæli’. Ýms- ar hliðstæður eru auðfundanar, t.d. hrönnum, í hrönnum og hrönn- um saman, sbr. enn fremur orða- sambandið e-ð hrannast upp. Það kom því umsjónarmanni á óvart að rekast á fyrirsögnina: Sameining- artillögum var umvörpum hafnað í kosningum í gær (Frbl. 9.10.05). Hér er á ferðinni framburðar- myndin umvörpum sem á sér enga stoð í heimildum né ætti að sjást í vönduðu máli. Orð eru dýr og þau geta verið vandmeðfarin. Menn verða að vanda sig, nota þau í samræmi við málvenju og málkennd almennings. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 64. þáttur MEÐ opnu prófkjöri í Smáraskóla laugardaginn 12. nóvember kallar Framsóknarflokk- urinn eftir nýrri for- ystu og fólki til ábyrgðar. Ég hef svar- að því kalli og legg við drengskap minn. Markmiðið er sterk forysta og sterkur listi Framsóknarflokksins í vor. Í dagblaðagreinum, bæklingi, viðtölum, á fundum og á vefsetri mínu www.samuelorn- .is hef ég undanfarið kynnt afstöðu til mála og að hverju ég vil vinna í bæjarstjórn. Ég hef lagt sérstaka áherslu á að bærinn er fyrir fólkið: Við viljum betri bæjarbrag og þurfum að efla þjón- ustu. Íbúarnir eiga að búa í bæ þar sem þeir njóta sanngirni og rétt- lætis, bæ þar sem skólar og stofn- anir eru áfram í fremstu röð. – Ég hef einnig beitt mér í erfiðu máli Hestamannafélagsins Gusts og lagt til að bærinn endurnýi, styrki og lengi samning við félagið um Glað- heimasvæðið, sem væri táknræn að- gerð og afgerandi. Vegna starfa minna í frétta- mennsku í tvo áratugi hef ég ekki gengið í stjórnmálaflokk fyrr. En í stjórnmálastarf nú hef ég í veganesti víðtæka reynslu og þekkingu af fjöl- breyttum störfum. Þar er dýrmæt þekking á almannatengslum, byggð á áratugareynslu af fjölmiðlum. Af bæjarmálum má nefna undirbúning að Íþrótta- og tómstundaráði Kópa- vogs í núverandi mynd. Á Ríkis- útvarpinu hef ég öðlast reynslu af stjórnun starfsfólks og fjármála, samningagerð og skipu- lagningu stærri verk- efna hérlendis og er- lendis. Í félagsmálum hef ég kynnst launa- og kjaramálum og faglegri umfjöllun, bæði inn- lendum og alþjóðlegum vettvangi. Framsóknarflokkur- inn stendur á tímamót- um. Sterk forysta er lykilatriði í baráttunni sem framundan er í Kópavogi. Framsókn- armenn eiga að rísa úr öskustó neikvæðrar og röklausrar umræðu. Framsóknarmenn eiga að líta stoltir fram vegna árangurs hér í bæ og á landsvísu. Eng- inn getur haldið fram í rökræðu að í samstarfi tveggja flokka sé allt illt öðrum að kenna og allt gott hinum að þakka. Þann draug ber að kveða niður. Í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi nú býður sig fram glæsi- legur hópur hæfileikafólks. Við þurf- um sterkan og samhentan lista í vor. En aðeins sterk forysta Framsóknar mun duga gegn því að Sjálfstæðis- flokkurinn fái allar þakkir og meiri- hluta. Ég býðst til að veita þá for- ystu. Með drengskap að veði Eftir Samúel Örn Erlingsson ’Við þurfumsterkan og sam- hentan lista í vor.‘ Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi. Prófkjör Kópavogur Samúel Örn Erlingsson ÉG HEF skrifað þrjár greinar í Mbl. á þessu ári og gagnrýnt hækk- un stýrivaxta Seðlabanka – á því sem ég kalla falskar forsendur. Seðlabanki virðist hafa notað ranga útreikninga Hagstofu um „húsnæð- iskostnað“ í vísitölu – sem forsendu til að hækka stýrivexti Seðlabanka „til að draga úr verð- bólgu“ sem engin er! Ég held því fram, að þessi „húsnæðiskostn- aður“ sé ekki bara blekking. Hið rétta er að í raun var umtals- verð eignaaukning hjá dæmigerðri vísitölu- fjölskyldu vegna hækkunar á verði fast- eigna. Vaxtalækkun á húsnæðislánum (vegna einkavæðingar bankanna) nam svo 1,35% (úr 5,5% í 4,15%). Lækkun á vaxtalið um 1,35% er fjórðungs lækkun! Raun- lækkun á vöxtum vísitölufjölskyldu sem skuldar 10 milljónir (dæmi) er því 135 þúsund á ári eða um 11 þús- und á mánuði í vaxtalækkun! Samt er látið afskiptalaust að Hagstofan „reikni