Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 49 MINNINGAR ur að vinna. Við munum sakna þín ólýsanlega mikið. Takk fyrir allt elsku afi Steinunn Elfa og Bára María. Elskulegur bróðir hefur yfirgefið þetta líf. Þú barðist af ótrúlegu æðruleysi og dugnaði. En þú barðist ekki einn. Sigga var eins og klettur með þér allan tímann og börnin og tengdabörnin. Það hlýtur að vera dýrmætt í svo miklum veikindum að hafa alltaf ástvin við rúmið sitt. Ég er sannfærð um að sá sem nýtur slíkrar ástar og umhyggju eins og þú, fær mikinn styrk og er ómetan- legt. Í huganum þyrlast upp bernsku- minningar. Systkini, frændfólk og ótalmargir aðrir sem voru á Sól- bakka, í minningunni var alltaf fullt af fólki heima. Hlýtur oft að hafa verið strembið hjá mömmu, vinnu- dagar pabba voru þá oft langir. Líf og fjör, ærsl og læti, þið strákarnir tókust á, oft var kallað til okkar að hætta áður en loftið kæmi niður. Þú varst nú alltaf dálítið stríðinn og ærslafullur. Palli aðeins eldri og ráð- settari, Steini alltaf svo rólegur, Gísli svo lítill fannst okkur þá, en ég streð- aði við að halda í við ykkur stóru strákana. Ótrúlegt hvað þið þolduð mig. Um tvítugt fannst mér við öll verða eiginlega jafngömul. Þá fékk ég oft að skottast með ykkur á böll og annað. Sagt var að við tvö værum svo lík, bæði í okkur og á, það fannst mér ekki leiðinlegt, þú varst svo flottur og mikill „gæi“. Það var gott að vera nálægt þér, þú varst hjálp- samur, skemmtilegur, blíður, en ákveðinn. Þú „skammaðir“ mig áfram í mínum erfiðleikum, takk fyr- ir það. Þú reyndir ýmislegt í lífinu, en ég held að þú hafir átt hamingu- ríka ævi. Þið Bára áttuð mörg góð ár saman, en slituð samvistum. Þannig eru bara forlögin stundum, eigið þrjú myndarleg börn, tengda-, barna- og barnabarnabörn. Seinna kynntust þið Sigga, áttuð ykkar un- aðsreit í sumarbústaðnum, ræktuð- uð þar af natni og alúð, ferðuðust mikið innanlands og utan og nýttuð tímann vel sem þið áttuð saman. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, ekki síst fyrir elsku mömmu. Það var sárt en þó ljúft að fá að vera hjá þér þegar þú leiðst í burtu frá okkur, svo létt og þrauta- laust að því er virtist, laus við allar þjáningar, umvafinn kærleika og ástúð þeirra sem þú elskaðir. Ég sakna þín, kæri bróðir. Guð geymi þig. Ingibjörg J. Steindórsdóttir. Mig langar til að minnast í örfáum orðum Sverris Steindórssonar sem ég var svo lánsamur að kynnast fyrst er við unnum saman við rafla Sig- öldustöðvar. Það kom sér vel fyrir mig og Úlfar Vilhjálms, nýútskrifaða rafvirkjana, hvað Sverrir var þolin- móður að útskýra og hjálpa okkur af stað í þessum nýju verkum sem við höfðum ekki unnið við áður, en Sverrir hafði unnið við rafla Lands- virkjunar bæði við Búrfells- og Sogs- virkjanir. Sverrir var handlaginn og góður verkmaður og átti gott með að miðla af þekkingu sinni og taldi það ekki eftir. Hann hafði gaman af snarpri umræðu, hvort sem verið var að ræða landsmálin, pólitík, verkalýðs- mál eða bara allt milli himins og jarðar og var ávallt líf og fjör í kring- um hann í matar- og kaffitímum. Ég vann svo seinna með Sverri við Írafoss og komst þá enn betur að því hvern mann hann hafði að geyma, bæði traustur og ráðagóður. Alltaf var jafn gaman að koma við í Hrauneyjum, hitta Sverri og heyra hans skoðanir á því sem helst var í umræðunni hverju sinni. Í vetur hittum við Agnes Sverri og Siggu á Kanaríeyjum og áttum þar góðar stundir með þeim, þótt Sverrir væri orðinn veikur af þeim erfiða sjúkdómi sem hafði svo betur eftir harða baráttu. Við Agnes biðjum góðan guð að styrkja Siggu og fjölskyldu Sverris gegnum þessa erfiðu tíma og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Leifur. Mamma er farin frá okkur. Ein af mínum fyrstu minningum um mömmu er frá 1969. Jólin voru að nálgast og mamma var á fullu við að undirbúa jólin og ljúka við kjóla sem hún var að sauma, hún var kjólameistari sem vann heima. Ég aftur á móti var mjög upptekinn af því að reikna út hversu margir klukkutímar væru til jólanna og mömmu í sínu annríki var ekki skemmt yfir því. Í mörgum af mínum fyrstu minningum liggur mamma yfir saumaskap langt fram eftir nóttu til að ljúka verki. Eitt af því einkenndi mömmu sem persónu var fróðleiksfýsn. Hún fylgdist mikið með fréttum og mátti aldrei missa af fréttatíma og þegar kom að því að um var að ræða tvo fréttatíma í sjónvarpinu þá vildi hún sjá þá báða. Henni fannst gaman að ræða um málefni líðandi stundar og hafði ætíð fasta og sterka skoðun. Til marks um hvað mamma var fróð- leiksfús og viljug til að læra meira þá skellti hún sér í Námsflokka Reykjavíkur eftir fimmtugt og lauk þaðan grunnskólaprófi og stundaði um nokkurra ára skeið nám í öld- ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR ✝ Oddný Ólafs-dóttir kjóla- meistari fæddist á Látrum í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 26. júní 1921. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eiri 27. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 10. nóvem- ber. ungadeild Mennta- skólans við Hamra- hlíð. Hún hafði mikinn áhuga á því að ferðast og gerði það oft með- an heilsan leyfði. Hún ferðaðist um Banda- ríkin til að heimsækja elstu systur mína og einnig heimsótti hún æskuslóðir sínar í Washington fylki þar sem hún bjó sem barn. Hún ferðaðist víða um Evrópu og hafði gam- an af. Þegar ég útskrifaðist með guð- fræðipróf í Englandi þá kom hún og var viðstödd útskriftina. Við keyrð- um mikið um Suður-England. Einn- ig tókum við dagsferð til York til að skoða gamla víkingabyggð og hafði hún mjög gaman af og talaði mikið um þá ferð seinna meir. Þegar ég út- skrifaðist með tölvufræðiprófið í Bandríkjunum lét hún sig ekki vanta og eftir útskrift skelltum við okkur í frí til Flórída. Flugferðin lagðist ekki vel í mömmu þar sem henni þótti flugvélin frekar óörugg og ótt- aðist hún um líf sitt. Þegar á áfanga- stað var náð féll allt í ljúfa löð og við skemmtum okkur bæði konunglega. Eftir að ég flutti heim aftur var mamma alltaf sú sem hægt var að leita til. Hún var viljug til að hjálpa eins og hún gat ef eitthvað bjátaði á. Núna seinni ár hefur heilsu hennar hrakað og því er komið að því að hún sefur svefninum langa en í lokin vil ég segja að ég vona að henni líði sem best hvar sem hún er. Arinbjörn Björnsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓHANNESSON bóndi, Jarðlangsstöðum í Borgarbyggð, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju mánudaginn 14. nóvember kl. 14.00. Sigríður Bárðardóttir, Sigríður Bára Einarsdóttir, Þuríður Einarsdóttir, Friðrik Alexandersson, Kristín Einarsdóttir, Lárus Þ. Sigurðsson, Fanney Einarsdóttir, Brynjólfur Brynjólfsson, Jóhannes Guðmundur Einarsson, Kristína H. M. Elizondo, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓSEFSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Tómasarhaga 44, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund miðviku- daginn 9. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Eyvindarhólakirkju, Austur-Eyjafjöllum, og verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, BIRGIR DAVÍÐ KORNELÍUSSON, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 10. nóvember. Sigríður Pétursdóttir, Kornelíus Jónsson, Haraldur Kornelíusson, Íris Ægisdóttir, Kornelía Kornelíusdóttir, Gísli Árni Atlason, Pétur Kornelíusson, Gunnhildur Sigurðardóttir og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA GUÐMUNDA JAKOBSDÓTTIR, Skálagerði 3, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. nóvember. María Rögnvaldsdóttir, Grétar Guðmundsson, Elínbet Rögnvaldsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Rögnvaldur Magnússon, Jónmundur Grétarsson, Ragnhildur Grétarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, fóstur- föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS EINARSSONAR, Grænugötu 12, Akureyri. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðfinna Kristjánsdóttir, Kristján Magnússon, Árvök Kristjánsdóttir, Einar Kristjánsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Ársæll Kristjánsson, Dóra Kristjánsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir, Ásta Sigurðardóttir, Vilhjálmur Þ. Snædal, Haukur Arnar Árnason, Sveinbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og dóttur, GUÐRÚNAR FANNEYJAR ÓSKARSDÓTTUR kennara, Rauðagerði 65, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við englunum á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi, fyrir ómetanlega umönnun og hlýju á erfiðum stundum. Þráinn Sigurbjörnsson, Karl Óskar Þráinsson, Íris Ingvarsdóttir, Gunnar Már Þráinsson, Jóhanna Hauksdóttir, Sigríður Ólafsdóttir. Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. (Hallgrímur Pétursson.) ÁRNI BJARNASON ✝ Árni Bjarnasonfæddist í Hafn- arfirði 13. septem- ber 1927. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju 25. október. Elsku afi minn, ég samgleðst þér fyrir að hafa staðið pligt þína hér á jörðinni með sæmd. Ég er stoltur af arf- leið þinni og vill þakka þér fyrir að vera mér alltaf góður og sönn fyrirmynd. Börnum afa, barna- börnum, barnabarna- börnum og fjölskyld- um þeirra sendi ég samúðarkveðjur og svo öllum þeim sem syrgja Árna afa. Bjarni Hrafnkelsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.