út“ hækkaðan „húsnæðiskostnað“! Ég skrifaði í grein um daginn að það væri engu líkara að sloppið hefði laust „aftur- gengið villuforrit úr dánarbúi Þjóð- hagsstofnunar“. Í reynd er það allt of kurteisislegt orðalag yfir þá villu að falsa kjarabót sem aukinn „hús- næðiskostnað“! Við sem störfum í sjávarútvegi erum svo fórnarlömb þessara fals- ana. Við það er ég ósáttur! Allar rekstraráætlanir sem gerðar eru verða ónýtar innan 30 daga vegna gengishækkunar sem rekja má – að mínu mati – til falsana um aukinn „húsnæðiskostnað“ sem á sér enga stoð í raunveruleikanum! Yfirleitt er kannski dýrara fyr- ir einhvern að byrja að kaupa eigið húsnæði í dag, en á móti eru vextir 25% lægri! Svo er hægt að spara fyrir þá sem vilja og kaupa innflutt húsnæði sem hefur lækkað. Varla þarf að gera ráð fyrir því að allir sem fjár- festa í nýju húsnæði séu hálfvitar sem ekk- ert spara – er það? Aðalatriði er að al- menningur er almennt að hagnast á hækkun fasteigna- verðs. Það er kjarni þessa máls. Al- menningur er líka að fá lægri vexti og það er kjarabót! Seðlabanki leyfir sér samt að nota þessa fölsuðu útreikninga Hagstofu til að réttlæta hækkun stýrivaxta aftur og aftur – „til að draga úr verðbólgu“ – sem virðist bara 1,2% (sjá mynd) – án „hús- næðiskostnaðar“. Tilefnislaus hækkun stýrivaxta á fölskum for- sendum leiðir svo af sér innistæðu- lausa hækkunar á gengi íslensku krónunnar – sem aftur leiðir til spákaupmennsku um áframhald sömu dellu! Meðfylgjandi mynd sem fengin var hjá Samtökum atvinnulífsins sýnir að verðbólga væri nú um 1,2% ef þessi aukni „húsnæðiskostnaður“ Hagstofu væri ekki með í vísitölu. Sannarlegar kjarabætur – rétt reiknaðar til lækkunar vaxtaliðs húsnæðislána nema eins og áður sagði 11 þúsund á mánuði miðað við 10 milljóna króna skuld í húsnæð- islán. Hvað lækkar vísitalan ef þessi sannanlega vaxtalækkun hús- næðislána væri rétt reiknuð? Er þá ekki verðbólgan komin í mínustölu? Kjarni þessara afglapa er að fórnarkostnaður útflutnings og samkeppnisgreina – vegna tilefn- islausrar hækkunar á gengi ís- lensku krónunnar sl. 30 mánuði – má áætla allt að 30 milljarðar í rek- startap – milljarður á mánuði að meðaltali! Er ekki mögulegt að þeir emb- ættismenn sem bera ábyrgð á að „reikna út“ þessar blekkingar geti fengið ríflega starfslokasamninga sem allra fyrst – svo leiðrétta megi þessa endaleysu? Eða er meiningin að láta þessa dellu ganga sjálfala, og verða þannig forsenda þess að setja kjarasamninga í uppnám? Falskar forsendur Kristinn Pétursson fjallar um húsnæðisverð og verðbólgu ’Seðlabanki virðist hafanotað ranga útreikninga Hagstofu um „húsnæð- iskostnað“ í vísitölu sem forsendu til að hækka stýrivexti Seðlabanka „til að draga úr verð- bólgu“ sem engin er!‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. 10% 9̂% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% 0% -1% 1 4 7 10 1 4 7 10 1 4 7 10 1 4 7 10 1 4 7 10 1 4 7 10 2000 2001 2002 2003 2004 2005 Bridsfélag yngri spilara 10 pör mættu til leiks og keppni miðvikudaginn 9. nóvember. Efstu pör: Hrefna Jónsdóttir – Elva Díana Davíðsd. 57 Jóhann Sigurðarson – Guðjón Haukss. 56 Eva D. Ólafsd. – Esther Ösp Valdimarsd. 51 Æfingar fyrir spilara 25 ára og yngri eru alla miðvikudaga í vetur í Síðumúla 37, 3. hæð. Kl. 18–19.30 eru léttar æfingar og spjall. kl. 19.30–22.30 er spilaður tvímenn- ingur eða sveitakeppni. Spilað er um bronsstig og þátttaka er ókeypis. Þetta er tilvalið fyrir þá sem hafa stigið sín fyrstu skref t.d. í heimahús- um eða á bridsnámskeiðum í fram- haldsskólum og vilja læra meira og æfa sig að spila. Nánari upplýsingar hjá Bridge- sambandi Íslands í síma 587-9360 eða á www.bridge.is/felog/reykjavik/ bridgefelag-yngri-spilara. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vísitala neysluverðs með húsnæði Vísitala neysluverðs án húsnæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.